Morgunblaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2020 Hótelrúmföt Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | sími 525 8210 eddaehf@eddaehf.is | www.eddaehf.is Starfsmannafatnaður fyrir hótel og veitingahús Eigum allt fyrir: • Þjóninn • Kokkinn • Gestamóttökuna • Þernuna • Vikapiltinn • Hótelstjórnandann Sérhæfum okkur í sölu á rúm- fatnaði og öðru líni fyrir hótel Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Hefðbundnum landbúnaði verður tryggt nægt landrými og svigrúm skv. nýjum vinnureglum sveitar- stjórnar Dalabyggðar um flokkun landbúnaðar- lands. Sú vinna er hluti af endur- skoðun aðal- skipulags sveitar- félagsins sem nú er unnið að í sam- starfi við Verkís. Í aðdraganda þeirrar vinnu var afgreiðslu á framkvæmda- leyfum fyrir ný- skógrækt frestað við misjafnar und- irtektir þeirra sem hlut áttu að máli, segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, bóndi í Ásgarði og oddviti Dala- byggðar. Nú eru til dæmis sett ýmis skilyrði varðandi landnotkun og á túnum og ökrum verður óheimilt að fara í skógrækt, aðra en á skjólbelt- um. „Sauðfjárbúskapur er og verður mikilvæg undirstaða byggðar hér í Dölunum. Stundum hafa komið upp álitamál þar sem er kannski búið að girða af svæði og loka leiðum vegna skógræktar. Við þurfum líka að horfa til þess að land er í eðli sínu mikil verðmæti sem við þurfum að hlúa vel að og nauðsynlegt að land- eigendur í ólíkum búgreinum eigi samtal um hvernig það verði gert öllum búgreinum til eflingar og styrkingar,“ segir Eyjólfur. Lúpína og kerfill þekkt vandamál Vinnureglurnar eru aðgengilegar á vef Dalabyggðar og þar kemur fram að forðast skuli að setja niður í landbúnaðarlandi ágengar plöntur sem vísindamenn kalla svo. „Nú þegar eru þekkt vandamál með alaskalúpínu og skógarkerfil, plöntur sem mörgum þykja vera frekar á sitt, en víða um land hefur mikil vinna verið lögð í að halda þeim í skefjum. Fleiri plöntur geti fallið í þann flokk með bættum vaxt- arskilyrðum við hækkandi hitastig,“ segir oddvitinn. Skógrækt fellur undir reglur um framkvæmdaleyfi en skv. nýjum vinnureglum um flokkun landbún- aðarlands í Dalabyggð verður skóg- rækt undir 10 ha. á hverju lögbýli tilkynningarskyld til skipulagsyfir- valda. Skilyrðin þar eru því ekki jafn ströng og þegar ræktunar- starfið er orðið umfangsmikið. „Við þurfum að tryggja að ólíkar atvinnugreinar og fjölbreytni geti haldist hér um slóðir. Þessar nýju vinnureglur eru hluti af endurskoð- un aðalskipulags Dalabyggðar sem er í vinnslu,“ segir Eyjólfur. „Skóg- rækt verður mikilvæg búgrein í sveitum landsins á komandi árum en það má ýmislegt bæta í umgjörð hennar. Þar sem nýskógrækt er leyfisskyld þarf að fara fram forn- leifaskráning á framkvæmdasvæði. Sú skráning er ætíð á kostnað fram- kvæmdaaðila. Skráning getur kost- að nokkur hundruð þúsund og nógu dýrt er að hefja skógrækt, sem skil- ar litlum tekjum fyrr en að nokkrum áratugum liðnum. Ég þekki dæmi hér í Dalabyggð um að hætt var við nýskógrækt vegna kvaða um forn- leifaskráningu á svæði þar sem eng- ar vísbendingar voru um minjar frá fyrri tíð. Stjórnvöld gætu líka veitt stuðning við fornleifaskráningu því skógrækt mun gegna mikilvægu hlutverki varðandi aðgerðir í lofts- lagsmálum á komandi árum.