Morgunblaðið - 24.01.2020, Síða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2020
Gluggaþvottur Vissara er að hafa útsýnið í lagi í Stjórnarráðinu.
Eggert
Flestum Íslendingum
er ljóst að hér á landi er í
gildi stjórnarskrárvarin
regla sem telst vernda
tjáningarfrelsi borgar-
anna. Telja má þessa
reglu eina af grunn-
reglum sem hér gilda um
samskipti milli manna. Ef
einhver tjáir skoðun sem
okkur líkar ekki er okkar
aðferð fólgin í að njóta
réttar til að tjá öndverða
skoðun og færa fram rök fyrir henni.
Við viljum forðast í lengstu lög að
banna skoðanir annarra, þó að við sam-
sinnum þeim ekki. Samt er að finna í 3.
mgr. 73. gr. stjórnarskrár ákveðnar
heimildir löggjafans til að setja tjáning-
arfrelsinu skorður í þágu tiltekinna
réttinda annarra „enda teljist þær
nauðsynlegar og samrýmist lýðræðis-
hefðum“. Öllum er ljóst að þessi heimild
til takmörkunar frá meginreglunni er
afar þröng, þó að sjá megi þess merki í
framkvæmd dómstóla að of langt hafi
verið gengið í takmörkunum.
Frelsi með ábyrgð er einstaklega vel
lukkað fyrirbæri. Samt hefur þeim öfl-
um vaxið ásmegin hin síðari ár sem vilja
takmarka þetta frelsi í þágu skoðana
sem þeir hinir sömu telja „réttari“ en
skoðanir annarra. Ég sá fyrir stuttu
grein sem tveir háskólakennarar skrif-
uðu nýverið um „Haturstjáningu í ís-
lensku samhengi“. Þetta er að mínum
dómi vond ritsmíð. Hún er uppfull af
viðhorfum um að íslenskir borgarar
brjóti af sér með því að tjá skoðanir
sem á einhvern hátt geta talist nei-
kvæðar gagnvart tilteknum þjóðfélags-
hópum. Til dæmis virðast höfundar
vilja reisa skorður við því að menn tjái
sig um hættu sem þeir telja að okkur
steðja frá þeim sem aðhyllast trúar-
brögð múslima á þeirri
forsendu að í múslima-
ríkjum séu almenn mann-
réttindi brotin, t.d. á kon-
um. Vera má að okkur
Íslendingum stafi ekki
hætta af slíku fólki.
Engar líkur séu á að það
muni reyna að koma hér á
framfæri viðhorfum
mannfyrirlitningar, sem
virðast vera ráðandi í
heimalöndum þess. Á
þessu höfum við sjálfsagt
mismunandi skoðanir.
Okkar aðferð gengur út á
að banna engar þeirra. Þvert á móti
viljum við að fram fari skoðanaskipti
um þetta. Það er eins og höfundar þess-
arar ritgerðar vilji frekar banna skoð-
anir um þessi málefni sem þeir lýsa sig
andvíga. Ganga þeir svo langt að nafn-
greina Íslendinga sem hafa tjáð skoð-
anir, sem höfundunum líka ekki, og tala
niðrandi um þá. Það er eins og þessir
höfundar séu andvígir því andlega frelsi
sem felst í frelsi okkar til tjáningar. Rit-
gerðin telst varla uppfylla fræðilegar
kröfur sem gera verður til ritsmíða há-
skólakennara. Hún er frekar einhvers
konar boðun á fagnaðarerindi höfund-
anna.
