Morgunblaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2020 Snjallir íslenskir þýðendur hafa lengispreytt sig á að snúa forngrískumljóðum á ástkæra ylhýra málið. Þarmeð hafa þeir borið gríska menn- ingu til Íslands og um leið auðgað íslenska tungu. Sveinbjörn Egilsson þýddi kviður Hómers í óbundið mál af tærri snilld og átti þar með drjúgan þátt í að móta íslenskt rit- mál. Sveinbjörn sneri Ódysseifskviðu líka í ljóð undir fornyrðislagi en sonur hans, Benedikt Gröndal, lauk við verkið og þýddi Ilíonskviðu. Verk þeirra feðga eru órjúfanlegur hluti af íslenskum bók- menntum. Grímur Thomsen vann líka merkt þýðingastarf úr forngrísku og íslenskaði meðal annars drápur Pindars. Þær eru annálaðar – að ekki sé sagt alræmdar – fyrir að vera myrkar og djúpar en þó eru heiðríkir kaflar inn á milli sem Grímur bjó í sígildan íslenskan búning („Guða komið allt er undir hylli, / auður, frægð og snilld til munns og handa ...“). Þessir þýðendur voru mjög vel að sér í grísku en höfðu líka óviðjafnanleg snilldartök á íslensku máli. Frumkrafan hlýtur að vera að þýðandinn sé gagnkunnugur málinu sem hann þýðir úr, ekki síður en málinu sem hann þýðir á – móðurmálinu. Til að koma ljóðlist til skila í skáldlegum búningi er þó umfram allt mikilvægt að þýðandinn sé sjálfur vel skáldmæltur. Ekki hafa allir þýðendur úr forngrísku verið lærðir í því máli. Sá mikilvirki þýðandi, Helgi Hálfdanarson, lét ekki duga að ís- lenska leikrit Shakespeares heldur líka ótalmörg önnur stórvirki heims- bókmenntanna, þar á meðal grísku harmleikina, þótt ekki væri það úr frummálinu. Örlítið sýnishorn af málsnilld Helga er kórljóð úr harmleik Sófóklesar, Antígónu, þar sem sunginn er óður til Bakkosar (sem einnig var kallaður Díónýsos; Helgi ritar nafn guðsins með einföldu í). Eldkvikar stjörnur dansa dátt, Díónísos, ó, þér til sæmda. Hlæjandi söng á húmri nótt helgar þér öll þín vina-fjöld. Sýndu auglit þitt, sæli vættur, sonur himnanna! Reifar dísir dansinn vekja, svo dunar grund. Dýrð sé þér, Bakkos! Með hátignarlegum þýðingum Helga Hálfdanarsonar í bundu máli urðu grísku harmleikirnir að íslenskum bókmenntum. Áður hafði Jón Gíslason skólastjóri þýtt harmleiki úr grísku í óbundu máli, m.a. kór- ljóðið hér að ofan: „Heill þér, sem hinar eldi andandi stjörnur tigna með dansi, höfðingi nætursöngvanna, sannur sonur Seifs, birzt oss, ódauð- legi konungur. Kom ásamt hinum fylgispöku blótkonum þínum, sem fullar guðmóði dansa og syngja frammi fyrir þér alla nóttina og ákalla þig, hinn gæzkuríka Íakkhos [þ.e. Bakkos].“ Það sem á vantar í skáld- legum tilþrifum er hér bætt upp með vísindalegri nákvæmni. Jón var gríðarlega lærður í forntungunum en þýðingar hans eru ekki skáld- skapur. Þær eru hins vegar afar hjálplegar þeim sem vilja komast til skilnings á inntaki gríska frumtextans. Þannig er áhugavert að bera saman verk þýðenda sem nálgast viðfangefni sitt frá svo ólíkum sjónar- hóli. Gríska í íslenskum búningi Tungutak Þórhallur Eyþórsson tolli@hi.is Guð Vínguðinn Díónýsos, einnig nefndur Bakkos. Sennilega hefur enginn veikindafaraldur heltekiðþjóðina í jafn ríkum mæli og kórónuveiran nú íliðlega 100 ár eða frá því að „spænska veikin“svokallaða herjaði á þessa litlu þjóð frá því haustið 1918 og fram á árið 1919. Samkvæmt Wikipediu barst sá faraldur til Íslands með tveimur skipum, öðru frá Kaupmannahöfn og hinu frá Bandaríkjunum. Í byrj- un nóvember 1918 var talið að um þriðjungur Reykvík- inga hefði veikst og nokkrum dögum síðar að um tveir þriðju íbúa Reykjavíkur væru rúmfastir. Talið er að 484 Íslendingar hafi látist og þar af 258 í Reykjavík. Það eru vafalaust fleiri af kynslóð þess, sem hér skrif- ar, sem muna eftir umtali ömmu og afa um