Morgunblaðið - 24.01.2020, Side 35
ÍÞRÓTTIR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2020
GOLF
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, at-
vinnukylfingur úr GR, mun í ár ein-
beita sér að Symetra-mótaröðinni í
Bandaríkjunum. Þar er hún með
keppnisrétt en þær tíu sem bestum
árangri ná á Symetra á þessu ári fá
keppnisrétt á næsta ári á LPGA-
mótaröðinni, sem er sterkasta móta-
röð heims eins og þekkt er.
„Við höfum fengið drög að móta-
dagskránni á Symetra. Fyrsta mótið
verður í lok febrúar og mótin verða
fram í lok október. Dagskráin sem er
í boði er mjög þétt en ég mun velja
hvað hentar best. Tek væntanlega
nokkur mót og sleppi öðrum þegar
ég vil taka pásu frá keppni og æfa.
Stundum er mikilvægt að gíra sig
niður og taka smá hvíld frá keppni en
stunda samt æfingar. Það getur líka
verið gott fyrir andlegu hliðina. Ég
mun skipuleggja árið vel,“ sagði
Ólafía þegar Morgunblaðið spjallaði
við hana, en hún er nú við æfingar á
Flórída.
Gæti reynt við risamótin
„Í fyrra var ég með takmarkaðan
keppnisrétt á LPGA, sem þýðir að ég
komst inn í nokkur mót á þeirri
mótaröð. Ég fór einnig stundum í úr-
tökumót fyrir stök LPGA-mót sem
haldin eru á mánudögum fyrir mótin.
Gerði það til að reyna að fá fleiri
LPGA-mót. Ef vel gengur geta fleiri
tækifæri opnast þegar maður er með
einhvern keppnisrétt. Nú er ég ein-
göngu með keppnisrétt á Symetra og
mun væntanlega ekki fara í úrtöku-
mót fyrir stök mót á LPGA. Þótt ég
stæði mig vel á LPGA-móti myndi
það ekki hjálpa mér neitt nema ég
ynni mótið, vegna þess að ég er ekki
með keppnisrétt á LPGA.
Þar af leiðandi er betra fyrir mig á
þessu ári að einbeita mér að Symetra
í ljósi þess að tíu efstu á stigalist-
anum á þeirri mótaröð í lok árs fá
fullan keppnisrétt á LPGA á næsta
ári. Þess vegna er best fyrir mig að
reyna að komast með þeim hætti aft-
ur inn á LPGA,“ sagði Ólafía, en
bætir því við að hún muni ef til vill
fara í úrtökumót fyrir risamótin, en
árið 2017 varð hún fyrsti íslenski
kylfingurinn til að leika á risamóti.
Skömmu síðar fylgdu Valdís Þóra
Jónsdóttir og Haraldur Franklín
Magnús í kjölfarið. Ólafía hefur leik-
ið á öllum risamótunum, sem eru
fimm talsins hjá konunum.
Horfir til Tókýó
Ólympíuárið er runnið upp, en
möguleikar Ólafíu og Valdísar á því
að komast á leikana í Japan hafa ver-
ið í umræðunni síðustu árin. Ekki er
um úrtökumót að ræða eða slíkt
heldur gildir staða á heimslista. Eins
og í öðrum íþróttagreinum á
Ólympíuleikum eru kvótar settir á
hverja þjóð og heimsálfu varðandi
hámarksfjölda keppenda í greinum á
leikunum. Í kvennaflokki í golfi eru
til að mynda margar konur frá
Bandaríkjunum, Suður-Kóreu og
Japan ofarlega á heimslistanum.
„Eins og útlitið er núna þyrfti ég
væntanlega að vera á meðal 400 efstu
á heimslistanum til að komast inn
eða þar um bil. Miðað verður við
stöðuna á listanum 29. júní. Ég muna
reyna að koma mér í þá stöðu því það
væri rosalega spennandi að upplifa
Ólympíuleika.“
Uppgangurinn of hraður?
