Morgunblaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 4
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2020
GIMLI fasteignasala / Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is
www.gimli.is
Mikil sala!
Góður sölutími framundan.
Óskum eftir öllum tegundum
eigna á skrá.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Ríkisstjórn Íslands hefur boðað
samkomubann hér á landi sem taka á
gildi á miðnætti aðfaranótt mánu-
dags. Bannið er gert að tillögu sótt-
varnalæknis og á að vara í fjórar
vikur. Með því verða meðal annars
mannamót með fleiri en 100 einstak-
lingum óheimil, skólahald fellt niður í
framhaldsskólum og háskólum og
þeim tilmælum beint til fólks að halda
um tveggja metra fjarlægð á milli sín
og næsta manns. Áhersla verður lögð
á að halda grunn- og leikskólum
gangandi. Engin fordæmi eru fyrir
banni sem þessu í lýðveldissögu Ís-
lands.
Katrín Jakobsdóttir forsætis-
ráðherra segir fordæmalaust ástand
kalla á fordæmalausar aðgerðir af
hálfu stjórnvalda.
„Okkar leiðarljós í baráttunni við
kórónuveiruna hefur hingað til verið
að fylgja ráðum og leiðbeiningum
okkar besta vísindafólks og heilbrigð-
isstarfsfólks. Og það mun halda
áfram að vera okkar leiðarljós, “ sagði
Katrín á blaðamannafundi sem hald-
inn var í gærmorgun í Ráðherrabú-
staðnum í Reykjavík.
Markmið samkomubanns er að
hemja útbreiðslu veirunnar og koma í
veg fyrir að faraldurinn gangi of hratt
yfir. Gerist það mun heilbrigðiskerfið
ráða illa við ástandið.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra sagði fyrri aðgerðir
almannavarna; að greina fólk
snemma, einangra sjúka og beita
markvissri sóttkví, hafa dregið úr
hraða smits. Nú væri hins vegar kom-
inn tími á enn harðari aðgerðir af
hálfu stjórnvalda. Markmið þeirra er
einkum að vernda þá hópa sem veik-
astir eru fyrir sýkingu af völdum veir-
unnar.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalækn-
ir sagði það einungis hafa verið tíma-
spursmál hvenær komið yrði á sam-
göngubanni hér á landi.
„Við höfum alltaf talað um að
samkomubann þurfi að koma til þeg-
ar faraldurinn nær ákveðnum hæðum
í byrjun faraldurs. Það er ekki gott að
gera það of snemma eða of seint. Ég
held að tíminn til að gera það sé ein-
mitt núna og þess vegna hef ég lagt
það til við heilbrigðisráðherra að
fenginni umsögn frá fjölmörgum að-
ilum,“ sagði Þórólfur.
Einka- og almenningshópar
Í auglýsingu um takmörkun á sam-
komum vegna farsóttar segir meðal
annars að með fjöldasamkomum sé
átt við þegar 100 einstaklingar eða
fleiri koma saman, hvort sem er í op-
inberum rýmum eða einkarýmum. Er
þá meðal annars vísað til ráðstefna,
málþinga, funda, kirkjuathafna eða
skemmtana á borð við tónleika, bíó-
sýningar, leiksýningar, íþróttavið-
burði og einkasamkvæmi.
„Enn fremur skal tryggt á öllum
vinnustöðum og í allri starfsemi að
ekki séu á sama tíma fleiri en 100 ein-
staklingar inni í sama rými, s.s. á veit-
ingastöðum, mötuneytum, kaffihús-
um, skemmtistöðum, verslunum,
sundlaugum, líkamsræktarstöðvum
og söfnum,“ segir þar.
Þá er einnig fjallað nánar um ná-
lægðartakmörkun í auglýsingunni, en
í henni felst að á samkomum, vinnu-
stöðum og í allri annari starfsemi
skuli eftir því sem unnt er rými skipu-
lögð með þeim hætti að hægt sé að
hafa minnst tvo metra á milli einstak-
linga. „Þessi mörk eiga einnig við um
almenningssamgöngur og aðra sam-
bærilega starfsemi.“
Starfsdagar á mánudag
Í minnisblaði sóttvarnalæknis til
heilbrigðisráðherra er lagt til að ekki
séu fleiri en 20 nemendur í kennslu í
sömu stofu. Þá skal tryggt eins og
kostur er að nemendur í leikskólum
séu í sem minnstum hópum og að-
skildir eins og kostur er.
