Morgunblaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2020 ✝ Lilja Bernód-usdóttir, póst- afgreiðslumaður í Reykjavík, fæddist 10. nóvember 1959. Hún varð bráð- kvödd á heimili sínu 9. febrúar 2020. Foreldrar hennar voru hjónin Anna Halldórs- dóttir Aspar, fædd 7. janúar 1923, dáin 1. september 1999, og Bernódus Ólafsson, fæddur 17. mars 1919, dáinn 18. september 1996. For- eldrar Önnu voru hjónin Krist- björg Torfadóttir frá Asparvík á Ströndum, fædd 5. maí 1902, dá- in 22. maí 1987, og Halldór Hjálmars Guðmundsson Aspar frá Aratungu í Staðardal á Ströndum, fæddur 25. maí 1894, dáinn 22. febrúar 1935, búsett á Akureyri. Foreldrar Bernód- usar voru hjónin Þórunn Sam- sonardóttir á Gjögri, fædd 16. maí 1891, dáin 11. okt. 1986, og Ólafur Magnússon á Gjögri, fæddur 3. febrúar 1890, dáinn 13. júlí 1948. Systkini Lilju 1) Halla Björg Bernódusdóttir, fædd 27. mars 1944, hennar maður Ari H. Einarsson, fæddur 22. apríl 1938 og eiga þau þrjú börn, barnabörn og langömmubörn. 2) Þórunn Bernód- usdóttir, fædd 18. júlí 1945, hennar maður Guðmundur J. Björnsson, fædd- ur 4. október 1949, og eiga þau 5 börn og barnabörn 3) Ólafur Halldór Bernódusson, fæddur 23. ágúst 1951, kona hans Guðrún Páls- dóttir, fædd 18. júní 1952, eiga þau þrjú börn, barnabörn og langafabörn. Lilja fæddist á æskuheimili sínu Stórholti á Skagaströnd og ólst þar upp og gekk í Höfð- askóla. Hún var ógift og barn- laus en með framlagi sínu studdi hún í mörg ár skólagöngu í gegnum alþjóðleg hjálparsam- tök. Sem unglingur vann hún við fiskvinnslu og önnur tilfall- andi störf. Hún lauk stúdents- prófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Einnig lauk hún námi frá Póstmannaskólanum og starfaði hjá Póstinum yfir 38 ár eða þar til í september 2019. Útför Lilju fer fram frá Hóla- neskirkju á Skagaströnd í dag, 14. mars 2020, kl. 13. Að gleðjast og hryggjast hér um fáa daga Að heilsast og kveðjast það er lífsins saga. (Páll J. Árdal) Það var mikill spenningur hjá okkur systkinunum þrem í Stór- holti haustið 1959 þegar við viss- um að brátt mundi fjölskyldan stækka. Öll höfðum við miklar væntingar til þessa litla systk- inis sem væntanlegt var. Þær væntingar snerust um ýmislegt, kyn útlit o.s.frv. allt eftir aldri okkar. Svo kom dagurinn 10. nóvember og þarna var litla fal- lega Liljan okkar komin í sig- urkuflinum sínum, ekki stóðust nú væntingar okkar allra systk- inanna en mikið sem mínar væntingar stóðust, hún var svo lítil og falleg þessi yngsta systir okkar og svo gaman að stússast með hana þennan vetur og sum- ar, hún var svo yndislegt barn alltaf svo glöð og skemmtileg og það fylgdi henni í lífinu. Svo fór ég burt í skóla og vinnu og var eftir það bara gestur í Stórholti. En þó var ég heima á jólum um mörg ár og þá gat ég haldið áfram að dekra þessa litlu prins- essu. Það var trú manna að þeir sem fæddust í sigurkufli ættu framundan langt og hamingju- samt líf. Ekki gekk það alveg eftir hjá Lilju systur minni. Hún mátti aldeilis hafa fyrir lífinu. Hún fæddist með heilkenni sem gerði henni oft lífið erfitt en hún fór í gegnum allt með bros á vör og húmor í lagi. Og hún var af- skaplega dugleg og kom vel undir sig fótunum. Hún fór í skóla og lauk stúdentsprófi. Gekk alltaf vel að læra. Hún eignaðist íbúð í Reykjavík og var í góðri vinnu alla tíð. Ekki varð hún samt langlíf þrátt fyrir sigurkuflinn, aðeins 60 ára. Þær Lilja og eldri dóttir okk- ar tengdust vináttuböndum þeg- ar báðar voru fluttar suður og áttu margar góðar stundir