Morgunblaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2020
✝ Bjarni JónMatthíasson
fæddist 1. apríl 1953
á Breiðabólsstað á
Síðu, Skaftárhreppi.
Hann lést á
blóðlækningadeild
LSH við Hringbraut
26. feb. 2020 eftir
erfið veikindi. For-
eldrar hans voru
bændurnir á Breiða-
bólsstað, þau Matt-
hías Ólafsson, f. 12.3. 1915, d. 8.3.
2012, og Elín Magnea Ein-
arsdóttir, f. 14.12. 1923, d. 18.10.
1980. Systur Bjarna Jóns: Erna
Þrúður, f. 25.12. 1945, d. 3.8.
2013. Sigríður Ólöf, f. 5.12. 1947,
Sigurjóna, f. 13.12. 1955, og
Ragna, f. 24.9. 1962, d. 4.5. 2019.
Fyrri eiginkona Bjarna Jóns var
Guðbjörg Guðmundsdóttir, f.
18.8. 1950. Þau skildu. Foreldrar
hennar: Guðmundur Sigfússon,
látinn, og Ester Guðlaugsdóttir,
f. 1931 í Vík í Mýrdal. Dóttir
Bjarna Jóns og Guðbjargar er
Ester Elín, f. 28.4. 1972. Börn
hennar eru Elva Ösp Helgadóttir,
f. 29.6. 1999, og Sólon Tumi
Steinarsson, f. 7.3. 2010. Ester El-
ín er í sambúð með Björgvini
um á Breiðabólsstað. Hann gekk í
barnaskólann í Múlakoti og ungl-
ingaskóla á Kirkjubæjarklaustri,
en tók landspróf frá Héraðsskól-
anum á Skógum 1969. Bjarni Jón
var á vertíð í Vestmannaeyjum
tvo vetur og síðan í Iðnskólanum
í Reykjavík þaðan sem hann lauk
sveinsprófi í og síðan meistara-
prófi í húsasmíði í umsjón Einars
Bárðarsonar húsasmíðameistara
frá Selfossi. Bjarni fór aftur í
nám 1988, í Tækniskóla Íslands,
og lagði stund á byggingariðn-
fræði.
Bjarni Jón var einn af stofn-
endum Hags ehf. trésmiðju á
Kirkjubæjarklaustri, en hún
starfaði frá 1976 til 2003. Hann
var virkur í sveitarstjórnar-
málum í Skaftárhreppi frá 1990-
1998, var oddviti í nær tvö kjör-
tímabil og jafnframt sveitarstjóri.
Bjarni gegndi mörgum trún-
aðarstörfum fyrir hönd sveitarfé-
lagsins út á við, sat í sýslunefnd
Vestur-Skaftafellssýslu, fyrstu
skipulagsnefnd Miðhálendis Ís-
lands svo fátt eitt sé talið. Frá
ársbyrjun 2003 var Bjarni í
framkvæmdastjórn Þjónustu-
miðstöðvar Rangárþings ytra og
Ásahrepps og vatnsveitu sama
svæðis og gegndi því starfi til árs-
ins 2019 þegar hann lét af stöfum
sökum heilsubrests.
Útför Bjarna verður gerð frá
Skálholtskirkju í dag, 14. mars
2020, og hefst hún kl. 12 á há-
degi.
Rúnarssyni, f. 17.6.
1971, hann á börnin
Hugrúnu, f. 23.12.
1991, Bryndísi, f.
28.7. 1999, og Rúnar,
f. 12.6. 2003, og eitt
barnabarn.
Eftirlifandi eig-
inkona Bjarna Jóns
er Elín Erlingsdóttir,
f. 25.5. 1959. For-
eldrar hennar voru
bændurnir á Sand-
læk þau Erlingur Loftsson, f. 22.6.
1934, d. 26.10. 2019, og Guðrún
Helgadóttir, f. 17.8. 1934, d. 13.1.
2017 Dóttir Bjarna Jóns og Elínar
er Guðrún Heiða, f. 8.3. 1996, í
sambúð með Andra Jónassyni, f.
14.9. 1994. Sonur Elínar er Helgi
Haukur Hauksson, f. 2.12. 1984.