Ólafía hefur lært mikið í atvinnu-
mennskunni á undanförnum árum og
hefur kynnst bæði sólskini og rign-
ingu. Hún komst hratt í hóp bestu
kylfinga vestanhafs eftir há-
skólanámið og lék frábærlega á úr-
tökumótinu fyrir LPGA. Er eini Ís-
lendingurinn sem hefur verið með
keppnisrétt á LPGA. Var á meðal
sjötíu efstu á nýliðaári sínu og komst
inn í lokamót mótaraðarinnar, Tour
Championship.
Í golfíþróttinni er hins vegar ekk-
ert gefið og hlutirnir geta breyst
fljótt. Á öðru tímabili sínu tókst Ólaf-
íu ekki að vera nægilega ofarlega á
LPGA til að endurnýja keppnisrétt-
inn, sem aðeins er til eins árs í senn
nema kylfingi takist að vinna mót, en
þá breytist mjög margt og öryggið
verður miklu meira.
„Já, klárlega. Ég tel að ég hafi
lært hvernig ég get verið stöðugri. Í
byrjun atvinnumannaferilsins
skaust ég nokkuð hratt upp og
kannski var það aðeins of mikið fyrir
mig. Ég skaust því niður aftur en nú
er ég kannski búin að læra hvernig
ég get haldið meira jafnvægi í öllu.
En það gefur mér sjálfstraust að
hafa spilað með bestu stelpunum og
sjá að munurinn á okkur er ekki það
mikill. Sjálfsagt væri einnig hægt að
nefna margt annað sem ég hef lært
en dettur ekki í hug vegna þess að
það er orðið hversdagslegt í dag en
var nýtt fyrir mér fyrir nokkrum ár-
um.“
Sækir í reynslu Birgis
Í janúar getur verið erfitt fyrir
kylfinga að átta sig á því hvar þeir
standa. Spurð hvort hún sé bjartsýn
fyrir árið 2020 segist Ólafía vera það.
„Já, mjög svo. Um þessar mundir er
ég að vinna í tækninni. Eins og þú
segir er þetta ekki árstími þar sem
maður sér fyrir sér að toppa; maður
reiknar með því síðar á árinu. Ég
reyni að ná aðeins meiri lengd í teig-
höggin og ætla að ná eins mikilli ná-
kvæmni og hægt er í „pitch-höggum“
[70-100 metra innáhöggum]. Ef teig-
höggin eru löng er styttra eftir að
flöt og þá skapast oftar tækifæri fyr-
ir „pitch“. Auk þess er ég einnig í
ræktinni til að hafa styrk og þol út
árið. Einnig hef ég bætt Birgi Leifi
[Hafþórssyni] í teymið hjá mér og
reyni að krukka í allri hans visku.
Hefur það verið mjög hjálplegt og
gefur mér aukinn byr undir væng-
ina,“ sagði Ólafía Þórunn í samtali
við Morgunblaðið.
Ólafía Þórunn verður
áfram vestanhafs
Reynir að komast aftur inn á LPGA í gegnum Symetra-mótaröðina
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Á Nesinu Ólafía í góðgerðarmótinu Einvíginu á Nesinu í ágúst. Lítið svigrúm er þó til að keppa hér heima.
