Morgunblaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2020 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2019 Ford F-150 Lariat Sport Litur: Svartur, svartur að innan. FX4 offroad- pakki, Sport-pakki, bakkmyndavél, Bang & Olufsen hátalarakerfi, hiti í öllum sætum, hiti í stýri, fjarstart o.fl. 3,5 L Ecoboost (V6), 10-gíra, 375 hestöfl, 470 lb-ft of torque. VERÐ 12.770.000 m.vsk 2019 RAM Limited 3500 35” Litur: Pearl red/ Svartur að innan. 6,7L Cumm- ins Turbo Diesel, 400 hö, togar 1000 pund. Einn með öllu: RAM box, Aisin sjálfskipting, dual alternators 440 amps, loftpúðafjöðrun, upphitanleg og loftkæld sæti, hiti í stýri, sóllúga, nýr towing technology pakki. VERÐ 11.980.000 m.vsk 2020 Ford F-350 Lariat TREMOR Litur: Svartur/ Svartur að innan. Einnig í boði í Star White, Magnetic grey og Blue Jeans. Lariat með Sportpakka, Ultimatepakka og TREMOR-pakka. Innifalið í TREMOR-pakkanum er læst framdríf, 2” upphækkun að framan, 35” dekk, Drive mode stillingar, TREMOR demparar, minni svunta undir framstuðara, spes hækkað loftinntak og öndun á hásingum (framan og aftan) og millikassa. Sem sagt original stórkostlegur OFF ROAD bíll! Og svo auðvitað 2020 breytingin; nýr framendi, 475 hö, 1050 pund tog og 10 gíra sjálfskipting. ATH. ekki „verð frá“ 2020 Ford F-350 Lariat Sport Kominn með 10 gíra Allison sjálfskipt- ingu! Litur: Star white, svartur að innan, 6,7L Diesel ,475 Hö, 1050 ft of torque. Með Sport-pakka, Ultimate-pakka, FX4 offroad pakka, upphituð/loftkæld sæti, heithúðaðan pall, fjarstart, lyklalaust aðgengi, Bang Olufssen hljómkerfi, trappa í hlera. VERÐ 12.280.000 m.vsk ATH. ekki „verð frá“ Nánar upplýsingar gefur Ingimar í síma 6648080 eða email ingimar@ib.is Breska flugfélagið British Airways á í vök að verjast. Þetta tilkynnti Alex Cruz, framkvæmdastjóri félagsins, 45.000 starfsmönnum í orðsendingu sem bar fyrirsögnina „Afkoma Brit- ish Airways“. „Einhver okkar voru starfandi við flugið á tímum efnahagskreppunnar, HABL-faraldursins og 11. sept- ember,“ skrifaði Cruz í orðsendingu sinni. Sagði hann svo kórónuveiruna mun alvarlegra mál en allt framan- greint, stærðargráða hennar væri áður óþekkt. Afbókanir fleiri en bókanir Cruz sagði félagið sæta „gríðar- legu álagi“ vegna fylgifiska kórónu- veirunnar, ferðatakmarkana víða um heim og ofan á þær ótta fólks við að ferðast vegna faraldursins og ný- legt bann Bandaríkjaforseta við ferðum Evrópubúa til Bandaríkj- anna. Klykkti Cruz út með þeirri voveif- legu staðreynd að afbókanir flug- ferða væru fleiri en bókanir í kerfum BA næstu fjórar vikurnar. Bað hann samstarfsfólk sitt þess lengst allra orða að vanmeta ekki afleiðingar þessarar staðreyndar fyrir fyrir- tækið. British Airways væri einfald- lega nauðugur einn kostur að fækka starfsfólki. Engar tölur voru þó nefndar í því samhengi og fjöl- miðlum enn fremur neitað um þær. Fjöldi annarra flugfélaga er að komast á vonarvöl og Lufthansa, stærsta flugfélag Evrópu, tilkynnti í gær að það hygðist kyrrsetja tvo þriðju sinna 800 flugvéla. Fleiri afbókanir en bókanir AFP Farþegaþotur Alex Cruz, framkvæmdastjóri British Airways, fór ekki í grafgötur með alvarlega stöðu félagsins í orðsendingu til starfsmanna.  Fjárhagsleg brotlending BA í skugga faraldurs Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Danir loka landamærum sínum klukkan tólf í dag fyrir öllum sem ekki eiga brýnt erindi til landsins. Mette Frederiksen forsætisráðherra tilkynnti þetta á blaðamannafundi í gær. Ráðherra sagði landa sína feta ókunna stigu, enginn hefði reynt það sem þjóðin nú stæði frammi fyrir. Kvaðst Frederiksen ekki ganga þess dulin að aðgerðin væri óþyrmileg, hins vegar væri hún sannfærð um gildi hennar. Jeppe Kofod utanríkis- ráðherra hvatti Dani á ferðalögum til að leita heim tafarlaust. Trump þungt í skapi Í Bandaríkjunum voru kórónu- veirutilfelli orðin 1.832 miðað við tölur um miðjan dag í gær að evrópskum tíma. Tilkynnt hefur verið um lokanir skóla í sex ríkjum Bandaríkjanna í að minnsta kosti tvær vikur frá mánu- deginum nú eftir helgi. Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið þungt í skapi síðustu daga og meðal annars látið gremju sína bitna á demókrötum, en í ávarpi á fimmtudaginn sagði hann þá ekki hafa lyft fingri til aðstoðar gegn veirufaraldrinum. Sama dag fékk for- setinn að heyra að einn fylgdarmanna Jair Bolsonaro Brasilíuforseta, sem Trump fundaði með í Flórída nýlega, hefði greinst smitaður. Skólum lokað víða Í Frakklandi verður skólum lokað á mánudaginn og í Þýskalandi hyggjast staðaryfirvöld loka skólum í Bæheimi og Saarland fram yfir páska. Breska ríkisútvarpið BBC fjallaði í gær um áhrif veirufaraldursins á ferðaþjónustu víða um heim og hafði það eftir Alþjóðlega ferðamálaráðinu WTTC að allt að 50 milljónir starfa gætu glatast í heiminum. Gloria Gu- evara, framkvæmdastjóri ráðsins, sagði faraldurinn „verulega ógn“ við ferðaþjónustu, en samkvæmt tölum frá ráðinu má reikna með að sam- dráttur í ferðaþjónustu á árinu 2020 nemi allt að fjórðungi. Beinir WTTC þeim tilmælum til ríkisstjórna heimsins að leggja niður vegabréfsáritanir í þeim tilfellum sem hægt er, draga úr öllum „ónauðsyn- legum hindrunum“ á flugvöllum og í höfnum farþegaskipa, lækka ferða- tengda skatta á borð við flugvalla- skatta og veita fé til kynningar á áfangastöðum. Rifa seglin Skemmtiferðaskipaútgerðin Princ- ess Cruises hyggst leggja niður alla starfsemi í 60 daga eftir ýmis boðaföll, svo sem þegar eitt skipa útgerðar- innar var látið liggja í fimm daga úti fyrir strönd San Francisco eftir að 21 farþegi þess greindist með veirusmit. Loka Danmörku klukkan tólf  Hermenn vakta dönsk landamæri  Hvetja Dani á ferðalögum til heimfarar  Samdráttur í ferða- þjónustu heimsins talinn geta numið fjórðungi á árinu  Skemmtiferðaskipaútgerð rifar seglin í 60 daga Áhrif víða um heim » Yfir 137 þúsund smitaðir og yfir 3.300 látnir » Spánverjar lýsa yfir viðbún- aðarástandi » 25.000 taílenskir farar- stjórar eru án vinnu » Skólalokanir á Indlandi hafa áhrif á tugmilljónir nemenda » British Airways boðar fjölda- uppsagnir AFP Lokað Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði þjóðina fara um ókunna stigu, enginn þegnanna hefði reynt það sem Danir stæðu nú frammi fyrir. Hún kvað lokunina óþyrmilega en nauðsynlega. hefur aflýst fundum í næstu viku, sem voru á dagskrá hans, og ávarpaði hann kanadísku þjóðina frá heimili sínu í gær. Heilbrigðisstarfsfólk í Kanada vinnur nú að því að hafa sam- band við þá sem forsætisráðherra umgekkst síðustu daga vegna starfa sinna og athuga ástand þeirra. Ráð- herra mun afgreiða þau mál símleiðis sem hægt er. Fylgi leiðbeiningum yfirvalda Kanadíska ríkisstjórnin tilkynnti á miðvikudag að einum milljarði kan- adískra dollara, jafnvirði um 98 millj- Sophie Grégoire Trudeau, eiginkona kanadíska forsætisráðherrans Justin Trudeau, greindist með kórónu- veiruna í kjölfar heimsóknar til Lond- on og halda þau hjónin sig því heima við. Forsætisráðherra er einkennalaus, eftir því sem skrifstofa hans greinir frá, en ráðherrafrúin tók að finna fyrir flensueinkennum á miðvikudagskvöld- ið auk þess sem hún fékk vægan hita. Aflýsti fundum Í gær höfðu 103 tilfelli kórónuveiru greinst í Kanada. Forsætisráðherrann arða íslenskra króna, yrði varið til ráðstafana gegn kórónufaraldrinum þar í landi. Verður féð meðal annars nýtt til þess að efla rannsóknir á veir- unni og þróa bóluefni sem hrífur gegn henni. Sagði forsætisráðherra að stjórnin væri reiðubúin að ganga lengra í að- stoð sinni ef þörf krefði, en biðlaði um leið til kanadísku þjóðarinnar að fylgja þeim leiðbeiningum sem stjórnvöld hefðu gefið út og forðast í lengstu lög að íþyngja heilbrigðis- kerfi landsins meira en nauðsyn krefði. Kanadíska forsætisráðherra- frúin smituð af veirunni  Ríkisstjórnin veitir milljarð dala til varna og rannsókna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.