Morgunblaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2020
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Samtölum við Hjálparsímann hefur
fjölgað mjög síðustu vikurnar. Því
valda áhyggjur og kvíði vegna kór-
ónuveirunnar en Hjálparsíminn
léttir einnig undir með síma
Læknavaktarinnar, þegar álagið
þar er hvað mest vegna veirunnar,
og skýrir það meginhluta aukning-
arinnar.
Brynhildur Bolladóttir, upplýs-
ingafulltrúi Rauða kross Íslands,
sem rekur Hjálparsímann, segir að
nú sé ástand sem Íslendingar hafi
ekki áður þekkt. Kórónuveiran valdi
kvíða hjá fólki hér, eins og um allan
heim. „Það er þekkt að fólk verður
órólegt þegar svona stórir atburðir
verða og þá er gott að geta leitað til
okkar,“ segir Brynhildur.
Yfir 500 á viku
Aukningin hjá Hjálparsímanum
síðustu vikur sést vel á meðfylgj-
andi súluriti. Samtöl í síma og
netspjalli Hjálparsímans voru rúm-
lega 200 í þriðju viku febrúar-
mánaðar en voru komin upp í tæp-
lega 500 í gærmorgun. Þá voru
nærri þrír dagar eftir af vikunni
sem yfirlitið miðast við, það er að
segja til sunnudagskvölds. Ítreka
skal að aukningin er að mestu leyti
vegna svörunar fyrir síma Lækna-
vaktarinnar.
Í febrúarmánuði voru 914 samtöl
til Hjálparsímans. Þar af voru 129
vegna kvíða og 106 vegna þunglynd-
is, svo tvær stærstu ástæðurnar séu
nefndar. Starfsfólkið fann fyrir
kvíða og áhyggjum hjá þeim sem
hringdu inn, sérstaklega vegna kór-
ónuveirunnar. Einnig var aukning í
að rætt væri um sjálfsvíg en það
var einnig raunin í janúar.
Brynhildur segir að fólk sé mikið
að spyrja um einkenni og hvort það
eigi að gera eitthvað sérstakt og svo
séu margir með áhyggjur og kvíða
yfir ástandinu.
Eldra fólk meira áberandi
Fólk úr öllum aldursflokkum
hringir en Brynhildur telur að
minna sé um að unga fólkið hafi
samband. Líklega sé eldra fólk í
meirihluta varðandi áhyggjur af
kórónuveirunni sem og þeir sem
eru með undirliggjandi sjúkdóma.
Venjulega eru tveir þjálfaðir
sjálfboðaliðar á vakt á Hjálpar-
símanum 1717 og netspjallinu á
1717.is. Til þess að bregðast við
auknu álagi hafa verið frá fimm og
upp í tólf á vakt, eftir því hvernig
álagið hefur þróast.
Áhyggjur og kvíði
vegna kórónuveirunnar
Samtöl við Hjálparsíma Rauða krossins margfaldast
Samtölum í Hjálpar-
símann fjölgar
209
247
440
496
17. til 23.
febrúar
24. feb. til
1. mars
2. til 8.
mars
9. til 13.
mars*
Fjöldi samtala
*Fyrstu 4 daga vikunnar
eða til og með föstudags-
morgni
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
„Seðlar og mynt eru augljós smitleið
fyrir margar tegundir sýkla, þar á
meðal nýju kórónuveiruna. Því
minni snerting, því betra. Því er
ávallt betra að nota aðrar greiðslu-
lausnir, eins og
t.d. snertilausar
greiðslur.“ Þetta
segir Kjartan
Hreinn Njálsson,
aðstoðarmaður
landlæknis, í
svari við fyrir-
spurn Morgun-
blaðsins.
Hann segir að
þurfi menn að nota reiðufé sé skyn-
samlegt að hreinsa hendurnar fyrir
og eftir að maður handleikur seðla
og mynt.
„Sóttvarnalæknir og almanna-
varnir hafa hvatt til þess að við-
skiptavinum verslana og stofnana
verði gert kleift að nota snertilausar
greiðslur í meiri mæli en áður, en
höfum við fengið einkar góð viðbrögð
við þeirri hvatningu,“ segir Kjartan.
Seðlar skipta mjög oft um hendur
og þeir geta því borið bakteríur og
veirur á milli manna. Þetta hefur Al-
þjóðaheilbrigðisstofnun, WHO, stað-
fest nýlega, en hún hefur enn ekki
viljað tjá sig sérstaklega um seðla-
smit í tengslum við kórónuveiruna.
