Morgunblaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 46
46 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2020
60 ára Anna er
Reykvíkingur en býr í
Kópavogi. Hún er að
klára BA-gráðu í list-
fræði frá Háskóla Ís-
lands og hefur tekið
fjölda námskeiða í
viðskiptum, verslun
og þjónustu. Anna vinnur í safngæslu
hjá Þjóðminjasafni Íslands.
Maki: Pétur Steinn Guðmundsson, f.
1958, lögmaður hjá Deloitte.
Sonur: Róbert Orri Pétursson, f.
1992.
Foreldrar: Þorbjörg Karólína Snorra-
dóttir, f. 1940, d. 1987, verslunar-
kona, og Frederick Toher, f. 1938,
fyrrverandi sölumaður, búsettur í
Portland í Maine-ríki í Bandaríkjunum.
Anna Þorbjörg Toher
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er alls ekki auðvelt að
kveðja fortíðina þegar manni finnst mað-
ur eiga ýmislegt óuppgert. Passaðu upp
á peningana þína.
20. apríl - 20. maí
Naut Nú sér loksins fyrir endann á verk-
efni þínu og samstarfsmanna þinna.
Gefstu ekki upp því þér verður þakkað
þótt síðar verði.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú ættir að hætta að mála
skrattann á vegginn. Með hverjum deg-
inum sem líður eykst sjálfstraust þitt.
Félagslíf þitt er í blóma.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Einhverjar breytingar standa fyrir
dyrum sem gefa þér tækifæri til að sýna
hvers þú ert megnug/ur. Leyfðu þeim
sem bjóða fram hjálp sína að hjálpa þér.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Nú er rétt að einbeita sér að mál-
efnum heimilisins. Kepptu við sjálfa/n
þig, ekki aðra. Fall er fararheill.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þér kann að líða eins og þú sért
milli steins og sleggju. Sýndu hugrekki
og vertu óhefðbundin/n, kynntu þér nýj-
ungar og nýttu þér þær.
23. sept. - 22. okt.
Vog Forðastu að taka þátt í því sem er
einskis virði og því hrein tímasóun. Ein-
hver leggur fyrir þig spurningu sem veld-
ur þér áhyggjum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Varastu flókinn málatilbúnað
því einfaldleikinn er oft áhrifamestur.
Vinur í klípu leitar til þín.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Misstu ekki sjónar á tak-
markinu þótt einhverjir smámunir séu að
vefjast fyrir þér. Það er kominn í þig
ferðahugur, athugaðu hvað er í boði.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þér lætur vel að leiða aðra í
starfi. Settu þig í spor annarra og þá fer
allt vel. Þú ættir að sinna heilsunni bet-
ur.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þetta er góður tími til að end-
urskoða stefnu þína í lífinu. Einhver býð-
ur þér í óvissuferð. Þú ættir að þiggja
boðið.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þér er það kappsmál að segja
öðrum þína hlið á málunum. Margt
smátt gerir eitt stórt, vertu dugleg/ur að
leggja fyrir.
knattspyrnudeildina,“ segir Gunnar.
„Félagið var stofnað í Aðalstræti 6 ár-
ið 1899, á sama stað og Morgunblaðs-
höllin var síðan reist, en Trygginga-
miðstöðin var þar allan minn
starfstíma.“
Bræðurnir fóru í heimsmetabók
Guinness, þegar þeir léku saman í
landsliðinu á móti Bretum í Wimble-
Gunnar hóf snemma að stunda
íþróttir og lék með KR í knattspyrnu
í öllum aldursflokkum. Hann lék 200
leiki með meistaraflokki 1959-1970,
varð fjórum sinnum Íslandsmeistari
og sex sinnum bikarmeistari. „KR
hefur alla tíð verið stór partur af
lífinu og meðal annars hef ég sinnt
ýmsum stjórnarstörfum fyrir
G
unnar Felixson er fædd-
ur 14. mars 1940. Hann
ólst upp í faðmi foreldra
og tveggja bræðra,
Bjarna og Harðar, á
Bræðraborgarstígnum í Vesturbæ
Reykjavíkur. „Það var mjög gott að
búa þarna,“ rifjar hann upp. „Þegar
ég var ekki í skólanum lék ég mér í
fótbolta á Framnesvellinum með
Þórólfi Beck, Kristni Jónssyni, Erni
Steinsen og fleiri köppum og svo
æfðum við saman hjá KR.“
Gunnar gekk í Melaskólann og
Gagnfræðaskólann við Hringbraut og
lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla
Íslands 1960. Að því loknu hóf hann
hann störf hjá Tryggingamiðstöðinni
og starfaði þar allan sinn starfsferil til
2005, þar af sem forstjóri frá 1991.
