Morgunblaðið - 24.01.2020, Side 2
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Ísafjörður Skúta í höfninni í gær.
Búast má við skaplegu veðri víðast
hvar á landinu í dag svo samgöngur
gætu gengið nokkuð greiðlega.
„Þetta er stund milli stríða,“ segir
Einar Sveinbjörnsson veðurfræð-
ingur í samtali við Morgunblaðið í
gærkvöldi. Gert er ráð fyrir vaxandi
austanátt í dag og að þykkni upp síð-
degis, fyrst syðst á landinu. Vindur
verður af austri og 13-18 metrar á
sekúndu og snjókoma í kvöld, eink-
um um landið sunnanvert. Hægviðri
verður hins vegar á landinu norðan-
og austanverðu. Frost verður 1 til 7
stig en frostlaust með suðurströnd-
inni.
Innanlandsflug svo og millilanda-
flug um Keflavíkurflugvöll lá niðri í
gær. Alls var 94 ferðum til og frá
landinu aflýst. Þetta var í áttunda
sinn á árinu sem vellinum er lokað.
Skarphéðinn Berg Steinarsson
ferðamálastjóri sagði á mbl.is lok-
anir þessar langt umfram það sem
búast mætti við. Flug um Keflavík-
urvöll í dag verður skv. áætlun.
Leiðinlegt veður var víða í gær. Á
Ísafirði gekk á með hryðjum fram
eftir degi í stífri SV-átt. Rafmagn fór
af um stund vestra í eftirmiðdaginn
og seint í gærkvöldi var Súðavíkur-
hlíð lokað vegna snjóflóðahættu. Þá
voru ýmsir fjallvegir á landinu lok-
aðir vegna veðurs. sbs@mbl.is
Stund er
milli stríða
Flug úr skorðum
og vegir lokaðir í gær
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2020
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Mennta- og menningarmálaráðherra friðlýsti 10.
janúar flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli. Skýlið
stendur við hlið gamla flugturnsins sem var
byggður 1940 og er friðlýst bygging. Saman
mynda skýlið og turninn merka minjaheild frá
árum seinni heimsstyrjaldar sem hefur fágætis-
gildi á landsvísu, segir á heimasíðu Minjastofn-
unar.
Friðlýsingin tekur til stálburðargrindar og
upprunalegra rennihurða á göflum skýlisins.
Undanskildar ákvæðum friðlýsingar eru seinni
tíma breytingar: viðbyggingar og klæðningar ut-
an- sem og innanhúss.
Á heimasíðu Minjastofnunar segir að flugskýli
1 sé fyrsta stóra flugskýlið sem byggt var á
Reykjavíkurflugvelli. Það er eitt fimm flugskýla
af gerðinni T-2 sem smíðuð voru og reist á
Reykjavíkurflugvelli fyrir breska herinn og
standa fjögur þeirra enn.
Á við eignarnám
Flugskýli 1 var byggt árið 1941 og er eitt elsta
mannvirkið á Reykjavíkurflugvelli og tengist sem
slíkt bæði sögu hernámsáranna og flugsögu Ís-
lands. Flest flugfélög sem starfað hafa hér á landi
hafa haft aðstöðu í húsinu á ólíkum tímabilum.
Tillaga Minjastofnunar um friðun flugskýlisins
var talsvert til umræðu fyrir tveimur árum og
kom þá fram að borgaryfirvöld hefðu fallist á
hugmyndina. Isavia lýsti hins vegar efasemdum
um friðunina og reifaði þær í fimm liðum. Meðal
annars var bent á að skýlið væri án lóðarréttinda
og Isavia hefði samkvæmt samningi rétt til að
rífa það og fjarlægja.
Friðlýsing, sem fæli í sér að byggingin yrði
ekki fjarlægð, myndi því jafnast á við eignarnám
og yrði að meðhöndla sem slíkt, segir í frétt í
Morgunblaðinu í apríl 2018. Þá sé friðlýsingin
ekki í samræmi við framtíðarskipulag á reitnum
þar sem ekki sé gert ráð fyrir starfsemi í skipu-
laginu þar sem byggingin nýtist.