Fram kemur í minnisblaðinu að
loka skuli grunn- og leikskólum að
hluta. „[Þ]annig að miðað verði við að
ekki fleiri en 15 nemendur verði sam-
an á hverjum tíma og tryggt verði að
nálægð milli einstaklinga verði yfir
tveir metrar sem og að grunnreglum
um smitgát og hreinlætisaðgerðir
verði fylgt,“ segir þar.
Ákveðið hefur verið að halda
starfsdag í öllum grunn- og leikskól-
um á höfuðborgarsvæðinu á mánu-
dag. Er þetta gert til að veita skóla-
stjórnendum svigrúm til að
skipuleggja starfið í ljósi breyttra að-
stæðna vegna faraldursins. Foreldrar
leik- og grunnskólabarna eru beðnir
um að fylgjast vel með tilkynningum
sem birtast munu um helgina og á
mánudag, meðal annars á heimasíð-
um sveitarfélaga, skóla og í fjölmiðl-
um. Þá eru í undirbúningi sameigin-
legar leiðbeiningar sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu um frístunda-
heimili, íþróttastarf, íþróttamann-
virki, skólahljómsveitir og aðrar tóm-
stundir barna.
Vinna hart að lausn mála
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga,
segist vongóð um að hægt verði að
halda grunn- og leikskólastarfi gang-
andi í landinu.
„Við erum öll þátttakendur í þessu
verkefni sem við stöndum nú frammi
fyrir, en eins og við vitum er mjög
mikilvægt að raska samfélaginu sem
minnst. Á meðan við teljum unnt að
halda úti skólastarfi í landinu í sam-
ráði við ráðleggingar sóttvarnalæknis
gerum við það,“ segir hún.
Spurð hvort raunhæft sé að halda
leikskólastarfi gangandi í landinu í
ljósi aðstæðna svarar Aldís: „Ég hef
fulla trú á því. Það eru nú mikil
fundarhöld í gangi þar sem bæjar-
stjórar, fræðslustjórar, forsvarsmenn
Sambands íslenskra sveitarfélaga og
fleiri eru að fara yfir stöðuna.“
Samkomubann í fjórar vikur
Bannið tekur gildi á miðnætti aðfaranótt mánudags Háskólum og menntaskólum lokað en halda á
grunn- og leikskólum gangandi Takmörk sett á fjöldasamkomur og minnst tveir metrar á milli fólks
Morgunblaðið/Eggert
Fordæmalaust Sóttvarnalæknir og ráðherrar tilkynna um komandi samkomubann og þær aðgerðir sem fylgja.
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Ríkisstjórnin samþykkti í gær tvö
frumvörp Ásmundar Einars Daða-
sonar, félags- og barnamálaráðherra.
Frumvörpin lúta annars vegar að
auknum atvinnuleysisbótarétti, sem
ætlað er að hvetja fyrirtæki til að
minnka starfshlutfall starfsfólks
tímabundið í stað þess að grípa til
uppsagna, og hins vegar að launum
fólks sem sætir sóttkví samkvæmt
fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda, en
því er ætlað að styðja atvinnurek-
endur við launagreiðslur þegar önn-
ur réttindi á borð við veikindarétt
eiga ekki við.
Í samtali við mbl.is í gærkvöldi
sagði Ásmundur að frumvörpunum
tveimur yrði dreift í þinginu á mánu-
dag og að hann gerði ráð fyrir því að
mæla fyrir þeim á þriðjudag. Engu
að síður tækju lögin um atvinnuleys-
isbótaréttinn gildi á morgun, sunnu-
dag.
„Það er vegna þess að við viljum að
fyrirtæki sem eru að fara yfir sín mál
um mánaðamót geti horft til þeirra
heimilda sem lagt er upp með
þarna,“ bætti Ásmundur við.
Ríkisstjórnin hafði áformað að
nota næstu vikur til að grípa til að-
gerða vegna útbreiðslu kórónuveir-
unnar en ráðherrann tekur fram að
ákvörðun hafi verið tekin um að flýta
þessum tveimur frumvörpum vegna
ferðabanns
Bandaríkjanna,
sem hafi gríðarleg
áhrif á ferðaþjón-
ustuna.
