Morgunblaðið - 24.01.2020, Síða 4
Borin hafa nú verið kennsl á líkams-
leifar sem fundust á Nauteyrartanga
í ósum Ölfusár í október 1994. Tækni
þess tíma bauð ekki upp á greiningu
á höfuðkúpunni sem fannst en á síð-
asta ári ákvað lögreglan á Suður-
landi að reyna aftur enda ný tæki
komin til sögunnar. Sú vinna skilað
þeim árangri sem vænst var.
Á höfuðkúpuna vantaði neðri
kjálkann og einungis ein tönn var í
efri góm, segir í tilkynningu lögregl-
unnar. Í þessari síðustu rannsókn
var tekið DNA sýni úr kúpunni og
það sent til Svíþjóðar í rannsókn.
Niðurstaðan kom fyrr í þessum mán-
uði og er nú staðfest að líkamsleif-
arnar eru af Jóni Ólafssyni. Hann
var fæddur 8. júlí 1940, skipstjóri í
Þorlákshöfn og er talinn hafa fallið í
Sogið á aðfangadag árið 1987.
Börnum Jóns hefur verið kynnt
þessi niðurstaða og fá þau jarðnesk-
ar leifar föður síns afhentar alveg á
næstunni.
Jón var faðir Birgittu fv. þing-
manns Pírata sem tjáði sig um málið
á Facbook í gærkvöldi. „Við systk-
inin erum óendanlega þakklát yfir-
lögregluþjóni Suðurlands Oddi
Árnasyni fyrir að fylgja þessu máli
eftir alla leið svo að loks sé hægt að
jarðsetja pabba og vera fullviss um
afdrif hans, “ segir Birgitta á síðu
sinni. sbs@mbl.is
Kennsl borin á höfuðkúpu
Líkamsleifar manns sem féll í Sogið fyrir rúmum 30 árum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Suðurland Talið er að Jón Ólafsson
hafi fallið í Sog sem rennur í Ölfusá.
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2020
Hugsum áður en við hendum!
www.gamafelagid.is 577 5757
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Nefndir, ráð og stjórnir íslenska rík-
isins eru nú 665 talsins sem er um
10% fjölgun frá árinu 2017 þegar þær
voru 603. Hafði þeim fækkað stöðugt
frá aldamótum, en árið 2000 voru þær
910 talsins og nam því fækkunin
33,7% fram til ársins 2017. Stefanía
Óskarsdóttir, dósent við stjórnmála-
fræðideild Háskóla Íslands, segir
fjölgun nefnda undanfarin þrjú ár lík-
lega skýrast af ríkisstjórnarskiptun-
um í kjölfar alþingingiskosninganna
2017.
Telur hún talsvert margar nefndir
vera tímabundnar og skipaðar af ráð-
herrum í stefnumótandi tilgangi til
skemmri tíma. Þá eru hagsmunaaðil-
ar og sérfræðingar hafðir með í
stefnumótunarferli ríkisins „vegna
þess að stjórnkerfið er lítið og býr
ekki yfir þessari fræðilegu þekkingu
og þess vegna getur verið sniðugt að
kalla hagsmunaaðila sem búa yfir
sérfræðingaþekkingu og fulltrúa ým-
issa hagmuna að borðinu“.
Fá ekki greitt
Hún segir jafnframt þessa aðferð
fela í sér leið fyrir ríkið til þess að
nýta sérþekkingu ýmissa aðila í þjóð-
félaginu með tiltölulega ódýrum
hætti þar sem hagsmunaaðilar,
starfsmenn ríkisins og ýmsir sér-
fræðingar fá ekki greitt fyrir vinnu
sína. „Ef það þyrfti að ráða sérfræð-
inga í störf hjá ráðuneytinu myndi
það hafa í för með sér talsverðan
kostnað, en þarna borga hagsmuna-
samtök launin og er þetta talið hluti
af starfi starfsmanna þeirra. Ef
þarna koma einhverjir úr háskóla-
samfélaginu er ekki borgað fyrir það
heldur.“
Á Norðurlöndum hefur ríkið stuðst
við nefndir við stefnumótun hjá hinu
opinbera en dregið hefur verulega úr
þessu samráðskerfi í Skandinavíu á
sama tíma og stjórnsýslan þar hefur
farið að eflast, að sögn Stefaníu.
Fjölbreyttar
Nefndir geta verið mjög ólíkar þar
sem hlutverk þeirra er mismunandi.
Sumar starfa á grundvelli laga en
aðrar eru skipaðar af ráðherra, jafn-
framt geta sumar tekið stjórnvalds-
ákvarðanir en aðrar eru aftur á móti
ráðgefandi.
