Morgunblaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2020
Bjarkardalur 33, 260 Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
Glæsilega rúmgóð 4 herbergja íbúð ásamt bílskúr.
Íbúðin er með sérinngangi á þriðju hæð í rólegri götu.
Myndir og lýsing á eignasala.is
Skipti á dýrari séreign í Reykjanesbæ kemur til greina
Verð kr. 41.800.000 142,7 m2
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555
Heimsmeistaramót öld-ungasveita í Prag, semlauk snögglega áfimmtudaginn tveim
umferðum á undan áætlun, er
dæmi um viðburð sem hefði átt að
blása af áður en hann hófst. Þetta
liggur í augum uppi ef horft er á
aldurssamsetningu mótsins en
keppt var í tveim flokkum, 50 ára
og eldri og 65 ára og eldri og stór
hluti keppenda er sérlega við-
kvæmur anspænis þeirri heilsuvá
sem gengur nú yfir heimsbyggðina.
En það er eins og FIDE hafi
ákveðið að spila rússneska rúllettu
með líf og limi keppenda, sem voru
í kringum 400 talsins. Eftir sjöttu
umferð af níu barst loks tilskipan
tékkneskra yfirvalda um að keppn-
inni skyldi hætt vegna útbreiðslu
kórónuveirunnar. Það var þó
ákveðið að sjöunda umferð færi
fram og að staðan eftir hana skyldi
standa sem lokaúrslit. Samt geta
úrslit vart talist marktæk þegar
keppnisskilmálar breytast skyndi-
lega og nokkrar sveitir drógu sig
út úr keppni.
Íslenska liðið sem tefldi í Prag
og var í borðaröð skipað Margeiri
Péturssyni, Þresti Þórhallssyni,
Björgvini Jónssyni, Guðmundi
Gíslasyni og Ágústi Sindra Karls-
syni hafði með góðri frammistöðu
unnið sig upp í að tefla á efsta
borði í sjöundu umferð. Samið var
jafntefli á öllum borðum og var
lengsta skákin sex leikir! Það var
greinilega lítil stemning fyrir því að
taka slaginn við bandarísku sveit-
ina sem dugði jafntefli til að
hreppa gullið og féllust menn á
gamaldags „pakkasamning“. Ís-
lenskur sigur hefði þýtt efsta sætið
á mótinu en lokaniðurstaðan var
samt góð, 4. sæti af 55 sveitum.
Fyrirfram var sveitinni raðað í 6.
sæti.
Margeir Pétursson náði góðum
árangri á fyrsta borði, hlaut 4½
vinning af sex mögulegum. Þröstur
Þórhallsson fékk silfurverðlaun fyr-
ir frammistöðu sína á 2. borði,
hlaut 5 vinninga af 7. Björgvin
hlaut 4½ vinning af sex, Guð-
mundur Gíslason byrjaði illa en
vann mikilvægan sigur í 5. umferð
og hlaut 3 vinninga af sex og Ágúst
Sindri hlaut 1½ vinning úr þremur
skákum.
Á eftir bandarísku sigursveitinni
kom þýski Lasker-skákklúbburinn
og í þriðja sæti Tékkland.
Mótshaldið allt einkenndist af
þrúgandi aðstæðum sem kepp-
endur þurftu að búa við. En öll él
birtir upp um síðir. Öldungamótin
eru kjörinn vettvangur fyrir skák-
menn á „viskualdrinum“ og þegar
veiran skæða lætur í minni pokann
munu vinsældir þessa skemmtilega
móts aukast aftur. Að lokum kem-
ur hér ein hressileg viðureign úr 1.
umferð:
HM öldunga 50+ Prag 2020:
Þröstur Þórhallsson – Oldrich
Kastner (Austurríki)
Frönsk vörn
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4.
Bg5 Bb4 5. exd5 Dxd5 6. Rf3 Re4
7. Bd2 Rxc3 8. bxc3 Be7 9. Bd3
Rd7 10. c4 Dh5 11. g4!
11. ... Dxh5 12. Hg1
Eftir þetta finnur drottningin
svarta engan griðastað.
12. ... Dh5 13. Hxg7 Bf6 14.
Hg3 b6 15. Be4 Hb8 16. Bc6!
