Morgunblaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2020 Varnir Ferðamenn margir hverjir, sem leið eiga um miðborgina, ganga með andlitsgrímur til að draga úr smithættu vegna kórónuveirunnar. Allur er varinn góður í þeim efnum. Eggert Kröftugt atvinnulíf er grunnforsenda þróttmikils efnahags og fjölbreyttra at- vinnutækifæra. Þau opinberu kerfi sem við byggjum samfélag okkar á eru órjúf- anlega tengd gang- verki atvinnulífsins. Menntun, heilbrigði og velferð þjóðarinnar er fjármögnuð með verð- mætasköpun í fyrirtækjarekstri. Því er mikilvægt að halda til haga. Þegar heimsfaraldur ógnar at- vinnurekstri ógnar hann um leið þeim undirstöðum sem við byggjum samfélag okkar á. Hann ógnar störfum og afkomu heimilanna. Hagkerfið er sann- arlega berskjaldað fyr- ir þeim ytri áhrifum sem COVID-19- faraldurinn veldur. Faraldurinn hefur þegar, og mun óhjá- kvæmilega áfram, hafa bein áhrif á atvinnulíf í borginni. Ríkisstjórnin hefur þegar kynnt að- gerðir til að bregðast við efnahagslegum áhrifum faraldursins. Ekki er síður mikilvægt að sveit- arfélög bregðist við. Sveitarfélög vinna nú að innleið- ingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna en áttunda heimsmark- miðið snýr að góðri atvinnu og hag- fyrirtæki verða fyrir tekjumissi vegna faraldursins. Eftirspurn eftir hvers kyns vöru og þjónustu mun að líkindum dragast tímabundið saman. Fólk heldur að sér höndum. Þegar fyrirtæki verða fyrir svo skyndilegum tekjumissi er fyrirséð að forsvarsmenn reyni til þrautar að draga úr útgjöldum. Einhverjum reynist jafnvel nauðsynlegt að grípa til uppsagna. Í svo krefjandi rekstrarumhverfi er mikilvægt að Reykjavíkurborg leggi sitt á vog- arskálarnar. Tryggja þarf aukið svigrúm svo ráða megi fram úr rekstrarerfiðleikum og draga úr uppsögnum. Á borgarstjórnarfundi næsta þriðjudag mun Sjálfstæðisflokkur leggja til einfaldar aðgerðir sem miða að bættu rekstrarumhverfi á krefjandi tímum. Fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði verði lækkaðir, gjaldskrár dótturfyrirtækja og fagsviða verði lækkaðar, gjald- frestir lengdir og aukinn kraftur settur í opinberar framkvæmdir. Sérstök áhersla verði á viðhalds- verkefni, en viðhaldi skólahúsnæðis og annarra innviða hefur verið illa sinnt síðastliðin 12 ár. Jafnframt verði á síðari stigum ráðist í mark- aðsátak til stuðnings ferðaþjónustu í borginni. Aðgerðirnar miða að því að tak- marka það ófyrirséða tjón sem far- aldurinn getur valdið atvinnulífi í borginni, vernda störf og afkomu heimilanna og tryggja hagstæð skil- yrði til viðspyrnu og endurreisnar – til hagsbóta fyrir okkur öll. Eftir Hildi Björnsdóttur » Við verðum að tak- marka ófyrirséð tjón á atvinnulífi, vernda störf og afkomu heim- ilanna og tryggja hag- stæð skilyrði til við- spyrnu og endurreisnar. Hildur Björnsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi. hildurb@reykjavik.is Verndum störf í borginni vexti. Þar segir að stuðla skuli að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum og mannsæmandi at- vinnutækifærum fyrir alla. Tryggja þurfi að þróttmikill efnahagur gagnist öllum þjóðfélagsþegnum, að hagvöxtur auki hagsæld lands- manna og sú sýn speglist í stefnu- mörkun í opinberum fjármálum. Fyrirsjáanlega munu fjölmörg Á vefsíðu mennta- málaráðuneytisins er frétt þess efnis að menntamálaráðherrar Íslands og Póllands hafi undirritað yfirlýs- ingu um samning til að efla samstarf landanna á sviði menntamála. Yf- irlýsingin er sögð tákn- ræn fyrir mikilvægi samstarfs á sviði menntamála og áherslur mennta- og menningar- málaráðherra í málefnum nemenda af erlendum uppruna. Áhersla verð- ur lögð á að nemendur af pólskum uppruna hafi aðgang að menntun á móðurmáli sínu og pólsk stjórnvöld áforma að opna pólskuskóla á Ís- landi. Erfitt er að koma auga á að hvaða leyti fyrirhugaður samningur ráð- herranna snertir gagnkvæman hag landanna. Fjöldi barna sem hafa pólsku að upprunamáli býr á Íslandi og gengur í íslenska skóla, en lítið er um að íslenskumælandi börn alist upp í Póllandi. Íslenskir skólar hafa á síðustu tveimur áratugum glímt við það nýnæmi að kenna stórum hópum barna sem hafa íslensku sem annað mál (ÍSAT-nemendum) og hafa öðlast dýrmæta reynslu í því. Pólland er hins vegar einsleitt málsamfélag þar sem lítið er um tvítyngi meðal nemenda og lítil reynsla þess vegna meðal