“ Víða eru skógar í Dölum Nokkur skógræktarsvæði eru í Dölunum, svo sem á Skógarströnd, í Hörðudal og á Fellsströnd. Stærsti hluti skóglendis í Dalabyggð er þó náttúrulegir skógar eða 2,5% af heildarflatarmáli sveitarfélagsins. Víða eru lundir og skógarreitir við ýmsar jarðir og sveitarstjórn Dala- byggðar samþykkti nýverið að af- marka reit við Búðardalsþorp hvar verður í fyllingu tímans yndisskógur íbúa. „Í ljósi umræðu um loftslagsmál ættu sveitarfélög og byggðarkjarn- ar sem ekki hafa slíka útvistarskóga í dag að íhuga slíkar framkvæmdir sé land tiltækt. Ákvarðanir sem þessar þykja kannski ekki merki- legar í dag en sagan mun sennilega minnast þeirra sem fyrirhyggju í lok 21. aldar,“ segir Eyjólfur. Landbúnaðurinn hafi áfram rými  Skógrækt settar skorður í Dölum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Dalaskógar Birkikjarr á Fellsströndinni og Ytrafellsmúli er í baksýn. Eyjólfur Ingvi Bjarnason Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Bandalag íslenskra skáta hefur fengið vilyrði fyrir lóð undir nýjar höfuðstöðvar við Hádegismóa, norðan Rauðavatns. Hefur banda- lagið tekið saman deiliskipulagslýs- ingu sem send verður til kynningar. Hún miðar að því að uppfylla þarfir og þróun skátahreyfingarinnar næstu áratugi. Svæðið er við bakka Rauðavatns og jaðar Hólmsheiðar. Þetta eru tal- in mikilvæg svæði til útivistar og yfirlýst stefna borgarinnar að þróa þau áfram á þann hátt. Þrengir að í Hraunbænum „Bandalag íslenskra skáta hefur í samráði við borgina skoðað þetta svæði en til stendur að þétta byggð þar sem höfuðstöðvar skáta eru við Hraunbæ í dag. Þessi þétting þrengir töluvert að starfsemi skát- anna, sem er nú þegar aðþrengd, og því hafa skátarnir í samstarfi við Reykjavíkurborg skilgreint umrætt svæði við Hádegismóa sem heppi- legt fyrir þeirra starfsemi,“ segir í deiliskipulagslýsingunni. Verkefnið hefur verið kynnt inn- an stjórnsýslu borgarinnar og heim- ild fengin til að vinna deiliskipulag á svæðinu. Það var í október 2018 að skát- arnir sendu erindi til Reykjavíkur- borgar þar sem þess var farið var á leit við borgina að þeir fengju til af- nota svæði sem liggur milli göt- unnar Hádegismóa og Rauðavatns. Þarna stendur til að reisa skrif- stofur fyrir Bandalag íslenskra skáta ásamt fundaraðstöðu, verslun og kaffihúsi. Einnig er gert ráð fyr- ir litlu hosteli með matsal sem myndi rýma um 50 manns. Úti- svæðið yrði skipulagt þannig að hægt verði að stunda þar fjöl- breytta leiki og setja upp tjaldbúðir. Einnig verði reist þar skemma fyrir hoppukastala, tjöld og önnur tæki og muni sem tilheyri skátastarfinu og útivist tengdri því. Svæðið er um 25.000 fermetrar að stærð og afmarkast við Hádegismóa í norður og fyrirliggjandi vegi og slóða í austur, vestur og suður. Mörk svæðisins geta breyst í deili- skipulagsferlinu og vel kemur til greina að lóðin stækki til austurs. Svæðið er í brekku á milli höfuð- stöðva Morgunblaðsins í Hádegis- móum og Rauðavatns. Trjágróður á svæðinu Svæðið tengist vel útivistarsvæð- inu á Hólmsheiði, sem hefur átt auknum vinsældum að fagna. Í brekkunni hafa staðið sumarhús og gróðurinn myndar því ferköntuð form sem fylgja fyrrverandi lóða- mörkum. Talsverður trjágróður er á svæðinu, m.a. hávaxin barrtré. Útivist, íþróttir og leikir eru þungamiðja skátastarfsins og því fellur sú starfsemi vel að mark- miðum aðalskipulags á þessu svæði. Hádegismóar hafa verið að byggjast upp á undanförnum árum. Morgunblaðið reið á vaðið með prentsmiðju og síðar ritstjórnar- skrifstofur. Síðan hafa m.a. Garri og Brimborg reist þar stórhýsi. Skátar flytja höfuðstöðvar í Hádegismóa  Fjölbreytt leik- svæði og setja má upp tjaldbúðir Ljósmynd/Urban Beat Nýtt svæði skátanna Lóðin sem um ræðir er sunnan við prentsmiðju og ritstjórnarskrifstofur Morgunblaðsins í Hádegismóum. Lóðin liggur að Rauðavatni og er að hluta til gróin. Hún er talin henta skátastarfinu afar vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.