Óþægileg leppun því að leiki
svartur 16. ... Bb7 kemur 17.
Bxd7+ Kxd7 18. Re5+! og drottn-
ing á h5 fellur.
16. ... h6 17. Hb1
Aftur er drottningin í vanda
vegna hótunarinnar 18. Hb5.
17. ... Df5 18. Hb5 Dh7 19. Hh5
Bg7 20. Rg5!
Þröstur hamast á drottningunni!
20. ... Dg8 21. Re4 Df8
Drottningin var enn í bráðri
hættu. Ein hótunin var 22. Rf6+.
22. d5 Kd8 23. Dg4 Hh7 24.
dxe6 Re5 25. Dh4+ De7
26. Hxe5! Dxh4 27. Hd3+ Ke7
28. Bb4 mát.
Glæsilega teflt hjá Þresti.
Góð frammi-
staða við þrúg-
andi aðstæður
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Mynd/Heimasíða
Góður árangur Margeir Pétursson náði árangri sem reiknast upp á 2570
Elo-stig, þeim besta meðal 1. borðsmanna.
Helgi Jóhannesson,
yfirlögfræðingur
Landsvirkjunar, ritar
grein í Morgunblaðið
hinn 11. mars sl. þar
sem hann bregst við
ákalli mínu í þágu op-
innar umræðu, sem
birtist í Morgunblaðinu
9. mars sl., um nánari
rökstuðning Lands-
virkjunar vegna um-
mæla í grein hans í Morgunblaðinu
4. mars sl.
Um grænu skírteinin
Ég hafði gagnrýnt hugtakanotkun
þar sem upprunaábyrgðir eru kall-
aðar græn skírteini. Ég benti á í
grein minni að það væri ekki ein-
göngu Helgi sem blandaði hugtök-
unum saman því það hefði verið gert
af ráðherra þegar við framsögu
frumvarps um upprunaábyrgðir í
árslok 2007. Reyndar kallaði ráð-
herra upprunavottorðin græn vott-
orð en ekki græn skírteini svo því sé
haldið til haga. Helgi bendir rétti-
lega á að fleiri hafi notað hugtakið
græn skírteini.
Það veit Helgi að við lögfræðing-
arnir leggjum mikla áherslu á hug-
takanotkun svo ekki fari milli mála
við hvað sé átt. Þegar frumreglurnar
segja: Mikilvægt er að gera skýran
greinarmun á grænum vottorðum
sem notuð eru í stuðningskerfunum
og upprunaábyrgðum; þá er þetta
ekki orðhengilsháttur. Það er mikil-
vægt að gera þennan greinarmun.
Það er afar óheppilegt ef helstu að-
ilar sem starfa á grundvelli reglna
sem leggja áherslu á þennan mis-
mun hugtakanna græn vottorð og
upprunaábyrgðir blanda þessu sam-
an þvert ofan í áherslur réttarheim-
ilda. Á það vildi ég benda því eins og
nefnt var í síðustu grein minni þá
skiptir rétt túlkun hugtaka miklu við
umræðu um það meginatriði, hvort
sala upprunavottorða úr landi stand-
ist þann tilgang reglnanna að vernda
neytendur.
Um upprunavottaða
raforkunotkun
Þá að tölum um það hve mikið er
selt úr landi. Sú umræða snýst í raun
ekki um lögfræði held-
ur staðreyndir. Helgi
segir mig draga fram
upplýsingar frá Orku-
stofnun, rangtúlka
þær, bera saman epli
og appelsínur og biðja
Landsvirkjun svo um
að rökstyðja rang-
færslur mínar.