kennara í þeim efnum. Af hálfu Íslands virðist litið svo á að áform pólskra stjórn- valda muni stuðla að hag og vellíðan ÍSAT- nema og sé forsenda þess að þeir geti lært íslensku. Spyrja má hvort skyn- samlegt sé fyrir íslenskt mennta- kerfi að setja slíkt samstarf í forgang þegar brýnni verkefni sitja á hak- anum. Brýnasta þörf ÍSAT-nema er að læra íslensku – þar eru nemar af pólskum uppruna engin undantekn- ing. Það er íslenskukunnátta sem opnar þessum nemum leið inn í menntun, störf og félagslíf á Íslandi og veitir þeim jafnrétti á við aðra þegna landsins. Pólskukennsla leiðir til kunnáttu í pólsku, ekki íslensku. Styrking upprunatungumála ÍSAT- nema er verðugt verkefni en verður ekki til þess að þeir læri íslensku. Þá er rétt að hafa í huga að þótt börn af pólskum uppruna séu stór hluti ÍSAT-nema eru ÍSAT-nemar af öðr- um uppruna ennþá stærri hópur. Íslenskt skólakerfi stendur frammi fyrir gríðarlegum vanda. Síðan innflytjendur hófu að setjast að á Íslandi í stórum stíl hefur ÍSAT- nemendum stórfjölgað svo hratt að skólar hafa ekki undan að bregðast við. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á því hversu vel ÍSAT- nemendum gengur að læra íslensku. Þessar rannsóknir, sem notað hafa ýmis mælitæki til að meta talað mál og læsi, komast allar að sömu nið- urstöðu: alltof stórum hópi ÍSAT- nemenda gengur mjög illa að ná tök- um á íslensku, eða allt að helmingi. Þessi útkoma stenst ekki samanburð við önnur lönd sem rannsökuð hafa verið og þar sem börn ganga í skóla á öðru tungumáli en þau tala heima fyrir. Það að ganga í leikskóla og skóla á Íslandi árum saman, eða allt frá upphafi leikskóla til loka grunn- skóla, nægir í alltof mörgum til- fellum ekki til þess að nemendur læri íslensku nógu vel til að eiga raunhæfan möguleika á framhalds- námi. Það á þó að vera sjálfsögð krafa nemenda og foreldra að skólar tryggi að slíkt sé hægt. Aðgangur ÍSAT-unglinga að námi og störfum er því stórskertur. Þetta þarf að laga áður en hugað er að því að bæta við tungumálum í skólakerfinu. Aukin pólskukennsla er ekki lausn á þess- um vanda, heldur getur hún aukið á vandann með því að taka tíma sem börn myndu annars nota til að læra íslensku. Börn sem alast upp á Ís- landi hafa fyrst og fremst þörf á að læra íslensku. Til að læra tungumál þarf fyrst og fremst tíma og ástundun. Til að læra íslensku þarf samneyti við fólk sem talar íslensku, íslenskt námsefni og skóla og tómstundir sem fara fram á íslensku. Skólar og leikskólar verða að hafa getu til að ráða til sín mennt- aða kennara sem kenna nemendum á íslensku. Þetta er sennilega brýn- asta þörf íslenskra skóla. Við þetta bætist að leysa þarf úr vanda barna með sérþarfir vegna málþroskarösk- unar, talgalla og annarra þroskafrá- vika. Ef vandi skólanna er ekki lag- aður myndast í landinu minnihlutahópur barna sem eru hluti af þjóðinni en hafa ekki haft tækifæri til að læra þjóðtunguna vegna skorts á skýrri stefnu og getu skólanna til að framfylgja slíkri stefnu. Slíkt leiðir til stéttaskipt- ingar. Stuðningur við uppruna- tungumál barnanna leysir ekki þennan vanda. Það er gott að ÍSAT- börn séu fær um að tala tungumál foreldra sinna en það er ekki nauð- synlegt til þau geti náð tökum á ís- lensku. Tungumál geta lærst í hvaða röð sem er. Góð íslenskukunnátta getur allt eins vel orðið forsenda þess að börn nái tökum á því tungu- máli sem talað er á heimilum þeirra. Sá mikli vandi sem íslenskt mennta- kerfi stendur frammi fyrir er að sjá til þess að nemendur læri íslensku. Þegar því marki er náð má huga að öðrum verkefnum sem eru góð og gild en ekki jafnbrýn. Þegar að því kemur að íslenskt skólakerfi getur stutt við upprunatungumál nemenda sinna ætti það að finna leiðir til að styðja við mál allra ÍSAT-nemenda, ekki einungis þeirra sem tala pólsku heima. Eftir Elínu Þöll Þórðardóttur »Menntamálaráð- herrar Íslands og Póllands hafa undirritað yfirlýsingu um pólsku- kennslu á Íslandi. Brýnna er að efla íslenskukennslu í íslenskum skólum. Dr. Elín Þöll Þórðardóttir Höfundur er prófessor í talmeina- fræði við McGill-háskóla í Kanada, fræðimaður við ReykjavíkurAkadem- íuna og stundakennari við HÍ. Hún hefur birt fjölda fræðigreina um máltöku tvítyngdra barna á Íslandi og víðar. Íslenskukennsla verður að hafa forgang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.