Morgunblaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 49
SVÍÞJÓÐ Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Landsliðsmaðurinn Elvar Már Frið- riksson og liðsfélagar hans hjá sænska körfuknattleiksliðinu Borås voru á fimmtudagskvöld óvænt krýndir Svíþjóðarmeistarar, þrátt fyrir að þremur umferðum væri ólokið í efstu deild. Vegna útbreiðslu kórónuveirunnar var hætt við þrjár síðustu umferðirnar, sem og úrslita- keppnina. Borås var því krýnt meist- ari í fyrsta skipti. „Ég var að koma af æfingu. Við vorum að undirbúa okkur fyrir leik sem átti að vera í dag (í gær) en svo kom formaðurinn inn og tilkynnti að tímabilið væri búið og við værum krýndir meistarar. Stemningin var svolítið skrítin, þar sem okkur var tilkynnt þetta svona upp úr þurru,“ sagði Elvar í samtali við Morgun- blaðið. Vel að þessu komnir „Við spiluðum 33 leiki og unnum 28 og töpuðum fimm. Við vorum vel að þessu komnir þó svo að þetta hefði endað svona,“ sagði Elvar sem segir að hópurinn hafi ekki fagnað þegar fréttirnar bárust. „Það var eiginlega meira svekkelsi með að tímabilið væri búið, þó svo að þetta væri það skynsamlegasta í stöðunni.“ Borås tapaði fyrir Luleå í síðustu umferð en liðið vann tólf leiki í röð þar á undan og 19 af síðustu 20. Elv- ar var því orðinn spenntur fyrir úr- slitakeppninni. „Við erum búnir að vera heilt yfir besta liðið í vetur. Það var komin mikil spenna fyrir úrslitakeppninni. Það er klárlega svekkjandi að geta ekki farið alla leið með þetta. Þetta var eiginlega fullkomið lið hjá okkur og það var allt að smella. Það er leið- inlegt að eitthvað svona komi upp á.“ Fyrirliði á fyrsta ári Elvar, sem er uppalinn Njarðvík- ingur, var fyrirliði síðari hluta tíma- bilsins. Henrik Svensson, þjálfari liðsins, kallaði á Elvar eftir að Fred- rik Andersson meiddist illa. Elvar segir það mikla viðurkenningu. „Það var sænskur leikmaður sem var fyrirliði og hann sleit krossband. Í kjölfarið var ég gerður af fyrirliða af þjálfaranum. Ég tók glaður við því hlutverki. Ég var búinn að vera í leiðtogahlutverki á vellinum, svo hann setti þetta í hendurnar á mér. Ég tók því sem miklum heiðri að vera gerður að fyrirliða sem utan- aðkomandi á fyrsta ári með liðinu. Það hlýtur að þýða að maður sé að gera eitthvað gott.“ Fimmtán stoðsendingar Elvar spilaði vel á tímabilinu og skoraði 16,7 stig, gaf 7,7 stoðsend- ingar og tók 2,9 fráköst að meðaltali í leik. Þá gaf hann 15 stoðsendingar í leik gegn Jämtland í desember, en enginn leikmaður deildarinnar gaf jafnmargar stoðsendingar í einum leik. Mest skoraði hann 27 stig í leik gegn Djurgården í nóvember. „Ég held ég hafi gert mjög vel í vetur. Árangurinn hjá liðinu er sá besti í deildarkeppni í sögu félagsins. Við getum gengið sáttir frá þessu þó svo að þetta hafi endað svona. Ég er stoltur af minni eigin frammistöðu líka,“ sagði Elvar. Borås er í Suður- Svíþjóð, um 60 kílómetra austan Gautaborgar. Tæplega 70.000 manns búa í borginni. Elvar segir lítið um að vera í borginni núna, þar sem sex kórónuveirusmit voru tilkynnt á ein- um degi. „Það er voðalega rólegt hérna. Það eru allar búðir og annað opið en ég held að fólk sé ekkert að fara út nema það þurfi þess. Fólk er að passa sig og vera innandyra. Það voru sex ný tilvik bara í þessum bæ í gær (á fimmtudag). Fólk er farið að vera vart um sig.“ Tökum það rólega næstu vikur Elvar eignaðist sitt fyrsta barn í október á síðasta ári og er hann því lítið spenntur fyrir ferðalögum á næstunni. Ferð heim til Íslands er ekki á dagatalinu. „Ég er með lítið barn hérna og ég er ekki spenntur fyrir því að ferðast núna. Við ætlum að taka það rólega hérna næstu vik- urnar og sjá hvernig þetta þróast. Við bíðum og sjáum hvað verður næst.