Það er nú svo að ég
birti ákall um að
Landsvirkjun rök-
styddi sína fullyrðingu
um að almenni mark-
aðurinn nyti eingöngu endurnýjan-
legra orkugjafa. Ég lagði spilin á
borðið af hverju ég teldi þörf á slík-
um rökstuðningi í opinberri um-
ræðu. Það var vegna staðlaðrar yfir-
lýsingar Orkustofnunar, sú nýjasta
er vegna ársins 2018. Í henni kemur
fram að framleiðsla raforku á Íslandi
hafi árið 2018 verið 19.829,9 GWst.,
þar af 19.828 GWst. (99,99%) úr
endurnýjanlegum orkugjöfum. Þá
segir að uppruni raforku á Íslandi
2018 hafi verið 11% endurnýjanleg
orka, 55% jarðefnaeldsneyti og 34%
kjarnorka. Einnig kemur þar fram
hvernig skipting endurnýjanlegrar
orku á Íslandi árið 2018 hafi verið,
30% jarðhiti og 70% vatnsorka. Í
ákalli mínu um rökstuðning var á því
byggt að þessar hlutfallstölur næðu
yfir það orkumagn sem lýst var í
sama skjali, en sú nálgun stangaðist
á við staðhæfingu Helga um al-
menna raforkumarkaðinn (aðra en
stórnotendur).
Í svargrein Helga er að finna
ábendingar sem eiga rétt á sér. Að
hin staðlaða yfirlýsing Orkustofn-
unar sé ekki að fjalla um markaðinn í
heild sinni þegar kemur að upplýs-
ingum um hlutfallslega skiptingu
raforkunotkunar.
Það er nefnilega svo að í hlutfalls-
tölum stöðluðu yfirlýsingar Orku-
stofnunar um uppruna raforku á
hverja MWst. er ekki verið að vísa í
magntölur sama skjals um alla fram-
leidda raforku á Íslandi. Engar upp-
lýsingar koma fram í yfirlýsingunni
um í hvaða mæli sölufyrirtæki hafa
afskráð upprunaábyrgðir (látið þær
fylgja með seldu rafmagni), en Orku-
stofnun gefur út sértækar yfirlýs-
ingar þar um. Slíkar upplýsingar
væru heppilegar svo unnt væri að
átta sig á uppruna alls rafmagns sem
notað er á Íslandi. Mætti Orkustofn-
un taka norska systurstofnun sína til
fyrirmyndar að þessu leyti en þar
kemur þetta skýrt fram.
Upplýsingar um útgáfu uppruna-
vottorða, afskráningu þeirra (sem er
þá í raun innanlandsnotkun), inn-
flutning slíkra vottorða (óverulegur)
og útflutning má finna á heimasíðu
Landsnets sem sér um útgáfu slíkra
vottorða. Hafa verður þó þann fyrir-
vara við tölur hvers árs að vegna
heimilda raforkufyrirtækja til að
skrá viðskipti síðasta árs fyrstu þrjá
mánuði næsta árs þá getur myndast
ákveðið misræmi sé horft á alman-
aksár einangrað.
Sé áfram horft til talna ársins
2018 þá voru afskráð upprunavott-
orð samkvæmt upplýsingum Lands-
nets um 18,5% af útgefnum vott-
orðum. Samkvæmt upplýsingum
Orkustofnunar kaupir almenni
markaðurinn nær 15% allrar raforku
á Íslandi en þeim 20%, sem nefnd
voru með fyrirvara í síðustu grein
minni. Tölur ársins 2017 gefa hins
vegar til kynna að eingöngu 13% af
seldri raforku innanlands hafi notið
upprunaábyrgðar frá endurnýjan-
legum orkugjöfum íslenskra fram-
leiðenda. Sem nægir ekki til að
dekka almenna markaðinn. Endan-
legar tölur 2019 liggja ekki fyrir en
óhætt virðist samt að álykta frá þeim
tölum sem þegar liggja fyrir um
nærri 23% afskráningu.
Af þessu leiðir að staðhæfing
Helga, yfirlögfræðings Landsvirkj-
unar, um að almenni markaðurinn
hafi notið upprunavottunar endur-
nýjanlegra orkugjafa, stenst þegar
horft er til áranna 2018 og 2019.
Tölur ársins 2017 eru ekki jafn skýr-
ar en gefa ef eitthvað er vísbendingu
um hið gagnstæða.
Enn um upprunaábyrgðir
Eftir Hilmar
Gunnlaugsson » Staðhæfing um að al-
menni markaðurinn
hafi notið upprunavott-
unar endurnýjanlegra
orkugjafa stenst þegar
horft er til áranna
2018 og 2019.
Hilmar Gunnlaugsson
Höfundur er hrl. og LLM
í orkurétti.