Morgunblaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2020
✝ Magnús Ás-geir Lárusson
fæddist í Svínafelli
í Öræfum 24. júní
1925. Hann lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Skjólgarði
miðvikudaginn 4.
mars 2020.
Foreldrar hans
voru Lárus Magn-
ússon frá Svína-
felli í Öræfum og
Ingunn Björnsdóttir frá
Gauksstöðum, Norður-
Múlasýslu. Systkini Magnúsar
eru Sigurður Lárusson, f. 12.
nóvember 1923, d. 8. apríl
1950, og Laufey Lárusdóttir, f.
14. ágúst 1927.
Eiginkona Magnúsar var
Svafa Jóhannsdóttir, fædd á
Höfn 15. september árið 1924.
Hún lést 6. nóvember 1994.
Börn Magnúsar og Svöfu eru:
Guðbjörg, f. 5. júlí 1948. Sig-
föður Magnúsar sem systkini
hans þau Sigurður og Laufey
höfðu séð um ásamt foreldrum
sínum. Þau Magnús og Svafa
gengu í hjónaband 29. nóvem-
ber 1951. Þau voru að mestu
með fjár- og kúabúskap á Bölt-
anum en Magnús átti einnig
vörubíl sem hann notaði í
flutninga yfir Skeiðará á með-
an hún var enn óbrúuð en
einnig notaði hann bílinn við
bústörfin og við vegagerð.
Einnig hafði Magnús gaman af
hestamennsku og t.a.m. átti
hann og ræktaði litförótt
hross. Magnús vann einnig til
sjós á yngri árum. Barnabörn-
in Ásgeir sonur Sigríðar og
Magnús Örn sonur Hrefnu ól-
ust upp á Svínafelli hjá þeim
hjónum. Þau hjónin bjuggu á
Böltanum allt til ársins 1994
þegar Svafa lést eftir stutta
sjúkdómslegu. Þá fluttist
Magnús á Höfn en þar höfðu
þau hjónin átt íbúð en á Höfn
hafði hann verið á vertíðum.
Magnús dvaldist á hjúkrunar-
heimilinu Skjólgarði frá árinu
2017.
Útför Magnúsar hefur farið
fram frá Hofskirkju.
ríður, f. 22. októ-
ber 1949, d. 18.
mars 2014. Auður
Lóa, f. 7. mars
1953. Inga Ragn-
heiður, f. 27. októ-
ber 1954. Hrefna,
f. 1 maí 1956.
Erna, f. 1. maí
1956, d. 3. apríl
1958. Óskar Krist-
inn Magnúss, f. 14.
mars 1962, d. 10.
mars 1971. Einnig eignuðust
þau andvana dreng 7. mars ár-
ið 1968.
Börnin eru því átta talsins,
barnabörnin 14 og barnabörn-
in eru 22.
Magnús ólst upp á Bölta í
Svínafelli í Öræfum. Ung að
árum felldu þau Svafa Jó-
hannsdóttir hugi saman. Þau
hófu búskap á Litla-Hofi en
fluttust árið 1950 á Bölta í
Svínafelli og tóku þar við búi
Kæri afi.
Ég naut þeirra forréttinda að
alast upp í sveitinni okkar og þar
af leiðandi svo nálægt ömmum
mínum og öfum sem bjuggu þar
öll. Einnig var ég svo heppinn
þegar ég var yngri að vera sendur
í pössun til ykkar ömmu á Bölt-
ann þegar foreldrar mínir þurftu
að bregða sér af bæ. Maður var
heldur betur í góðum höndum hjá
ykkur og ekki skemmdi fyrir að
minn besti vinur og frændi,
Magnús Örn, ólst upp hjá ykkur.
Þess vegna leiddist manni aldrei
hjá ykkur því nóg höfðum við fyr-
ir stafni.
