Morgunblaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 53
MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2020 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þegar blaðamaður gengur inn í Ný- listasafnið í leit að listamanninum Erlingi T.V. Klingenberg tekur „Staðgengill“ á móti honum, jakka- fataklædd og ungleg eftirmynd listamannsins sem bendir inn salinn. Þarna er líka röð ljósmynda hvar ásjóna Erlings hefur runnið saman við andlit frægra listamanna – það er verkið „Listamenn“. Og á skjá birtist hver listamaðurinn á fætur öðrum og segir upphátt nafn Er- lings. Einn þeirra er Ragnar Kjart- ansson, bróðir hans í listinni, og hann er einn ellefu höfunda sem skrifa í nýrri bók um valin verk á þessari sýningu. Ragnar segir að hé- gómi sinn verði þarna hylki fyrir hé- góma Erlings sem „skúlptúrgerir hégóma sinn í verkum sínum. Færir sjálfhverfuna í form sem hættir að vera sjálfsmiðað og verður algilt. Hégómi Erlings er efnið og við er- um formið í þessu verki.“ Þrátt fyrir að eftirmyndir Erlings birtist í mörgum verkanna sem ver- ið er að koma fyrir í Nýlistasafinu finnst listamaðurinn ekki sjálfur fyrr en komið er á hæðina fyrir ofan í Marshall-húsinu, í Kling & Bang. Yfirgripsmikil yfirlitssýningin Erling Klingenberg er nefnilega í báðum þessum stofnunum og á henni fjöldi áhugaverðra og ólíkra verka frá síðasta aldarfjórðungi. Faraldurinn hefur áhrif „Hér kemur upp verk sem ég kalla Beercusi,“ segir Erling og bendir á röð af bjórflöskum sem liggja enn á gólfinu en eiga að verða að súlu sem nær upp undir loftið. Heitið er vísun í nafn skúlptúristans kunna, Constantins Brancusi. Rétt þar fyrir innan er verk sem á stendur á ensku „But he is really big in Europe / America“. „Ég lærði bæði í Þýskalandi og Kanada en oft þegar maður minntist í Kanada á ákveðinn evrópskan listamann og sá að enginn við- staddra kannaðist við hann, þá sagði maður einmitt þetta, að hann væri stórt nafn í Evrópu. Og eins í Þýska- landi, ef fólk þar þekkti ekki amer- íska listamenn sem minnst var á, heyðist þetta oft, að þeir væru stórir í Ameríku,“ segir Erling brosandi. Hátt á vegg er ljósaskilti með einkennisorðum listamannins, að það sé erfitt að vera listamaður í lík- ama rokkstjörnu. Þar er, eins og í svo mörgum öðrum verkum á sýn- ingunni, leikið með ímynd lista- mannsins og merkingu. Þessi viðamikla sýning veitir svo sannarlega skýra og nýja sýn á tengingar, samhengi og innihald verka frá ferli Erlings undanfarinn aldarfjórðung, og það er kærkomið að fá að líta mörg þeirra að nýju. Hann segist hafa undirbúið þessa miklu framkvæmd í rúmt ár með sýningarstjóranum Daníel Björns- syni, sem hafi átt þá hugmynd að fá að setja hana upp í bæði Nýló og Kling & Bang, þar sem þeir voru báðir í hópi stofnenda, og það hafi tekist. „Þetta eru svo mörg verk að í einu rými hefði orðið algjört kaos. Samt varð ég að sleppa mörgum,“ segir Erling. Sýningin er sett upp í skugga kór- ónuveirufaraldursins sem hefur svo sannarlega áhrif því ekki mun verða nein formleg opnun í dag heldur sal- irnir bara hafðir opnir á hefbundum tíma, frá klukkan 12 til 18. „Auðvit- að hefur faraldurinn áhrif,“ segir Erling. „Ég get því ekki verið með gjörning við opnunina því það verð- ur engin opnun!“ Á sýningunni kunna einhverjir að sakna sýnishorna af gjörningum sem listamaðurinn hefur framið reglulega og Erling segist vissulega hafa velt fyrir sér að hafa slíkar heimildir með en féll frá því. Það væri ekki tímabært. „Samt er þetta býsna gott yfirlit yfir það sem ég hef verið að gera,“ segir hann. Þar sem við stöndum við glugga í Kling & Bang horfum við niður á hvítan sendibíl sem stendur við inn- ganginn í Marshall-húsið. Dyrnar eru opnar og sést í kassa utan af verkum merkta „Klingenberg“ og bíllinn er ekki á förum – á þaki hans er flennistórt bjarg sem hefur kram- ið kassana og bílinn. „Ég gerði þetta verk fyrst við safn á Írlandi árið 2005. Salurinn var eiginlega tómur en á skilti stóð að hann væri frátekinn fyrir Erling Klingenberg. Bíllinn var líka þar við innganginn og kassarnir með verk- unum kramdir með sama hætti.