Morgunblaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 10
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2020 PON er umboðsaðili PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður Sími 580 0110 | pon.is Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna! GÆÐI OG ÞJÓNUSTA Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Gera má ráð fyrir að fleiri útfarir fari fram í kyrrþey en áður eða að aðeins nánustu aðstandendur verði við- staddir. Ef útför fer fram í kirkju verður að telja inn og loka kirkjunni þegar 100 eru mættir. Þá þarf að dreifa útfarargestum um kirkjuna. Aðstandendur fólks sem látist hef- ur að undanförnu hafa verið að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að standa að útför í ljósi samkomubanns heilbrigðisyfirvalda vegna kórónu- veirunnar. Starfsfólk kirkjugarða og útfarar- þjónusta hefur fengið spurningar um þetta. Þórsteinn Ragnarsson, for- stjóri Kirkju- garða Reykjavík- urprófastsdæma, telur að erfitt verði að skipu- leggja útfarir í kapellu og bæna- húsi í Fossvogi. Miðað við reglur stjórnvalda sé að- eins hægt að koma fyrir presti og innan við fjörutíu aðstandendum í kapellunni og tíu í bænhúsinu. Verði útfarir haldnar í Fossvogs- kirkju, sem rúmar um 350 manns, verði að takmarka fjöldann við 100. Telja verði inn og loka kirkjunni þeg- ar hámarksfjölda er náð. Jafnframt verði að dreifa útfarargestum um kirkjuna. Telur hann það mögulegt og það sama eigi við um kirkjur af þessari stærð og stærri. Óvissa um erfidrykkjur Hvetur hann aðstandendur til að skipuleggja þetta í upphafi undirbún- ings og auglýsa sérstaklega ef útförin verður í kyrrþey eða að aðeins nán- ustu aðstandendur verði við hana. Þórsteinn segir ekki komið í ljós hvaða breytingar verði á erfidrykkj- um en reiknar með að sami rammi verði um þær og útfarir, ef þær á ann- að borð verði haldnar. Annaðhvort verði þær bundnar við þröngan hóp eða fjöldinn bundinn við 100 manns og dreift vel um stóra sali. Talið inn á jarðarfarir  Búast má við því að fleiri útfarir verði í kyrrþey á næstunni  Aðstandendur hvattir til að kynna fyrirkomulagið snemma Þórsteinn Ragnarsson Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ferðabann frá Bandaríkjunum til Evrópu tók gildi í nótt. Það gildir til að byrja með í 30 daga en Bretland er undanskilið. Við það bætist að ferðalög til Kína hafa fallið niður vegna kórónuveir- unnar og Ítalía er lokað land. Tékk- land bættist svo á listann í gær og hafa fleiri Evrópuríki fylgt í kjölfar- ið. Þessar tak- markanir á ferða- lögum munu að óbreyttu hafa mikil áhrif á tekjur íslenskrar ferðaþjónustu. Á grafinu hér fyrir ofan má sjá skiptingu korta- veltunnar, að frá- dregnu flugi, eftir þjóðerni tímabilið frá mars til júní í fyrra. Tímabilið er valið með hliðsjón af því að Samhæfingarstöð almanna- varna áætlar að faraldurinn gangi yfir á 2-3 mánuðum, sé gripið til að- gerða til að hefta útbreiðsluna. Þá skal tekið fram að nýjustu tölur ná aðeins til 29. febrúar og því er óvíst um áhrif veirunnar fyrri hluta mars. Eins og sjá má skera bandarískir ferðamenn sig úr í neyslunni. Veltan af viðskiptum þeirra í mars til júní í fyrra var ríflega þriðjungur heild- arveltu erlendra ferðamanna. Næstir koma Bretar með um 14% veltunnar. Þjóðverjar eru í þriðja sæti með 7% veltunnar og svo koma Frakkar og Kanadamenn með um 4% kortaveltunnar hvorir um sig. Gögnin eru tekin saman af Rann- sóknasetri verslunarinnar (RSV) og ná til bæði debet- og kreditkorta. Samdráttur upp á 7-8 milljarða Árni Sverrir Hafsteinsson, fram- kvæmdastjóri RSV, áætlar að vegna ferðabannsins muni kortavelta bandarískra ferðamanna dragast saman um 7-8 milljarða í vor. Upp- hæðin geti eftir atvikum hækkað ef ferðabannið lengist umfram þá 30 daga sem hafa verið boðaðir. Hvað snertir kortaveltu Ítala og Spánverja bendir Árni Sverrir á að flestir ferðamenn þaðan komi í ágúst. Því geti munað mikið um það ef faraldurinn verði yfirstaðinn áður en háönnin hefst. Það sama gildi um veltuna hjá mörgum Evrópuþjóðum. Á móti kemur að óljóst er hvernig sumarfrí verða útfærð í Evrópu. Árni Sverrir segir erfitt að meta hversu mikill samdrátturinn geti orðið. Hann telur þó ljóst að talan verði tveggja stafa. Á þessu stigi sé óábyrgt að spá um sumarið. Var byrjað