Morgunblaðið - 24.01.2020, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2020
Haraldur Stefánsson,
fv. slökkviliðsstjóri á
Keflavíkurflugvelli, lést
á nýrnadeild Landspít-
alans á Hringbraut sl.
miðvikudag, 83 ára að
aldri. Haraldur var
fæddur í Reykjavík 22.
janúar 1937, sonur
Þuríðar Stefánsdóttur
og Stefáns Haraldar
Jónssonar. Uppeldis-
faðir Haraldar var Sig-
urður Sveinsson, verkstjóri hjá Öl-
gerð Egils Skallagrímssonar.
Systkini Haraldar, sammæðra, eru
Elín Sigurðardóttir og Sigurður
Sigurðsson. Samfeðra eru Kristín,
d. 2015, Sigurjón og Sigríður.
Haraldur ólst upp í Þingholt-
unum í Reykjavík. Eftir útskrift úr
Gagnfræðaskóla Austurbæjar hóf
Haraldur störf hjá Ölgerð Egils
Skallagrímssonar. Meðfram því
starfi stundaði hann flugnám hjá
Flugskólanum Þyt. Árið 1955, þeg-
ar skammt var liðið á flugnámið
skall á verkfall sem reyndist ör-
lagavaldur í lífi hans og gerði það
að verkum að hann lagði námið á
hilluna og sótti um starf á Kefla-
víkurflugvelli, þar sem verkfallið
náði ekki til.
Flugvallarsvæðið varð að vinnu-
svæði Haraldar
næstu 50 árin. Fyrsta
starf hans fólst í að
sópa gólf í mötuneyt-
inu. Síðan réði hann
sig sem sjúkraflutn-
ingamann hjá flug-
hernum. Um vorið
1956 hóf Haraldur
störf hjá Slökkviliði
Keflavíkurflugvallar,
sem rekið var af
varnarmálaráðuneyti
Bandaríkjanna. Það ár voru fimm
íslenskir starfsmenn fengnir þar til
starfa í stað Bandaríkjamanna.
Haraldur tók við starfi slökkvi-
liðsstjóra árið 1986 við skyndilegt
fráfall Sveins Eiríkssonar. Har-
aldur stýrði slökkviliðinu til ársins
2005. Slökkvilið Keflavíkurflug-
vallar hefur fengið fjölmörg verð-
laun og viðurkenningar undir hans
stjórn.
Haraldur var sæmdur ridd-
arakrossi hinnar íslensku fálkaorðu
árið 2003. Frá 1975 starfaði hann
innan Frímúrarareglunnar.
Eftirlifandi eiginkona Haraldar
er Erla Ingimarsdóttir, f. 1938.
Börn þeirra eru Ragnar, Sólveig
Jóhanna, Haraldur og Ingibjörg
María. Barnabörnin eru níu og
barnabarnabörnin fimm.
Andlát
Haraldur Stefánsson
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Sala á kindakjöti stóð í stað á síðasta
ári, miðað við árið á undan. Þótt fram-
leiðslan minnkaði um 768 tonn er hún
enn 2.600 tonnum yfir sölu innan-
lands. Umframframleiðslan var flutt
út.
Heildarsala á íslensku kjöti á inn-
anlandsmarkaði var tæp 29 þúsund
tonn á nýliðnu ári, samkvæmt upplýs-
ingum frá atvinnuvegaráðuneytinu,
aðeins liðlega hálfu prósenti meiri en
árið á undan. Litlar sveiflur urðu milli
kjötgreina á árinu. Þó dróst sala á
svínakjöti saman um tæp 3% og sala á
alifuglakjöti jókst um 2%. Stærsta
breytingin hlutfallslega er í hrossa-
kjöti þar sem fram kemur 23% aukn-
ing en lágar tölur eru á bak við þá
sveiflu.
Ef litið er til þróunarinnar síðustu
tíu árin sést að aukning hefur orðið í
öllum kjötgreinum en langmesta
aukningin hefur þó orðið í sölu á ali-
fuglakjöti. Er hlutdeild alifuglakjöts
orðin tæp 34% af kjöti sem framleitt
er hér á landi.
Innflutningur eykst
Ekki liggja fyrir tölur um innflutn-
ing á öllu árinu en hann hefur aug-
ljóslega sífellt meiri áhrif á sölutölur.
Í lok nóvember höfðu verið flutt inn
um 4.400 tonn af kjöti á tólf mánaða
tímabili sem er liðlega 22% aukning.
