Morgunblaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þar kom að þvíað lýst var yfir sam- komubanni til að stemma stigu við út- breiðslu kórónuveir- unnar hér á landi. Í nokkra daga hafði legið í loftinu að þessi ákvörðun yrði tekin. Í löndum allt í kring hafði verið blásið til slíks banns þótt ekki væru allir samtaka. Í vikunni var leikið í Meistara- deild Evrópu. Helmingur leikj- anna var fyrir luktum dyrum og skrítið og stemmningarlaust að horfa á leikmenn berjast um boltann fyrir framan tómar áhorfendastúkur. Á þeim leikjum þar sem stúkurnar voru fullar kom fyrst í hugann að þarna væru menn að leika sér að eld- inum. Það var líka eitthvað á skjön við myndir frá íþróttaleikjum sem fram fóru hér á landi í vik- unni. Á myndum frá tveimur körfuboltaleikjum á fimmtudags- kvöld mátti sjá að örfáir áhorf- endur sátu á pöllunum. Einhver hafði á orði að leik- menn kysu síður að leika undir þessum kringumstæðum, dóm- arar og starfsfólk vildu helst vera annars staðar og áhorf- endur sömuleiðis. Samt færu leikirnir fram. Þótt fram hafi komið að fæstir veikist hastarlega af kórunuveir- unni eru ákveðnir hópar við- kvæmir fyrir henni. Hún smitast því auðveldlega og getur breiðst hratt út. Sagt er að hver smit- aður einstaklingur smiti að með- altali þrjá sé ekkert að gert, þessir þrír smiti níu, þeir smiti 27 og svo koll af kolli. Kínverjar brugðust ekki nógu hratt við, en eftir að þeir tóku við sér hefur þeim gengið vel að hemja útbreiðslu kórónuveir- unnar og er það versta afstaðið samkvæmt fréttum. Þar er mikið eftirlit og í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins lýsir Snorri Magnússon, framkvæmdastjóri Arla Foods í Kína, því hvernig hann er hitamældur í hvert sinn sem hann fer úr húsi og skrif- stofuhúsnæði hans sótthreinsað þrisvar á dag og snertifletir sjö sinnum. Lykilatriði er að hægja á útbreiðslunni. Mikilvægi þess kom berlega í ljós á Ítalíu. Þar breiddist veiran út nánast óheft í upphafi, með þeim afleiðingum að allt fór úr skorðum. Útbreiðslan varð heilbrigðiskerfinu á Norður- Ítalíu ofviða. Í fréttum hefur ver- ið sagt frá úrvinda heilbrigðis- starfsfólki á síðustu dropunum og birtar frásagnir af því að ekki hafi verið hægt að veita öllum viðunandi læknishjálp. Í raun hefði þurft að ákveða hverjir fengju aðstoð og hverjir ekki. Sjúklingafjöldinn er slíkur að tal- að er um að taka ráðstefnuhallir undir sjúklinga. Ítalir lokuðu landinu og nánast stöðvuðu allt þjóðlíf, en brugðust seint við. Annað var uppi á teningnum í Suður-Kóreu. Þar bregðast stjórnvöld reyndar ekki við með bönnum og lok- unum, heldur skim- unum og eftirfylgni. Í landinu eru gerðar um tíu þúsund skim- anir á dag eins og fram kemur í Sunnudagsblaði Morgun- blaðsins. Ferðir þeirra sem reyn- ast bera veiruna eru raktar tvær vikur aftur í tímann með því að skoða myndavélar, greiðslu- kortanotkun og upplýsingar úr farsímum. Síðan eru send smá- skilaboð til þeirra sem búa eða vinna þar sem sá sýkti var á ferð- inni til að vara þá við. Árang- urinn er sá að nú útskrifast fleiri með hreint heilbrigðisvottorð en greinast í landinu. Í Taívan hefur einnig verið brugðist