að fækka Þá bendir Árni Sverrir á að ferða- mönnum frá Bandaríkjunum hefði fækkað um minnst 25% milli ára vegna gjaldþrots WOW air 28. mars í fyrra. Hins vegar hafi mátt gera ráð fyrir fleiri ferðamönnum frá Kína. Vegna ferðabanns í Kína brugð- ust hins vegar væntingar um versl- un til Kínverja í kringum kínverska nýárið 25. janúar sl. og upp frá því. Samkvæmt tölum RSV var velta kínverskra greiðslukorta um 1,6 milljarðar frá mars til júní í fyrra. Viðskiptin eru í raun meiri því aðrar greiðslulausnir eru ekki meðtaldar. Þá bendir Árni Sverrir á að hátt hlutfall ferða sé borgað fyrirfram. Því sé ekki ólíklegt að margir muni fara í Íslandsferðirnar hafi ferða- banni verið aflétt. Mánaðarleg kortavelta erlendra ferðamanna eftir þjóðerni Mars til júní 2019, milljónir kr. án flugsamgangna Samtals kortavelta í mars til júní 2019 Mars Apríl Maí Júní Milljónir kr. Af heild Bandaríkin 25.847 34,7% Bretland 10.176 13,7% Þýskaland 5.123 6,9% Frakkland 3.184 4,3% Kanada 2.850 3,8% Noregur 1.987 2,7% Danmörk 1.873 2,5% Spánn 1.709 2,3% Kína 1.634 2,2% Holland 1.591 2,1% Sviss 1.439 1,9% Svíþjóð 1.449 1,9% Ítalía 1.318 1,8% Finnland 766 1,0% Rússland 753 1,0% Pólland 617 0,8% Japan 333 0,4% Önnur lönd 11.818 15,9%Bandaríkin Bretland Þýskaland Frakkland Kanada 3. 21 4 2. 0 62 2. 13 9 2. 76 1 3. 21 4 2. 0 62 2. 13 9 2 .7 61 1. 0 0 9 84 2 1. 18 2 2. 0 90 71 6 58 9 80 4 1. 07 6 62 6 51 7 71 9 98 8 Samtals kortavelta: 74,5 milljarðar kr. í mars til júní 2019 Mikill samdráttur í kortunum í kortaveltu  Velta bandarískra korta gæti minnkað um 8 milljarða Árni Sverrir Hafsteinsson Morgunblaðið/Þórður Varnarbarátta Verslunarmenn búa sig undir samdrátt í veltu í vor. Allt messuhald og vorfermingar falla niður í þjóðkirkjunni. Ákvörðunin er tekin með almannaheill í húfi og gild- ir á meðan samkomubann er í gildi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem biskupinn, sr. Agnes M. Sigurðar- dóttir, sendi frá sér í gær. Þá hefur Siðmennt aflýst öllum sínum borg- aralegu fermingum. Ekki er ljóst á þessari stundu hve- nær farið verður af stað aftur með hefðbundið starf í kirkjunni. Ákvörð- un biskups Íslands verður endur- skoðuð í samhengi við frekari ákvarðanir stjórnvalda. Sem stendur er gert ráð fyrir sumarfermingum og haustfermingum. Allar nánari út- færslur verða gerðar í samráði presta og söfnuði. „Við hvetjum því alla til að hafa samband við sinn prest eða kirkju varðandi framhald- ið,“ segir biskup. Streymt verður frá messuhaldi á netinu þann tíma sem almennt messuhald fellur niður. „Prestar landsins halda áfram að gegna mik- ilvægri sálgæsluþjónustu með öllum þeim varúðarsjónarmiðum sem land- læknir hefur gefið út,“ segir biskup. „Framundan er mikil áskorun fyr- ir íslenskt samfélag að takast á við þennan vágest sem COVID-19 er. Þar mun fullur sigur vinnast með samtakamætti, samheldni og ábyrgð – trú, von og kærleika,“ segir biskup Íslands í ávarpi sínu. Því má bæta við að Hvítasunnu- kirkjan Fíladelfía mun frá 15. mars varpa sínum samkomum á netið gegnum filadelfia.is. sisi@mbl.is Vorfermingarn- ar falla niður  Ekkert messuhald meðan samkomu- bann gildir  Streymt verður á netinu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Forsætisnefnd kirkjuþings hefur ákveðið í ljósi aðstæðna í þjóðfélag- inu að fresta framhaldsfundi kirkjuþings 2019, sem halda átti 20. mars nk., til föstudagins 12. júní kl. 14.00. Búist er við því að þinginu ljúki á sunnudagskvöldi 14. júní, en það gæti þó dregist um einn sólarhring, segir í frétt á heimasíðu kirkj- unnar. Nefndir munu starfa fram að þinginu til að fjalla um þrjú til- tekin mál. Kirkjuþing hefur æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar innan lögmæltra marka. Þingið kemur ár- lega saman til fundar á haustdög- um. Heimilt er að gera allt að sex mánaða hlé á þingfundum milli um- ræðna eða áður en síðari umræðu um þingmál lýkur. Á þinginu sitja 29 fulltrúar, 12 vígðir og 17 leik- menn. Forseti kirkjuþings er kjör- inn úr röðum leikmanna. Núver- andi forseti er Drífa Hjartardóttir. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kirkjuþing Alls hafa 29 fulltrúar rétt til setu á þinginu, þar af 17 leikmenn. Kirkjuþingi frestað fram í miðjan júní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.