Morgunblaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2020
Klippt og beygt
fyrirminni og
stærri verk
ÍSHELLU 1 | HAFNARFIRÐI | S. 534 1500 | KAMBSTAL.IS
Það tísta fleiri en Trump og sum-ir þeirra fara létt með að slá
hann út. Einn slíkur tístari er í
borgarstjórn og um það ritar Vilj-
inn.is: „„Kalt hagkerfi – köld plán-
eta,“ tísti Kristín Soffía Jónsdóttir,
borgarfulltrúi Samfylkingarinnar,
þar sem hún virðist telja heilmikil
tækifæri felast í
efnahagshruninu
sem er að verða í
heiminum og hér á
landi af völdum kór-
ónuveirunnar.
Hún segir kóln-un hagkerf-
isins áhyggjuefni,
„en gleymum því samt ekki að
minni framleiðsla, minni eyðsla,
færri flugferðir og minni mengun
er samt nákvæmlega það sem við
stefnum að,“ bætir borgarfulltrú-
inn við.
Hún bætir því við að markmiðiðmegi ekki verða að komast á
sama stað aftur, sem hljóta að vera
tíðindi fyrir alla þá sem eru nú að
missa vinnuna af völdum veirunnar
og þau fyrirtæki sem horfa nú jafn-
vel fram á rekstrarstöðvun eða al-
varlegan skell af þessum völdum.“
Kristín Soffía segir einnig að við„þurfum að vinna með þessa
kólnun – ekki gegn henni.“
Það er með miklum ólíkindum aðborgarfulltrúi stjórn-
málaflokks sem vill láta taka sig al-
varlega skuli tala með þessum
hætti. Eru þetta skilaboð sem for-
ysta Samfylkingarinnar í borg-
arstjórn og á landsvísu tekur und-
ir?
Á meðan aðrir forystumennflokksins mótmæla þessu ekki
hljóta borgarbúar og landsmenn að
álykta að svo sé.
Kristín Soffía
Jónsdóttir
Tækifæri í
efnahagshruni?
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Árni Vésteinsson varð í gær fyrstur
til að vinna Samsung Galaxy S20+
síma þegar nafn hans var dregið út í
Happatölu Morgunblaðsins og Sam-
sung.
Happatöluna er að finna í
Morgunblaðinu á fimmtudögum og
laugardögum og geta lesendur farið
inn á mbl.is/happatala á netinu og
gefið upp töluna til að komast í pott-
inn. Vinningshafar eru dregnir út í
þættinum Ísland vaknar á K100 á
föstudags- og mánudagsmorgnum.
Átti ekki von á að vinna
Árni sótti vinninginn í gær. Hann
sagðist hafa fundið Happatöluna
þegar hann fletti blaðinu á fimmtu-
daginn og tekið þátt bara til gam-
ans, átti alls ekki von á því að vinna.
Happatöluleikurinn verður í
Morgunblaðinu næstu fjórar vikur.
Vinningshafi Árni Vésteinsson með símann sem hann vann í Happatölunni.
Fann Happatöluna
og fékk nýjan síma
Hulda Elsa Björgvinsdóttir gegnir
tímabundið embætti lögreglustjóra
Lögreglunnar á höfuðborgarsvæð-
inu uns nýr lögreglustjóri verður
formlega skipaður. Þetta staðfesti
Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upp-
lýsingafulltrúi LRH, í samtali við
mbl.is í gær.
Hulda Elsa, sem er yfirmaður
ákærusviðs LRH, hefur undanfarin
ár verið staðgengill Sigríðar Bjarkar
Guðjónsdóttur lögreglustjóra, sem á
fimmtudaginn var skipuð ríkislög-
reglustjóri og tekur við embættinu
næstkomandi mánudag, 16. mars.
Gera má ráð fyrir að embætti lög-
reglustjóra fyrir höfuðborgarsvæðið
verði auglýst laust til umsóknar inn-
an tíðar. Ráðning getur þó alltaf tek-
ið nokkurn tíma, með tilliti til
hæfnismats og fleiri slíkra þátta.
Sigríður Björk hafði verið lögreglu-
stjóri á höfuðborgarsvæðinu frá því í
sumarlok árið 2014.
Hulda Elsa lögreglustjóri
Hulda Elsa
Björgvinsdóttir
Sigríður Björk
Guðjónsdóttir
Tímabundið sett Staðan verður væntanlega auglýst
Allsherjaratkvæðagreiðslu vegna
kosninga til stjórnar VR, sem hófst
á hádegi 9. mars, lauk á hádegi í
gær. Atkvæði greiddu 1.480 en á
kjörskrá voru alls 37.043 manns.
Kosningaþátttaka var því 4%.
Kjörin voru til stjórnarsetu að
þessu sinni, til tveggja ára, þau
Fríða Thoroddsen, Bjarni Þór Sig-
urðsson, Sigríður Lovísa Jóns-
dóttir, Þorvarður Bergmann Kjart-
ansson, Selma Björk Grétarsdóttir,
Friðrik Boði Ólafsson og Sigrún
Guðmundsdóttir. Til eins árs voru
kjörnir Jónas Yngvi Ásgrímsson og
Arnþór Sigurðsson.
Kjörin til stjórnar VR