Morgunblaðið - 24.01.2020, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 24.01.2020, Qupperneq 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2020 ✝ Helga Guð-brandsdóttir, Lissa, fæddist 29. nóvember 1929 á Njálsgötu í Reykjavík. Hún lést á heimili sínu 13. janúar 2020. Foreldrar henn- ar voru Guð- brandur Magn- ússon, fyrrverandi ritstjóri Tímans og fyrrverandi forstjóri ÁTVR, f. 15.2. 1887, d. 13.7. 1974, og Matthildur Kjart- ansdóttir, f. 19.1. 1891, d. 6.12. 1974. Systkini hennar voru: Kjartan, f. 9.6. 1919, d. 1952, Hallfríður, f. 5.3. 1922, d. 24.12. 2009, Sigríður, f. 9.8. 1925, d. 24.2. 2013, og Magn- ús, f. 24.6. 1924, d. 27.10. 1999. Eiginmenn Helgu voru Jak- ob Löve, f. 9.2. 1927, d. 21.6. 1993, Henrik Andreas Aas, f. 16.2. 1930, d. 27.8. 1987, og Ásbjörn Magnússon, f. 17.9. 1924, d. 18.10. 1996. Börn Jakobs og Helgu eru Matt- hildur Löve, f. 31.4. 1949, og Þóra Löve, f. 9.4. 1953. Börn Helgu og Henriks Aas eru Mimi Collins, f. 4.1. 1964, og Helga Nina Aas, f. 27.6. 1966. Helga lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík og leiklistarnámi frá Þjóð- leikhúsinu. Hún útskrifaðist sem röntgenfræðingur frá University of Houston. Útför Helgu fer fram frá Lágafellskirkju í dag, 24. jan- úar 2020, klukkan 13. Við leggjum jarðneskar leif- ar Helgu Guðbrandsdóttur til hvíldar í dag en hjarta hennar og andi lifir innra með mér og mun gera það svo lengi sem ég lifi. Mamma kenndi mér með fordæmi um lífsspeki sína, en dag einn þegar ég spurði hana hvaða ráð hún vildi gefa dóttur minni, svaraði hún „að vera samkvæm sjálfri sér“. Hún sjálf fylgdi ávallt eigin sann- færingu og fór sínar eigin leiðir í stað þess að fylgja viðmiðum samfélagsins þótt það leiddi hana stundum í vandræði. En oftar en ekki leiddi það hana inn á framandi brautir og til innihaldsríkara og skemmti- legra lífs. Sem barn vildi ég oft að mamma mín væri eins og aðrar mömmur. Blessunarlega var sú ósk aldrei veitt. Þess í stað fékk ég að lifa með einstakri manneskju sem veitti öðrum innblástur og skemmti öllum í kringum sig. Ég var stolt af mömmu fyrir greind hennar, persónulegan og glæsilegan stíl, ráðvendni, fegurð, vitsmuni og kærleika hennar til þeirra sem voru í neyð. Hún gat litið út eins og drottning í matvöruverslun eða komið í matarboð í ansi frjáls- legum og framandi fatnaði, þú vissir bara aldrei við hverju þú ættir að búast. Uppáhaldsfélagi hennar var sæta kisan hennar hún Loilo sem hún bjó með síð- ustu 13 árin. Einu sinni þurfti hún að fara á sjúkrahús og ég sagði henni að ég myndi koma til hennar en þá sagði hún „nei, farðu að heimsækja Loilo, hún hlýtur að hafa forgang en ekki ég“. Mamma hefur alltaf verið kærleiksrík en Loilo og hún áttu sérstakt samband og mamma vissi að Loilo skildi allt sem hún sagði henni. Kettir, garðyrkja, virðing fyrirmóður jörð, lyktin af Cha- nel 5-ilmvatni, svolítið mikið af skartgripum, ískalt coca-cola í litlum glerflöskum, hljóðið af lekandi blöndunartæki (til að hafa alltaf ferskt vatn fyrir kis- una), hljóð úr útvarpi „RÚV“ sem dauft leikur í bakgrunni mun alltaf minna mig á mömmu. Ég mun að eilífu sakna mjúkrar snertingar hennar þegar ég var veik eða sár, visku hennar og skilnings á aðstæðum, hún var fyrsta manneskjan sem ég vildi segja frá þegar eitthvað frábært gerðist hjá mér. Fyrri hluti lífs mömmu var framandi og spennandi en hún kaus að lifa þeim síðari í meiri