Stofnunin segist almennt ráðleggja
fólki að þvo hendur sínar eftir að það
hafi meðhöndlað seðla og gæta þess
að snerta ekki andlit sitt áður. Sér-
staklega sé þetta brýnt ef fólk sé að
fara að neyta matar eftir handfjötlun
peningaseðla.
Stefán Jóhann Stefánsson á skrif-
stofu bankastjóra Seðlabankans
sagði við Morgunblaðið að spurning-
um um mögulega útbreiðslu veiru
með hlutum sem fólk hefði snert
væri best að vísa til þeirra stofnana
sem væru sérhæfðar á slíku sviði.
Hvorki Seðlabankinn né viðskipta-
bankarnir hafa gefið út sérstakar
ráðleggingar eða tilmæli til almenn-
ings vegna notkunar reiðufjár í
tengslum við veirufaraldurinn.
Seðlar og mynt
geta borið smit
Rétt að þvo hendur sínar eftir notkun
Ráðstafanir vegna kórónuveir-
unnar og COVID-19 eru mál mál-
anna. Örtröð var í verslunum í
gær, þar sem fólk birgði sig upp
af matvælum sem þó er til nóg af.
Allur er þó varinn góður og á
mánudag gengur í gildi víðtækt
samkomubann sem breytir takti
þjóðlífsins. Margt brann því á
fólki sem Morgunblaðið tók tali
við Bónus í Hraunbæ í Reykjavík
í gær. sbs@mbl.is
Breyttur taktur þjóðlífsins
„Maður gæti haldið að allt
væri að verða vitlaust, ástand-
ið í þjóðfélaginu er þannig og
þó engin ástæða til,“ sagði Ingi
Erlingsson matreiðslumaður.
„Það er margmenni í
Bónusbúðinni hér í Árbæ og
innkaupakörfur fólks eru
fullar. Bílar eru í hverju stæði
hér fyrir utan og gatan nærri
því að stíflast. Í hádeginu á
föstudegi er yfirleitt rólegt
hér, en svona er nú búið að
magna vandamálin upp. Af
fréttum af dæma er kórónu-
veiran bara eins og hver önnur
flensupest og mannskaði af
hennar völdum ekki mikill, að
minnsta kosti hingað til.
Læknar, heilbrigðisyfirvöld og
forystufólk í landsmálum
mega því ekki fara fram úr sér
í yfirlýsingum og varúð-
arráðstöfunum. Um
samkomubannið hefur al-
menningur lítið að segja, en
vonandi notar fólk nú tímann
til að spjalla saman og njóta
samveru. Fátt er svo með öllu
illt að ekki boði nokkuð gott.“
Ingi Vonandi notar fólk nú
tímann til að spjalla saman.
Veiran er
eins og
flensupest
„Alls konar hörmungar hafa
dunið yfir heiminn um ald-
irnar og allar plágur hingað til
höfum við staðið af okkur.
Eins verður með kórónuveir-
una, sem mér finnst heil-
brigðisyfirvöld hafa mætt af
mikilli skynsemi,“ segir Ísa-
bella Theódórsdóttir félags-
ráðgjafi. Hún starfar hjá þjón-
ustumiðstöð Reykjavíkur-
borgar sem hefur aðsetur í
Útvarpshúsinu við Efstaleiti.
Þar gildir nú að færri eru í
matsal á hverjum tíma og í fé-
lagsþjónustu úti á meðal íbúa
eru ýmsar varúðarráðstafanir
hafðar varðandi til dæmis
hreinlæti og smithættu.
„Nú í vor var ferming fram
undan í fjölskyldunni sem
verður ekki fyrr en í haust. Þá
finnur maður líka að allt sam-
skiptamynstur fólks er breytt
og raunar margt fleira.
Annars hef ég áhyggjur af
fólki sem er í sóttkví og er að
einangrast félagslega, til
dæmis börn og eldra fólk sem
ekki hefur sterkt bakland.“
Ísabella Allt samskipta-
mynstur fólks er breytt.
Áhyggjur
af fólki í
sóttkví
„Fagmennska og yfirvegað
starf skilar því að Ísland er
mörgum skrefum á undan
fjölda þjóða í varúðarráðstöf-
unum vegna COVID-19. Þau
Alma, Þórólfur og Víðir, og
allt þeirra samstarfsfólk, hafa
tekið rétt á hlutunum og í öll-
um yfirlýsingum höfða þau
jafnan til okkar betri vitundar
og ábyrgðar. Viðbrögðin eru
rétt,“ segir Guðrún Agnars-
dóttir, læknir, veirufræðingur
og fv. alþingismaður.
