Morgunblaðið - 24.01.2020, Síða 6

Morgunblaðið - 24.01.2020, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2020 BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Örnólfur Jónsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, FÍA, segir að alþjóðleg kyrrsetning Boeing 737 MAX-flugvélanna, sem m.a. hefur valdið Icelandair miklu tjóni, sé álits- hnekkir fyrir Bo- eing. „Þetta er álitshnekkir fyrir Boeing, það er engin spurning. Það virðist alltaf vera að teygjast á þessu. Nú bíða menn bara og sjá hvort þetta stóra fyrirtæki nái vopnum sínum,“ segir Örnólfur í samtali við Morgun- blaðið. MAX-vélarnar voru kyrrsettar í kjölfar tveggja mannskæðra flug- slysa með fimm mánaða millibili, þeg- ar 346 manns létust í Indónesíu og í Eþíópíu. Vél Lion Air hrapaði til jarð- ar 29. október 2018, en vél Ethiopian Airlines fórst 10. mars á síðasta ári. Traust í sögulegri lægð Í nýlegri frétt í breska dagblaðinu Financial Times kemur fram að félög flugmanna segi að traust félags- manna þeirra á öryggismenningu inn- an Boeing sé nú í sögulegri lægð vegna atburðanna. Vandræði Boeing jukust enn þegar félagið tilkynnti á þriðjudaginn síð- asta að 737 Max-vélarnar yrðu kyrr- settar fram á mitt þetta ár, en unnið er að því í samvinnu við alþjóðleg flugmálayfirvöld að tryggja öryggi vélanna og koma þeim aftur í rekstur. Þá segir í fréttinni að það muni skipta höfuðmáli að fá flugstjóra í lið með sér, þegar kemur að því að end- urheimta traust almennings á vélun- um. Í tilkynningu sem Icelandair sendi frá sér í kjölfar tilkynningar Boeing segir að félagið geri ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX-flugvélar fljúgi í leiðakerfi félagsins á háönn næsta sumars. Spurður að því hvort traust til vél- anna, og málið í heild sinni, hafi verið rætt innan FÍA, segir Örnólfur að engin formleg afstaða hafi verið tekin. Menn séu fyrst og fremst undrandi á því hvað þetta virðist vera djúpstæð- ur vandi, sem ekki hafi verið leystur ennþá. „Þó að þetta sé álitshnekkir fyrir Boeing, og það líti út fyrir að þarna hafi tekist illa til, þá þýðir það samt ekki að menn missi almennt trú á flugvélum Boeing.“ Örnólfur segir að málið sé augljós- lega að valda Icelandair miklum vandamálum. „Það er óumdeilt. Ice- landair verður í sumar með 100 færri flugmenn en gert var ráð fyrir í áætl- unum árið 2019. Það sýnir svo ekki verður um villst að Icelandair hefur þurft að draga saman seglin. Þetta hefur ekki gerst hjá okkur í 10 ár að það séu ekki allir flugmenn Icelandair í vinnu yfir sumartímann. Þetta sýnir hve vandamálið er stórt í tengslum við þessa kyrrsetningu.“ Icelandair hefur leigt þrjár eldri gerðir af Boeing 737-vélum næsta sumar til að leysa af MAX-vélarnar. „Icelandair verður með 41 vél í rekstri í sumar í stað 46 sem voru áætlaðar í notkun árið 2019. Það mun- ar talsverðu.“ Reiðubúnir að fljúga MAX Hafa þessir 100 menn fengið vinnu annars staðar? „Það er allur gangur á því. Ein- hverjir hafa fengið vinnu erlendis, en aðrir ekki. Þetta eru okkar yngstu flugmenn, enda ræður starfsaldur í ráðningum hjá Icelandair.“ 800 starfandi félagar eru í FÍA. Eru flugmenn í FÍA reiðubúnir að fljúga MAX-þotunum þegar flug- málayfirvöld í Bandaríkjunum og Evrópu gefa grænt ljóst? „Já, þá treysta menn því að þessar vélar séu góðar og traustar. Við höf- um engar aðrar forsendur til að fara eftir. Við berum fullt traust til þess- ara yfirvalda. Þegar grænt ljós kem- ur, þá þýðir það að búið er að komast yfir þau vandamál sem komið hafa upp varðandi þoturnar.“ Örnólfur segir að MAX-vandræðin og fall WOW air sé bakslag í hinn mikla uppgang í ferðaþjónustu sem varð hér á landi á árunum 2011-2018. „Þessi ár voru einn mesti uppgangs- tími í flugi sem við höfum nokkurn tímann séð á Íslandi.