Morgunblaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 47
DÆGRADVÖL 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2020 „JÆJA FRÚ MÍN GÓÐ, NÚ SKALTU HALDA FYRIR VINSTRA AUGAÐ.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að deila sömu markmiðum. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann STUNDUM VELTI ÉG ÞVÍ FYRIR MÉR … ER ÞETTA ALLT OG SUMT? … ER EITTHVAÐ MEIRA? GAUR, Í ALVÖRU. ÉG VÆRI TIL Í ÁBÓT. ÓKEI, ÓKEI! DROTTINN MINN! SÝNDU MISKUNN! STRÁKAR, SKILJIÐ SKÍTUGU SKÓNA EFTIR VIÐ DYRNAR! Fjölskylda Kona Gunnars er Hilda Gunnvör Guðmundsdóttir, f. 22.10. 1940, hús- móðir. Þau gengu í hjónaband 30.3. 1963 og eru búsett í Reykjavík. For- eldrar hennar voru hjónin Guð- mundur Breiðfjörð Pétursson, stýri- maður, f. 28.8. 1914, d. 13.4. 1980 og Lydia Guðmundsdóttir, húsmóðir, f. 17.10. 1920, d. 23.5. 1993. Börn Gunnars og Hildu eru 1) Guð- mundur Örn, f. 6.1. 1963, fram- kvæmdastjóri, búsettur í Garðabæ. Maki: Dóra Kristín Sigurðardóttir framhaldsskólakennari. Barnabörn: a) Friðrik Kristjánsson, f. 1983, b) Sigurður Orri, f. 1989, c) Hilda Hrönn, f. 1991; 2) Ágúst Felix, f. 6.4. 1964, bakari, búsettur í Boston í Bandaríkjunum. Maki: Rósella Mosty, hönnuður. Barnabörn: a) Est- er Eva Hall, f. 1988, d. 2017, b) Aníta Mist, f. 2000; c) Tanya Líf, f. 2003; 3) Harpa Lydía, f. 29.6. 1968, skrif- stofumaður, búsett í Reykjavík. Bræður Gunnars: Hörður Felix- son, f. 25.10. 1931, d. 29.8. 2018, skrif- stofustjóri Tryggingamiðstöðv- arinnar hf., bjó á Seltjarnarnesi, og Bjarni Felixson, f. 27.12. 1936, fyrr- verandi íþróttafréttamaður, býr í Reykjavík. Foreldrar Gunnars voru hjónin Felix Pétursson, f. 7.2. 1900, d. 3.9. 1987, bókari í HF Hamri, og Ágústa Bjarnadóttir, f. 2.8. 1900, d. 3.10. 1978, húsmóðir. Úr frændgarði Gunnars Felixsonar Gunnar Felixson Sigurður Sigurðsson b. í Ásmúla í Holtum, af Bergsætt Sigríður Sigurðardóttir húsfr. í Sandhólaferju og í Rvík Bjarni Filippusson b. í Sandhólaferju í Holtum Ágústa Bjarnadóttir húsfreyja í Rvík Filippus Jónsson b. í Sandhólaferju Guðmundur Guðmunds- son kaup- maður og bæjarfulltr. í Rvík Ágúst Guðmunds- son verkam. í Rvík Svava Ágústsd. cand. phil. og húsfr. Sigurður Einarsson lögfr., forstj. Ísfélags Vestmannaeyja og form. bæjarráðs þar Ágúst Einarsson fyrrv. prófessor, rektor og alþm. Ólöf Einarsdóttir prófessor við Kaliforníuháskóla Guðrún Pétursdóttir húsmóðir í Keflavík Agnes Jóhannsdóttir leikkona Ágúst Ólafur Ágústsson alþingis- maður Margrét Jónsdóttir vinnukona í Eystri-Tungu í Landeyjum Felix Ásbjörnsson vinnum. á Stóru-Vatnsleysu Agnes Felixdóttir húsfr. í Stóru-Vatnsleysu og í Hafnarfirði Pétur Jóakimsson sjómaður í Stóru- Vatnsleysu og í Hafnarfirði Felix Pétursson bókari í Hamri hf. í Rvík Guðrún Erlendsdóttir húsfr. á Auðnum Jóakim Ámundason b. á Auðnum á Vatnsleysuströnd Guðný Guðmundsdóttir húsfreyja í Ásmúla Guðmundur Guðmundss. b. í Gröf í Ytri-Hreppi Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Guðspjalli hér greinir frá. Grind, sem neti fest er á. Erfitt löngum er að ná. Eignarhaldi lýsa má. Eysteinn Pétursson spyr, hvort ekki sé mark takandi á þessari: Rita guðspjall Markús mátti. Í marki einatt bolti lá. Settu marki sumir ná. Sauðfé markaðist þeim er átti. Harpa á Hjarðarfelli á þessa lausn: Markús guðspjallið á spjaldið þá reit. Spyrna oft liðin í markið fótbolta. Marki að ná erfitt er margur það veit. Markið er stúfrifa á báðum á Golta. Svona vill lausnin vera hjá Helga R. Einarssyni í þetta skiptið: Í Mark. er Máríá. Marki sótt er frá. Því erfitt er að ná. Eyrnamark ég á. Guðrún Bjarnadóttir svarar: Mikið vatn í Mark., 5:1. Í marki stendur Katrín Ósk og náði marki settu, sveitt. Sýlt bar markið rollan þrjósk. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Mark, hér guðspjall Markúsar. Mark er grind með neti á. Marki erfitt oft að ná. Eyrnamark um ræðir þar. Þá er limra: Ódæll var Eyjólfur Markan, um eðli hans vitnaði harkan og ör, sem hann bar, hann vínsvelgur var og vitaskuld ekkert að mark’ann. Síðan er ný gáta eftir Guðmund: Ef á fáu virðist völ, sem vekur glens og hlátur, þá er ágæt dægradvöl að dvelja um stund við gátur: Sjór á milli eyja er. Innst má finna hann í tré. Rák, sem hross á baki ber. Á blálandskeisaranum sé. Helgi R. Einarsson yrkir um „Kosti og galla“: Áfengið það léttir lund, líf og fjör ei heftir, gefur okkur gull í mund, sem gleymist daginn eftir. Og hér spyr Helgi: „Of trygg eig- inkona ?“: Með bónda sínum bjó ’ún, í blíðu og stríðu hló ’ún. Er karl fékk nó(g), kvaddi og dó, á sömu strengi sló ’ún. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af mér marka ég margan Klettagörðum 11 | 104 Reykjavík | Sími 568 2130 | verslun@et.is | Opið mánud.-föstud. kl. 8.00-18.00 Mikið úrval af KÖSTURUM OG AUKALJÓSUM fyrir allar gerðir bíla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.