„Sem betur fer fá flestir að-
eins væg einkenni af sjúk-
dómnum og börn virðast ekki
í hættu. Ráðstafanir nú bein-
ast því öðrum fremur að þeim
sem höllum fæti kunna að
standa, til dæmis eldra fólki
með undirliggjandi sjúkdóma.
Ég skal ekki segja til um hver
þróun þessa faraldurs verður
eða hve langvarandi hann
gæti orðið, en þetta gengur
yfir. Á meðan á þessu stendur
gildir því samstaðan, með
henni höfum við sem á Íslandi
búum sigrað mörg vandamál.“
Guðrún Mörgum skrefum á
undan í varúðarráðstöfunum
Samstaða
mun sigra
veiruna
„Ég er óttalaus gagnvart CO-
VID-19 því mér virðast yfir-
völd og læknar hafa náð ein-
hverjum tökum á vandanum,“
segir Kristján Örn Hilmars-
son, tæknimaður hjá Síman-
um. „Við þurfum fremur að
hafa áhyggjur af því að of
mikið sé gert úr vandanum.
Flensufaraldur í Bandaríkj-
unum í vetur hefur orðið
16.000 manns að bana á með-
an kórónuveiran hefur fellt
5.000 manns á heimsvísu.“
Hjá Símanum eru gerðar
margvíslegar ráðstafanir til
að koma í veg fyrir smit. Sam-
gangur á vinnustað er tak-
markaður, færri eru í húsi en
áður og allstór hópur tækni-
manna, Kristján Örn þar á
meðal, sinnir störfum að
heiman í næstu viku. „Mér
finnst frábært að heimavinna,
sem ég er vanur, er innlegg
til að leysa vandann sem við
stöndum andspænis. Veiran
gengur yfir og eftir nokkra
mánuði verðum við farin að
tala um aðra hluti.“
Kristján Áhyggjur eru af því
að of mikið sé gert úr vanda.
Ná tökum
á vanda-
málinu
„Innkaupapokarnir eru
óvenju margir í þetta sinn,“
segir Ágústa Steindórsdóttir.
„Fjölskyldan mín er ágætlega
sett en viðbótin er sú að við
systkinin sjáum um innkaupin
fyrir aldraða foreldra okkar
sem eru með undirliggjandi
sjúkdóma og því útsett fyrir
því að smitast af kórónaveir-
unni. Því tel ég best að kaupa
ríflega inn svo ekki komi til
áhyggjur af því að vanti til
dæmis brauð, klósettpappír,
mjólk eða tannkrem sé fólk í
sóttkví.“
Ágústa er nemi í spænsku
við HÍ og mun, skv. samkomu-
banni, ekki mæta í skólann
næstu fjórar vikurnar en býst
þó við fjarkennslu. „Stóra
breytingin í lífi fjölskyld-
unnar er sú að ferming dóttur
minnar sem átti að verða nú í
vor frestast. En annars verð-
ur mér sérstaklega hugsað nú
til fólks sem er í sóttkví og er
eitt, huga þarf að sérstaklega
stöðu þess – og aðstoða ef
þarf.“
Ágústa Aðstoða þarf fólk
sem er eitt og er í sóttkví.
Ekki vanti
brauðið og
mjólkina
„Auðvitað er hætta á því að
næstu tveir mánuðir geti orð-
ið erfiðir fyrir samfélagið allt.
Ljósið sem við höfum er hins
vegar er að kórónuveiran og
COVID-19 eru farin að ganga
niður austur í Kína, þar sem
upptökin eru,“ segir Þórður
Þórðarson sölumaður.
Á heildsölunni þar sem
Þórður starfar hafa verið
gerðar fyrirbyggjandi ráð-
stafanir til að draga úr smit-
hættu. Heimsóknir í hús eru
takmarkaðar og starfsfólk
notar hanska og spritt við
störf sín, svo sem þegar taka
þarf til vörur sem farið er
með til viðskiptavina.
„Nei, ég hef ekki miklar
áhyggjur af því að veikjast en
þess þá heldur af fólki sem er
fyrir með sjúkdóma. Annars
er staðan mjög óljós og að-
stæður og samfélagið allt hef-
ur gjörbreyst á fáum sólar-
hringum. Þess vegna er
frábært að stjórnvöld veiti
greinargóðar upplýsingar og
séu á vaktinni.“
Þórður Stjórnvöld veita
greinargóðar upplýsingar.
Næstu
mánuðir
erfiðir