við af ákveðni og þar eru tilfellin sárafá miðað við ná- vígið við Kína og samganginn þar á milli. Margt hefur breyst í vikunni. Nú er svo komið að sennilega geta allir Íslendingar sagt að þeir þekki einhvern sem hefur smitast, verið settur í einangrun eða er í sóttkví. Ljóst er að kór- ónuveiran mun hafa veruleg áhrif á efnahagslíf í heiminum og engin leið er að segja fyrir um hver þau verða, hvorki hér á landi né í heiminum öllum. Mannslíf eru einnig í húfi. Smit- sjúkdómavarnir Bandaríkjanna, CDC, hafa gert mat á því hvaða áhrif veiran gæti haft þar í landi. Að þeirra mati gætu á milli 160 og 214 milljónir Bandaríkja- manna smitast og allt frá 200.000 til 1,7 milljónir manna látið lífið. Leggja gæti þurft 2,4 til 21 millj- ón manna á sjúkrahús. Aðeins séu 925.000 sjúkrarúm með starfsfólki í landinu. Farsóttin gæti því hæglega orðið banda- rísku heilbrigðiskerfi ofviða. Fara verður varlega í að leggja út af slíkum spám, en þær má nota til að undirstrika mikil- vægi þess að halda aftur af út- breiðslu kórónuveirunnar. Erfitt er að átta sig á stöðunni hér á landi. Upplýsingaflæði um gang mála hefur verið gott. Í öll- um tilvikum nema tveimur hafa smit verið rakin til ferðalanga sem komu frá smitsvæðum í út- löndum eða fólks sem þeir um- gengust. Í gær hófust umfangs- miklar skimanir á vegum Íslenskrar erfðagreiningar. Þær munu leiða í ljós hversu víðtæk útbreiðslan er í raun. Samkomubannið var nauðsyn- leg aðgerð. Hún nær til fram- haldsskóla og háskóla en leik- skólar og grunnskólar eru undanskildir. Ástæðan fyrir því er að hluta til að koma í veg fyrir að starfsemi lamist í landinu. Um leið er ljóst að boð og bönn munu ekki ráða úrslitum um hvernig mun ganga að hemja kórónuveir- una. Til að það takist þarf hver og einn að gæta sín, fara eftir til- mælum um hreinlæti og haga samskiptum sínum þannig að sem minnstar líkur séu á að þeir smiti eða smitist, sérstaklega þegar viðkvæmir hópar eiga í hlut. Boð og bönn munu ekki ráða úrslitum heldur viðbrögð almennings} Veiran breiðist út Í fyrsta sinn hefur samkomubann verið boðað og takmarkanir settar á skóla- hald, samkvæmt ákvörðun heilbrigð- isráðherra. Tilefnið er öllum ljóst; út- breiðsla kórónuveirunnar COVID-19, sem samfélagið tekst nú á við í sameiningu. Heimsfaraldurinn hefur þegar reynt umtals- vert á samfélagið. Veiran hefur veruleg áhrif á allt daglegt líf okkar. Allir hafa þurft að breyta hegðun sinni og venjum. Heilbrigðisyfirvöld hafa staðið sig vel. Þau sýna ábyrgð og leggja nótt við dag við að rekja smitleiðir, miðla upp- lýsingum og halda veirunni í skefjum. Sam- félagið allt hefur lagst á árarnar með yfirvöld- um. Hundruð einstaklinga í sóttkví hafa verndað heilsu annarra og lágmarkað álag á heilbrigðiskerfið með einangrun sinni. Það er lofsvert framlag. Skólar á öllum skólastigum hafa starfað samkvæmt við- bragðsáætlun frá því að neyðarstigi almannavarna var lýst yfir þann 6. mars síðastliðinn. Því hefur mikil und- irbúningsvinna verið unnin í skólum til að mæta þessari ákvörðun og það er mjög traustvekjandi. Undanfarna daga hef ég einnig átt fjarfundi með rekt- orum og skólastjórnendum, öðrum