Hann er giftur Helgu Margréti
Friðriksdóttur, f. 15.6. 1988. Dótt-
ir þeirra er Hekla Vigdís, f. 10.2.
2016. Önnur börn Helga Hauks,
með Guðfinnu Hörpu Árnadóttur,
eru Guðrún Katrín, f. 2.1. 2009, og
Árni Elís, f. 21.11. 2011. Dóttir
Helgu Margrétar er Freyja Mor-
bjerg Jacobsdóttir, f. 26.1. 2010.
Bjarni Jón ólst upp á mann-
mörgu heimili hjá foreldrum,
systrum og þremur gömlum kon-
Elsku pabbi. Það er svo óraun-
verulegt að setja niður í ritað mál
þær dýrmætu minningar sem á
um þig. Fyrir einungis nokkrum
dögum vorum við að ræða fram-
tíðina, sem er svo lýsandi fyrir
hugrakka baráttujaxlinn þig. Ég
er þakklát fyrir að hafa átt þig
sem pabba. Þú kenndir mér svo
margt og lagðir mér góðar lífs-
reglur sem ég þakka fyrir í dag.
Þegar ég var lítil var ég mjög vilj-
ug við að aðstoða þig við hin ýmsu
verkefni en viðkvæðið var gjarn-
an: „Ester mín, það þarf smálagni
við þetta.“ Alltaf leyfðir þú mér að
skottast með þér enda lagðirðu
mikið upp úr því við þitt fólk að
það væri duglegt til vinnu, þó svo
þú hafir aldrei viljað ráða mig í
vinnu en það er önnur saga.
Á hestatímabilinu mínu hvattir
þú mig og aðstoðaðir við að láta
drauma mína rætast. Hvernig þú
umgekkst dýr og hændir þau að
þér var aðdáunarvert. Þegar kom
að því að ég færi í framhaldsnám
tölduð þið mamma öruggara að
fylgja trippinu ykkar í höfuðborg-
ina, þú skelltir þér í byggingar-
tæknifræðina á sama tíma. Frek-
ar óhentugt fyrir mig þar sem það
var ofar þínum skilningi hversu
fljótt ég gat afgreitt mitt heima-
nám meðan þú sast fram á nótt að
læra. Ég var fljót til svara: „Pabbi,
allt fyrir ofan fimm er aukavinna!“
Í síðari tíð hef ég tekið metnað
þinn til fyrirmyndar. Nægjusemin
sem þú bjóst yfir er aðdáunarverð,
enda bera geymslurnar þínar þess
merki. Við gátum stundum rök-
rætt um það sem þú sagðir fjár-
sjóð eða gersemi en mér fannst
„ónýtt drasl“.
Mig langar að þakka þér fyrir
allar gæðastundirnar sem börnin
mín fengu að njóta með þér og
Ellu þinni í sveitinni ykkar sem
var þér svo kær, og fyrir þá dýr-
mætu ferð sem við stórfjölskyldan
fórum til Danmerkur um síðustu
páska.
Elsku pabbi, ég er rík af minn-
ingum sem ylja. Góða ferð í sum-
arlandið fagra, ég veit þú situr
ekki auðum höndum. Ég elska þig.
Þín
Ester Elín.
Elsku afi Bjarni okkar,
Nú til sumarlandsins fagra ert
kominn og eftir sitjum við með
minningar sem fylla hug okkar og
hjarta um góðan mann sem
kenndi okkur barnabörnunum
mikið í gegnum samvistar árin.
Við systkinin getum verið sam-
mála um það að aldrei var logn-
molla í kringum þig, alltaf eitthvað
fyrir stafni. Samverustundirnar
einkenndust margar af allskyns
brasi við hin ýmsu útistörf.
Vinnusemin var mikil og feng-
um við oftar en ekki að taka til
hendinni eftir að réttu handtökin
höfðu verið kennd, sem gladdi
okkar hjarta enda ekkert
skemmtilegt að standa bara og
horfa á fyrir litla fingur sem ólmir
vildu fá að taka þátt og prófa. Við
útivinnu þótti okkur verkin sem
viðkomu traktornum hvað mest
spennandi, og vöktu þau ófáu
skipti sem að afi Bjarni bauð okk-
ur í traktorsferðir alltaf jafn mikla
lukku.
