Morgunblaðið - 24.01.2020, Síða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2020
✝ Helga Jónas-dóttir fæddist á
Hvammstanga 18.9.
1926. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Mörk 14.1. 2020.
Foreldrar hennar
voru Sylvía Sig-
geirsdóttir, f. 6.11.
1898, d. 5.6. 1984,
og Jónas Sveinsson,
f. 7.7. 1895, d. 26.7.
1967. Þau skildu.
Alsystkini Helgu: Ingibjörg, f.
9.5. 1924, d. 25.11. 2016, Haukur,
f. 30.5. 1929, d. 16.8. 2009, Reyn-
ir, f. 8.1. 1935, d. 14.5. 2018. Hálf-
systkini samfeðra: Ragnheiður
Kristín, f. 22.4. 1940, d. 9.11.
2019, og Þórarinn, f. 26.4. 1944.
Eiginmaður Helgu var Jóhann
Indriðason, f. 7.8. 1926, d. 2.4.
2015. Foreldrar hans voru Lauf-
ey Jóhannsdóttir, f. 19.11. 1897,
d. 25.1. 1995, og Indriði Helga-
son, f. 7.10. 1882, d. 25.3. 1976.
Helga og Jóhann giftu sig í
Ráðhúsinu í Kaupmannahöfn
27.12. 1951. Börn þeirra eru: 1)
Sylvía, f. 7.5. 1952. 2) Laufey, f.
19.2. 1955. Fyrri maður hennar
var Steinþór Þórarinsson, f.
3.11. 1951, d. 16.2. 1994. Þeirra
Sigurlaug Guðnadóttir, f. 21.5.
1959. Þeirra börn eru: a) Sigríð-
ur Rut, f. 28.12. 1984, og er eig-
inmaður hennar Ólafur Jafet
Bachmann, f. 14.6. 1982. Dætur
þeirra eru: Ísold Ósk f. 14.8.
2015, og Diljá Ósk, f. 19.7. 2017.
b) Indriði Már, f. 17.3. 1989, í
sambúð með Mörtu Kjartans-
dóttur, f. 27.7. 1992. 4) Helga, f.
25.4. 1966.
Helga og Jóhann hófu búskap
í Kaupmannahöfn, byggðu rað-
hús í Ljósheimum 5 og bjuggu
þar í 53 ár, fluttu loks í Mörkina
að Suðurlandsbraut 58.
Helga lauk stúdentsprófi frá
MR 1946 og hóf nám í lækn-
isfræði en lauk ekki námi. Hún
fór síðar í Kennaraskólann og
útskrifaðist 1965. Hún stundaði,
samhliða kennslunni, nám í
dönsku í Háskóla Íslands og lauk
magisterprófi árið 1994.
Helga sinnti heimilisstörfum
fyrstu búskaparárin en eftir
kennaranámið kenndi hún í 30
ár í Langholtsskóla og sinnti
einnig einkakennslu í dönsku og
íslensku til að verða áttrætt.
Helga var mikil handavinnukona
og málaði í frístundum. Hún hélt
tvær einkasýningar, í Gerðu-
bergi 2014 og í Mörkinni 2015.
Útförin fer fram frá Dóm-
kirkjunni í dag, 24. janúar 2020,
og hefst klukkan 11.
börn: a) Helga, f.
20.3. 1978. Börn
hennar eru Júlía
Rósa, f. 19.3. 2003,
Laufey Halla, f. 9.8.
2006, og Katla, f.
4.8. 2012. b) Atli
Rúnar, f. 2.12.
1980. Hans börn
eru: Lilja Sól, f. 2.4.
2002, Hera Sjöfn, f.
20.1. 2007, og
Steinþór Páll, f.
13.8. 2010. Eiginkona hans er
Sara Heimisdóttur, f. 12.2. 1991,
og er sonur þeirra Heimir Jó-
hann, f. 25.3. 2015. c) Hildur, f.
31.5. 1986. Eiginmaður hennar
er Jóhann Már Valdimarsson, f.
11.6. 1983. Synir þeirra eru:
Nökkvi Valdimar, f. 17.2. 2016,
og Bjarki Róbert, f. 29.4. 2018.
Sonur Jóhanns er Vilhjálmur
Andri, f. 12.11. 2010. Laufey er í
sambúð með Gunnari Jóhann-
essyni, f. 18.3. 1953, og eru dæt-
ur hans Kolbrún, f. 28.4. 1977, og
Harpa, f. 13.1. 1984. 3) Indriði, f.
