Morgunblaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2020 Klippt og beygt fyrirminni og stærri verk ÍSHELLU 1 | HAFNARFIRÐI | S. 534 1500 | KAMBSTAL.IS Það tísta fleiri en Trump og sum-ir þeirra fara létt með að slá hann út. Einn slíkur tístari er í borgarstjórn og um það ritar Vilj- inn.is: „„Kalt hagkerfi – köld plán- eta,“ tísti Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, þar sem hún virðist telja heilmikil tækifæri felast í efnahagshruninu sem er að verða í heiminum og hér á landi af völdum kór- ónuveirunnar.    Hún segir kóln-un hagkerf- isins áhyggjuefni, „en gleymum því samt ekki að minni framleiðsla, minni eyðsla, færri flugferðir og minni mengun er samt nákvæmlega það sem við stefnum að,“ bætir borgarfulltrú- inn við.    Hún bætir því við að markmiðiðmegi ekki verða að komast á sama stað aftur, sem hljóta að vera tíðindi fyrir alla þá sem eru nú að missa vinnuna af völdum veirunnar og þau fyrirtæki sem horfa nú jafn- vel fram á rekstrarstöðvun eða al- varlegan skell af þessum völdum.“    Kristín Soffía segir einnig að við„þurfum að vinna með þessa kólnun – ekki gegn henni.“    Það er með miklum ólíkindum aðborgarfulltrúi stjórn- málaflokks sem vill láta taka sig al- varlega skuli tala með þessum hætti. Eru þetta skilaboð sem for- ysta Samfylkingarinnar í borg- arstjórn og á landsvísu tekur und- ir?    Á meðan aðrir forystumennflokksins mótmæla þessu ekki hljóta borgarbúar og landsmenn að álykta að svo sé. Kristín Soffía Jónsdóttir Tækifæri í efnahagshruni? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Árni Vésteinsson varð í gær fyrstur til að vinna Samsung Galaxy S20+ síma þegar nafn hans var dregið út í Happatölu Morgunblaðsins og Sam- sung. Happatöluna er að finna í Morgunblaðinu á fimmtudögum og laugardögum og geta lesendur farið inn á mbl.is/happatala á netinu og gefið upp töluna til að komast í pott- inn. Vinningshafar eru dregnir út í þættinum Ísland vaknar á K100 á föstudags- og mánudagsmorgnum. Átti ekki von á að vinna Árni sótti vinninginn í gær. Hann sagðist hafa fundið Happatöluna þegar hann fletti blaðinu á fimmtu- daginn og tekið þátt bara til gam- ans, átti alls ekki von á því að vinna. Happatöluleikurinn verður í Morgunblaðinu næstu fjórar vikur. Vinningshafi Árni Vésteinsson með símann sem hann vann í Happatölunni. Fann Happatöluna og fékk nýjan síma Hulda Elsa Björgvinsdóttir gegnir tímabundið embætti lögreglustjóra Lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu uns nýr lögreglustjóri verður formlega skipaður. Þetta staðfesti Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upp- lýsingafulltrúi LRH, í samtali við mbl.is í gær. Hulda Elsa, sem er yfirmaður ákærusviðs LRH, hefur undanfarin ár verið staðgengill Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lögreglustjóra, sem á fimmtudaginn var skipuð ríkislög- reglustjóri og tekur við embættinu næstkomandi mánudag, 16. mars. Gera má ráð fyrir að embætti lög- reglustjóra fyrir höfuðborgarsvæðið verði auglýst laust til umsóknar inn- an tíðar. Ráðning getur þó alltaf tek- ið nokkurn tíma, með tilliti til hæfnismats og fleiri slíkra þátta. Sigríður Björk hafði verið lögreglu- stjóri á höfuðborgarsvæðinu frá því í sumarlok árið 2014. Hulda Elsa lögreglustjóri Hulda Elsa Björgvinsdóttir Sigríður Björk Guðjónsdóttir  Tímabundið sett  Staðan verður væntanlega auglýst Allsherjaratkvæðagreiðslu vegna kosninga til stjórnar VR, sem hófst á hádegi 9. mars, lauk á hádegi í gær. Atkvæði greiddu 1.480 en á kjörskrá voru alls 37.043 manns. Kosningaþátttaka var því 4%. Kjörin voru til stjórnarsetu að þessu sinni, til tveggja ára, þau Fríða Thoroddsen, Bjarni Þór Sig- urðsson, Sigríður Lovísa Jóns- dóttir, Þorvarður Bergmann Kjart- ansson, Selma Björk Grétarsdóttir, Friðrik Boði Ólafsson og Sigrún Guðmundsdóttir. Til eins árs voru kjörnir Jónas Yngvi Ásgrímsson og Arnþór Sigurðsson. Kjörin til stjórnar VR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.