Morgunblaðið - 24.01.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.01.2020, Blaðsíða 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2020 50 ára Kristján er Reykvíkingur, ólst upp í Vesturbænum en býr í Grafarholti. Hann er með cand.oecon-gráðu í endurskoðun og reikningshaldi frá Há- skóla Íslands, meist- aragráðu í fjármálum frá Háskóla Ís- lands, meistaragráðu í fjárfestingar- stjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Kristján er sérfræðingur í Íslandsbanka og stundakennari í Háskóla Íslands. Systkini: Elín Guðmundsdóttir, f. 1959, og Jónas Guðmundsson, f. 1961. Foreldrar: Kolbrún Kristjánsdóttir, f. 1934, húsmóðir, bús. í Garðabæ, og Bragi Jónsson, f. 1936, d. 1987, forstjóri Orku hf. Kristján Markús Bragason Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú þarft fyrr eða síðar að horf- ast í augu við staðreyndir. Góðar fréttir frá fjarlægum slóðum gætu létt lífið. 20. apríl - 20. maí  Naut Gættu þess að láta ímyndunar- aflið ekki hlaupa með þig í gönur. Hlut- irnir ættu að ganga auðveldlega fyrir sig á næstunni. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Að eyða minna en maður aflar er góð leið til þess að draga úr streitu. Rómantíkin svífur yfir vötnum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ef einhver hefur hæfileika til að heilla aðra upp úr skónum ert það þú. Allt sem þú hefur gert hingað til er til fyrirmyndar. Haltu því áfram. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft að ná jafnvægi í lífinu og umfram allt skaltu ekki hlaupa upp til handa og fóta þótt einhver gylliboð bjóðist. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þótt full ástæða sé til að gera sér glaðan dag skaltu muna að hóf er best í öllu. Einhver sem þú þekkir læð- ist með veggjum, reyndu að komast að því af hverju. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú hefur gott auga fyrir smá- atriðum í dag. Reyndu að koma vini til hjálpar í baráttu hans. Betur sjá augu en auga. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er mikil togstreita innra með þér svo að þú átt erfitt með að einbeita þér. Ræddu sparnaðar- hugmyndir við makann. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Stemningin á heimilinu er ekki sú besta. Spurðu þig hvað þú get- ir gert til að bæta ástandið. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú hefur gefist upp á að reyna að stjórna vissri manneskju. Þér á eftir að létta mikið vegna þess. Mál- aðu bæinn rauðan. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nú væri upplagt að kalla fólk saman og eiga með því skemmti- lega stund. Sníddu þér stakk eftir vexti. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þér finnst of margir sækja að þér í einu og vilt því leita uppi ein- veruna. Það er best að segja sann- leikann. ara á Seltjarnarnesi og hefur verið í Rótarýklúbbi Seltjarnarness frá 1994. Hann var forseti starfsárið 2002-2003 en hefur aðallega komið nálægt skipu- lagi ferðalaga á vegum klúbbsins á síðustu árum. Hann var formaður Roundtable og formaður Styrktar- félags Óperunnar um tíma. Áhugamál Þórleifs eru lax- og sil- ungsveiði og tónlist. Hann veiðir helst „Þetta voru allt áhugaverð störf sem reyndu á hæfni í mannlegum sam- skiptum og innsýn í atvinnulífið. Minnisstætt var hvernig bankinn breyttist nánast á einni nóttu úr við- skiptabanka í alhliða fjármálastofn- un.“ Þórleifur er í sóknarnefnd og stjórn Listvinafélags Seltjarnarneskirkju, hann situr í stjórn Félags eldri borg- Þ órleifur Jónsson er fædd- ur í Ólafsfirði 24. janúar 1945 og ólst þar upp. „Það var gott að alast upp úti á landi og böndin við æskustöðvarnar hafa aldrei slitnað. Við systkinin og afkomendur samein- uðumst um að skipta ekki upp æsku- heimili okkar og við eigum það óbreytt.“ Þórleifur gekk í Barnaskóla Ólafs- fjarðar, fór suður í skóla 15 ára gamall og gekk í í Verzlunarskóla Íslands. „Verzlunarskólinn olli straumhvörfum í lífi mínu. Þar fann ég minn lífs- förunaut. Eftirminnilegastur er að sjálfsögðu peysufatadagurinn 1964 en þar byrjaði rómantíkin sem enst hefur síðan.“ Hann tók verslunarpróf 1964 og stúdentspróf 1966 og lauk við- skiptafræðiprófi við Háskóla Íslands í janúar 1971. „Ég tók að mér bók- haldsstörf og stundakennslu á há- skólaárunum sem hvortveggja veitti bæði ómetanlega reynslu og vináttu.