þá tíma. Nú er það ekki hið sögufræga skip, Botnía, sem kem- ur með faraldurinn frá Kaupmannahöfn heldur skíða- fólk, sem kemur til baka frá Ítalíu með flugvélum. Og veiran, sem fyrst lét til sín taka í Wuhan í Kína veldur ekki bara veikindum hjá fólki, heldur hefur hún sett allt á annan endann á fjármálamörkuðum um all- an heim. (Meðal annarra orða: hvers vegna notum við ekki orðið veiru í staðinn fyrir vírus? Þeir sem vilja kynna sér rökin fyrir því ættu að fletta upp stórkostlegri grein sem birtist í Frjálsri þjóð (málgagni Þjóðvarnarflokks Íslands) fyrir 60-70 ár- um eftir Vilmund Jónsson, landlækni, sem bar fyrir- sögnina Vörn fyrir veiru). Ófyrirsjáanlegir atburðir af þessu tagi geta breytt miklu. Hér á Íslandi höfum við horft fram á efnahags- lægð á næstu misserum, sem getur breytzt í djúpan öldudal vegna kórónuveirunnar. Sá öldudalur getur haft erfið áhrif á afkomu fólks og fyrirtækja og þar með þjóðarbúsins í heild. Og slík þróun getur svo aftur haft áhrif á pólitíkina og úrslit þingkosninga á næsta ári, hvort sem þær fara fram á vori eða hausti. En annað hefur þó sótt meira á hug greinarhöfundar að undanförnu heldur en flokkspólitísk áhrif veirunnar hér hjá þessari örþjóð og það er þetta: Við og við koma upp í samfélagsumræðum okkar hug- leiðingar um mikilvægi þess að þessi eyþjóð norður í höfum sé sjálfri sér nóg í framleiðslu matvæla og þurfi ekki að treysta á innflutning matvæla frá öðrum þjóðum. Sumir – og ekki sízt þeir sem hafa horn í síðu íslenzks landbúnaðar – telja þá sem þannig tala einhver fortíðar- fyrirbæri. Hið eina sem geti truflað samgöngur á milli landa nú á tímum séu stríð, og þá helzt stórstríð, sem ekki séu fyrirsjáanleg, og þess vegna þurfi ekki að leggja þá áherzlu á matvælaframleiðslu hér innanlands, auk þess sem hægt sé að fá kjöt frá útlöndum sem sé ódýrara. Þegar við hins vegar fylgjumst með áhrifum kórónu- veirunnar víða um heim verður væntanlega flestum ljóst að það er ekki bara stórstríð sem getur leitt til einangr- unar þeirra sem búa á þessari eyju. Stórir hluta Kína hafa verið lokaðir af undanfarnar vikur. Segja má að Ítalía sé nánast öll komin í sóttkví og a.m.k. tvö ríki ef ekki fleiri hafa lokað landamærum sín- um að Ítalíu og er þá átt við Austurríki og Slóveníu. Flugfélög hafa hætt tímabundið við flug til og frá Ítalíu og nú síðast hafa Bandaríkin lokað á heimsóknir frá Evrópu í 30 daga (að Bretlandi undanskildu). Ítalir hafa svo lokað ákveðin svæði af innan landsins frá öðrum landshlutum og þar með heft ferðafrelsi fólks. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, olli nokkru uppnámi fyrir skömmu þegar hún spurði hvers vegna við lokuðum Íslandi ekki fyrir fólki sem kæmi frá hættusvæðum. En nú er fólk byrjað að átta sig á að kannski hafi hún haft rétt fyrir sér. Og í brezkum fjölmiðlum er talað um að stutt geti verið í að Bretar verði að grípa til áþekkra ráðstafana og loka ákveðna lands- hluta af til þess að draga úr útbreiðslu veirunnar. Allt eru þetta vísbendingar um að talsmenn þess að við leggjum áherzlu á uppbyggingu og þróun landbún- aðar á Íslandi og verðum sjálfum okkur nóg um mat- vælaframleiðslu til sjós og lands hafi rétt fyrir sér. Al- veg eins og rafbílavæðingin hér er að komast á flug sem gerir það að verkum að innan nokkurra ára verða sam- göngur okkar ekki háðar innflutningi á eldsneyti. Það má heyra það á þeim sem fylgjast bezt með því sem er að gerast í landbúnaði okkar að margir þeirra hafa áhyggjur af hvert stefni á þeim vettvangi. Veiran sem æðir nú um allan heim ætti að sannfæra okkur um að við eigum að snúa þeirri þróun í landbún- aði við og þá er ekki bara átt við hinn hefðbundna land- búnað heldur eigum við að leggja