sam- an, fóru á kaffihús og í leikhús þær bjuggu sér til þá áætlun að fara sem sjaldnast tvisvar á sama kaffihúsið, heldur gefa því einkunn. Og prufa svo nýtt. Yngri dóttir okkar minnist þess þegar hún sem smábarn var í heimsókn hjá ömmu og afa á Skagaströnd að Lilja sem þá var unglingur fór með hana inn í herbergi þegar kom að hátta- tíma og sat á rúmstokknum hjá henni og kenndi henni þessa bæn: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Og Lilja mín hætti ekki fyrr en barnið hafði lært bænina. Elsku systir mín, ég trúi því að þú sért komin í fang mömmu og pabba og að þér líði vel, laus við allt sem lífið hérna megin stríddi þér með. Þú munt aldrei gleymast, við elskum þig. Halla systir. „Hæ, hæ, er ekki kominn tími á bæjarrúnt?“ Skilaboðin eru frá Lilju frænku, einföld, skýr og ekkert múður. Hún vildi hafa hlutina á hreinu, röð, reglu og gott skipu- lag. Við vinkonurnar hittumst oft, tókum rúnt um bæinn, kíktum á Laugaveginn og röltum kannski smá, settumst inn á kaffihús eða fengum okkur að borða. Skemmtilegast fannst okkur að fara í föndurbúðir eða á bóka- markaði og þar gátum við eytt löngum tíma. Þegar ég bjó fyrir norðan kom hún alltaf við þegar hún var á ferðinni og stoppaði í góðan tíma. Fyrir 5 árum lenti Lilja í slysi þar sem keyrt var á hana þegar hún var að ganga yfir götu. Hún var flutt með sjúkrabíl á sjúkra- hús og þaðan var hringt í mig. Þegar ég kom þangað var komið í ljós að hún var lærbrotin, hafði fengið höfuðhögg og var illa marin um líkamann. Hún þurfti í aðgerð. Hún var glöð að sjá mig en gerði lítið úr veseninu á sér. Það var akkúrat eins og hún var, kvartaði aldrei. Við rann- sóknir kom svo í ljós að hún var með æxli í lunganu og þurfti að fara í aðgerð út af því líka. Í kjölfarið þurfti hún í allskonar læknastúss og vesen sem tók tíma. Við hittumst yfirleitt dag- lega þennan tíma og þegar henni skánaði fórum við rúnt og síðan á kaffihús. Kaffihúsaheim- sóknirnar urðu síðan að ákveðnu verkefni hjá okkur, nefnilega þannig að við ákváðum að fara helst ekki á sama kaffihúsið tvisvar í röð heldur prufa sem flest og dæma svo hvert og eitt. Þetta fannst okkur hin besta skemmtun. Lilja sagði oft að það hefði verið lán í óláni að það var keyrt á hana því annars hefði krabbameinið ekki fundist. Fyr- ir henni var þetta bara verkefni sem þurfti að vinna og „ekkert mál með það“. Þegar Lilja varð fertug gaf amma henni utanlandsferð í af- mælisgjöf og ég var svo heppin að vera boðin með. Ferðin var plönuð í nóvember í kringum af- mælið hennar Lilju en í byrjun september lést amma. Ég hélt þá að við myndum hætta við ferðina en annað kom á daginn, amma hafði gengið svo frá end- um að allt var klappað og klárt og við frænkur fórum saman ásamt þremur öðrum vinkonum og skemmtum okkur mjög vel. Hún hafði nefnt það við mig núna undanfarið að við ættum nú kannski að skella okkur aftur út saman, svona í tilefni þess að hún væri orðin sextug. Lilja fylgdist vel með okkur systkinabörnunum sínum, börn- unum okkar og barnabörnum. Hún var dugleg að halda minn- ingu ömmu og afa á lofti og hafði gaman af að segja sögur af þeim. Lilja var fyrir mér miklu meira en bara litla systir mömmu, frænka mín, hún var vinkona mín sem ég treysti og átti margar góðar stundir með. Ég á eftir að sakna Lilju frænku og tímans okkar saman. Elsku Lilja, ég veit að vel er tekið á móti þér í Sumarlandinu og amma og afi hafa ekki getað verið án þín lengur. Ég bið að heilsa og takk fyrir allt og allt. Minningin um góða vinkonu og frænku lifir í hjarta okkar sem eftir erum. Helga Ólína. Á snöggu augabragði 9. febr- úar sl. varð Lilja systir mín bráðkvödd á heimili sínu. Dag- inn áður var hún hress og glöð og hlakkaði til sunnudagsins þar sem hún ætlaði að skottast í búðir og á kaffihús frænkum sínum. Lilja var yngsta barn foreldra minna og fæddist í Stórholti 10. nóvember, aðeins fyrir tímann, en áætlað var að fæðingin færi fram á sjúkrahús- inu á Blönduósi. 