Morgunblaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 48
KÓRÓNUVEIRAN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þjóðfélagið í heild er smám saman að leggjast í dvala vegna kórónu- veirunnar og um leið verður bók- staflega ekkert um að vera á íþrótta- sviðinu næstu fjórar vikurnar hið minnsta. Í kjölfarið á samkomubanninu sem sett var á hér á landi í gær og tekur formlega gildi seint annað kvöld verða íþróttaviðburðir aðeins háðir fyrir luktum dyrum. Stærstu samböndin hættu allri leikjadagskrá strax í gær, nema hvað körfuknatt- leikssambandið lauk 21. og næstsíð- ustu umferð hjá körlum í gærkvöld og verður með einn úrvalsdeild- arleik kvenna í dag. Hér er yfirlit yfir það helsta sem ákveðið var í gær: Innanlands:  Körfuknattleikssamband Ís- lands ákvað að leikir gærkvöldsins og dagsins í dag í efstu deildum karla og kvenna skyldu fara fram. Keppni í neðri deildum og yngri flokkum var aflýst. Í dag verður tek- in frekari ákvörðun um framhaldið í efstu deildunum, en þar er keppni á lokastigi og úrslitakeppnir áttu að hefjast innan skamms.  Handknattleikssamband Ís- lands ákvað á fundi síðdegis í gær að fresta öllum leikjum og mótum frá og með klukkan 17 í gær. Fram hefði getað tryggt sér deildarmeistaratitil kvenna í gærkvöld en leik liðsins við Stjörnuna var frestað ásamt leikjum í 1. deildum karla og kvenna, og leikjum í Olísdeildum kvenna og karla sem hefðu getað farið fram í dag og á morgun.  Knattspyrnusamband Íslands aflýsti samstundis öllum leikjum á sínum vegum frá og með gærdeg- inum og næstu fjórar vikurnar. Ís- landsmótið á að hefjast 22. apríl og engin breyting hefur verið gerð á því að svo stöddu.  Bikarhelginni í blaki hefur verið frestað, en leika átti til undanúrslita hjá körlum og konum í Digranesi í Kópavogi í dag og leika úrslitaleik- ina á morgun.  Úrslitaeinvígi Íslandsmóts karla í íshokkí milli SA og Fjölnis hefur verið frestað fram yfir páska.  Íslandsmeistaramóti Karate- sambands Íslands í kata fullorðinna sem fram átti að fara í dag hefur verið frestað.  Fimleikasamband Íslands hefur frestað öllu sínu mótahaldi. Erlendis:  Fyrsta risamóti ársins í golfi hjá körlum, Masters-mótinu í Augusta í Bandaríkjunum sem átti að hefjast 9. apríl, hefur verið frestað.  Keppni á Players-meistara- mótinu í golfi sem hófst á Flórída í fyrrakvöld var aflýst eftir fyrsta hringinn en til stóð að leika seinni þrjá hringina án áhorfenda.  Undankeppni handboltans fyrir Ólympíuleikana í Tókýó sem leika átti í mars og apríl, hjá konum og körlum, hefur verið frestað fram í júní.  Hlaupinu með ólympíueldinn um Grikkland var hætt í gær, sólar- hring eftir að hann var tendraður í Ólympíu, þar sem það dró að sér mun fleiri áhorfendur en búist hafði verið við. Eldinum verður skilað til skipuleggjenda Tókýó-leikanna í Aþenu 19. mars eins og upphaflega var ráðgert.  Lundúnamaraþoninu sem fram átti að fara 26. apríl hefur verið frestað til 4. október. Öll íþróttastarfsemi leggst í dvala  Körfuboltafólk á ferð í dag en síðan ákveðið með framhaldið  Fram gat ekki tryggt sér deildarmeistaratitil í gærkvöld  Hlaupið með ólympíueldinn stöðvað vegna áhuga Morgunblaðið/Íris Bíða Fram fékk ekki tækifæri til að tryggja sér deildarmeistaratitil í gær. 48 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2020 Svíþjóð Kristianstad – Önnered ...................... 