rólegheitum, með bókum, kis- unni sinni, umkringd málverk- um sínum og hlutunum sem hún safnaði og elskaði, hún vildi ekkert nýtt bara það sem hún þekkti og elskaði. Eitt af síðustu verkefnum hennar var að kenna dætrum sínum hvern- ig á að deyja, hún eyddi tíma sínum síðasta árið í að skipu- leggja hluti sína, allt á sínum stað, henda öllum óþarfa blöð- um og skilja ekkert eftir fyrir okkur sem þurfti að flokka og fara í gegnum. Ég áttaði mig ekki á þeirri góðmennsku fyrr en að þessum tíma kom. Ég er að eilífu þakklát fyrir að hafa fengið að deila 53 árum af lífi mínu með mömmu. Nú höfum við látið þennan fallega fugl lausan og ég sit eftir með hlýj- ar minningar og ást í hjarta mínu að eilífu til mömmu. Helga Nína Aas. Tengdamóðir mín Helga Guðbrandsdóttir lést 13. jan- úar. Óhætt er að segja að fallin sé frá einstök kona. Helga, eða Lissa eins og hún var kölluð, var einstaklega skemmtileg kona, litríkur einstaklingur sem upplifði meira en margur. Ég sagði við hana að hún gæti gef- ið út ævisögu sína í þremur bindum, selt svo réttinn að handritinu til Hollywood. Aðal- hlutverkið yrði leikið af Maggie Smith sem m.a. lék hnyttnu og skemmtilegu ömmuna í Down- ton Abbey. Þær voru nokkuð líkar. Lissu kynntist ég þegar við Helga dóttir hennar hófum okkar samband fyrir 25 árum. Strax skynjaði ég að þar var engin venjuleg kona á ferð. Skömmu eftir fyrstu kynni keyrðum við tvö austur í Grímsnes þar sem hún setti upp listasýningu í gamla Þrast- arlundi. Þar sýndi hún og seldi alls kyns muni, strákústa o.fl. sem hún hafði málað á sam- kvæmt norskri hefð. Lissa var nefnilega afar listræn. Hún reyndist börnum okkar vel og átti einstakt samband við þau bæði. Var hún ætíð kölluð „amma gull“. Þá nafnbót hlaut hún vegna allra gullhringanna og annars skarts sem hún ætíð bar. Hún var tíður gestur á heimili okkar á Bergstaða- stræti er við bjuggum þar og hún á Baldursgötu. Hún fylgdi á eftir okkur þegar við fluttum í Mosfellsbæ. Á heimili hennar í Víðiteig var hún með nokkurs konar listagallerí. Börnum okk- ar þótti gaman að hjóla til ömmu gull og fá að gista í lista- galleríinu. Lissa var mikill dýravinur og átti um ævina marga ketti, hunda, hesta, hænur og endur. Minnisstætt er þegar við tvö reyndum að bjarga fuglsunga sem fallið hafði úr hreiðri og fótbrotnað. Við brugðum á það ráð að spelka fótinn með tann- stöngli. Hugmyndin var að sjálfsögðu Lissu. Við tvö átt- um svo saman margar and- vökunætur yfir hundinum mín- um honum Agra sem lenti í bílslysi og þurfti að fara í erf- iða aðgerð. Lissa átti einstök samskipti við kisuna sína hana Lói Ló. Þær voru bestu vinkonur og talaði Lissa alltaf um hana eins og dóttur sína. Komin á áttræðisaldur flaug Lissa til Þýskalands og festi kaup á húsbíl sem hún keyrði til Noregs og sigldi heim með á Norrænu. Hún gerðist með- limur í félagi húsbílaeigenda. Við vorum svo heppin að fara með í tvær slíkar og auðvitað var Lói Ló alltaf með í för. Þegar Lissa bjó á Baldurs- götunni gerði hún við sprung- ur á bæði húsi sínu og bíl með pappamassa og lími sem hún blandaði saman af kostgæfni. Í kjölfarið málaði hún mikið listaverk utan um útidyrahurð- ina á íbúðinni, fékk það að prýða húsið til margra ára. Þá er mér ansi minnisstætt þegar við fórum til Lanzarote um árið. Þar átti sér stað eitt spaugilegasta atvik sem ég hef orðið vitni að. Þegar skríðandi kom kakkalakki á fína 5 stjörnu hótelinu okkar. Allir