fræðsluaðilum og fulltrúum sveitarfélaganna. Þessir lykilaðilar í skólakerf- inu okkar hafa sýnt mikla yfirvegun við þessar óvenjulegu aðstæður og sýnt afar fagleg viðbrögð. Ég vil hrósa og þakka þeim sérstaklega fyrir það. Ákvörðunin um samkomubann og takmörk- un á skólahaldi var tekin í samráði við okkar færasta fólk á sviði sóttvarna. Markmiðið er fyrst og fremst að verja með öllum mögulegum ráðum þá sem eru viðkvæmastir fyrir veirunni, en þó án þess að setja samfélagið að óþörfu á hliðina. Til þess að takast á við þetta þarf að forgangsraða hvað skiptir raunverulega máli. Ég er fullviss um það að þessi ákvörðun hafi verið nauðsynleg í þessari baráttu. Við verðum að standa vörð um heilbrigðiskerfið okkar og þá sem minna mega sín. Nú eru uppi afar óvenjulegir tímar. Nei- kvæð efnahagsleg áhrif veirunnar eru einhver þau mestu sem alþjóðakerfið hefur séð í lang- an tíma. Þess vegna verður umfang efnahags- aðgerða ríkisstjórnarinnar að vera verulegt. Það er því fagnaðarefni að ein slík aðgerð var samþykkt á Alþingi í gær og fleiri í vændum. Nýju lögin þýða að fyrirtæki landsins geta frestað greiðslu á hluta staðgreiðslu og tryggingagjalds. Stjórnvöld þurfa engu að síður að halda augunum á veginum og halda áfram að veita viðspyrnu og innspýtingu til að halda boltanum á lofti. Nú reynir á hið víðfræga íslenska hugrekki og þrótt því nú verðum við öll að leggjast á eitt, standa saman og styðja hvert annað. Verum bjartsýn og lausnamiðuð og í sameiningu munum við ná tökum á ástandinu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Fordæmalausir tímar Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Mikil og nær einrómaánægja er meðal sjúk-linga með þá þjónustusem þeir fengu á læknastofum sjálfstætt starfandi sérfræðilækna á höfuðborgarsvæð- inu samkvæmt nýrri þjónustukönn- un sem gerð var fyrir Læknafélag Reykjavíkur. Raunar eru niðurstöð- urnar svo afgerandi að 98% svar- enda sögðust vera mjög eða frekar ánægð með þá þjónustu sem þeim var veitt í heimsókninni, þar af sögð- ust 83,7% vera mjög ánægð. Niðurstöðurnar eru birtar í nýj- asta hefti Læknablaðsins. Sex sér- fræðilæknar og einn lífverkfræð- ingur og tölvunarfræðingur unnu að gerð könnunarinnar sem gerð var 2. desember til 9. janúar sl. meðal 1.595 sjúklinga sem komu á fjórar stórar starfsstöðvar sérgreina- lækna; Röntgen Domus, Orkuhúsið, Læknastöðina í Glæsibæ og Lækna- setrið í Mjódd. ,,Alls töldu 97% sjúklinga mjög eða frekar líklegt að þeir myndu leita aftur á sömu læknastöð […] og 96% mjög eða frekar líklegt að þeir myndu leita aftur til sama læknis […],“ segir í grein um niðurstöð- urnar. Allar stofurnar koma álíka vel út þegar sjúklingar eru spurðir um ánægju með þjónustuna sem þeir fengu í heimsóknum á stöðvarnar og eru svörin á bilinu 4,78 til 4,91 þegar þeim er raðað á fimm stiga ánægju- kvarða. „Það er mjög ánægjulegt að sjá hvað þetta kemur vel út og sjúkling- arnir eru ánægðir með þjónustuna. Niðurstöðurnar koma okkur í sjálfu sér ekki á óvart. Við teljum að þetta endurspegli það að landsmenn kunna að meta þessa stofuþjónustu sérfræðilækna,“ segir Þórarinn Guðnason, hjartalæknir