“ Mörg merkingarlög Í innsta salnum í Kling & Bang eru komin verkin úr eftirminnilegri innsetningu Erlings sem var líka sett upp árið 2005, í húsnæði Kling & Bang sem var þá neðarlega á Laugavegi, og kallaðist Ég sýni ekk- ert nema í nýju samhengi. Sýningin speglaði aðra sýningu sem var á sama tíma sýnileg nokkru ofar við Laugaveg, í Safni, sýningarrými safnarans Péturs Arasonar. Þar voru verk eftir nokkra af meisturum mínimalismans, á borð við Donald Judd, Dan Flavin og Lawrence Wei- ner, auk verka eftir Richard Prince, Pipilotti Rist og fleiri. Erling gerði eftirmyndir allra þessara verka og kom þeim fyrir með svipuðum hætti á sinni sýningu en innsetningin er nú öll í eigu Listasafns Íslands. „Mínar útgáfur eru aðeins öðru- vísi en frumútgáfurnar,“ segir Er- ling brosandi þegar við rifjum fram- kvæmdina upp; útklippt sjálfsmynd Rist hafi til að mynda verið nokkru lægri í eftirmyndinni, og höfuðið stærra, og í textaverki Weiners á vegg hafi hann skipt orðinu „silfur- berg“ út fyrir „Klingenberg“. „Það voru mörg merkingarlög í þessari sýningu og það nátti spyrja sig hvað gerðist þegar maður kópí- eraði verk sem þykja iðulega vera viðmið um góða list. Þessi innsetn- ing tengist vitaskuld öðru hér, eins og verkinu niðri í Nýló, þar sem ég blanda andliti mínu við ásjónur þekktra listamanna úr sögunni. Við það verða þeir hver öðrum líkir og ég trufla sjálfsmynd þeirra. Hér niðri í Nýló er líka sjálfmynd mín, „Staðgengill“, sem er eins- konar öfugsnúinn Dorian Gray – ég eldist og breytist en hann ekki. Hann er þó annað og meira en tví- fari minn …“ Jós málningu yfir listamenn Hugmyndir um ímynd, hlutverk og stöðu listamannsins eru áberandi í mörgum verka Erlings sem segir að áður en hann útskrifaðist frá MHÍ árið 1994 hafði hann oft farið á Kjarvalsstaði og skoðað stóra svart- hvíta ljósmynd af Jóhannesi Kjarval sem þar var og hjá tveir sýningar- kassar með ýmsum hlutum úr hans eigu. „Út frá því fór ég mikið að hugsa um hvað yrði um listamenn eftir þeirra dag,“ segir Erling. „Hvernig væri farið með minningar og sögurnar um þá, og hvernig það litaði sýn okkar á verkin þeirra. Út frá því fór ég líka að skoða og vinna með myndlistarumhverfið og list- heiminn í stærra samhengi, og hvernig listamenn birtist okkur. Ég gerði oft verk sem virkuðu kannski léttvæg og fyndin á yfirborðinu sem ég vildi að væri tálbeita því eitthvað annað bjó að baki. Yfirborð er nú einmitt eitthvað sem listamenn vinna mikið með …“ Sköpunarferlið er líka þáttur sem Erling hefur markvisst hugsað um, eins og þegar hann hefur skapað málverk með því að ausa upp lit með mótorhjóli. Á sýningunni eru tvö portrett sem hann gerði með þeim hætti á Djúpavogi sumarið 2018. „Ég stillti módelunum upp fyrir framan strigann, þeim Sigurði Guð- mundssyni og Birni Roth – sem var í fötum af Dieter föður sínum sem var því með í verkinu – og ég spændi málningunni yfir þá og á strigann,“ segir Erling og glottir. „Það var skemmtilegt og sérstök tilfinning að gera þau verk.“ Morgunblaðið/Einar Falur Tvífarar Hugmyndir um ímynd, hlutverk og stöðu listamannsins eru áberandi í mörgum verka Erlings sem er hér við verk sitt „Staðgengill“. „Ég eldist og breytist en hann ekki. Hann er þó annað og meira en tvífari,“ segir Erling. Listamaður í líkama rokkstjörnu  Yfirlitssýning á verkum Erlings T.V. Klingenbergs verður opnuð í Nýlistasafninu og Kling & Bang  „Mínar útgáfur eru aðeins öðruvísi en frumútgáfurnar,“ segir Erling um eitt verkanna Kramið Verkið „Frátekið fyrir Erling T.V. Klingenberg“ tekur á móti gestum við Marshall-húsið. Í vikunni var opnuð í Metropolitan- safninu í New York sýning á nær eitt hundruð meistaraverkum úr ljósmyndasögunni undir heitinu Photography’s Last Century. Verk- in eru öll úr rómuðu safni í eigu Ann Tenenbaum og Thomas H. Lee en þau hafa fært listasafninu ljós- myndaverkin öll að gjöf. Píanóleikarinn og tónskáldið Dav- íð Þór Jónsson var fenginn til að semja tónverk við sýninguna. Semur hann og leikur á flygil rúmlega fímmtíu mínútna langt verk sem sýningargestir geta hlýtt á í leið- sögukerfi safnsins meðan þeir ganga um sýninguna og virða verkin fyrir sér en Davíð Þór hafði þau fyrir aug- unum meðan hann samdi tónlistina. Hjónin Tenenbaum og Lee gefa Metropolitan-safninu verkin í tilefni af 150 ára afmæli stofnunarinnar í ár. Öll verkin eru víðkunn í ljós- myndasögunni, eftir nafntogaða og jafnframt ólíka meistara á borð við Paul Strand, Doru Maar, Man Ray, László Moholy-Nagy, Edward We- ston, Walker Evans, Joseph Cornell, Diane Arbus, Andy Warhol, Sigmar Polke og Cindy Sherman. Í tengslum við opnun sýningarinnar var sex tíma langt myndbandsverk Ragnars Kjartanssonar, A lot of Sorrow, með þátttöku hljómsveit- arinnar Nationals, sýnt í safninu og í kjölfarið voru umræður um samstarf listamanna þvert á listgreinar. Tónskáldið Davíð Þór Jónsson semur og flytur tónverk við umtalaða ljós- myndasýningu sem opnuð var í Metropolitan-safninu í vikunni. Samdi verk við sýningu í The Met Morgunblaðið/Einar Falur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.