Með söknuð í hjarta kveðjum
við þig elsku afi. Væntumþykja og
þakklæti fyrir stundirnar sem við
áttum með þér munu ylja okkur
um hjartarætur um ókomna tíð.
Þín barnabörn
Elva Ösp og Sólon Tumi.
„Ber er hver að baki nema sér
bróður eigi.“
Þannig líður okkur eftirlifandi
systrum Bjarna Jóns sem nú hefur
kvatt þennan heim eftir hetjulega
baráttu við illvígan sjúkdóm sem
engu eirir.
Minningin um glaðværan, glett-
inn og athafnasaman hugsjóna-
mann er lét til sín taka hvar sem
hann fór mun lifa með okkur alla
tíð.
Bjarni var eini prinsinn í fimm
systkina hópi, þriðja systkinið sem
fellur frá langt fyrir aldur fram að
okkar mati.
Hann ólst upp á mannmörgu
heimili þar sem allir þurftu að
leggja hönd á plóg og varð
snemma liðtækur við hin ýmsu
störf.
Sumartími æskuáranna litaðist
af gleði og græskulausu gríni þeg-
ar frændsystkin og börn vinafólks
foreldra okkar flykktust í sveitina
til sumardvalar.
Oft og iðulega taldi strákahóp-
urinn 6-8 sem allir voru á svipuð-
um aldri, var því gjarnan líf og fjör
í tuskunum og margt brallað.
Þarna mynduðust sterk tengsl
og vináttubönd sem héldust til
hinstu stundar.
Þegar Bjarni hafði aldur til að
keyra traktor var það hans verk-
efni að snúa heyinu og raka saman
á sumrin. Hann varð af þeim sök-
um útitekinn og sólbrúnn svo okk-
ur systrum þótti nóg um og töldum
hann ekki þvo sér sem skyldi.
Einhvern tímann þegar foreldr-
ar okkar voru ekki heima tókum
við systur okkur til og skrúbb-
uðum hann með naglabursta í bak
og fyrir en brúnkan lét ekki undan.
Minnti hann okkur gjarnan á
þessa kærleiksríku meðferð á síð-
ari árum.
Bróðir okkar var afbragðs
námsmaður og hagleikssmiður
með meiru og bera verk hans
honum víða gott vitni. Hann
gegndi einnig hinum ýmsu
ábyrgðar- og stjórnunarstörfum
á lífsleiðinni.
Sökum þess hversu mikill hug-
ur var í honum lenti hann oftar en
ekki í allskonar skakkaföllum í
framkvæmdagleði sinni. Fékk því
ósjaldan bæði skurði og skrámur
sem hann hafði ekki hugmynd um
hvernig hefðu til orðið.
Hann var mikill húmoristi og
afbragðs eftirherma, gerði gjarn-
an góðlátlegt grín bæði að sjálf-
um sér og öðrum er oft vakti
mikla kátínu.
Söngur og tónlist skipuðu stór-
an sess í lífi Bjarna sem var lið-
tækur á gítarinn í góðra vina hópi
og þá jafnan hrókur alls fagnaðar.
Hann var líka meðlimur í hljóm-
sveitinni Tópas sem átti miklum
vinsældum að fagna meðan hún
var og hét.
Bjarni var heiðarlegur og
hreinskiptinn og lá ekki á skoð-
unum sínum. Honum var umhug-
að um velferð og afkomu ættingja
og vina og ávallt tilbúinn að
greiða götu allra sem þurftu.
Hann var mikil barnagæla svo
bæði afabörnin sem og önnur
börn hændust mjög að honum og
veittu honum ómælda gleði.
Að leiðarlokum viljum við
þakka ástkærum bróður fyrir
samfylgdina, alla hjálp og stuðn-
ing gegnum lífið. Við trúum því að
vel verði tekið á móti honum af
ástvinum fyrir handan og biðjum
fyrir góðar kveðjur þar til við
hittumst á ný.
Esku Elín, Ester Elín, Guðrún
Heiða, Helgi Haukur og fjöl-
skyldur.