“ Luleå, sigursælasta lið Svíþjóðar frá upphafi, var eina liðið sem gat náð Elvari og félögum í deildinni. Líkurnar á því voru hins vegar litlar og var ákvörðuninni mætt með skiln- ingi. „Ég held að þeir hafi alveg gert sér grein fyrir þessari stöðu. Við átt- um eftir einn leik á móti liðinu í neðsta sæti sem við hefðum að öllum líkindum unnið. Miðað við gengið í vetur þá vorum við nánast búnir að vinna þetta þó svo að þrír leikir væru eftir. Formaðurinn þeirra, sem er virtur maður í körfuboltaheiminum hérna, var þeirrar skoðunar að það hefði verið rétt ákvörðun að hætta tímabilinu. Ég efast um að þeir hafi haft mikið út á þessa ákvörðun að setja.“ Opinn fyrir sterkari deild Elvar gerði eins árs samning við Borås fyrir tímabilið og er hann op- inn fyrir því að spila í sterkari deild, þótt hann sé á sama tíma ánægður hjá sænska félaginu. „Mér líður klár- lega vel hérna en maður stefnir alltaf hærra. Maður verður að bíða og sjá hvað gerist í framhaldinu. Ég hef ekki talað við Borås um framhaldið, svo það verður að skýrast. Ég mun ræða við umboðsmanninn minn og sjá hver næstu skref verða. Maður stefnir alltaf hærra og vonandi kemst maður eitthvað,“ sagði Njarð- víkingurinn. Tilkynnt um titil í klefanum  Elvar Már Friðriksson sænskur meistari þegar tímabilinu var skyndilega hætt  Formaðurinn færði leikmönnum Borås tíðindin eftir æfingu í fyrrakvöld Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Meistari Elvar Már Friðriksson hefur átt mjög gott tímabil með Borås. ÍÞRÓTTIR 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2020 Í gær ákvað Svandís Svavars- dóttir heilbrigðisráðherra að setja á samkomubann vegna kór- ónuveirunnar sem nú herjar á heimsbyggðina. Þegar þetta er skrifað hafa 128 manns smitast af veirunni hérlendis en sam- komubannið nær yfir allar sam- komur þar sem hundrað manns eða fleiri koma saman. Undanfarnar vikur hefur maður fylgst náið með því hvern- ig stjórnvöld og íþróttahreyf- ingar hafa brugðist við áhrifum veirunnar og stundum hrist hausinn. Það hlaut hins vegar að koma að því að íþróttahreyfingin hér á landi myndi finna fyrir veir- unni og nú er það að gerast. Það má alveg taka það fram að yfirvöld hér á landi hafa staðið sig mjög vel í öllum aðgerðum sínum sem eiga að sporna við dreifingu veirunnar. Samkomu- bannið mun standa yfir í fjórar vikur að lágmarki og setur þetta úrslitakeppnina í handboltanum og körfuboltanum í uppnám. Vissulega væri hægt að spila þessa leiki en þá án áhorf- enda. Væri einhverjum greiði gerður með því að spila leikina þannig? Eftir að hafa upplifað stemn- inguna í kringum úrslitakeppn- irnar leyfi ég mér að fullyrða að þessir leikir eru ekkert án stuðn- ingsmanna þótt leikirnir séu vissulega alltaf í aðalhlutverki. Það er vissulega pirrandi að hugsa til þess að þessi blessaða veira, sem nú er að setja allt á hliðina, kom að einhverjum hluta upp vegna þess að einhverjum Kínverja fannst það góð hug- mynd að elda leðurblökuna sína hálfhráa. Íþróttahreyfingin hefur hins vegar sýnt á sér nýjar hliðar samkenndar í baráttunni við veiruna og því ber að fagna. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Valdís Þóra Jónsdóttir er í baráttu um efstu sætin á South African Wo- men’s Open golfmótinu í Höfðaborg eftir tvo hringi. Í gær fylgdi hún eftir fínni byrjun þar sem hún hafði leikið á 72 höggum og spilaði annan hringinn á 70 höggum, tveimur undir pari vallarins. Fyrir vikið er Valdís í 7.