Í því fyrirkomulagi sem verndar
frelsi borgaranna felast ekki bara gæði
á hinu andlega sviði, sem við sem ein-
staklingar ættum að þakka fyrir. Í því
felast líka bestu kostir sem mannkynið
hefur kynnst til framfara og velferðar í
þágu allra manna. Í gervallri mann-
kynssögunni er ekki unnt að finna ann-
að eins framfaraskeið og við höfum
notið eftir að meginreglan um frelsið
varð ráðandi í samfélagi okkar ásamt
vernd einstaklingsbundinna mannrétt-
inda. Fyrst og fremst hefur hagur
þeirra sem minnst hafa í samfélaginu
tekið stórstígum framförum. Lífskjör
þeirra hafa frá upphafi 20. aldar batnað
svo um munar. Um þetta má til dæmis
vísa til bókarinnar Framfarir eftir
sænska sagnfræðinginn Johan Nor-
berg, sem út kom í íslenskri þýðingu á
árinu 2017. Þessi velferð á rót að rekja
til meginreglunnar um frelsi í við-
skiptum. Menn ættu að leggja sig fram
um að skilja að hagur almennings batn-
ar ekki með opinberum tilskipunum. Ef
litið er til lengri tíma batnar hann að-
eins með aukinni velgengni fyrirtækja í
atvinnurekstri. Þannig ættu fyrirsvars-
menn launþega að reyna að sameinast
um það markmið að efla kapítalismann.
Aukinn árangur í atvinnurekstri er eina
leiðin til bættra lífskjara borgaranna.
Þau munu ekki batna með aukinni
skattheimtu og úthlutunum til almenn-
ings úr sameiginlegum sjóðum. Slík að-
ferðafræði leggur deyfandi hönd á við-
gang þeirra sem skapa tekjur okkur
öllum til hagsbóta.
Þeir sem vilja andmæla skoðunum
mínum ættu að gera það með orðum en
ekki kröfum um að þaggað verði niður í
mér með lagafyrirmælum. Hvað finnst
þér, lesandi góður?
Eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson » „Það er eins og þessir
höfundar séu andvígir
því andlega frelsi sem
felst í frelsi okkar til tján-
ingar. Ritgerðin telst
varla uppfylla fræðilegar
kröfur sem gera verður
til ritsmíða háskólakenn-
ara. Hún er frekar ein-
hvers konar boðun á
fagnaðarerindi höfund-
anna.“
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Höfundur er lögmaður.
Um yfirburði frelsisins
William & Mary, W&M, eða
fullu nafni The College of William
and Mary in Virginia, er opinber
rannsóknarháskóli í Williams-
burg í Virginíuríki í Bandaríkj-
unum. Skólinn var stofnaður árið
1693 með leyfisbréfi frá Vilhjálmi
III. og Maríu II. drottningu.
Hann er önnur elsta æðri
menntastofnun í Bandaríkjunum
á eftir Harvard-háskóla.
Innan skólans starfar AidData
(aiddata.org), 30 manna rannsóknarstofnun
sem safnar grunnupplýsingum í þágu þeirra
sem taka stefnumótandi ákvarðanir eða
stunda þróunarstarf með sjálfbærni að leið-
arljósi. Þar er að finna viðamestu og nákvæm-
ustu upplýsingar um þróunarverkefni á vegum
Kínverja um heim allan.
Í byrjun janúar 2020 birti kanadíska vefsíð-
an Visual Capitalist samantekt um kínverska
aðild að risaverkefnum um heim allan með vís-
an til gagna AidData um árin 2000 til 2017.
Kínverjar hafa markvisst fest rætur með stór-
framkvæmdum víða um heim, einkum í Afríku
og Suður-Asíu. Þeir eru sagðir hafa varið 270
milljörðum dollara til að styrkja alþjóðlega fót-
festu sína frá aldamótum.
Visual Capitalist nefnir þrjú kínversk risa-
verkefni til sögunnar.
1. Pakistan
Xi Jingping, forseti Kína, heimsótti Islama-
bad, höfuðborg Pakistans, árið 2015 og stað-
festi fjárfestingaráætlun sem nemur 46 millj-
örðum dollara. Hún er hluti af kínversku belti
og braut-stefnunni. Í krafti hennar hafa
grunnkerfi Pakistana á sviði samgangna og
orkuframleiðslu tekið stakkaskiptum.