5.9. 1958. Fyrri eiginkona er
Inga Þuríður Þorláksdóttir, f.
2.6. 1958. Þau skildu. Sonur
þeirra er Jóhann, f. 17.3. 1978.
Seinni kona hans er Berglind
Elskuleg tengdamóðir mín,
Helga Jónasdóttir, lést á hjúkr-
unarheimilinu Mörk 14. janúar
síðastliðinn. Margs er að minnast
frá þeim rúmlega 37 árum sem
leiðir okkar lágu saman. Eftir
tveggja ára sambúð eignuðumst
við Indi frumburðinn okkar, hana
Siggu Rut, sem fæddist fyrir tím-
ann og þurfti hún að dveljast í
nokkra mánuði á vökudeild
Landspítalans. Þetta var mjög
erfiður tími fyrir okkur og reynd-
ist Helga okkur afskaplega vel. Í
nokkur skipti þurftum við að fara
norður vegna vinnu og mætti
Helga þá daglega og sat hjá
Siggu Rut, hélt í höndina á henni
og horfði á hana vaxa og dafna í
hitakassanum. Ég veit að þetta
hafði mikil áhrif á hana og átti
Sigga Rut ávallt stóran stað í
hjarta hennar. Ég er henni ákaf-
lega þakklát fyrir þetta. Einnig
var hún viljug að aðstoða bæði
Siggu og Indriða Má við námið og
vil ég einnig þakka henni fyrir
það.
Helga var mikil handverks- og
listakona. Hún prjónaði, saum-
aði, heklaði, óf og málaði og bar
heimili þeirra hjóna þess ávallt
merki. Helga var drífandi kona,
menntaði sig í málaralist og fór
svo í Háskóla Íslands komin fast
að sextugu og útskrifaðist þaðan
með mastersgráðu í dönsku 64
ára.
Helga var ákveðin kona og
hafði oftast það í gegn sem hún
ætlaði sér. Eftir að þau Jóhann
hættu að vinna langaði Helgu til
að kaupa sér ástarhreiður í sveit-
inni en áhugi Jóhanns var lítill.
Indi hafði heyrt af hjólhýsi í
Þjórsárdalnum sem Óla frænka
mín var að selja og saman stungu
þau upp á óvæntum laugardags-
bíltúr austur fyrir fjall. Þegar í
Þjórsárdalinn var komið var
ákveðið að fara í kaffi til Ólu, sem
alveg af tilviljun var stödd þar.
Helga fór og ræddi við Ólu
frænku og Jóhann skoðaði fugla-
lífið á meðan. Eftir stutta stund
kom Helga út og tilkynnti Jó-
hanni að hún væri búin að kaupa
hjólhýsið og veit ég ekki hvert
Jóhann ætlaði. En hann jafnaði
sig fljótt og áttu þau margar
ánægjustundir í dalnum. Síðar
keyptum við okkur saman bústað
í Hraunborgunum, sem einnig
veitti þeim mikil ánægju. Saman
áttum við Helga margar ánægju-
stundir þar við prjón og spjall og
ekki má gleyma golfinu. Eftir að
Helga og Jóhann fluttu í Mörkina
stofnuðum við konur í fjölskyld-
unni saumaklúbb sem kom sam-
an reglulega á meðan Indi og Jó-
hann voru á Oddfellowfundi. Þar
var mikið hlegið og skrafað.
Ógleymanleg var svo ferðin til
Kaupmannahafnar 2010 þar sem
Helga og Jóhann sýndu okkur
helstu staðina frá Kaupmanna-
hafnarárunum.
Helga var eins og gæsa-
mamma, hélt hópnum sínum
saman, vildi ávallt vita hvar allri
væru og hringdi í sitt fólk nær
daglega. Skemmtilega sögu
heyrði ég þegar Sulla mágkona
var í Kaupmannahöfn og ekkert
símsamband var við Ísland vegna
bilaðs sæstrengs en Helga náði
samt í gegn.
Nú kveð ég þig, elsku tengda-
mamma, með söknuði í hjarta.
Takk fyrir allt.
Elsku Indi minn, Sylvía, Lauf-
ey, og Helga, megi minningar um
góða og fallega konu, styrkja
ykkur í sorginni.
Þín tengdadóttir,
Berglind (Didda).