„Þegar ég byrjaði voru aðeins sjö
starfsmenn, en þeir voru 110 þegar
ég hætti,“ segir hann. Einn þessara
starfsmanna var Hilda Guðmunds-
dóttir, þau féllu hvort fyrir öðru og
giftu sig 1963.
Tryggingamiðstöðin hefur alla tíð
verið öflug í tryggingum í sjávar-
útvegi og þannig mynduðust tengsl
Gunnars við menn á þeim vettvangi.
Hann sat í stjórnum ýmissa sjávar-
útvegsfyrirtækja, meðal annars
Samherja, Vinnslustöðvarinnar og
Haraldar Böðvarssonar.
don í seinni leiknum í undankeppni
Ólympíuleikanna í Tókýó 1964. Þá
vakti Gunnar mikla athygli, þegar
hann skoraði fyrsta mark Íslands í
Evrópukeppi, fyrir KR á móti Liver-
pool, þegar félögin tóku fyrst þátt í
meistaradeildinni 1964. „Allir titlarnir
eru eftirminnilegir en leikurinn á An-
field er sá eftirminnilegasti og tilfinn-
ingin að ganga inn á völlinn fyrir
framan 36 þúsund áhorfendur er
ólýsanleg. Markinu var fagnað, jafnt
hjá okkur sem áhorfendum, en það
var ekki einstaklingsframtak heldur
afrakstur liðsheildar.“
Fáir efast um gildi íþrótta en
Gunnar segist ekki hafa hugsað um
það í æsku. „Þegar ég var ungur voru
íþróttirnar leikur, en eftir því sem ég
eldist átta ég mig á því að það sem ég
lék mér við í gamla daga skiptir miklu
meira máli en ég gerði mér grein fyr-
ir á yngri árum,“ vekur hann athygli
á. „Ég hef orðið var við að flestir
muna frekar eftir afrekum mínum í
fótboltanum en sem forstjóri trygg-
ingafélags.“
Lífið hefur verið farsælt og Gunnar
þakkar það góðri fjölskyldu, góðum
starfsfélögum og góðum vinum í fót-
boltanum. „Ég hef notið velgengni og
það skiptir miklu máli í lífinu að vera í
góðu liði, hvort sem er í fjölskyldu,
vinnu eða áhugamáli.“
Gunnar Felixson, fyrrverandi forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar hf. – 80 ára
Í Danmörku Gunnar og Hilda með æskuvinum sínum Kristni og Björk
ásamt Hörpu Lydíu og Ágústi Felix í brúðkaupi sonarsonar 2017.
Skoraði á móti Liverpool á Anfield
Á Spáni Gunnar og Hilda með Guðmundi Erni, Dóru og Hörpu Lydíu á
ferðalagi síðastliðið sumar og eru þarna stödd í bænum Calpe.
Bræðurnir Gunnar, Bjarni og Hörður í landsliði Íslands árið 1963.
50 ára Marta er Ísfirð-
ingur en býr á Seltjarn-
arnesi. Hún er með
píanókennarapróf frá
Tónlistarskólanum í
Reykjavík, BEd.-gráðu
frá Kennaraháskól-
anum og MEd. frá HÍ.
Marta er bókaútgefandi hjá Bókabeitunni.
Maki: Ólafur Sigurðsson, f. 1970, fram-
kvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs.
Börn: Magna Rún, f. 1991, og Katla f.,
1996, Rúnarsdætur og Rökkvi Sigurður
Ólafsson, f. 2002. Barnabarn er Embla Sól
Jóhannsdóttir, f. 2019.
Foreldrar: Magni Örvar Guðmundsson, f.
1944, netagerðarmeistari, og Svanhildur
Þórðardóttir, f. 1946, fv. verslunareigandi.
Þau eru búsett á Ísafirði.
Marta Hlín Magnadóttir
Til hamingju með daginn
Seltjarnarnes
Embla Sól er fædd
26. júní 2019 og
foreldrar hennar
eru Magna Rún
Rúnarsdóttir og
Jóhann Ágúst
Friðriksson.
Nýr borgari
ÞJÓNUSTA FYRIR
ÁSKRIFENDUR
HLJÓÐMOGGI FYRIR
FÓLK Á FERÐ