Morgunblaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 51
MENNING 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2020
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Bergrún býr nú og starfar íBrooklyn en fæddist í Borg-arfirðinum árið 1987. Hún
bjó svo á Hofsósi í Skagafirði og í
Vogum, Vatnsleysuströnd, en for-
eldrar hennar eru báðir kennarar,
faðirinn reyndar skólastjóri. Berg-
rún nam svo í tónlistarskólum á
Suðurnesjum og er útskrifaður
hornleikari. Er hún var tvítug réð
Björk hana til starfa til að fylgja
Volta plötunni eftir og síðar átti hún
eftir að spila svipaða rullu með Sig-
ur Rós. Þetta þýddi mikið heims-
hornaflakk en um síðir kláraði hún
svo tónsmíðanám
við LHÍ og svo
meistarapróf frá
Mills College þar
sem hún starfaði
m.a. með Fred
Frith og Zeenu
Parkins. Hún beið
ekki boðanna eftir það og hefur ver-
ið iðin við samningu tónverka og
hafa þau verið flutt um veröld víða
og af alls kyns hljómsveitum og
hópum. Bergrún er þá meðlimur í
S.L.Á.T.U.R. en sá hópur hefur
lengi verið í fararbroddi þeirrar
tónlistar sem storkar velflestum
reglum um hvað má og hvað ekki
má í tónlistariðkun.
En útgangspunktur þessarar
greinargerðar var Slitringur, sjö-
tommuplata sem út kom á vegum
Smit Records á Íslandi sem hefur
Hreiðrið síbreytilega
Ljósmynd/Nordica Photography
m.a. gefið út efni með Sóleyju, Ingi-
björgu Turchi, Tuma Árnasyni og
Íbbagoggi (Héðinn Finnsson, um-
sjónarmaður útgáfunnar). Ítarlega
studdur nýjustu tækni í boðskiptum
setti ég mig í samband við Berg-
rúnu og spurði hana einfaldlega,
hvernig varð Slitringur að veru-
leika?
„Í gegnum meistaranámið mitt
við Mills College nam ég raftónlist
við hina goðsagnakenndu Center
for Contemporary Music, auk til-
raunakenndra tónsmíða,“ útskýrir
hún. „Hljóðverkin á Slitringi eru öll
komin til vegna rafhljóðfæris sem
ég skapaði í gegnum það ferli, og
eru í raun spuni á það hljóðfæri. Þar
sem hljóðfærið kemur alfarið frá
sjálfri mér berast frá því mjög per-
sónubundin hljóð sem ég berst við
að hafa stjórn á.“ Slitringur gæti
flokkast undir einslags sveim- eða
„ambient“ verk í eyrum þess er
skrifar, eintóna hljóð og skruðning-
ar opna það, stálkennt og kalt, líkt
og það sé verið að hlusta inni í verk-
smiðju – með hausinn ofan í risa-
stóru röri. Annað lagið, „Blæði“,
hefst á hátíðnihljóðum, eins og ein-
hver sé að senda morstákn í gegn
með ofurhraða. Svo slaknar á fram-
vindunni og lagið verður nánast
ekki að neinu, ofurvarleg hljóð gára
svona rétt undir hljóðmörkum.
Svipað er að segja um lokaverkið,
„Slý“. Naumhyggjulegt og melódíu-
laust, líkt og endalaus sónn í síma.
Áhrifin af öllu þessu eru nokkuð
mögnuð og nei, þetta fer seint í
morgunútvarp Bylgjunnar.
Höfundur nefnir það við Berg-
rúnu að honum finnist það tilrauna-
kenndasta í íslenskri tónlist hafa
komið frá íslenskum konum að und-
anförnu. Bára Gísla, Kristín Lárus-
dóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir,
Þóranna Dögg Björnsdóttir o.s.frv.
„Það sem kom á undan og fær
mest pláss hallar yfirleitt á karl-
lægu hliðina, og er oft tengt við
ákveðnar hefðir og reglur sem eiga
of oft til með að vera túlkaðar sem
boð og bönn,“ segir Bergrún hugsi.
„Þar af leiðandi koma oft fram nýir
og spennandi vinklar þegar hefðir
eru sniðgengnar og nýjar, persónu-
bundnar reglur fundnar upp í stað-
inn. Ég held að fólk sé að átta sig á
þessu í auknum mæli þessa dagana,
og hvernig öðruvísi sjónarmið koma
í ljós þegar fleirum er leyft að
„tala“.“
Framundan er svo meiri sköp-
un, eðlilega, og ekkert endilega á
föstu formi.