fylltust hryllingi yfir kvik- indinu, en ekki Lissa, hún stökk til í miklum flýti, traðk- aði á honum og drap á auga- bragði. Um tíma rak hún heimagist- ingu. Gestir hennar létu þau orð falla að þeir hefðu aldrei upplifað aðra eins gestrisni og þjónustu. Lissa er án efa komin á stóra sviðið á góðum stað og vinnur þar fleiri leiksigra. Kær kveðja, þinn tengda- sonur Ásgrímur Haukur Helgason. Sú síðasta af börnum Matt- hildar Kjartansdóttur og Guð- brands Magnússonar hefur flutt sig yfir um eftir níutíu litrík ár. Mannvera sem var frjáls andi og lét spennitreyju- formúlur samfélags sinna tíma ekki ráða lífi sínu. Hún sagði mér og manni mínum fyrir nokkrum árum að hún hefði farið í leiklistina af því að hún taldi sig ekki vita þá hver hún væri. En þeir sem hefðu séð hana sem símastúlk- una í kvikmyndinni ’79 af Stöðinni hefðu samt séð þann frjálsa anda sem hún var og hefði ekki getað verið það þar sem hún var ef það hefði ekki verið til staðar. Svo lék hún á sviði, en ég sá ekki öll þau leikrit sem hún lék í. En ég vissi að hún fékk lánaðan kjól frá mömmu fyrir eitt hlutverkið og þá uppgötv- aðist að lokum að mamma hafði verið í kjólnum öfugum með framhliðina á bakinu. Og mikið var hlegið að því. Árin liðu og mamma og Lissa vörðu slatta af dögum saman á hestbaki. Svo leið það undir lok. Elsta dóttirin, hún Hilda, fermdist tveim árum á eftir mér, og ég var ráðin í að leggja á henni hárið enda með áhuga og eiginleika fyrir það þá. Stuttu eftir það tók hún þá stóru ákvörðun að kúvenda lífi sínu og kvæði í kross. Hún hafði verið í bréfaskrifum við vin frá æskuárunum og það var opnun hennar fyrir nýju lífi í öðru landi. Einu hjónabandi lokið og annað samband í uppsiglingu. Hún og dæturnar fluttu til nýja mannsins í Noregi þar sem tvær dætur bættust í hinn mikla kvennahóp ættarinnar þó að við búum ekki allar á Íslandi en er- um dreifðar á milli Noregs, Bandaríkjanna, Ástralíu þar sem ég er, og svo með tvær á Íslandi. Þau fluttu svo til Bandaríkj- anna eftir einhver ár í Noregi og Lissa lærði röntgentækni og sinnti dýrum með öllu öðru sem hún tók sér fyrir hendur á hverjum stað sem þau bjuggu á í gegnum árin. Svo veiktist Henrik og hún flutti hann til Íslands þar sem hann dó svo stuttu áður en ég fór hingað til Ástralíu. Eftir það átti hún einnig lit- ríkt líf, opnaði kaffistofu á Hellisheiðinni, fann sér nýjan fé- laga og við tvær tengdumst svo um tíma í síma í gegnum Skype við að tala um atriði sem fylltu í holur lífs á meðan hún var er- lendis, atriði sem hún hafði ekki vitað um, og var ánægð að fá innsýn í. Hún ráðlagði mér að verða ekki níræð, því það væri ekki gaman. Hún hafði víst skipulagt brottför sína frá jarðlífinu vel til að dæturnar lentu ekki í of miklu og sársaukafullu uppgjöri. Tilveran verður fátæklegri að henni genginni. Hún var viss fyrirmynd um að leyfa sér að vera í takt við sitt eigið drif en ekki fyrirframgerðar formúlur annarra um hvað aðrir höfðu álitið að konur ættu að vera og gera. Þessar þrjár systur, dætur Guðbrands og Matthildar, voru allar mjög ólíkar sem sýnir lit- ríki sköpunar, og að við vitum aldrei, hver né hvað kemur, eða kannski ekki heldur allt um þann sem fer, hver fer? Matthildur Björnsdóttir. Helga Guðbrandsdóttir ✝ Hjördís Ryel fæddist á Akureyri 4. febrúar 1928. Hún lést á Rigsho- spitalet í Kaup- mannahöfn 10. jan- úar 2020. Foreldrar henn- ar voru Gunnhildur Andersdóttir Ryel og Balduin Ryel, kaupmaður á Akur- eyri. Gunnhildur fæddist í Pálmholti í Eyjafirði 25.7. 