10. nóvember og dagana á undan gekk á með iðulausri stórhríð sem gerði allt kolófært innan Skagastrandar og nágrennis. Þegar ljóst var að barnið ætlaði að koma í heiminn þennan dag var ekki annað í stöðunni en að pabbi færi út í óveðrið til að ná í ljósmóður. Hann komst að heimili Helenu Ottósdóttur sem þá var nýtekin til starfa sem ljósmóðir á Skaga- strönd og hjálpuðust þeir að maður Helenu, Georg Hjartar- son, við komast til baka fyrir Víkina. Lilja var fyrsta ljós- ubarn Helenu og þegar kollur- inn kom sáu pabbi og ljósa að barnið var í sigurkufli sem þykir mikið gæfumerki. Ljósa hafði aldrei séð slíkt en pabbi, sem var vanur sveitastörfum, vissi strax hvað bar að gera og um leið og Lilja var fædd rauf hann sigurkuflinn svo barnið næði að anda. Hann tók sem sagt á móti yngsta barninu sínu og fór það vel úr hendi. Elsku Lilja var var ekki nema 11 merkur, fínlegt og nett barn sem þótti sverja sig í föðurætt- ina en eftir því sem árin liðu var ljóst að aðrir þætti stjórnuðu lágum líkamsvexti hennar. Um 6-7 ára aldur kom í ljós að hún var fædd með svonefnt Turner- heilkenni sem gerir það m.a. að verkum að líkamsvöxtur fylgir ekki aldri. Þó að Lilja hafi allt tíð verið lágvaxin vantaði ekkert upp á kraftinn og dugnaðinn, það var henni ekki að skapi að gefst upp fyrir þeim áskorunum og verk- efnum sem hún stóð frammi fyr- ir í lífinu. Á æskuárunum voru gerðar sömu kröfur til hennar og jafnaldra t.d. að ganga dag- lega kílómetra leið í og úr Höfð- askóla í hvernig færð og verðr- um sem var og á unglingsaldri að fara í fiskvinnu og tilfallandi störf, eins og aðrir unglingar. Lilju gekk vel að læra og tók m.a. gagnfræða- og stúdentspróf og kláraði nám sem yfirpóst- afgreiðslumaður í Póstmanna- skólanum. Hún flutti ung til Reykjavíkur og starfaði hjá Póstinum yfir 38 ár eða þar til henni var sagt upp störfum í september 2019 ásamt fleirum. Glettni, hnyttin tilsvör og húmor einkenndu Lilju og það var alltaf stutt í brosið enda átti hún góð samskipti við alla, stór- fjölskyldu sína, vinnufélaga sem hún mat mikils og var vel liðin samstarfsmaður. Lilja las alla tíð mikið, sérstaklega enska reyfara, hún naut þess að horfa á kvikmyndir, fara á söfn og list- sýningar og ekki síst að vera með með ættingjum í kaupstað- arferðum og fara á kaffihús með kunningjum og frændfólki. Hún litla systir mín var aldrei há- launamanneskja en með útsjón- arsemi og seiglu gat hún ung keypti sér litla íbúð á Lindargöt- unni og síðan stærri íbúð í Fífu- rima í Grafarvogi þar sem henni leið afar vel og átti góða ná- granna. Í dag kveðjum við Lilju systur, mákonu og frænku með söknuði og lífið sem við fjöl- skyldan áttum með henni og óskum henni fararheillar í sum- arlandið góða. Minning hennar lifir áfram í hjarta okkar sem þótti vænt um hana. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesú, þér ég sendi, bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíði Jesú, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson) Þórunn Bernódusdóttir Hún Lilja frænka mín fæddist í sigurkufli. Slíkt hefur sam- kvæmt íslenskum þjóðháttum verið talið lán hið mesta. Ekki er ég nú samt viss um að Lilja hafi alltaf viljað samþykkja að hún hafi hlotið stóra vinninga í lífslottóinu. Lilja fæddist nefni- lega með ólæknandi erfðasjúk- dóm sem gerði hana á sumum sviðum frábrugðna okkur hin- um. Lilja var smávaxin, kvik í hreyfingum og bar ýmis ein- kenni Turner-heilkennisins. Hún gat meðal annars ekki eignast börn þess vegna. Lilja eignaðist aldrei maka eða lífsförunaut og bjó því alla tíð ein eftir að hún flutti úr for- eldrahúsum. Hún var hins vegar ákaflega sjálfstæð og aldrei byrði á neinum. Hún fór í Póst- mannaskólann, kláraði sitt nám og sinnti sínum störfum hjá póstinum í 38 ár og var þar í samfélagi við samstarfsfólk sitt. Lilja hafði lengst af það hlut- verk að sjá til þess að bréf okk- ar hinna skiluðu sér á réttan stað. Gluggaumslög, sendibréf og jólakort voru því hennar ær og kýr. Lilju var hins vegar mikið áfall þegar henni var fyr- irvaralaust sagt upp störfum hjá Íslandspósti síðastliðið haust rétt fyrir 60 ára afmælið. Vin- samlegast beðin að yfirgefa vinnustað sinn með það sama. Fólki er launað lífsstarfið með misjöfnum hætti. Lilja var því á krossgötum þegar hennar stund rann upp. Elsku Lilja, þú varst ávallt hlý og góð við okkur systkina- börnin. Tilbúin að taka á móti okkur opnum örmum og leyfa okkur að gista í litlu íbúðinni þinni á Lindargötunni. Takk fyr- ir mig og mína. Halldór Gunnar Ólafsson. Lilja Bernódusdóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SVANFRÍÐUR GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR þroskaþjálfi, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 17. mars klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Helgi Gretar Kristinsson Gísli Kristinn Ísleifsson Björk Ína Gísladóttir Kristín Ísleifsdóttir og barnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, AUÐUNN KARLSSON Kríulandi 8, Garði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 9. mars. Anna Þór Auðunsdóttir Hanna Rún Þór Guðfinna Auðunsdóttir Sveinbjörn Hauksson Auður Auðunsdóttir Sigurvin Heiðar Sigurvinsson Bjarni Auðunsson Sigurrós Jónasdóttir Sigurjón Haraldsson Guðný Anna Annasdóttir barnabörn og barnabarnabörn Móðir okkar, amma og langamma, ERLA MARÍA SVEINBJÖRNSDÓTTIR, Strikinu 3, Garðabæ, lést á Hjúkrunarheimilinu Ísafold, Hrafnistu, sunnudaginn 8. mars. Í ljósi aðstæðna fer útför hennar fram í kyrrþey. Aðstandendur þakka starfsfólki Ísafoldar góða aðhlynningu og auðsýnda alúð. Þorgeir, Anna og Sigríður Ingólfsbörn barnabörn og langömmubörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍSABET KRISTÍN EINARSDÓTTIR frá Bolungarvík, lést á hjúkrunarheimilinu Nesvöllum þriðjudaginn 3. mars. Útförin fór fram í kyrrþey. Einar Örn Konráðsson Daníel Rafn Einarsson Þórir Rúnar Sveinsson Torfhildur Hólm Jensdóttir Kári Þór Þórisson Kristján Númi Sveinsson Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, MARY PAT FRICK Blásölum 24, Kópavogi, lést á Landspítalanum sunnudaginn 8. mars. Útför hennar fór fram í kyrrþey. Sigurður Sverrisson Brian Frick Cathy Frick Bryson Frick Kathy Huber Geof Huber Robert Ryan Judith Ryan Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR, Sléttuvegi 11, Reykjavík, lést á öldrunardeild Landspítalans á Vífilsstöðum þriðjudaginn 3. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ragnheiður Jónsdóttir Elías G. Magnússon Garðar Jónsson Hulda Óskarsdóttir Mary A. Campbell barnabörn og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.