Það voru ófáar ferðirnar farnar
niður meðfram Skógarlæknum í
Svínafelli þar sem við Magnús
Örn fylgdum hvor sínum litla
heimasmíðaða trébátnum fljóta
niður lækinn í kapp við hvor ann-
an. Afi hafði þá hjálpað okkur að
smíða þessa báta en hann var
góður smiður hvort sem smíðað
var úr timbri eða járni. Bátarnir
urðu fleiri og fleiri í gegnum tíð-
ina í þeirri von að annar bátur
væri hraðskreiðari en sá fyrri. Og
hverjum einasta bát var gefið
nafn.
Einnig spiluðum við frændur
fjöldamarga handboltaleiki gegn
hvor öðrum á ganginum í Bölt-
anum. Hver leikur var upp í 100.
Þá kom það oftar en ekki fyrir að
skotið var í loftljósin á ganginum,
í fataskápshurðina á öðrum enda
gangsins eða í hurðina inn í bíl-
skúr á hinum enda gangsins svo í
glumdi. Þó urðu engar skemmdir
á innanstokksmunum að mig
minnir en maður beið alltaf eftir
ávítunum um að fara hætta þessu
en aldrei komu þær. Kannski
heyrðuð þið ekki alltaf hvað gekk
á en þolinmæði ykkar ömmu
gagnvart þessu var greinilega
mikil.
Það er mér líka minnisstætt
þegar þú kenndir okkur Magnúsi
Erni bændaglímu úti á miðju túni
fyrir framan Böltann og ég man
vel hvað þú hafðir mikla ánægju
af því að horfa á okkur frændur
kljást í þessari tignarlegu íþrótt.
Þó að þú hafir verið frekar al-
vörugefinn maður var alltaf stutt í
húmorinn hjá þér og þú hafðir yf-
irleitt svör á reiðum höndum. Ég
man þegar við Fríða heimsóttum
þig á Skjólgarð um jólin seinustu.
Þá varst þú sofandi í rúminu og
hjúkrunarkonan fylgdi okkur inn
til þín. Hún ýtti við þér og sagði
að það væru komnir gestir til þín.
Þú spurðir hana til baka án þess
að gera þig líklegan til að reisa
þig við og án þessa að líta upp:
„Hver er nú það?“. Hjúkrunar-
konan svaraði: „Viltu nú ekki
reisa þig við og athuga það?“ og
sagði síðan í framhaldi „þetta er
nú hann Björgvin barnabarnið
þitt“. Og þá stóð ekki á svari frá
þér afi: „Er hann eitthvað merki-
legur?“
Að lokum vill ég þakka þér fyr-
ir allar samverustundirnar og alla
þá fallegu hluti sem þú gafst okk-
ur, hluti sem þú smíðaðir sjálfur
af svo mikilli natni. Þessir hlutir
eins og standborðið, klukkan og
göngustöngin eru mér svo kærir
og verða mér ennþá kærari og
verðmætari hér eftir. Ég efast um
að ég eigi eftir að tíma að nota
göngustöngina mína aftur héðan í
frá þótt ég viti að hún mundi end-
ast langt umfram minn göngufer-
il.
Þótt erfitt sé að kveðja er ég á
því þú hafir verið tilbúinn að yf-
irgefa þetta jarðlíf og halda á vit
næstu ævintýra, sérstaklega þar
sem þið amma hafið verið aðskilin
allt of lengi.
Hvíl í friði, elsku afi.
Björgvin Óskar.
Hinn ágæti afi minn, Magnús
Á. Lárusson, bóndi á Bölta í
Svínafelli í Öræfum, lést hinn 4.
mars síðastliðinn á nítugasta og
fimmta aldursári. Kona hans, hún
amma mín, var Svafa Jóhanns-
dóttir og hef ég þann heiður að
bera nöfn þeirra sómahjóna og
heiti Svavar Magnús. Ég ólst upp
á Hofi en kom oft til þeirra með
mömmu þegar hún tók okkur
systkinin í sunnudagsrúnt í
Svínafell. Einnig gisti ég nokkr-
um sinnum þar þegar foreldrar
mínir þurftu eitthvað að bregða
sér af bæ og þar var einnig leik-
félagi á sama aldri, Ásgeir frændi,
sem ólst upp hjá þeim. Afi var
hörkukarl, bóndi og vatnamaður,
veiddi fugla og fór í sel. Afi var
ákveðinn í skoðunum og fylgdi
ávallt Sjálfstæðisflokknum og lík-
lega sá eini lengi vel, maður vissi
alltaf hvar maður hafði hann. Ég
hugsa að honum hafi ekki leiðst
að vera annarrar skoðunar en
sveitungarnir, hann málaði sín
þök græn þegar allir hinir voru
með þau rauð, hans dráttarvél var
David Brown (ætli ekki eitthvert
íhaldsfyrirtæki hafi flutt hana
inn) meðan hinir voru á Ferguson
og hann keyrði á Austin Gipsy
meðan hinir voru á Land Rover.
