Morgunblaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2020 Miðstöð íslenskra bókmennta auglýsir eftir umsóknum um Nýræktarstyrki Fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2020 Allar nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð á islit.is/styrkir/nyraektarstyrkur/ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fjöldi af bæjum, líklega frá landnámi fram til um 1000, hefur komið í ljós á myndum, sem teknar voru úr dróna í Holtum og Landsveit í Rangárþingi ytra, milli Þjórsár og Ytri Rangár. Á fyrirlestri á vegum Þjóðminjasafns- ins í vikunni greindi Árni Einarsson, fornvistfræðingur og forstöðumaður Náttúrurann- sóknastöðv- arinnar við Mý- vatn, frá því að hann teldi sig hafa greint 43 vík- ingaaldarskála á 35 stöðum á þessu svæði. „Þarna er um forkönnun að ræða, en ef þetta reynist allt rétt þá eru þetta talsverð tíðindi,“ segir Árni í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að það sem einkenni þessa skála sé að húsin séu einföld, flest um 20 metra löng og þau stærstu 30 metrar að lengd. Þau virðist án viðbygginga sem hafi komi síðar til sögunnar. „Húsin eru eins og hreinræktaðir víkingaaldarskálar af elstu gerð,“ segir Árni. „Við bæinn Árbakka, sem byggðist út úr Snjallsteinshöfða, eru þrír stórir fornaldarskálar. Þarna er bæjarstæði með útihúsum og görð- um í kring í raun þorp með öllu sem tilheyrir.“ Byggðin hafi á fyrstu öld- um verið mun þéttari á þessum slóð- um en síðar varð. Tíminn sefur Yfirskrift fyrrnefnds fyrirlestrar vegum Þjóðminjasafnsins var „Tím- inn sefur. Fornaldargarðarnir miklu á Íslandi“. Í kynningu kemur fram að Árni hafi stundað rannsóknir á forn- um garðhleðslum undanfarna tvo áratugi og á síðasta ári kom út bók hans um þær. Í fyrirlestrinum fjallaði Árni m.a. um byggðarmynstrið sem garðlögin afhjúpa, hvernig garðarnir tengi saman fornminjar sem langt sé á milli og hjálpi til við að uppgötva áð- ur óþekktar minjar, t.d. bæi og graf- reiti. Nýjustu rannsóknir Árna voru gerðar í Rangárvallasýslu og segir hann að á nokkrum bæjum séu merkilegir garðar, bæjatóttir og hugsanlega kuml. Hann segist hafa séð mikið af fornum görðum í Holt- um, Landsveit, Rangárvöllum og Landeyjum. Formleg fornleifa- skráning er í gangi á nokkrum þess- ara staða. Þá sé helst að finna á þurru gras- lendi, en síður í mýrlendi sem víða sé mikið raskað. Víða séu garðar nálægt bæjum, eins og til að halda búfé í heimahögum, en síður áberandi kerfi landamerkjagarða eins og sé að finna t.d. í Þingeyjarsýslum. Öll kurl ekki komin til grafar Árni segist enn ekki hafa talað við marga heimamenn, en þeir sem hann hafi rætt við hafi haft hugmynd um að eitthvað fornt væri að finna á jörð- unum, án þess að vita hvað það væri og heildarmyndin eigi vonandi eftir að koma í ljós. Sums staðar sé erfitt að greina fornar minjar nema með myndum úr lofti, sem teknar eru við góð birtuskilyrði. Árni segir að næsta verk sé að mynda betur á svæðinu og fara síðan í aldursgreiningar. Þá þurfi liðsinni fornleifafræðinga að koma til og fjár- magn til að standa straum af verkinu. „Hvorki skálarnir né garðarnir eru að fullu kannaðir og því eru öll kurl ekki komin til grafar. Niðurstöður forkönnunar sem nú liggur fyrir eru hins vegar óneitanlega mjög spenn- andi,“ segir Árni. Fjöldi skála frá víkingaöld  Þyrping fornra skála við Árbakka í Rangárþingi ytra  Víða fornir garðar við bæi í Rangárvallasýslu Ljósmynd/Árni Einarsson Rannsóknir Drónamynd sem sýnir þyrpingu húsa við Árbakka í Rangárþingi ytra, en þar er m.a. að finna þrjá stóra skála, útihús og garða í kring. Árni Einarsson Grunnkort/Loftmyndir ehf. Þjórsá Eystri Rangá Ytri Rangá RANGÁRÞING YTRA RANGÁRVELLIR Hella Árbakki ■ ■ Snjallsteins-höfði Rangárþing ytra 1 1 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Vísindin eru í forgrunni í loðnu- leiðangri Kap VE 4, skips Vinnslu- stöðvarinnar, sem hófst á miðviku- dagskvöld. Fylgst verður með hrygningu loðnunnar auk þess sem sýni verða tekin fyrir sunnan, vestan og norðan land, sem nýtast við líffræðilegar rannsóknir. Ekki eru væntingar um að leiðangurinn leiði til þess að veiðikvóti verði gefinn út, að sögn Guðmundar J. Óskarssonar, sviðsstjóra uppsjáv- arsviðs Hafrannsóknastofnunnar. Um samvinnuverkefni stofnun- arinnar og útgerða uppsjávarskipa er að ræða og er Birkir Bárðarson, fiskifræðingur, leiðangursstjóri um borð í Kap. Byrjað var út af Vík, en ekki hafa verið fréttir um loðnu síðustu daga þar fyrir austan. Í gær var Kapin komin vestur fyrir Reykjanes og er ráðgert að skipið fikri sig með ströndinni vestur á bóginn og inn á Faxaflóa og Breiðafjörð. Síðan verður farið norður fyrir land og er ráðgert að leiðangrinum ljúki í lok næstu viku. Leita upplýsinga í kjarna í kvörnum loðnunnar Síðustu ár hefur orðið vart auk- innar hrygningar fyrir norðan land, en hefðbundið hrygningar- svæði loðnunnar síðustu áratugi hefur verið fyrir sunnan land og vestan. Guðmundur segir að miðað við breytileika á milli loðnumæl- inga í febrúar sé líklegast töluvert umfangsmikil hrygning norðan lands. Hann segir að reynt verði að kortleggja hrygninguna og hvað mikið hrygni á hvaða svæðum. Reynt verður að fá samanburð á loðnu sem hrygnir fyrir norðan land og á öðrum svæðum. Í því skyni verður ýmsum efnafræðileg- um sýnum safnað, að sögn Guð- mundar. Meðal annars sé rann- sókn í gangi þar sem reynt er að lesa upplýsingar um klaksvæði loðnunnar úr kjarna í kvörnum hennar. Efnasamsetning í kjarna kvarna geti verið breytileg milli svæða og mögulega hægt að rekja hvar fiskurinn hafi klakist út sem lirfa og alist upp. Rannsókn á loðnulirfum sé einn- ig í gangi og þegar upplýsingar liggi fyrir um hversu mikil hrygn- ing sé verði vonandi hægt að setja það í samhengi við hversu mikið lifir af á hvoru svæði. Vísindin í forgrunni í loðnuleiðangri á Kap  Líkur á töluvert umfangsmikilli hrygningu fyrir norðan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.