“ Eftir háskólanámið var Þórleifur fulltrúi í iðnaðarráðuneytinu 1971-73. „Ég fékk þarna yfirsýn og skilning á stjórnsýslunni og starfsemi Alþingis sem átti eftir að reynast notadrjúgt í næsta starfi sem framkvæmdastjóri Landssambands iðnaðarmanna.“ Þar starfaði Þórleifur 1974-1994, en þá varð Landssambandið ein af megin- stoðum Samtaka iðnaðarins. „Það var bæði áhugavert og mikil áskorun að sameina sjónarmið og berjast fyrir bættum starfsskilyrðum iðnaðarins í heild. Kjarni stefnunnar og sérstaða var að sýna fram á að allt atvinnulífið og þar með talinn allur iðnaðurinn væri svo innbyrðis samtvinnaður að hann væri allur í samkeppni við at- vinnulíf annarra þjóða en ekki bara sá hluti hans sem skilgreindur hafði ver- ið í beinni samkeppni við innflutning og væri í útflutningi. Það fylgdi starfi framkvæmdastjóra Landssambands- ins að vera ritstjóri og ábyrgðarmaður Tímarits iðnaðarmanna og frétta- bréfsins „Iðnaðurinn“, sem sam- bandið gaf út. Þórleifur vann hjá Íslandsbanka 1995-2012, fyrst sem útibússtjóri í Mjódd, síðar sem lánastjóri á fyr- irtækjasviði og í Kirkjusandsútibúinu og síðast sem umboðsmaður skuldara. í Hítará, Blöndu, Ólafsfjarðará og Veiðivötnum og er áskrifandi að tón- leikum með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. „Sundhópurinn sem hittist á hverjum morgni í Sundlaug Seltjarn- arness er mikilvægur þáttur í daglegri rútínu, bæði heilsufarslega og fé- lagslega. Skipulegar samkomur eru haldnar a.m.k. þrisvar á ári og farið í ferðalög innanlands og til útlanda. Síð- ast var farið í vel heppnaða Edin- borgarferð.“ Fjölskylda Eiginkona Þórleifs er Elísabet F. Eiríksdóttir, f. 16.6. 1946, söngkona og fyrrverandi söngkennari í Söngskól- anum í Reykjavík. Þau gengu í hjóna- band 16.8. 1969. Foreldrar Elísabetar voru hjónin Eiríkur Guðmundsson, f. 10.3. 1896, d. 8.12. 1966, ættfræðingur og verslunarmaður í Reykjavík, og Dagbjört Finnbogadóttir, f. 21.3. 1908, d. 17.8. 1999, hárgreiðslumeistari og húsfreyja í Reykjavík. Börn Þórleifs og Elísabetar eru 1) Dagbjört, f. 6.11. 1971, stundar nám í fjölmennt og Tónstofu Valgerðar, bú- sett í Kópavogi; 2) Eiríkur, f. 12.5. 1973, stjórnmálafræðingur og starfar sem sérfræðingur í Landsbankanum, búsettur í Reykjavík ásamt sambýlis- konu sinni Tinnu Ásgeirsdóttur, BA í heimspeki og MA í hagnýtri ritstjórn, og er verkefnisstjóri hjá Rithöfunda- sambandi Íslands og þýðandi. Börn þeirra eru Vaka Orradóttir, Elísabet Friðrika Eiríksdóttir og Guðrún Jak- obína Eiríksdóttir; 3) Unnur, f. 7.6. 1985, verkfræðingur, starfsmaður Al- coa Fjarðaáls á Reyðarfirði. Maður hennar er Magnús Guðmundur Helgason, verkfræðingur hjá Verk- fræðistofunni Mannviti á Reyðarfirði. Börn þeirra eru Sólveig Dúa, Þórleif- ur Helgi og Alexandra Lind. Systkini Þórleifs: Lárus Jónsson, f. 17.11. 1933, d. 29.11. 2015, alþing- ismaður og bankastjóri, og Guðrún Jónsdóttir, f. 1.12. 1938, hár- greiðslumeistari í Ólafsfirði. Foreldrar Þórleifs voru hjónin Jón Ellert Sigurpálsson, f. 23.10. 1910, d. 3.2. 2000, skipstjóri og hafnarvörður í Ólafsfirði, og Unnur Þorleifsdóttir, f. 5.3. 1909, d. 27.4. 1995, húsfreyja í Ólafsfirði. Þórleifur Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og bankamaður – 75 ára Fjölskyldan Þórleifur og Elísabet, börn, barnabörn og tengdabörn. Enn þá virkur í félagsmálum Hjónin Elísabet og Þórleifur á peysufatadaginn í Versló 1964. Nýjasta barnabarnið Alexandra Lind ásamt Unni, móður sinni. 40 ára Davíð er Hver- gerðingur. Hann er lærður múrarameist- ari, tók sveinspróf við Iðnskólann í Reykjavík og er einnig bygging- ariðnfræðingur frá Há- skólanum í Reykjavík. Davíð rekur Múrþjónustu Helga Þorsteins ásamt bróður sínum, Hjalta Helgasyni. Maki: Margrét Harpa Garðarsdóttir, f. 1982, lögfræðingur hjá Lögreglustjóranum á Suðurlandi. Synir: Arnór Ingi, f. 2007, Bjarki Þór, f. 2011, og Elmar Atli, f. 2016. Foreldrar: Helgi Þorsteinsson, 1949, múr- arameistari, og Hjördís Ásgeirsdóttir, f. 1950, húsmóðir. Þau eru búsett í Hvera- gerði. Davíð Helgason Til hamingju með daginn Hafnarfjörður Bríet Lára Daníelsdóttir fæddist 24. apríl 2019 kl. 10.22. Hún vó 3.100 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Sigurbjörg Lára Kristinsdóttir og Daníel Kristinsson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.