„Það er því að mati Isavia nauðsynlegt að fram
fari mat á þeim kostum sem bjóðast þannig að
ekki verði tekin jafn íþyngjandi ákvörðun og hér
er lagt til án þess að fyllilega hafi verið skoðað
hvort aðrir kostir sem væru minna íþyngjandi
geti verið jafn góðir eða betri,“ segir í bréfi sem
Isavia sendi Minjastofnun í mars 2018. aij@mbl.is
Skýli og turn mynda merka minjaheild
Flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli friðlýst Tengist sögu hernámsáranna og flugsögu Íslands
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Reykjavíkurflugvöllur Nýi flugturninn lengst til vinstri, en byrjað var að byggja hann 1958. Friðlýsta flugskýlið og gamli turninn hægra megin.
SVIÐSLJÓS
Þorsteinn Ásgrímsson
thorsteinn@mbl.is
Hægt væri að hefja framkvæmdir við
fjögur verkefni við ofanflóðamann-
virki á þremur stöðum á landinu strax
á þessu ári, en heildarkostnaður við
þau er áætlaður um fjórir milljarðar
kr. Þetta segir Guðrún Ingvarsdóttir,
forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins.
Til viðbótar eru tvö önnur verkefni í
gangi í dag.
Guðrún fór í
gær, á Útboðs-
þingi Samtaka
iðnaðarins, yfir
framkvæmdamál
ríkisins og þau
verkefni sem
væru í gangi eða
búast mætti við á
þessu ári.
Kom þar fram
að áætluð útboð á
vegum ráðuneyta
og Alþingis á þessu ári væru áætluð
9,3 milljarðar og þar af væri fram-
kvæmdasýslan með 7,5 milljarða af
því. Er þar um að ræða allt frá end-
urbótum á skrifstofum eða hjúkrun-
arheimilum yfir í endurnýjun á ráðu-
neytisbyggingum, nýbyggingu á
gestastofum í þjóðgörðum og viðhald
á ratsjárstöð.
Fullhannaðar ofanflóðavarnir
sem myndu kosta 4 milljarða kr.
Þá nefndi Guðrún að í ljósi tíðinda
síðustu vikur af ofanflóðum á Vest-
fjörðum væri hægt að ýta af stað fjór-
um verkefnum í ofanflóðavörnum sem
þegar væru fullhannaðar.
Þar er stærsta verkefnið stoðvirki í
fjórða áfanga ofanflóðavarna á Siglu-
firði. Þá eru tvö verkefni í Neskaup-
stað, annað í Drangagili og hitt í Nes-
og Bakkagili. Fjórða verkefnið er svo
fyrir ofan Bakkahverfi á Seyðisfirði.
Guðrún segir að samtals sé um að
ræða fjögurra milljarða króna heild-
arkostnað við verkefnin fjögur. Þau
tvö verkefni sem þegar eru í vinnslu í
dag eru annars vegar á Patreksfirði
og hins vegar í Neskaupstað.
Á fundinum fóru fulltrúar opin-
berra fyrirtækja, stofnana og sveitar-
félaga yfir áætlaðar framkvæmdir á
þessu ári. Samtals er gert ráð fyrir
132 milljarða verklegum framkvæmd-
um á árinu og er það aukning um
fjóra milljarða miðað við það sem
sömu aðilar kynntu í fyrra.
Stærsti einstaki framkvæmdaaðil-
inn er Vegagerðin með útboð upp á
tæpa 39 milljarða sem hækkar um 17
milljarða milli ára.
Isavia með áætlanir um fram-
kvæmdir upp á 21 milljarð
Næststærstir í framkvæmdum eru
Isavia með áætlaðar framkvæmdir
upp á 21 milljarð á árinu, Reykjavík-
urborg með 19,6 milljarða og Land-
spítalinn með 12 milljarða. Þá áætlar
Landsnet framkvæmdir upp á 11,7
milljarða, Framkvæmdasýsla ríkisins
áætlar framkvæmdir upp á 9,3 millj-
arða og Veitur upp á 8,8 milljarða.
Hægt er að hefja fjögur
ofanflóðaverkefni á árinu
Verklegar framkvæmdir fyrir 132 milljarða kr. á vegum opinberra aðila í ár
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Neskaupstaður Snjóflóðavarnargarðarnir í hlíðinni innst í bænum.
Guðrún
Ingvarsdóttir
Morgunblaðið/Eggert
Rökstólar Margar stórar framkvæmdir á vegum opinberra aðila eru framundan eins og fram kom á útboðsþingi.