Það er óhætt að segja að flóran sé
fjölbreytt og meðal nefnda má meðal
annars finna ullarmatsnefnd, verk-
efnisstjórn markaðsverkefnis ís-
lenska hestsins, aðgerðahóp um karla
og jafnrétti, samráðshóp um list fyrir
alla, samráðshóp um betri merkingar
matvæla, starfshóp um stöðu og hlut-
verk landshlutasamtaka sveitarfé-
laga og nefnd um þróun mælikvarða
um hagsæld og lífsgæði.
Ný ríkisstjórn
2017 fjölgaði
nefndum
Nefndir ódýr leið til að nýta sérfræði-
þekkingu innan hagsmunasamtaka
Nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkisins
Fjöldi nefnda, ráða og stjórna árið 2020Þróun fjölda nefnda, ráða og stjórna 1970-2020
1.000
800
600
400
200
1970 1985 2000 2005 2009 2017 2020
Heimildir: Stjórnarráðið,
Ríkisendurskoðun, Stjórnmál
og stjórnsýsla
Verkefna-
og stýrihópar, 100
Nefndir, 327
Stjórnir, 127
Ráð, 111
Alls
665
371
910
500
800
603
665700
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Mikil viðgerð á Skálholtsdómkirkju
stendur fyrir dyrum. Skipta þarf um
þak, gera við ytra byrði og fleira.
Kostnaður er áætlaður um 90 millj-
ónir. Auk þess er komið að viðgerð á
Skálholtsskóla og hótelinu á staðn-
um.
„Húsin leka. Það er leki í Skál-
holtsskóla og kirkjan lekur líka og
þarf nauðsynlega að fá viðhald. Það
er mikið forgangsmál. Hönnun á
móttökuhúsi er komin mjög langt.
Þessi þrjú stóru hús í Skálholti eru í
forgangi miðað við þau efni sem
kirkjan hefur,“ sagði séra Kristján
Björnsson vígslubiskup.
Endurskoðuð ástandslýsing á
kirkjunni kom á liðnu hausti. Skipta
þarf um þakið sem er klætt með
norskum steinskífum. Þær eru orðn-
ar mosagrónar, skemmdar og farnar
að fjúka af. Kristján sagði talið að
svona þak entist í 50-60 ár en á þessu
ári eru 57 ár frá því að kirkjan var
vígð. Áætlað er að nýtt þak kosti um
50 milljónir. Einnig þarf að gera við
alla gluggana í turninum sem geymir
verðmætt bókasafn. Auk þess þarf
að lagfæra ytra byrði kirkjunnar.
Listgluggar Gerðar Helgadóttur
hafa verið endurnýjaðir og safnaði
Verndarsjóður Skálholtsdómkirkju
fyrir því. Margir veglegir styrkir
bárust í það verkefni. Haldin var sér-
stök „gluggamessa“ í desember 2018
til að fagna þeim áfanga.
Kristján sagði að breyta ætti húsi
á hlaðinu í Skálholti sem áður var
rektorsbústaður og biskupssetur.
Það verður móttökuhús og mun m.a.
rúma ný almenningssalerni fyrir
ferðamenn en fjöldi þeirra heimsæk-
ir staðinn. Einnig er hugmyndin að
vera þar með sýningu og kaffistofu.
Þá hefur kirkjuráð samþykkt að
skáli við bílastæðið vestan Skálholts-
skóla verði auglýstur til sölu. Krist-
ján sagði að skálinn yrði seldur til
brottflutnings enda er hann bara
með stöðuleyfi á staðnum.
Prentsögusetur og fjósið
Hugmynd um að Prentsögusetur
fengi inni í fjósi og hlöðu Skálholts-
staðar kviknaði þegar kúabúskapur
var lagður þar af í fyrrasumar. Sam-
komulag milli Skálholtsstaðar og
Prentsöguseturs um samvinnu var
handsalað á síðustu Skálholtshátíð.
Séra Kristján kveðst vera mjög já-
kvæður gagnvart því að af þessu geti
orðið þegar og ef fjármagn fæst í
verkefnið.
Kirkjuráð fékk í haust kynningu á
málinu en hafnaði beiðni um að hefja
framkvæmdir í hlöðu og fjósi Skál-
holts fyrir Prentsögusetrið.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skálholt Skipta þarf um þakið á kirkjunni, laga ytra byrði og turnglugga.
Gera þarf við
Skálholtskirkju
Hús farin að leka og þurfa viðhald