Elsku amma Helga kvaddi
okkur þriðjudaginn 14. janúar
síðastliðinn. Hennar tími var
kominn og var stundin róleg og
friðsæl. Við nánasta fjölskyldan
vorum hjá henni, héldum í hönd
hennar þessa síðustu stund,
sögðum henni að við værum hjá
henni og hún mætti kveðja. Fyrir
mér var stundin táknræn, það
var jú amma sem hélt fjölskyld-
unni svona þétt saman. Það gerði
hún með góðri blöndu af um-
hyggju og afskiptasemi en út-
koman er góð, samrýnd fjöl-
skylda þar sem allir eru tilbúnir
að hjálpa og vera til staðar.
Mín fyrsta minning sem ég á
um ömmu Helgu er þar sem ég
sit uppi á eldhúsbekk í Ljósheim-
unum og hlusta á ömmu segja
með tilþrifum söguna af Búkollu,
á meðan hún hrærði í potti og eld-
aði fyrir mig grjónagraut. Alltaf
gaf hún sér tíma til að stoppa, út-
skýra og svara hinum ýmsu
spurningum og hugleiðingum
mínum um söguna. Ég var ekki
meira en 3 eða 4 ára og man
þessa frásögn enn.
Í Ljósheimum 5 þar sem
amma Helga og afi Jóhann
bjuggu megnið af minni ævi var
gott að koma í heimsókn. Ég á
óteljandi minningar um samveru-
stundir mínar með þeim og stór-
fjölskyldunni. Matarboðin, af-
mælin, veislurnar, jólin og
áramótin. Ekki má gleyma gisti-
nóttunum sem teygðust alveg
fram á fullorðinsárin, því á mín-
um menntaskóla- og háskólaár-
um flutti ég aðsetur mitt og kom
mér fyrir uppi í herbergi á efri
hæðinni og las fyrir prófin. Alltaf
voru þau bæði boðin og búin að
hjálpa til við lestur, skutl eða að
hlusta á tuðið í taugaveiklaðri
prófastúlku.
Amma Helga var mikil kjarna-
kona sem lét fátt stoppa sig. Hún
fór í kennaranám, myndlistar-
nám, BA-nám og mastersnám í
dönsku, eftir að hún átti börnin
sín. Amma var góður kennari og
lét sér annt um nemendur sína.
Hún kenndi allan sinn feril í
Langholtsskóla eða þar til hún
hætti að vinna 70 ára. Ég minnist
þess hvað hún varð glöð og
ánægð þegar ég sagði henni að ég
hefði sótt um í Kennaraháskóla
Íslands. „Það er svo gefandi að
vera kennari, Helga mín.“
Elsku amma! Mikið var sárt að
kveðja þig og hafa undanfarnir
dagar verið sárir og erfiðir. Ég
og stelpurnar höfum mikið grátið
við að rifja upp allar minningarn-
ar sem við eigum um þig. Þessar
minningar eiga þó eftir að ylja
okkur um ókomna tíð. Takk elsku
amma fyrir allt það sem þú gafst
okkur. Umhyggjuna, gleðina,
þolinmæðina o.s.frv. Ég er sann-
færð um að móttökurnar hafa
verið góðar og nú sért þú umvafin
góðu fólki og sameinuð afa Jó-
hanni á ný.
Hvíl í friði.
Þín
Helga.
Elsku amma. Þú varst sú allra
besta. Við áttum eitthvert sér-
stakt samband. Þegar ég lá á
vökudeildinni þrjár merkur varst
þú sú eina sem mátti heimsækja
mig því foreldrar mínir bjuggu þá
fyrir norðan. Þú sast hjá mér og
passaðir upp á mig.
Þegar ég var ólétt að eldri
stelpunni okkar ljómaðir þú þeg-
ar ég sagði og sýndi þér sónar-
myndir enda við amma búnar að
bíða lengi eftir draumadísinni.
Annar gullmoli kom tveimur ár-
um seinna og var amma alltaf
spennt að fylgjast með öllu ferl-
inu.
Elsku besta, söknuðurinn er
óbærilegur að fá ekki eitt öm-
muknús í viðbót. Þinn tími var
kominn og það er erfitt að kyngja
því. Vona að þér líði sem allra
best. Hlakka til að sjá og hitta þig
seinna.
Þú varst einstök. Takk fyrir
allt elskuleg.
Sigríður Rut Indriðadóttir.