37:21  Teitur Örn Einarsson skoraði 2 mörk fyrir Kristianstad en Ólafur Andrés Guð- mundsson lék ekki vegna meiðsla. Helsingborg – Sävehof ........................30:30  Ágúst Elí Björgvinsson varði 2 skot í marki Sävehof. Staðan: Alingsås 48, Malmö 47, Kristianstad 46, Skövde 46, Ystad IF 36, Sävehof 35, IFK Ystad 33, Lugi 31, Redbergslid 29, Hallby 25, Önnered 16, Guif 15, Helsingborg 13, Varberg 10.  Lokaumferðin verður leikin á þriðjudag. Ef ekki verður hægt að leika úrslitakeppn- ina verður sigurlið deildarinnar krýnt sem sænskur meistari í vor. Skuru – Sävehof .................................. 23:31  Eva Björk Davíðsdóttir skoraði ekki fyr- ir Skuru. Lokastaðan: Höör 40, Skuru 38, Sävehof 34, Lugi 25, Skara 23, Västerås 21, Heid 18, Kungälv 18, Skövde 18, Önnered 17, Boden 6, Söder 6.  Ef ekki verður hægt að leika úrslita- keppnina verður lið Höör krýnt sem sænskur meistari í vor.  Dominos-deild karla Þór Ak. – Grindavík.............................. 89:86 Keflavík – Þór Þ.................................... 78:63 Staðan: Stjarnan 21 17 4 1915:1743 34 Keflavík 21 16 5 1880:1675 32 Tindastóll 21 14 7 1829:1727 28 KR 21 14 7 1807:1742 28 Njarðvík 21 13 8 1832:1653 26 Haukar 21 11 10 1834:1799 22 ÍR 21 11 10 1782:1883 22 Grindavík 21 8 13 1784:1839 16 Þór Þ. 21 7 14 1678:1747 14 Valur 21 7 14 1698:1812 14 Þór Ak. 21 6 15 1808:1997 12 Fjölnir 21 2 19 1752:1982 4 1. deild karla Álftanes – Vestri................................... 81:76 Staðan: Höttur 22 20 2 1912:1614 40 Hamar 22 19 3 2172:1930 38 Breiðablik 22 18 4 2213:1826 36 Vestri 22 14 8 1951:1780 28 Álftanes 23 12 11 1952:2018 24 Selfoss 21 8 13 1628:1706 16 Skallagrímur 23 3 20 1871:2179 6 Sindri 19 2 17 1538:1766 4 Snæfell 22 2 20 1731:2149 4  KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Blue-höllin: Keflavík – Snæfell......... L17.30 1. deild kvenna: Mustad-höll: Grindavík b – Fjölnir....... L16 Njarðtaksgryfja: Njarðvík – Keflavík b S16 UM HELGINA! KÖRFUBOLTINN Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Keflavík og Þór Akureyri unnu í gær- kvöld mikilvæga sigra í 21. og næst- síðustu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Keflavík á enn veika von um að verða deildar- meistari eftir sannfærandi 78:63- heimasigur á Þór Þorlákshöfn. Kefla- vík þarf enn að treysta á að fallnir Fjölnismenn vinni topplið Stjörn- unnar í lokaumferðinni og þá verður Keflavík að vinna ÍR á sama tíma. Eins og oft áður var það Dominykas Milka sem skaraði fram úr hjá Kefla- vík og skoraði hann 24 stig og tók 18 fráköst. Þá fiskaði hann sjö villur. Ljóst er að Þór fer ekki í úr- slitakeppnina og hefur liðið tapað sjö af síðustu átta leikjum sínum, sem eru mikil vonbrigði þar á bæ. Þórsarar enn á lífi Sigur Keflavíkur var mikilvægur en sigur Þórs Akureyrar á Grindavík á heimavelli, 89:86, var lífsnauðsyn- legur, þar sem Þórsarar hefðu fallið með tapi. Flest benti til þess framan af þar sem Grindavík náði 18 stiga forskoti snemma leiks. Þórsarar neit- uðu að gefast upp og tryggðu sér ótrúlegan sigur í blálokin. Kólumb- íumaðurinn Hansel Atencia var sann- arlega betri en enginn og skoraði 28 stig og gaf sjö stoðsendingar. Þá skoraði hann úr tveimur vítum í blá- lokin og gulltryggði sigurinn. Grind- víkingar rétt sluppu inn í