Missir ykkar er mikill. Innileg-
ar samúðarkveðjur.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Sigríður Ólöf og Sigurjóna.
Þegar íslenska veðráttan sýndi
okkur hvað mestan hverfulleika
kvaddi Bjarni Jón þennan heim.
Og síðustu misseri ævi hans voru
svolítið þannig, það skiptust á
skin og skúrir í baráttunni við erf-
iðan sjúkdóm.
Leiðir okkar Bjarna Jóns lágu
saman fyrir hartnær hálfri öld en
þá vorum við í hópi ungs fólks sem
flutti að Kirkjubæjarklaustri og
settist þar að. Þar byggðum við
okkur bú og ólum upp börnin okk-
ar og tókum þátt í að byggja upp
litla þorpið á margvíslegan hátt.
Þetta voru góðir tímar, oft auðvit-
að langir vinnudagar hjá fólki sem
var að „koma sér upp þaki yfir
höfuðið“ en líka einatt margt gert
sér til skemmtunar, og þá greip
Bjarni Jón gjarnan gítarinn.
Hann var oft hrókur alls fagnaðar
bæði í leik og starfi. Það var frá-
bært að taka þátt í þessu sam-
heldna samfélagi.
Seinna lágu leiðir okkar saman
á sviði sveitarstjórnarmála. Þar
var unnið að margvíslegum mál-
um og raunar miklu áorkað og þá
var frábært að vinna með Bjarna
Jóni, jákvæðum, úrræðagóðum og
lausnamiðuðum.
Um aldamótin varð svo „vík
milli vina“ þegar við bæði fluttum
frá Klaustri, hurfum til annarra
starfa og í sitt hvorn landshlutann.
En ævinlega þegar við hittumst
eða ræddumst við í síma var eins
og við hefðum „hist í gær“. Þannig
er sönn vinátta.
Minningin lifir um góðan mann
og við Vigfús sendum ættingjum
og vinum innilegar samúðarkveðj-
ur.
Hanna Hjartardóttir.
Kynni okkar hófust fyrir ára-
tugum. Eiginkonur okkar frænk-
ur og nánar vinkonur frá barn-
æsku, héldu sambandi og
fjölskyldur okkar tengdust traust-
um vináttuböndum. Ferðir okkar
á Kirkjubæjarklaustur til Guggu
og Bjarna voru fastur og mikil-
vægur punktur í lífi okkar.
Bjarni var einstakur hæfileika-
maður, gleðimaður kunni á gítar,
spilaði og söng. Minni hans var
með ólíkindum og kunni óteljandi
skemmtilegar sögur af sveitung-
um sínum lék þá með töktum og
var frábær eftirherma. Hann var
vel máli farinn og kunni öðrum
betur að tjá sig á kjarnyrtu ís-
lensku máli. Heimili þeirra var
okkur ætíð opið og þar leið okkur
vel. Fórum inn á hálendi og kynnt-
umst afréttum Síðu – Tungu-
manna. Fastur liður var sjóbirt-
ingsveiði í „Hólmunum“ í Skaftá.
Ævintýraferðir og engu líkar, á
löngum kafla var ekið á glætum
eftir stikum á veiðistað, aðeins
sandur og vatn og enginn bakki til
að setjast niður. Veiðistaðirnir
hétu ekki hyljir eins og almennt
er, heldur forir, menn fundu fínar
forir þar sem vel veiddist. Á leið-
inni í veiðihúsið var stoppað ca.
tvisvar, gítarinn tekinn fram og
sungið með einn bjór. Ef einhver
vaknaði óþarflega snemma að
morgni til veiða að mati Bjarna,
sagði hann, það veiðir enginn ann-
ars manns fisk, og asinn fór af
mönnum. Bjarni var göldróttur
með spúninn að vopni, veiddi öðr-
um meira og eins og hann sæi í
gegnum gruggugt jökulvatn.
Kastaði stundum þar sem engum
datt í hug að reyna og dró fisk í
land. Hann sýndi mér þolinmæði í
stangveiðinni. Ég kunni ekkert en
ákvað að vera fluguveiðimaður. Í
sjö sumur veiddi ég ekkert en allt-
af bauð Bjarni mér með. Svo kom
það, flugan veiddi og skákaði
járnadraslinu.