„Nú er síðasti Móhíkaninn far-
inn“ sagði Helga vinkona, dóttir
Helgu Jónasdóttur, við mig dag-
inn sem móðir hennar lést. Í byrj-
un sjöunda áratugarins reistu
fjórir verkfræðingar ásamt eig-
inkonum sínum Sigvalda-raðhús í
Ljósheimum eitt til sjö. Þessi
heiðurshjón voru Helga og Jó-
hann, Gunnar og Guðrún, Gunn-
ar og Ingibjörg og síðan foreldr-
ar mínir, Sverrir og Margrét
Norland. Nú hefur allt þetta góða
fólk safnast til feðra sinna. Mar-
grét, elskuleg mamma mín, lést í
mars árið 2018 og nú kom svo
röðin að Helgu Jónasdóttur. Það
myndaðist fljótt einstakt sam-
félag í þessum raðhúsum. Hinir
fullorðnu nutu góðs innbyrðis fé-
lagsskapar, börnin léku sér sam-
an og ævilöng vinátta og tengsl
mynduðust. Þarna var gott að
búa og þaðan á ég margar góðar
minningar. Foreldrar mínir
bjuggu í sjöunni og Helga og Jó-
hann í númer fimm. Við Helga,
dóttir þeirra, erum báðar yngstar
í systkinahópi okkar. Ég held að
við vinkonurnar höfum í raun
aldrei kynnst, bara alltaf þekkst
og urðum fljótt bestu vinir. Þetta
umhverfi var sérstakur heimur.
Skotist var á milli húsa eða út í
garð til að leika sér; í Hollinn
skollinn, Barbie, boltaleik, sand-
kassaleik o.fl. Það var mikil gæfa
að eignast Helgu sem vinkonu og
um leið að fá að kynnast Helgu
Jónasar eins og við kölluðum
hana alltaf. Hún var svo hlýleg,
brosmild, orkumikil og dugleg.
Hún fór með okkur Helgu á
sundnámskeið í Laugardalslaug
og ég lærði að synda. Hún synti
með okkur Helgu á bakinu yfir
djúpu laugina í þá grunnu. Helga
og Jóhann fóru síðan oft með
okkur í sund þar sem Jóhann
kastaði okkur upp í loft og kenndi
okkur stungur í laugina. Helga
sótti sér kennaramenntun eftir
að elstu þrjú börnin voru komin
vel á ról og hóf störf sem kennari
við Langholtsskóla. Ég man, þeg-
ar við Helga vorum litlar, að hún
leyfði okkur að lita bókstafablöð
og kynnast þannig heimi lestrar-
ins. Síðan var hún dönskukenn-
arinn minn í gagnfræðaskóla og
þá lærði ég dönsku almennilega.
Hún var kennari af lífi og sál og
vann við kennslu til sjötugs. Lét
þó ekki staðar numið þá og næstu
tíu ár tók hún nemendur heim til
sín í stuðningskennslu. Þetta
gerði hún með jákvæðni og trú á
einstaklinginn að leiðarljósi.
Helga var góð fyrirmynd. Kyn-
slóð hennar lifði miklar breyting-
ar þegar Ísland fór úr fátækt yfir
í það velmegunarsamfélag sem
við nú þekkjum. Konur tóku
smám saman að hasla sér völl í
atvinnulífinu. Helga var ein
þeirra. Hún hafði hæfileika á
mörgum sviðum, handavinna lék
í höndunum á henni og með
penslinum málaði hún fallegar
myndir.
Helga var góð manneskja. Alla
tíð sýndi hún mér áhuga og vænt-
umþykju, fylgdist alltaf vel með
mér. Ég er þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast Helgu Jónasar
og þakka innilega fyrir allar góðu
samverustundirnar. Hafðu þökk,
Helga mín, fyrir allt sem þú
kenndir mér sem og að hafa fært
mér nöfnu þína og dóttur sem
vinkonu.
Ég votta Sullu, Laufeyju,
Inda, Helgu og öllum afkomend-
um innilega samúð mína.
Halla.
Góðir kennarar eru með í för
allt lífið, hvort sem nemandinn
sér þá oft eða sjaldan þegar
skólagöngu lýkur. En þeir hafa
útvegað sínum skjólstæðingum
hvaðeina sem kemur að gagni í
lífinu, lykla að ýmsum dyrum
sem ýmis ævintýri geta leynst á
bak við og frá þeim koma hlífð-
arfötin sem skipta öllu máli í
áföllum lífsins.