Liverpool lék sinn fertugasta leik í
röð án taps í ensku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu þegar liðið vann
nauman sigur á Wolves á útivelli,
2:1. Roberto Firmino skoraði sig-
urmarkið á 84. mínútu en áður
hafði Jordan Henderson komið Liv-
erpool yfir snemma leiks og Raúl
Jiménez jafnað fyrir Úlfana. Áður
hafa aðeins Arsenal (49), Nott-
ingham Forest (42) og Chelsea (40)
verið taplaus í deildinni þetta lang-
an tíma. Liverpool náði með þessu
sextán stiga forskoti á Manchester
City á nýjan leik. vs@mbl.is
Fjörutíu í röð hjá
Liverpool án taps
AFP
Mark Roberto Firmino fagnar sig-
urmarkinu gegn Wolves í gærkvöld.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir er
komin í fjórða til sjöunda sæti á
lokaúrtökumóti Evrópumótarað-
arinnar á La Manga á Spáni eftir
frábæran annan hring í gær. Hún
lék þá á 69 höggum, fjórum undir
pari vallarins, og er einu höggi frá
öðru sætinu. Fimmtán efstu kepp-
endur eftir fimm hringi vinna sér
sæti á Evrópumótaröðinni 2020
sem hefst með tveimur mótum í
Ástralíu í lok febrúar. Guðrún lék
hringinn af miklu öryggi en hún
fékk fjóra fugla og lék hinar fjórtán
holurnar allar á pari. vs@mbl.is
Guðrún í fjórða
sætinu á Spáni
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Spánn Guðrún Brá Björgvinsdóttir
átti mjög góðan hring á La Manga. Handknattleikskappinn Gísli Þor-
geir Kristjánsson skrifaði í gær undir
samning við þýska 1. deildar félagið
Magdeburg. Samningur Gísla við
Magdeburg gildir út tímabilið en leik-
maðurinn yfirgaf þýska 1. deildar fé-
lagið Kiel um miðjan janúar eftir eitt
og hálft ár í herbúðum félagsins. Gísli
var ekki í leikmannahóp Íslands á EM í
Austurríki, Noregi og Svíþjóð vegna
meiðsla á öxl en hann er óðum að
jafna sig og ætti að vera klár í slaginn í
byrjun febrúar.
Gísli er fjórði íslenski leikmaðurinn
sem semur við Magdeburg en Arnór
Atlason, Ólafur Stefánsson og Sigfús
Sigurðsson hafa allir spilað með
þýska liðinu. Þá hafa bæði Alfreð
Gíslason og Geir Sveinsson þjálfað
liðið. Ómari Ingi Magnússon, leik-
maður Aalborgar í Danmörku, mun
svo ganga til liðs við Magdeburg
næsta sumar.
Afturelding mætir ÍR, Haukar mæta
Fjölni, Stjarnan mætir Selfossi og ÍBV
mætir FH í átta liða úrslitum bik-
arkeppni karla í handbolta en dregið
var til þeirra í gær.
Í bikarkeppni kvenna leikur FH við
Val, HK mætir Fram, ÍR mætir KA/Þór
og Fjölnir mætir Haukum. Bikarleikir
beggja kynja fara fram dagana 5. og 6.
febrúar.
Viðar Örn Kjartansson, landsliðs-
maður í knattspyrnu, mun halda út til
Tyrklands í dag og skoða aðstæður hjá
ónefndu úrvalsdeildarliði þar í landi en
þetta staðfesti Ólafur Garðarsson,
umboðsmaður leikmannsins, í samtali
við Morgunblaðið í gær. Viðar er samn-
ingsbundinn Rostov í
Rússlandi en hann
vill yfirgefa félagið í
janúar. Viðar er eft-
irsóttur á Englandi, í
Danmörku, Sví-
þjóð og Tyrk-
landi en
framherjinn
er spenntur
fyrir því að
reyna fyrir
sér í Tyrk-
landi eftir
misheppnaða
dvöl í Rússlandi.
Eitt
ogannað
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin:
Sauðárkrókur: Tindastóll – Valur....... 18.30
Hertz-hellirinn: ÍR – Þór Ak ............... 18.30
Blue-höllin: Keflavík – Stjarnan ......... 20.15
1. deild karla:
Borgarnes: Skallagrímur – Höttur..... 19.15
Vallaskóli: Selfoss – Sindri .................. 19.15
Ísafjörður: Vestri – Álftanes ............... 19.15
Stykkish.: Snæfell – Breiðablik........... 19.15
HANDKNATTLEIKUR
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Austurberg: ÍR – HK U....................... 19.15
Víkin: Víkingur – FH ........................... 19.30
KNATTSPYRNA
Reykjavíkurmót karla:
Egilshöll: Leiknir R. – Valur.................... 19
Egilshöll: Víkingur R. – Fram ................. 21
REYKJAVÍKURLEIKAR
Aðalkeppni Iceland International bad-
mintonmótsins hefst og leikið er í TBR-
húsunum frá 12 til 20.
Keppni í listhlaupi á skautum í Skauta-
höllinni í Laugardal frá 14 til 20.
Sundmót RIG hefst í Laugardalslaug og
er keppt frá 16 til 19.30.
Í KVÖLD!