úrslita- keppnina, ekki endilega af því að þeir áttu það skilið, heldur voru þeir heppnir að liðin fyrir neðan stóðu sig ekki betur en raun ber vitni. Eina baráttan sem eftir er í deild- inni er fallbaráttan, því núna er ljóst að Stjarnan, Keflavík, Tindastóll og KR verða með heimaleikjarétt í úr- slitakeppninni og mæta þau Njarð- vík, Haukum, ÍR og Grindavík. Á að- eins eftir að koma í ljós hvaða lið mætast. Samkvæmt áætlun er ein umferð eftir af deildinni og á hún að fara fram 19. mars næstkomandi. Hvort hún fari svo fram er önnur spurning því KSÍ, HSÍ og mörg önnur íþrótta- sambönd hafa sett keppni á ís vegna kórónuveirunnar. Pressan á að KKÍ geri slíkt hið sama eykst með hverj- um deginum og eflaust einhverjir sem velta því fyrir sér hvers vegna leikir gærkvöldsins fóru fram á með- an hvorki var leikið í handknattleik né knattspyrnu. Þá þykir sérstaklega ólíklegt að spiluð verði úrslitakeppni. Úrslitin ráðast í lokaumferðinni  Þórsarar geta enn haldið sér uppi Morgunblaðið/Árni Sæberg Deildarmeistari Stjarnan eða Keflavík verður deildarmeistari. FIFA sendi í gærkvöld frá sér yfir- lýsingu þess efnis að fresta ætti öll- um landsleikjum í mars og apríl, þar á meðal umspilsleik Íslands við Rúm- eníu sem á að vera spilaður 26. mars næstkomandi. Vegna kórónuveir- unnar telur FIFA að ekki sé öruggt fyrir leikmenn að ferðast í landsliðs- verkefni og þá vill sambandið einnig koma í veg fyrir að sum landslið séu með sína bestu leikmenn á meðan önnur yrðu án lykilleikmanna. UEFA mun væntanlega taka fyrir frestun umspilsleikjanna á fundi á þriðjudaginn kemur. FIFA vill fresta EM umspilinu Morgunblaðið/Eggert Frestað Leik Íslands og Rúmeníu í umspili EM verður líklegast frestað. Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðs- maður í knattspyrnu og leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Ever- ton, er kominn í sóttkví eftir að liðs- félagi hans fann fyrir einkennum kórónuveirunnar. Þjálfarateymi fé- lagsins er einnig í sóttkví og þá hef- ur heimavelli Everton sem og æf- ingasvæðinu verið lokað. „Everton staðfestir hér með að félagið hefur gripið til varúðarráð- stafana og sent alla leikmenn að- alliðs félagsins í sóttkví að læknis- ráði,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Gylfi og félagar sendir í sóttkví AFP Sóttkví Gylfi Þór Sigurðsson verð- ur í sóttkví næstu tvær vikurnar. ICQC 2020-2022 Meistaraflokkur karla hjá Stjörn- unni í handbolta er kominn í sóttkví eftir að meðlimur í þjálf- arateymi liðsins smitaðist af kór- ónuveirunni. Ekki er vitað hvaða þjálfari smitaðist, en ljóst er að fleiri innan handknattleiks- hreyfingarinnar gætu verið smit- aðir þar sem Stjarnan lék þrjá leiki á átta dögum; gegn ÍBV, Aftureld- ingu og Fram og fóru tveir af þeim fram í Laugardalshöll. Verða allir leikmenn Stjörnunnar í sóttkví næstu tvær vikurnar vegna smits- ins. Þá var leik Selfoss og Sindra í 1. deild karla í körfubolta frestað í gær vegna gruns um kórónuveiru- smits hjá leikmanni Selfoss. Kenn- ari við Fjölbrautaskóla Suðurlands hefur greinst með veiruna og leik- maðurinn sótti tíma hjá viðkomandi kennara. Það gerðu einnig nem- endur í körfuboltaakademíu hjá Selfossi. Er leikmaðurinn ekki í sóttkví. Þjálfari Stjörnunnar smitaður Rúnar Sigtryggsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.