Helga Jónasdóttir var einn af
þessum góðu kennurum í Lang-
holtsskóla sem ég hef síðan notið
allt lífið. Fyrst kenndi hún mér í
forföllum Jennu í 7. bekk, vorið
1984. Þær voru afar ólíkar en
báru þó af hvor á sinn hátt. Jenna
hafði kennt okkur afríska söngva,
kynnt okkur fyrir nýjum höfund-
um sem aðrir bekkir kynntust
ekki og svo fengum við ýmsan
fróðleik um Kína þegar hún sneri
aftur. Helga tók að sér germynd
og þolmynd og þáskildagatíðina.
Hratt og örugglega keyrði hún
þetta allt inn í okkur þannig að
gleymdist aldrei. Eftir þennan
stutta tíma var næstum eins og
við hefðum gleypt lærdómspillu.
Þegar ég löngu síðar lærði mál-
fræði á háskólastigi komu þessar
fáu vikur hjá Helgu sér þannig
einstaklega vel.
Síðan var hún umsjónarkenn-
arinn í 9. bekk og kenndi þá bæði
ensku og dönsku. Allir höfðu nóg
að gera; það voru vikuleg próf og
ekki þýddi neitt að kveinka sér
undan („Nu bli’r det mere og
mere spændende“ sagði Helga í
hvert sinn sem hún opinberaði
hvaða sagnir kæmu á prófinu) en
ekki gleymdist þó að hrósa þegar
vel var gert. Í tímum var Helga
einna líkust þessum hörðu lið-
þjálfum sem þá voru klisja í bíó-
myndum. Utan tímanna var hún
blíð og góð, klappaði öllum nem-
endum sem hún mætti á göng-
unum og spurði hvernig þeim liði.
Í þessu ferðalagi leið flestum eins
og þeir hefðu lært sinn skammt
og vel það; einhvern veginn verð-
ur það þannig að eftir á eru nem-
endur iðulega þakklátastir kenn-
urunum sem ekki leyfðu neitt
múður og skilja vel að þar með
verður afgangur fjallgöngunnar
ívið léttari. Umhyggja Helgu fór
ekki heldur framhjá neinum.
Hún bjó raunar hinumegin við
götuna og var alltaf fagnaðarefni
að mæta liðþjálfanum eitilharða á
göngu og auðvelt að skynja hana
sem bandamann fremur en ógn-
vald.
Löngu síðar kenndi ég sjálfur
Gísla sögu og varð þá oft hugsað
til tímanna hjá Helgu. Eins á ég
henni að þakka ýmsar óregluleg-
ar sagnir í dönsku sem hefur ver-
ið gott að kunna á stundu neyðar.
En ekki síst var hún heilsteypt
manneskja sem naut þess að
vinna sitt starf af alúð og kost-
gæfni og gagnast sínum skjól-
stæðingum. Þannig er óhjá-
kvæmilegt að nemendum hennar
sem síðar urðu kennarar hafi iðu-
lega orðið hugsað til hennar og
þótt ekki ónýtt að hafa svipuð
áhrif og hún.
Ármann Jakobsson.
Helga Jónasdóttir
✝ Erla Hafliða-dóttir fæddist
á Hvallátrum í
Rauðasandshreppi
3. september 1930.
Hún lést á Sjúkra-
húsinu á Patreks-
firði 11. janúar
2020. Foreldrar
hennar voru Haf-
liði Halldórsson,
bóndi á Hvallátrum
í Rauðasands-
hreppi, f. 6. 10. 1899, d. 1987,
og Sigríður Filippía Erlends-
dóttir, húsfreyja, f. 13.4. 1901,
d. 1982. Systur Erlu eru Anna,
húsmóðir á Patreksfirði, f. 29.6.
1927, d. 2017, og Ólöf Þórunn,
hjúkrunarfræðingur í Reykja-
vík, f. 16.4. 1932.
Erla giftist 21.9. 1948 Krist-
jáni Jóhannessyni, f. í Höfðadal
í Tálknafirði 26.9.1921, d. 2.11.
1986. Börn Erlu og Kristjáns:
Erlendur, f. 26.6. 1949, rafverk-
taki og sjómaður á Patreksfirði,
kvæntur Sigríði Karlsdóttur
hjúkrunarforstjóra; Kristín, f.
11.9. 1950, ferðamálafulltrúi á
Höfn í Hornafirði, sambýlis-
maður Guðbrandur Jóhannsson
ferðafrömuður. Ólafur Arnar, f.