Eitt sinn lentum við í sand-
bleytu, ég sökk uppfyrir mitti og
festist eins og í steinsteypu. Hann
og Biggi drógu mig upp lafhrædd-
an, og vöðlurnar á eftir. Því kom
ekki til að skrifa þyrfti minning-
argrein um mig. Annar fastur lið-
ur var þorrablótin á Klaustri,
ósvikin skemmtun með heima-
mönnum.
Svo er það gæsaveiðin. Ég bað
hann að kenna mér að veiða gæs
og var auðsótt. Ég keypti hagla-
byssu og hann leiddi mig í þennan
ævintýraheim. Innan fárra ára
þekkti ég flesta gæsaskurði frá
Efri-Vík austur að Kálfafelli. Eng-
in stórveiði en því meiri gleði. Eitt
sinn sótti að okkur syfja og við
sofnuðum á skurðbakkanum en
vöknuðum við gargandi gæsir
fljúgandi yfir okkur en felldum
nokkra fugla sem snéru við til að
sjá okkur betur.
Bjarni flutti frá Klaustri og
kaflaskipti urðu. Haglabyssan
hans fór upp í skáp. Sjóbirtings-
veiði hélt áfram og hann reddaði
veiðistöðum fyrir gæs, svo sem á
Sandlæk þar sem hann bjó. Síð-
ustu átta árin átti hann undir högg
að sækja vegna krabbameins sem
lagði hann í lokin. Aldrei kvartaði
hann, horfði aðeins fram á veginn.
Fyrir einum mánuði hringdi hann,
kominn á bráðamóttökuna. Þá
þegar voru nýrun óstarfhæf.
Sagðist vera með smá málstol,
gleymdi stundum öllu og gæti ekki
gengið, en að öðru leyti hress.
Skilaboðin voru að það óhjá-
kvæmilega væri á næsta leiti. Við
sendum aðstandendum samúðar-
kveðjur.
Valgeir og Unnur.
Ég hef fylgst með Elínu og
Bjarna í þeirri baráttu sem Bjarni
háði síðastliðin ár og margoft
fyllst aðdáun yfir æðruleysinu
sem maður skynjaði í návist
þeirra. Vinskapurinn við þau gerði
mig að betri manneskju.
Ég kynntist þeim fyrst er ég
bjó á Hvolsvelli og vann á Hellu.
Eftir að ég flutti til borgarinnar
hélst vinskapurinn milli okkar og
gjarnan var drukkið kaffi hjá mér
á leið í bæinn eða öfugt. Oft var
slegið á létta strengi og hlegið er
talað var með skaftfellsku ívafi.
Sérstaklega var þó hlegið þegar
Perla lék listir sínar og kepptist
við að sýna sem mest þegar und-
irtektirnar voru jafn góðar og
þegar Bjarni fylgdist með. En
Bjarni fylgdist líka vel með því
sem ég var að gera í mínu frum-
kvöðlastarfi og þreyttist ekki á að
spyrja hvernig gengi í baráttunni.
Sannarlega óskaði hann þess að
gengi vel, og er það ómetanlegt.
Síðastliðið sumar buðu þau
hjónin Elín og Bjarni syni mínum
Sigurði Nökkva að koma til sín að
Sandlæk og aðstoða við smíða-
vinnu og fleira sem á þurfti að
halda. Bjarni reyndist Sigga
Nökkva einstaklega vel á erfiðum
tíma hjá honum. Hann var þolin-
móður og uppbyggjandi leiðbein-
andi og félagi. Er okkur mæðg-
inunum þakklæti í huga og hjarta
fyrir þennan tíma.
Ég trúi því að það verði gott að
hafa einn til tvo góða smiði að
fylgjast með hinum megin frá þeg-
ar uppbyggingin hefst mín megin.
Það veitir nú ekki af!
Elsku hjartans Elín og öll fjöl-
skyldan. Ég votta ykkur innilega
samúð vegna fráfalls Bjarna.
Megi góðar minningar styrkja
ykkur og veita frið. Blessuð sé
minning Bjarna.
Hjördís Sigurðardóttir.