1894, d. í Reykjavík 12.6. 1987. Balduin Ryel fæddist í Vordingborg í Danmörku 14.8. 1881, d. í Reykjavík 12.12. 1963. Hjördís var yngst barna þeirra hjóna. Systkini hennar eru: 1) Herluf Ryel skipasmiður, f. 3.7. mannahöfn. Kona hans Helga Christine Aalling, f. 12.9. 1924, d. 2017. Börn þeirra: Sólveig, f. 1952, Ásdís, f. 1952, Kjartan, f. 1955, d. 1990, Margrét, f. 1956. Fyrir hjónaband átti hann dótt- urina Gunnhildi, f. 1945. 4) Val- borg Ryel snyrtifræðingur, f. 1.2. 1917, d. 29.7. 1957 á Ak- ureyri. 5) Ottó Ryel hljóðfæra- smiður, f. 1.6. 1921 á Akureyri, d. 25.1. 2002 í Reykjavík. Hjördís giftist 1954 Geir Ólafssyni, skrifstofustjóra í Kaupmannhöfn, f. 22.2. 1909, d. 24.8. 1998. Þau eignuðust einn son, Björn Ryel Olafsson, f. 24.7. 1955, kírópraktor í Kaupmanna- höfn. Hjördís ólst upp á Akureyri og gekk í barna- og unglinga- skóla þar, hún menntaði sig sem sjúkraliði og iðjuþjálfi í Kaup- mannahöfn en þar bjó hún og starfaði og rak heimili frá 1954. Útför Hjördísar var gerð frá Ordrup-kirkju í Kaupmanna- höfn 16. janúar 2020. 1913 á Akureyri, d. 9.10. 1993 í Reykja- vík. Kona hans var Maria Erdmenger frá Þýskalandi, f. 22.12. 1911, d. 30.12. 1990. Herluf átti tvö börn fyrir hjónaband, Steen Frost Hansen, f. 1939, d. 1992, og Vibeke Lichtman, f. 1940. 2) Erna Ryel vefari, f. 8.8. 1914 á Akureyri, d. 24.5. 1974. Maður hennar var Stefán Jónsson arkitekt, f. 16.10. 1913, d. 11.3. 1989. Sonur þeirra Stefán Örn, f. 14.1. 1947. 3) Richardt Ryel stórkaup- maður, f. 18.10. 1915 á Ak- ureyri, d. 2.10. 1993 í Kaup- Hjördís Ryel Olafsson, móður- systir mín, Dísa frænka okkar á milli, lést í Kaupmannahöfn 10. janúar sl. tæpra 92 ára. Hún var yngst systkina sinna og með henni er þá gengin sú kynslóð, börn afa míns og ömmu á Ak- ureyri. Ég kom í heiminn á Ak- ureyri skömmu fyrir miðja síð- ustu öld, afi minn og amma höfðu reist sér og sínum myndarlegt steinhús í innbænum, heimtröðin sveigði fram hjá kirkjunni sunn- an við Nonnahúsið og þau köll- uðu húsið Kirkjuhvol. Nú er þarna Minjasafnið á Akureyri. Hjördís hefur verið 6 ára þegar þau fluttu inn í húsið með börnin sín. Ég var á svipuðum aldri þeg- ar ég var hjá þeim á sumrin. Þetta var ævintýraheimur, trén eins og í frumskógi, amma rækt- aði kál og rótarávexti í brekk- unum fyrir ofan, berin roðnuðu undan sólinni á runnunum, fugl- ar og hreiður í trjánum og leir- urnar fyrir framan freistuðu manns mjög til landvinninga. Þetta er umhverfið sem ég man eftir úr æsku og Dísa frænka er órjúfanlegur hluti þess. Henni fylgdi einhver sunnanblær, hlý gola sem strauk um vangann. Dillandi hlátur hennar og glað- vær ástúð og umhyggja ekki bara fyrir mér heldur systrum og bræðrum og foreldrum og þeim sem stóðu þeim næst, glæsileg framkoma hennar og meðfædd gestrisni og svolítil ráðsmennska eru hluti minninganna frá þess- um árum. Heimili þeirra var gestkvæmt, margir áttu erindi til þeirra, afi minn var danskur, rak stóra verslun í miðbænum með útibú víða fyrir norðan. Amma var hálfnorsk, móðir hennar úr Svarfaðardal, faðirinn frá Alge- röy á vesturströnd Noregs, bóndi í Pálmholti og sjómaður, fórst í ofsaveðri á Eyjafirði. Móð- ur hennar var þá boðið að koma til Noregs með börnin sín en amma varð eftir á Akureyri. Þessi tenging fjölskyldunnar við Noreg hefur alltaf verið sterk, einkum