á Lækna- setrinu í Mjódd og formaður Læknafélags Reykjavíkur. Sú niðurstaða að 97% sögðust myndu leita aftur til sama læknis eða á sömu læknastöð ef á þyrfti að halda sýnir ótvírætt traust sjúklinga að mati hans. ,,Niðurstöðurnar sýna líka traust á þessum valkosti í heilbrigðisþjónustunni sem einka- reknu stöðvar læknanna eru,“ segir Þórarinn. Í könnuninni var spurt hversu lengi sjúklingar þurftu að bíða fram yfir bókaðan tíma og kom í ljós að tæpur helmingur sjúklinga fór inn til læknisins án þess að þurfa að bíða. ,,Alls 82% biðu skemur en í 10 mín- útur og 97% í minna en 30 mínútur. Aðeins 18% sjúklinganna biðu því lengur en 10 mínútur eftir að þjón- usta hæfist og 3% bíðu lengur en 30 mínútur.“ 500 þúsund komur á ári Að sögn Þórarins koma svör sjúklinga um biðtíma á stofunum einnig mjög vel út og uppfylla gæða- vísa sem stöðvarnar munu setja sér um að 80% sjúklinga bíði minna en 15 mínútur eftir þjónustunni. Alls komu 2.917 sjúklingar á stöðvarnar fjórar á því tímabili sem könnunin stóð yfir og fengust því svör frá um 55% sjúklinganna sem telst góð þátttaka í svona könnun. Mjög stór hluti heilbrigðis- þjónustunnar fer fram á lækna- stofum sérfræðilækna og eru kom- urnar um 500.000 á hverju ári, sem eru fleiri komur en samtals á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og á göngudeild Landspítalans. ,,Um það bil 280 þúsund Ís- lendingar leita til okkar á ári og það er því gríðarlega stór hluti ís- lensku þjóðarinnar sem fær þjón- ustu hjá okkur á hverju ári,“ segir Þórarinn. 98% ánægð með þjónustu læknastofa Ef niðurstöður könnunarinnar á einkareknu sérfæðilæknastöðv- unum eru bornar saman við nýlega könnun sem Maskína gerði fyrir Sjúkratryggingar Íslands á ánægju fólks með þjónustu 19 heilsu- gæslustöðva, kemur í ljós að einkareknu læknastofurnar raða sér allar fyrir ofan heilsugæslu- stöðvarnar á einkunnakvarða þar sem mæld er ánægja með þjón- ustuna. Um tvær mismunandi kannanir er að ræða og niðurstöð- urnar því ekki að öllu leyti sam- bærilegar en í báðum var spurt um ánægju með þjónustuna. Eins og fram hefur komið komu tvær einkareknar heilsugæslustöðvar, Höfði með 5,58 í einkunn og Sala- hverfi með 4,4 í einkunn, best út úr þeirri könnun. Meirihluti opin- beru heilsugæslustöðvanna kom vel út en almennt séð komu einka- reknar stöðvar betur út en þær sem hið opinbera rekur. Læknastofurnar raða sér efst TVÆR KANNANIR Á SÉRFRÆÐINGASTOFUM OG HEILSUGÆSLU Ánægja með sjálfstætt starfandi sérfræðilækna Könnun á ánægjum með þjónustu á fjórum sérfræðilæknastöðvum Mjög ánægð/ur Frekar ánægð/ur Hvorki né Frekar eða mjög óánægð/ur 4,85 4,81 4,78 4,80 4,73 4,75 4,71 4,81 4,30 4,52 4,48 4,78 4,69 4,70 4,64 4,80 Læknasetrið í Mjódd Læknastöðin í Glæsibæ Röntgen Domus Orkuhúsið Ánægja með þjónustuna (á skalanum 1-5) Líklegt að komi aftur til sama læknis Líklegt að komi aftur á sömu læknastöð Ánægja með þjónustu í heimsókninni Ánægja, allar stöðvarnar 98% eru frekar eða mjög ánægðir með þjónustuna 84% 14% Morgunblaðið/Eggert Þjónusta Könnuð var ánægja sjúklinga á starfsstöðvum sérgreinalækna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.