Kær vinur er kvaddur allt of
fljótt. Við kynntumst um 12 ára
aldur í sundkennslu í Skógaskóla.
Þar var Bjarni hinn mesti sund-
garpur og hjálpaði okkur sem ekki
vorum eins fljótir að ná tökum á
sundinu. Síðan þá var hann einn af
mínum bestu vinum og ekki man
ég eftir að okkur hafi orðið sund-
urorða nema í eitt skipti. Góður
vinur okkar beggja, lögfræðingur,
varð vitni að þessum ágreiningi og
kallaði okkur Funa og Loga.
Bjarni var góðum gáfum gæddur
en það steig honum ekki til höfuðs.
Kennari hans í unglingaskóla
sagði mér að hann hefði aldrei haft
eins skarpan nemanda, lítið þurft
að hafa fyrir náminu. Í unglinga-
skóla á Klaustri fórum við að spila
á hljóðfæri með dyggri leiðsögn
frá okkur eldra fólki.
Í framhaldsskólanum í Skóga-
skóla varð til skólahljómsveit und-
ir stjórn Bjarna og sumarið 1969
var hljómsveitin Tópaz stofnuð
ásamt Einari Andréssyni og
Pálma Sveinssyni. Bjarni var
hljómsveitarstjórinn og söng
fyrsta lagið sem hljómsveitin spil-
aði „Hann sigldi út um höfin blá í
sautján ár“, við mikla hrifningu
ballgesta. Hljómsveitarmeðlimir
lögðu mikið á sig til að vera með á
nótunum með nýjustu lögin. Á
sunnudagskvöldum var sest upp í
VW, Bjarni með gítarinn og ekið
upp á einn af hólunum í Land-
brotinu, en aðeins var mið- og
langbylgja í útvarpssendingum.
Útvarpið stillt hátt til að pikka
upp nýjustu lögin og textana af
Radio Carolin. Svo drifu menn sig
í félagsheimilið og æfðu fram eftir
nóttu. Það var eins og hann Bjarni
væri með límheila, lærði allt strax
og gleymdi engu. Nýjustu lögin
voru svo spiluð á næsta balli og
Tópaz oft á undan RUV með þau.
Þetta var mikið fjör – böll allar
helgar, föstu- og laugardaga og
sum sunnudagskvöld, frá maí til
október og svo um jól og áramót.
Yndislegur tími.
Bjarni spilaði í hljómsveitum og
söng í kórum af og til í áratug og
var alltaf mikill músíkmaður. Ein-
hver prakkarastrik gerðum við fé-
lagarnir. Þóttumst vera á æfingu,
en stálumst á ball (undir lögaldri)
að Herjólfsstöðum (30 km) og ekki
veit ég hvort foreldrar okkar vissu
það nokkurn tíma.
Þegar Bjarni var í Iðnskólanum
átti að vísa honum úr skóla vegna
lélegrar mætingar, en hann dúx-
aði það árið. Í nokkur ár var
lengra á milli okkar, en sambandið
alltaf gott. Þegar við hjónin flutt-
um á Klaustur þurfti að byggja
sér íbúðarhús og auðvitað var sest
niður með okkar kæra vini og
hans góðu konu og fundin teikning
sem hægt var að aðlaga hvorri lóð.
Áttum við yndisleg ár fjölskyld-
urnar tvær og brölluðum margt
saman.
Tímar og aðstæður breytast,
aftur mættumst við í nýjum heim-
kynnum og höfum átt margar góð-
ar stundir síðastliðin ár, veiðiferð-
ir, afmælisferðir, leikhúsferðir,
matarboð o.fl. o.fl. Eigum við eftir
að sakna góðs vinar. Fjölskyldu
Bjarna og systrum sendum við
innilegar samúðarkveðjur.
Við kveðjum þig kæri vinur
kvöldið leið of fljótt.
Enginn veit hvað á oss dynur
dvölin endar skjótt.
Takk fyrir góð og frábær ár
þú farinn ert með fegurðinni.
Minning og gleði mynda tár
með bestu kveðju, Sveinbjörg og Gunni.
(GÞJ)
Sveinbjörg Pálsdóttir,
Gunnar Þór Jónsson.
Bjarni Jón
Matthíasson
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017