stóraukna áherzlu á ræktun grænmetis og ávaxta sem við höfum aðstöðu til hér á landi. Fyrir um hálfri öld hvatti einn af ritstjórum þessa blaðs á þeim tíma, Eyjólfur Konráð Jónsson, til stórátaks í gróðurhúsarekstri og kann að hafa verið jafn forsjár í þeim efnum og á ýmsum öðrum sviðum þjóð- mála. Við eigum eftir að standa frammi fyrir alvarlegri af- leiðingum kórónuveirunnar en við höfum kynnzt nú þegar. Í gærmorgun var tilkynnt um samkomubann og lokun háskóla og framhaldsskóla og fleira kann að fylgja í kjölfarið. En veiran getur líka haft þau jákvæðu áhrif að við sjáum betur mikilvægi þess að við högum málum okkar á þann veg að við getum komizt af á þessari fallegu og einangruðu eyju norður í höfum þótt alls kyns veirur verði til þess að mannfólkið verði að draga úr endalaus- um þeytingi landa í milli. Við höfum nefnilega ekki náð tökum á veirunum. Um „spænsku veikina“ og veirur okkar tíma Mannfólkið hefur ekki náð tökum á veirunum. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Einn skarpskyggnasti stjórnmála-rýnandi Vesturlanda var franski aðalsmaðurinn Alexis de Tocqueville. Í frönsku byltingunni hafði langafi hans lent undir fallöxinni og foreldrar hans naumlega sloppið lifandi. Tocqueville taldi, að ekki yrði vikist undan því jafn- ræði, sem byltingarmennirnir boðuðu, en það yrði að vera jafnræðis frelsis, ekki ánauðar. Þess vegna ferðaðist hann árin 1831-1832 um Bandaríkin til að kynna sér skipulag, þar sem jafn- ræði virtist vera verulegt, án þess að frelsinu væri fórnað. Bandaríkjamenn kepptu ótrauðir að eiginhagsmunum, en virtust þó vera vel siðaðir. Vegna verkefnis, sem ég hef tekist á hendur, hef ég verið að endurlesa bók hans, Lýðræði í Vesturheimi, sem hann gaf út í tveimur bindum 1835 og 1840. Orð hans þar um eiginhagsmuni eiga enn erindi við okkur, en þau þýddi dr. Jó- hannes Nordal í Nýju Helgafelli árið 1956. „Lögmál eiginhagsmunanna, sé það rétt skilið, er ekki háleitt, en það er ljóst og öruggt. Það setur sér ekki stórfengleg stefnumið, en nær áreynslulítið þeim áföngum, sem það hefur sett sér. Allir geta lært það og munað, því að það er ekki ofvaxið skilningi nokkurs manns. Það nær auðveldlega miklu áhrifavaldi yfir mönnunum vegna þess, hve dásam- lega það samræmist veikleikum þeirra. Og vald þess er ekki hverfult, því að það skákar hagsmunum ein- staklinganna hvers gegn öðrum, en beitir sömu meðulum til að stjórna ástríðunum og æsa þær. Lögmál eig- inhagsmunanna hvetur menn ekki til stórkostlegrar sjálfsafneitunar, en það bendir þeim daglega á smáa hluti, sem þeir geta neitað sér um. Eitt sér gerir það menn ekki dygðuga, en það þjálfar fjölda manna í reglusemi, hófsemi, for- sjálni og sjálfstjórn; og þótt það beini vilja manna ef til vill ekki beint á dygð- arinnar veg, dregur það þá þangað samt smám saman með valdi vanans. Ef lögmál eiginhagsmunanna væri alls ráðandi í heimi siðferðisins, mundu framúrskarandi dygðum vafalaust fækka, en hins vegar mundi hin lægsta spilling einnig verða sjaldgæfari. Lög- mál eiginhagsmunanna kemur ef til vill í veg fyrir, að menn rísi hátt yfir meðbræður sína, en það stöðvar og heldur í skefjum fjölda annarra manna, sem ella mundu sökkva djúpt niður. Lítum á nokkra hina allra bestu menn, þeim fer aftur vegna áhrifa þess, en lítum á allt mannkyn, því fer fram.“ Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Lögmál eigin- hagsmunanna Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Bio-Kult Pro-Cyan Við þvagfærasýkingum ● Háþróuð þvívirk formúla gegn þvagfærasýkingum ● Útvaldir gerlastofnar ● Trönuberjaþykkni ● Inniheldur A-vítamín sem stuðlar að viðhaldi eðlilegrar slímhúðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.