-8. sæti á mótinu á tveimur höggum undir pari, samtals 142, og er aðeins tveimur höggum frá öðru sætinu. Hún er hinsvegar fimm höggum á eftir Oliviu Gowan frá Þýskalandi sem hefur leikið langbest allra og er á sjö höggum undir pari. Valdís hefur leik á þriðja hring klukkan átta að morgni í Suður-Afríku í dag, að íslenskum tíma. Guðrún Brá Björgvinsdóttir virt- ist vera í vonlausri stöðu eftir fyrsta hringinn í fyrradag sem hún lék á 80 höggum, átta yfir pari. Í gær lék Guðrún hinsvegar á 71 höggi, einu undir pari, og þegar upp var staðið var hún aðeins einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn en hann miðaðist við sex undir pari. Guðrún hafnaði í 72.-79. sæti. vs@mbl.is Valdís er í toppbaráttu Ljósmynd/LET Höfðaborg Valdís Þóra Jónsdóttir á tvo góða hringi að baki á Westlake. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, er allur að koma til eftir að hafa greinst með kórónuveir- una. Spánverjinn er sem stendur í einangrun á með- an hann jafnar sig á veikind- unum. Félagið lokaði æfingasvæðinu í kjölfar þess að Arteta smitaðist og allt starfsfólk sem hafði bein samskipti við Arteta er komið í sóttkví. Arteta greindi frá því á Twitter að hann væri á bata- vegi og að við gætum komist í gegn- um þessa erfiðu tíma saman. Arteta allur að koma til Mikel Arteta ENGLAND Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Ekkert verður leikið í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu fyrr en í fyrsta lagi laugardaginn 4. apríl. Með því er þó aðeins tveimur um- ferðum frestað að svo stöddu en eftir leikina um aðra helgi á að taka við landsleikjahlé vegna umspilsleikj- anna fyrir EM. Englendingar ætluðu að halda sínu striki og leika um þessa helgi en eftir að fregnir bárust af því í fyrra- kvöld að Mikel Arteta, knatt- spyrnustjóri Arsenal, væri kominn með kórónuveiruna fór allt á flug. Boðað var til neyðarfundar í gær- morgun og að honum loknum var til- kynnt sú ákvörðun að fresta öllum leikjum í ensku atvinnudeildunum næstu þrjár vikurnar. En flestir virðast þó gera sér grein fyrir því að afar ólíklegt sé að leikið verði á Englandi 4. apríl. Mun lengri tími muni líða þar til eðlilegt ástand skapast á ný. Talað er um tvo til þrjá mánuði og m.a. horft til Kína í þeim efnum. Á neyðarfundi UEFA næsta þriðjudag verður eflaust tekin sú ákvörðun að fresta lokakeppni EM. Þar með fá vetrardeildirnar í Evr- ópu svigrúm til að ljúka þeim átta til tólf umferðum sem eftir eru, áður en næsta keppnistímabil hefst. Englendingar hafa tvo kosti. Leika tímabilið til enda þegar það verður hægt, eða ákveða á ein- hverjum tímapunkti að keppninni ljúki eins og staðan var þegar kór- ónuveiran stöðvaði hana – sem sagt föstudaginn 13. mars. Að ógilda tímabilið í heild og byrja upp á nýtt næsta haust er valkostur sem væntanlega verður ekki tekinn alvarlega ef á reynir, en hefur aðal- lega verið hafður í flimtingum til að hrella stuðningsmenn Liverpool og Leeds. Það hefði verið hægur vandi ef 5-10 umferðir hefðu verið búnar, eða þrjár eins og þegar hætt var haustið 1939 vegna síðari heims- styrjaldarinnar, en er ólíkleg niður- staða núna þegar 29 umferðum er lokið af 38. Ef deildakeppnin fer aftur af stað 4. apríl gæti Liverpool tryggt sér meistaratitilinn daginn eftir. Þá heimsækir liðið Manchester City og yrði meistari með sigri í þeim leik. En líklegra er að næstu leikir í deild- inni verði leiknir í maí eða júní, eins og staðan er núna. Lýkur enska keppnistímabilinu síðsumars?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.