„Í rauninni vor-
um við byrjuð að
undirbúa fjöl-
þættar aðgerðir
til þess að bregð-
ast við atvinnu-
leysinu og kór-
ónuveirunni og ætluðum að nota
næstu viku og þarnæstu í þær að-
gerðir. Þegar Bandaríkin lokuðu
landinu hafði það mikil áhrif á einu
bretti á ferðaþjónustuna svo við
ákváðum í gærmorgun [á fimmtu-
dagsmorgun] að spýta í lófana og
fara í þetta bótafrumvarp og klára
það þannig að menn hefðu það í far-
teskinu,“ sagði Ásmundur.
Að hans sögn eru fyrirtæki nú þeg-
ar farin að líta til frumvarpsins um
hlutabæturnar. „Svona verðum við
einfaldlega að vinna næstu vikurnar
sem þjóð, standa saman og taka
hvert verkefni fyrir sig.“
Samþykkt með 47 atkvæðum
Alþingi samþykkti í gær sem lög
frumvarp ríkisstjórnarinnar um að
fyrirtæki fái mánaðarfrest til að
standa skil á helmingi staðgreiðslu
opinberra gjalda og tryggingagjalds.
Frumvarpið var lagt fram í gær-
morgun og fór síðan í gegnum þrjár
umræður og umfjöllun í efnahags- og
viðskiptanefnd þingsins. Það var að
lokum samþykkt með 47 samhljóða
atkvæðum.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og
efnahagsráðherra, sagði þegar hann
mælti fyrir frumvarpinu að þessar
lagabreytingar hefðu í för með sér
seinkun á tekjum ríkissjóðs upp á 22
milljarða króna, sem væri gríðarlega
stór efnahagsleg aðgerð.
„Að sjálfsögðu treysta menn síðan
á að úrræðin sem við ætlum að smíða
í framhaldinu muni duga þeim sem
lenda í vanda vegna niður-
sveiflunnar, vegna hreinlega tekju-
taps. Dæmin sem við heyrum eru um
að salan falli um 30-40% og meira í
síðustu viku og í þessari viku. Í smá-
sölunni eru áhrifin þegar komin fram
og þau eru umtalsverð. Eflaust eru fá
dæmi um önnur eins áhrif á tekju-
straum slíkra fyrirtækja,“ sagði
Bjarni.
Þegar Ásmundur er spurður hvort
hann búist við því að hans frumvörp
verði afgreidd jafn snögglega og
frumvarp fjármálaráðherra segist
hann eiga von á því að þau gangi til-
tölulega hratt í gegnum þingið.
„Ég hef átt góð samtöl bæði við
forseta þingsins og formann velferð-
arnefndar Alþingis og ég held að
stjórn og stjórnarandstaða séu sam-
mála um það að á tímum eins og
þessum verðum við að bregðast hratt
við þegar á þarf að halda.“
Minnki starfshlutfall og
grípi ekki til uppsagna
Lög samþykkt um greiðslufrest Tvö frumvörp til reiðu
Ásmundur Einar
Daðason
Víðir Reynisson, yfirlögreglu-
þjónn hjá embætti ríkislögreglu-
stjóra, segir í samtali við Morg-
unblaðið að bannið sé sett með
lagaheimild í 12. grein sótt-
varnalaga.
Aðspurður segir hann lögregl-
una ekki munu fylgjast beint með
því hvort samkomubanninu verði
framfylgt í þaula.
„Okkar vonir standa til að allir
muni taka þátt í þessu með okk-
ur. Ég held að samfélagið í heild
sinni muni ekki líða það að ein-
hver sé að brjóta bannið. Í raun
er ég viss um að engin stemning
sé fyrir því í samfélaginu yfir-
höfuð.“
Spurður hvort útbreiðsla veir-
unnar hafi haft áhrif á störf lög-
reglunnar segir hann svo vera.
„Það er búið að vinna að því að
endurskipuleggja vaktir og innra
skipulag lögreglunnar til að
tryggja það að hún verði alltaf
starfhæf.“
Samfélagið muni ekki líða
að fólk brjóti gegn banninu