„Það hefur reynst þrautin
þyngri að átta mig á því hvernig
best sé farið að því að koma tónlist-
inni minni til skila í föstu formi, því
þrátt fyrir að vera tónlist, þá eru
verkin mín mjög oft samofin mynd-
list sem þarf einnig að gera skil,“
útskýrir Bergrún. „Um þessar
mundir er ég að undirbúa lengri út-
gáfu með verkum fyrir akústísk
hljóðfæri og ég stefni á að það verði
í plötuformi. Ég mun á sama tíma
gefa út myndbönd af upptökunum í
samstarfi við kvikmyndagerð-
armanninn Derrick Belcham. Verk-
in verða flutt af sjálfri mér og tón-
listarfólki sem ég hef kynnst og
unnið með yfir búsetutíma minn í
Bandaríkjunum, allt þungavigt-
arfólki í „tilrauna“-tónlistarsen-
unni.“
»Hún beið ekki boð-anna eftir það og hef-
ur verið iðin við samningu
tónverka og hafa þau ver-
ið flutt um veröld víða og
af alls kyns hljómsveitum
og hópum.
Ein af athyglisverðari
skífum síðasta árs var
Slitringur, örstutt verk
eftir Bergrúnu Snæ-
björnsdóttur sem hefur
verið að hasla sér völl í
heimi framsækinnar,
markaþenjandi tónlist-
ar undanfarin ár.
Slý og slitringur Bergrún
Snæbjörnsdóttur býr og starfar
í Brooklyn en hér er hún í hlöðu.
Fegurð og fögn-
uður kallar Vign-
ir Jóhannsson
listmálari sýn-
inguna sem hann
opnar í veit-
ingastofum
Hannesarholts
við Grundarstíg í
dag, laugardag,
klukkan 15.
„Þessi verk eru mín túlkun á feg-
urð og fögnuði sem lífið hefur fært
mér gegnum tíðina,“ er haft eftir
Vigni í tilkynningu og að treysta
þurfti á „skynjun fegurðarinnar til
að geta túlkað hana einfaldlega og
án tilgerðar“. Á sýningunni eru
landslagsmálverk og fíguratíf, svo-
kölluð „sjáðu mig“-verk, sem hann
hefur unnið að undanförnu í Dan-
mörku, þar sem hann býr og starfar.
Vignir hefur starfað að myndlist
og sýnt verk sín allt frá árinu 1978, á
Íslandi og víða erlendis. Á ferlinum
hefur hann unnið í hina ýmsu miðla:
grafíkverk, skúlptúra, leikmyndir
og málverk. Í tilkynningu segir að
um sölusýningu sé að ræða og að
hún muni að minnsta kosti standa
fram að páskum.
Fegurð og fögn-
uður Vignis
Vignir Jóhannsson
Í menningarhús-
inu Hannesar-
holti við
Grundarstíg
verður á morg-
un, sunnudag,
kl. 14 boðið upp
á samsöng fjöl-
breytilegra og
ólíkra laga sem
hinn góðkunni
sagnaþulur og fréttamaður Ómar
Ragnarsson leiðir.
Í tilkynningu segir að Hannesar-
holt hlúi með þessum skemmt-
unum „að innsta kjarna íslenskrar
menningar: sönghefðinni og býður
uppá samsöng fyrir alla, unga sem
aldna, íslendinga sem aðflutta“.
Frítt er fyrir börn í fylgd með
fullorðnum, sem greiða 1.000
króna aðgangseyri. Textar birtast
á tjaldi og allir eru hvattir til að
taka undir.
Ómar Ragnarsson
leiðir samsöng
Ómar Ragnarsson
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
Julia Louis-Dreyfus Will Ferrell
ADifferent Kind of Disaster Movie.
m.a.
ÓSKARSVERÐLAUN3 BESTA KVIKMYNDATAKAN
ÓSKARSTILNEFNINGAR2 BESTA ERLENDA MYNDINBESTA LE IKARI : ANTONIO BANDERAS
SÝND MEÐ ÍSLENSKU, ENSKU OG PÓLSKU TALI
★★★★
San Francisco Chronicle
★★★★
Indiewire
★★★★
Hollywood reporter