Önnur skýring en aukinn innflutn-
ingur á stöðnun í sölu á kjöti sem
framleitt er hér innanlands gæti verið
14% fækkun erlendra ferðamanna.
Þeir eru vanir kjúklingum, svínakjöti
og nautakjöti og ættu áhrifin að koma
þar fram, frekar en í kindakjöti. Þá
fjölgar því fólki sem dregið hefur úr
eða hætt kjötneyslu.
Ef litið er á kindakjötið sérstaklega
má sjá að framleiðslan minnkaði úr
tæpum 10.500 tonnum í 9.700 tonn á
nýliðnu ári eða um 800 tonn. Salan er
óbreytt. Minna var flutt út en árið á
undan. Þá minnkuðu birgðir nokkuð.
Til einföldunar má segja að umfram-
framleiðslan hafi öll verið flutt á er-
lenda markaði og samdráttur í fram-
leiðslu komið fram í minni birgðum.
Ólafur Már Þórisson, markaðs-
stjóri Kjarnafæðis, segir að nokkurt
jafnvægi sé á markaði fyrir kindakjöt
um þessar mundir. Tekur fram að
bændur og kjötsalar vildu geta fengið
betra verð fyrir lambakjötið.
Einhverjar hræringar eru á mark-
aði fyrir nautgripakjöt. Salan jókst
aðeins um tæpt prósent á síðasta ári
sem er viðsnúningur frá árunum á
undan þegar nokkuð stöðug 5-11%
aukning hefur verið á hverju ári, sam-
kvæmt samantekt Höskuldar Sæ-
mundssonar, verkefnisstjóra hjá
Landssambandi kúabænda. Eigi að
síður heldur nautakjötið nokkuð
stöðu sinni á markaðnum.
Lækka verð á kýrkjöti
Kaupfélag Skagfirðinga og Slátur-
félag Suðurlands lækkuðu verð til
bænda á kýrkjöti um 10-11% í síðasta
mánuði og um áramót. SS gefur þær
skýringar að það sé vegna birgðasöfn-
unar og aukins framboðs frá innflutn-
ingi. Ekki er að sjá á yfirliti atvinnu-
vegaráðuneytisins að birgðir séu
miklar enda gripum slátrað mest eftir
þörfum markaðarins.
Innflutningur á nautakjöti jókst
um tæp 3% fyrstu ellefu mánuði síð-
asta árs, miðað við sama tímabil árið á
undan. Hins vegar má búast við að
innflutningur aukist meira á þessu ári
vegna þess að innflutningur á ófrosnu
kjöti var heimilaður um áramót. Það
mun vafalaust bitna á hlutdeild ís-
lensks nautakjöts eins og alifugla- og
svínakjöts.
Sala á íslensku svína-
kjöti minnkar heldur
Sala kjöts 2019
tonn
tonn
Heimild: Atvinnuvegaráðuneytið
Hlutdeild í %
+2,0%
-0,1% -2,9%
+0,9%
+23%
Breyting í % frá 2018
10.000
8.000
6.000
4.000
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019
Sala kjöts 2019
33,8%
24,5%22,5%
16,6%
2,5%
6.275
7.190
6.025
3.610
10.000
8.000
6.000
4.000
2.000
0
Birgðir kindakjöts, tonn
5.003Ársbyrjun
4.644Árslok
Kindakjöt NautakjötAlifuglakjöt Svínakjöt Hrossakjöt
9.797
7.100
6.530
4818
Kindakjöts-
markaðurinn í
nokkru jafnvægi
Magnús Heiðar Sig-
urjónsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri hér-
aðsnefndar Skaga-
fjarðar, verslunarstjóri
og bæjarfulltrúi á
Sauðárkróki lést á
Heilbrigðisstofnun
Norðurlands á Sauð-
árkróki 21. janúar sl.
Magnús fæddist 24.
júlí 1929 í Árnesi í Lýt-
ingsstaðahreppi í
Skagafirði, sonur hjónanna Sig-
urjóns Helgasonar og Margrétar
Magnúsdóttur. Hann ólst upp í for-
eldrahúsum, fyrst í Árnesi og síðar
á Nautabúi. Lauk grunnskóla sem á
þeim árum var farskóli, stundaði
viðbótarnám hjá sóknarpresti sveit-
arinnar og í bréfaskóla SÍS. Hann
lauk verslunarprófi frá Samvinnu-
skólanum í Reykjavík og námi við
bændadeild Bændaskólans á Hól-
um.