8.2. 1952, mjólkurfræðingur í
Reykjavík, kvæntur Svanhvíti
Bjarnadóttur skrifstofumanni;
maður, verkstjóri í frystihúsinu
Skildi á Patreksfirði, var kokk-
ur á togaranum Guðmundi í
Tungu og vann auk þess á
Sjúkrahúsinu. Erla var mat-
ráðskona í Breiðuvík þrjú sum-
ur. Hún rak matsöluna Sólberg
árum saman en síðar bættist
gisting við en Gistihús Erlu rak
hún til ársins 2012 þá komin
fram yfir áttrætt. Frá 1983-
2000 var Erla samfellt einnig
vökukona á Sjúkrahúsinu á Pat-
reksfirði.
Erla giftist Kristjáni Jóhann-
essyni sjómanni árið 1948 og
stóðu þau saman að rekstrinum
en hann lést árið 1986. Erla tók
virkan þátt í félagsmálum og
var meðal annars félagi í Slysa-
varnafélaginu Unni og Kven-
félaginu Sif. Þá starfaði hún
með Leikfélagi Patreksfjarðar
frá upphafi og varð heiðurs-
félagi þess 1986. Erla var
stjórnarmaður í Bridsfélag Pat-
reksfjarðar, tók þátt í hrepps-
og landspólitík fyrir Fram-
sóknarflokkinn, var um tíma
varamaður í hreppsnefnd og
vann að nefndarstörfum, þ.á.m.
í sjómannadagsráði í tíu ár.
Erla var sæmd orðu Sjómanna-
dagsráðs árið 2004 og var út-
nefnd heiðursborgari Vestur-
byggðar árið 2014.
Útför Erlu verður gerð frá
Patreksfjarðarkirkju í dag, 24.
janúar 2020, og hefst athöfnin
klukkan 14.
Bára, f. 22.12.
1953, d. 7.5. 2005,
þroskaþjálfi í
Kópavogi, hún var
gift Kristjáni Geir
Arnþórssyni kerf-
isfræðingi; Björn, f.
31.3. 1960, d. 13.4.
2008, kjötiðnaðar-
meistari á Blöndu-
ósi; Jökull, f. 21.6.
1964, d. 15.5. 2012,
vinnumaður á
Reykhólum; Björk, f. 30.12.
1965, sjúkraliði í Garðabæ, gift
Andra Kristni Karlssyni lækni.
Hafliði var sonur Halldórs
Benjamínssonar, bónda í Kefla-
vík á Rauðasandi, og Önnu
Jónsdóttur húsfreyju. Sigríður
Filippía var dóttir Erlendar
Kristjánssonar, b. á Siglunesi á
Barðaströnd og síðar útvegs-
bónda og vitavarðar á Hval-
látrum og Steinunnar Ólafs-
dóttur Thorlacius húsfreyju.
Erla Hafliðadóttir ólst upp á
Hvallátrum en flutti til Patreks-
fjarðar 1946. Hún var frum-
kvöðull í ferðaþjónustu en auk
þess að reka stórt heimili og ala
upp sjö börn átti Erla fjöl-
breyttan starfsferil þar sem
hún sinnti eigin rekstri, félags-
störfum og launavinnu til sjós
og lands. Erla var fiskmats-
Elsku amma mín.
Ótal ljúfar minningar lifna í
brjósti þegar ég hugsa til þín.
Ég man eftir sumrum á Patró
sem barn, hlýr faðmur þinn og
mjúkar kinnar sem var svo gott
að kyssa og nýbakaðar hveiti-
kökur aldrei langt undan. Þú
varst full af fróðleik og lagðir
þig fram við að fræða mig, borg-
arbarnið. Þú sagðir mér sögur
af lífinu á Látrum í gamla daga,
draugum og furðuverum, björg-
unarafrekinu og lagðir þig fram
við að ala upp í mér Vestfirðing.
Í útför pabba sátum við saman á
fremsta bekk og ég man hvað
hlý hönd þín hélt þétt um mína
og við studdum hvort annað í
sorginni.
Hjá þér var maður alltaf um-
vafinn hlýju og kærleik. Það
breyttist ekki þótt þú værir flutt
á sjúkrahúsið og minnið væri
farið að þverra. Og hvað þér
þótti gaman þegar ég kom með
strákana og þú nýttir hvert
tækifæri til að lauma til þeirra
súkkulaðimolum þrátt fyrir mót-
bárur foreldranna!
Elsku amma, þín verður sárt
saknað. En um leið og við kveðj-
umst gleðst ég yfir þeirri himna-
gæfu að hafa átt þig fyrir ömmu.
Hvíldu í friði.
Eyþór.
Erla Hafliðadóttir