hjá kynslóð Hjördísar og er enn fyrir hendi. Amma var í mörgum félögum í bænum, ekki síst kvenfélaginu Framtíðinni, þar sem margt var að gerast á þessum árum. Það var reyndar alltaf eitthvað að gerast á Kirkjuhvoli, fólk að koma og fara, skip að koma, ferðamenn og frændfólk og með þessu fylgdist maður milli þess sem eyfirsku sumrin umluktu mann í sólskini og laufskrúði og Dísa frænka var hluti af öllum þessum ys og þys. Hjördís giftist 1954 Geir Ólafssyni sem hafði þá búið og starfað í Danmörku um árabil. Þau settust að í Kaupmannahöfn, hún menntaði sig sem sjúkraliði og iðjuþjálfi og vann í mörg ár á elliheimilum og hjúkrunarheim- ilum við umönnun og endurhæf- ingu eldra fólks af þeirri um- hyggju og alúð sem hún hafði með sér úr foreldrahúsum. Þau Geir eignuðust einkasoninn Björn árið 1955. Hann er mennt- aður kíropraktor og rekur stofu á sínu sviði í Kaupmannahöfn. Geir lést árið 1998 og eftir það héldu þau mæðginin heimili sam- an um margra ára skeið og var alltaf einstaklega kært með þeim. Mér auðnaðist að hitta Dísu frænku á níræðisafmæli hennar í Kaupmannhöfn ásamt með eldri syni mínum. Það var skemmti- legt að hitta hana þar hressa og glaða sem endranær, heyra sama hláturinn aftur og rifja upp gamla daga. Fyrir það og fyrir minningarnar er ég henni þakk- látur. Stefán Örn Stefánsson. Hjördís Ryel Olafsson Með harm í hjarta setjum við systurnar nokkrar línur á blað til að minnast elskulegrar móðursyst- ur okkar Borghildar Stefáns- dóttur sem lést fyrirvaralaust 10. janúar síðastliðinn. Bogga, eins og við ævinlega kölluðum hana, var aðeins tveimur árum yngri en móðir okkar og þó að við þekkjum aðeins hluta af uppeld- issögu þeirra systra vitum við að kært var á milli þeirra og í raun systkinanna allra, en þau voru sjö talsins. Samgangur á milli systkinanna var meiri þegar við vorum krakkar. Við minnumst spilakvöldanna með hlýhug þeg- ar Bogga og Þórður komu í litla eldhúsið á Sléttahrauni, en þá spiluðu þau jafnan vist við for- eldra okkar. Þá var mikið líf og fjör og oft fékk borðið að finna fyrir feitum slag. Það var mikið hlegið og haft gaman þessi eft- irminnilegu kvöld. Þegar foreldr- ar okkar skildu hættu spila- kvöldin, við urðum fullorðnar og það var í okkar höndum að rækta sambandið við fjölskyld- Borghildur Stefánsdóttir ✝ BorghildurStefánsdóttir fæddist 23. febrúar 1942. Hún lést 10. janúar 2020. Útför Borghildar fór fram 23. janúar 2020. una. Við förum aldr- ei of oft í heimsókn- ir, svo mikið er víst, en það er sárt að við áttum okkur ekki á því fyrr en fólkið okkar kveður þessa jarðvist. Þá vildum við hafa gert betur. En góðar minning- ar lifa og þær getur enginn tekið frá okkur. Minningarn- ar um Boggu móðursystur, fal- legu stúlkuna á svarthvítu ljós- myndunum í fjölskyldualbúminu, sem vildi allt fyrir aðra gera. Litla systir mömmu hverfur aldrei úr huga okkar og mun varðveitast í hjarta okkar að ei- lífu. Borghildur frá Akurholti, bjarta hefur sál og breiðan faðm sem verndaði – það virtist aldrei mál. Við eigum hlýjar minningar svo máttugri en allt er mætir hún í Sumarland sem aldrei verður kalt. Elsku Boggan var svo ljúf og vel af Guði gerð nú vermir okkur hugurinn, er blessum hennar ferð . Elsku Þórður, Stefanía, Rós- björg, Sesselja, makar og börn, megi almættið styrkja ykkur á erfiðum tímum. Sigríður, Kristín, Rósa og Marta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.