Magnús var eina vertíð í Vest-
mannaeyjum og stundaði vinnu við
jarðvinnslu og mælingar hjá Rækt-
unarsambandi Skagfirðinga meðan
á skólagöngu stóð og nokkru lengur.
Hann starfaði hjá Kaupfélagi Skag-
firðinga, fyrst við skrifstofustörf og
síðar verslunarstörf,
varð deildarstjóri
byggingavörudeildar
félagsins þegar hún
var stofnuð 1957 og
síðan verslunarstjóri
Skagfirðingabúðar
þegar hún tók til
starfa árið 1983 og
fram að 100 ára af-
mæli kaupfélagsins
1989. Eftir það tók
Magnús við starfi
framkvæmdastjóra Héraðsnefndar
Skagfirðinga sem þá var nýlega
stofnuð. Gegndi hann því starfi þar
til sveitarfélagið Skagafjörður var
stofnað laust fyrir síðustu aldamót.
Magnús tók þátt í stjórnmálum
og sat um 12 ára skeið í bæjarstjórn
Sauðárkóks og var forseti bæj-
arstjórnar um tíma.
Eiginkona Magnúsar var Krist-
björg Guðbrandsdóttir, f. 15. júní
1934, d. 3. desember 2009. Þau sáust
fyrst á dansleik í Varmahlíð fyrsta
vetrardag 1952, hún þá 18 ára og
hann 23 ára. Þau giftust tveimur ár-
um síðar og bjuggu alla tíð á Sauð-
árkróki. Börn Magnúsar og Krist-
bjargar eru Guðbrandur, Sigurjón
og Heiðdís Lilja.
Magnús H. Sigurjónsson
Sigurður T. Sigurðs-
son, fv. formaður
Verkalýðsfélagsins
Hlífar í Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum
21. janúar síðastliðinn,
á 89. aldursári.
Sigurður fæddist 5.
júlí 1931 í Hafnarfirði,
yngstur þriggja barna
þeirra Sigurðar T. Sig-
urðssonar og Guðrúnar
Jónsdóttur. Hann ólst
upp í Hafnarfirði og gekk þar í
skóla, útskrifaðist úr Flensborgar-
skólanum 1949. Með skóla starfaði
hann m.a. hjá Kaupfélagi Hafnfirð-
inga og sinnti ýmsum störfum til
sjós og lands að námi loknu. Þannig
vann hann á Keflavíkurflugvelli á ár-
unum 1951-1954. Sumarið 1972 réði
hann sig til starfa í álverinu í
Straumsvík og vann þar til 1981.
Sigurður kynntist verkalýðs-
málum strax sem unglingur en faðir
hans var í stjórn Hlífar árin 1940-
1950. Skömmu eftir að hann byrjaði
hjá Ísal í Straumsvík var hann kos-
inn trúnaðarmaður starfsmanna og
gegndi því starfi til 1979. Sigurður
átti sæti í stjórn Hlífar
frá 1973 til 1978. Árið
1981 var hann kjörinn
varaformaður Hlífar
og réðst til starfa hjá
félaginu um það leyti.
Sigurður varð formað-
ur Hlífar 1987 og
gegndi því til ársins
2002. Eftir það starfaði
hann í nokkur ár sem
ritari Hlífar, eða til
ársins 2008. Sigurður
lét víða til sín taka í ræðu og riti í
baráttu sinni fyrir bættum hag
verkafólks. Ungur lét hann að sér
kveða í þeim efnum en í viðtali við
Sigurð í 100 ára afmælisblaði Hlífar
árið 2007 segist hann hafa verið rek-
inn úr starfi á Vellinum árið 1954
vegna afskipta sinna af verkalýðs-
málum.
Eftirlifandi börn Sigurðar eru
Sigurður Tryggvi, fæddur 1957,
Guðrún, fædd 1958, Kolbrún Dag-
björt, fædd 1961, Berglind, fædd
1964, og tvíburarnir Edda Sif og
Elfa Björk, fæddar 1969. Afa- og
langafabörn Sigurðar eru orðin 22
talsins.
Sigurður T. Sigurðsson
Rafvörumarkaðurinn við Fellsmúla | Sími: 585 2888
OPIÐ ALLA DAGA
Mán. til fös. kl. 9–18
Laugard. kl. 10–16
Sunnud. kl. 12–16
afsláttur af völdum
vörum.
Allt að
70%