Um 40% atvinnuleysi er meðal ungs fólks í
Pakistan og þess vegna fagnar það stór-
framkvæmdum af þessu tagi. Árið 2014 naut
Kína hvergi meira álits en í Pakistan, tæplega
80% lýstu velvilja í garð Kína.
2. Eþíópía.
Með aðstoð Kínverja hafa samgöngu-
mannvirki gjörbreyst í höfuð-
borginni Addis Ababa. Lagðar
hafa verið hraðbrautir umhverfis
borgina og jarðlestakerfi auð-
veldar ferðir innan hennar.
Árið 2012 gáfu borgaryfirvöld í
Peking borgarstjórn Addis
Ababa 200 milljón dollara bygg-
ingu, höfuðstöðvar Afríku-
sambandsins.
3. Srí Lanka.
Á árunum 2000 til 2017 hafa
rúmlega 12 milljarðar dollara
runnið frá Kína til Srí Lanka,
lands í skuldafeni.
Visual Capitalist segir að umdeildasta kín-
verska framkvæmdin sé höfn á suðurströnd
Srí Lanka, strategískum punkti við eina um-
svifamestu siglingaleið heims. Árið 2011 var
lokið við Hambanota-hafnarverkefnið. Ferlið
er nú orðið dæmigert þegar Kínverjar eiga í
hlut. Eftir opinbert útboð fjármagnaði kín-
verska stjórnin verkefnið og réð fyrirtæki í
ríkiseign til að gera höfnina, einkum með kín-
verskum verkamönnum.
Árið 2017 sligaðist ríkisstjórn Srí Lanka
undan skuldum. Eftir margra mánaða við-
ræður tóku Kínverjar við stjórn hafnarinnar
og fengu land umhverfis hana leigt til 99 ára.
Niðurstaðan var strategískur sigur Kínverja
sem hafa nú fasta viðveru við siglingaleið ná-
lægt Indverjum, keppinautum sínum á svæð-
inu.
Indverjar sitja ekki aðgerðalausir. Fyrir
viku var greint frá því að þeir ætluðu að veita
stjórnvöldum í Srí Lanka fjárhagslegan stuðn-
ing til að stuðla að auknu öryggi landsins og
samvinnu við Indverja í því skyni.
Umbreyting orkugjafa
Forskotið sem Kínverjar stefna að í heims-
viðskiptum ræðst ekki aðeins af tengslum
þeirra við einstök ríki eða tengslaneti í Afríku
og Asíu. Þeir boða jafnframt nýjar áherslur í
orkumálum með vísan til loftslagsbreytinga.
Á árinu 2019 sendi alþjóðleg nefnd undir
formennsku Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrv.
forseta Íslands, frá sér skýrslu – A New
World, The Geopolitics of the Energy Trans-
formation – Nýr heimur, geopólitísk áhrif um-
breytinga orkugjafa.
Í skýrslunni er lýst áhrifum þess að horfið
sé frá að nýta eldsneyti úr jörðu til þess að
virkja endurnýjanlega orku. Í formála skýrsl-
unnar segir Ólafur Ragnar að umbreytingin
sé knúin áfram af nýrri tækni sem sífellt verði
ódýrari. Þá komi einnig til frumkvæði stjórn-
valda, fyrirtækja, borga og almennings auk
alheimshreyfingarinnar sem berjist gegn
loftslagsbreytingum og hættulegri loftmeng-
un.
Í lok skýrslunnar segir að vegna þessara
umbreytinga verði margvíslegar breytingar á
valdahlutföllum milli ríkja og innan einstakra
ríkja. Vald dreifist meira en áður. Áhrif ein-
stakra ríkja eins og Kína aukist vegna þess að
þau hafi fjárfest mikið í tækni til að nýta end-
urnýjanlega orkugjafa og lagt sig fram um að
nýta tækifærin sem í þeim felast. Ríki sem séu
fastheldin á jarðefnaeldsneyti taki áhættu og
kunni að tapa áhrifum.