“ Örnólfur vonast til að þó þetta sé eitt skref aftur á bak, þá verði brátt tekin tvö skref áfram í staðinn. Kyrrsetning 737 Max-véla álitshnekkir fyrir Boeing  FÍA segir það sögulegt að ekki vinni allir flugmenn Icelandair í sumar Morgunblaðið/Hari Flug Boeing 737 MAX-vél Icelandair flogið utan til geymslu. Vélunum verður ekki flogið á háönn í sumar. Örnólfur Jónsson SMÁRALIND – KRINGLAN – DÚKA.IS Skóbakkar og mottur Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Þingvallanefnd hefur svarað UNESCO vegna tveggja atriða sem hafa verið í deiglunni og lúta að skráningu þjóðgarðsins á heims- minjaskrá. Annað þeirra snýst um breikkun Gjábakkavegar sem tek- inn var endurbættur í notkun síð- asta haust. Landvernd kærði þá framkvæmd til þar til bærra stofn- ana sem úrskurðuðu að ekkert væri að framkvæmdinni. UNESCO spurðist fyrir um ýms- ar hliðar málsins. Svar Þingvalla- nefndar er að endurbætur á veg- inum hafi verið í sátt við umhverfið jafnt sem inntak starfs í þjóðgarð- inum. Þess hafi verið gætt að veg- urinn félli sem best inn í landið og gróður þar, hraði á veginum sé tak- markaður, engir þungaflutningar leyfðir og hljóðvistar gætt. Fram- kvæmdin hafi sömuleiðis verið nauðsynleg því fyrri vegur á þess- um stað sem var lagður árið 1974 hafi ekki lengur borið umferðina. Þá sé veginum um svonefnt Vatns- vik, sem liggur niðri við Þingvalla- vatn, breytt í botnlanga, sem dragi úr umferð þar sem og hættu á mengunarslysi. Hitt bréfið er svar við kvörtun Jónasar Haralds- sonar lögmanns til UNESCO vegna köfunar í Silfru. Að sögn Ara Trausta Guðmundssonar, formanns Þing- vallanefndar, ber gjáin það álag sem fylgir núverandi snorkli og köf- un. Sérfræðingar telja þolmörkin 70 þúsund manns á ári og gestafjöldi nú sé undir þeim viðmiðum og er fylgst vel með þolmörkum. Að heimila köfun falli einnig að þeirri stefnu að á Þingvöllum geti fólk bæði stundað afþreyingu og fræðst um náttúruna. Stenst vísa um sjálfbærni „Við teljum starfsemina í Silfru standast vísa um sjálfbærni og leggjum ríka áherslu á að svo sé,“ segir Ari, sem telur UNESCO nú vel upplýst um stöðu mála. Spurn- ingarnar séu fram settar í fullum rétti og svörin ítarlega unnin í sam- vinnu nokkurra aðila, enda horft til margra þátta þegar heimsminja- skráning er undir. Vegur og köfun í sátt við umhverfið  Þingvallanefnd hefur svarað UNESCO Ari Trausti Guðmundsson Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2019 munu nema um 8 milljörðum króna, að teknu tilliti til skatta. Þetta kem- ur fram í tilkynningu bankans sem send var Kauphöllinni í gærkvöldi. Hagnaður Aron banka á síðasta ári verður um einn milljarður króna, en árið 2018 var gert upp í 7,8 millj- arða kr. plús og 2017 var hagnaður- inn 14,4 milljarðar kr. Helsta ástæða þessarar útkomu tengist félögunum Valitor og Stakksbergi, en hið síðarnefnda á kísilverksmiðjuna í Helguvík í Reykjanesbæ. Neikvæð áhrif frá þessum félögum setja 12,4 milljarða kr. mínus í afkomuna hjá Arion. Á fyrstu níu mánuðum síðasta árs voru neikvæð áhrif af aflagðri starf- semi og eignum til sölu alls 4,97 milljarðar kr. Þar voru fyrrgreind fyrirtæki helstu áhrifavaldar. Einn- ig kemur inn í myndina félagið Sól- bjarg, sem tengist gjaldþroti Pri- mera og heldur á eignum TravelCo, sem olli neikvæðum áhrifum upp á 616 milljónir kr. Í afkomutilkynningu Arion segir að nýlega hafi verið ákveðið að end- urskipuleggja rekstur Valitor til að snúa við taprekstri. Því var ný við- skiptaáætlun gerð. Hún var sam- þykkt gær og þarf nú að færa óefn- islegar eignir Valitor niður um 4 milljarða kr. í kjölfarið. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Arion Afkoma bankans eftir síðasta ár er bakslag eftir góða tíma. Miklar af- skriftir hjá Arion  Hagnaðurinn dregst saman

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.