Það verði ekki lengur á hendi fáeinna ríkja
að selja orku þar sem meirihluti þjóða eigi
þess kost að öðlast sjálfstæði í orkumálum.
Við það styrkist þau í öllu tilliti.
Íslendingar hafa ekki farið varhluta af
áhuga Kínverja á að virkja endurnýjanlega
orkugjafa. Hann hefur meðal annars komið
fram í Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna
(JHS) sem hefur starfað innan Orkustofnunar
í meira en 40 ár fyrir fé frá utanríkis- og þró-
unarráðuneytinu.
Um 90 kínverskir jarðhitasérfræðingar
hafa útskrifast úr skólanum. Nú hafa kínversk
yfirvöld stofnað eigin jarðhitaskóla að ís-
lenskri fyrirmynd. Fyrsti árgangurinn hóf
nám um miðjan nóvember 2019 með 40 nem-
endum. Ellefu íslenskir sérfræðingar og fleiri
hafa komið að kennslu, skipulagi og undirbún-
ingi kínverska skólans.
Raunar vekur undrun að spáð sé svo rót-
tækri breytingu í kínverskum orkubúskap og
endurnýjanlegir orkugjafar verði enn til að
styrkja forystu Kínverja á alþjóðavettvangi.
Þetta er allt önnur mynd en sú sem birtist á
líðandi stundu.
Raunhæf viðfangsefni
Hér er þó ekki rætt um eitthvað sem kann
að gerast heldur gerist hér og nú. Hvað sem
líður deilum um loftslagsbreytingar og ágrein-
ingi um ástæðurnar fyrir þeim er unnið að um-
skiptum frá jarðefnaeldsneyti til endurnýj-
anlegra orkugjafa. Í Danmörku framleiða
menn raforku með vindafli og treysta á vatns-
föll Noregs sem varaafl. Sæstrengurinn milli
landanna er lífæð endurnýjanlegra orkugjafa
en ekki ógn við fullveldi þjóðanna.
Skömmu fyrir jól áréttaði Guðni Jóhann-
esson orkumálastjóri nauðsyn þess að hér
fengju menn tækifæri til að takast á við verðug
verkefni í þágu endurnýjanlegrar orku. Ekki
mætti í nafni náttúruverndar „reisa marg-
faldar gaddavírsgirðingar í kringum framtíð-
arkosti okkar til virkjunar jarðhita og vatns-
falla og koma jafnvel í veg fyrir áframhaldandi
rannsóknir á auðlindunum“. Verkefnaskortur
innanlands blasti við okkar helstu rann-
sóknastofnunum og fyrirtækjum. Þekking og
reynsla brotnaði niður í sundurlausan eyj-
arekstur og frumkvæði Íslendinga og orðspor
á alþjóðavettvangi fjaraði út.
Í þessum orðum felst í senn ásökun og
áskorun. Sérkennilegt er að þeir sem helst tala
gegn hlýnun jarðar og fyrir gagnaðgerðum
skuli hafna að endurnýjanlegir orkugjafar nýt-
ist til fulls hér á landi. Að nýta ekki endurnýj-
anlega orku hér í þágu stóriðju dregur ekki úr
þörf fyrir stóriðju heldur ýtir undir að hún nýti
mengandi orkugjafa.
Vilji menn skynsamlega lausn verður að
greina þverstæðurnar, ekki sveiflast öfganna á
milli heldur finna meðalhófið í þessu efni sem
öðrum.
Eftir Björn
Bjarnason » Íslendingar hafa ekki farið
varhluta af áhuga Kínverja
á að virkja endurnýjanlega
orkugjafa.
Björn Bjarnason
Höfundur er fv. ráðherra.
Kínverskar risaframkvæmdir
og umbreyting orkugjafa