Svo átti hann ægilegan trukk,
Reo Studebaker, sem hann notaði
til flutninga yfir Skeiðará og aðr-
ar jökulár, einnig var hann not-
aður í bústörfin og vegagerð.
Þegar afi var ungur fékk hann
slæmsku í magann og var til
lækninga í Reykjavík og á meðan
sáu Ari og Guðjón á Hofi um bú-
skapinn. Meðan á þessu stóð þoldi
hann ekki saltaðan og reyktan
mat og var ráðið frá því af lækn-
um að borða hann en það var ekki
hentugt í Öræfum á þessum ár-
um, um miðja seinustu öld. Því
tóku Svínfellingar sig saman og
byggðu sameiginlegt frystihús
þannig að hægt var að frysta kjöt
og fisk. Afi náði sér svo alveg á
þessu og naut þessi að borða salt
og reykt. Ætli það hafi ekki verið
heimanmundur mömmu að fá að
frysta kjöt í frystihúsinu eftir að
hún flutti á Litla-Hof.
Afi hafði alla tíð gaman af
dansi, ljóðum og söng og gátu
menn gengið að því vísu að hann
kunni nánast alla texta. Eftir að
hann kom á Höfn söng hann í
Gleðigjöfunum, kór eldri borgara,
og hafði hann gaman af því og
vildi að vandað væri til söngsins.
Seint þreyttist hann á að mæra
stjórnanda kórsins, Guðlaugu
Hestnes, sem mun spila yfir hon-
um þegar hann verður kvaddur.
Eitt sinn þegar varðmaður ís-
lenskar náttúru í Skaftafelli leit
út á sand á vormánuðum 2011 sá
hann að bíll keyrði upp varnar-
garðana vestan við Skeiðará.
Hann taldi þetta einhvern túrista
á villigötum þannig að hann brun-
aði út eftir og upp garðana og náði
viðkomandi, sem hann þekkti
ekki þá, og sagði honum að þarna
mætti ekki aka. Viðkomandi sagði
að hann hefði byrjað að aka þarna
löngu áður en eftirlitsmaðurinn
hefði fæðst og núna þegar hann
væri orðinn 85 ára taldi hann ekki
taka því að breyta því. Starfsmað-
ur þjóðgarðsins sá að þessum
manni myndi hann ekki breyta,
það var því ákveðið að þetta yrði
svona óbreytt og kvöddust þeir
með virktum og mátu hvor annan
að meiri eftir það.
En það fór ekki á milli mála að
vænt þótt honum um mann og
handtakið var ávallt hlýtt og
traust.
Þökk fyrir allt og allt.
Svavar Magnús
Sigurjónsson.
„Hér er fólkið mitt,“ sagði
Maggi frændi. Við stóðum í
kirkjugarðinum á Hofi við leiði
Svöfu Jóhannsdóttur, eiginkonu
hans, og í kring voru grafir
tveggja barna þeirra, sem dóu
ung, foreldra hans og föðursyst-
ur. Þetta var í síðustu ferð okkar
saman um Öræfasveitina þar sem
óblíð náttúran og frændsemin
tengdu íbúana sterkum böndum.
Allt það fólk var raunar fólkið
hans.
Lára Pálsdóttir, móðir mín, og
Magnús Ásgeir Lárusson voru
systkinabörn. Örlögin höguðu því
svo til að þau ólust upp saman á
Böltanum í Svínafelli þar sem afi
þeirra og amma höfðu búið og for-
eldrar hans bjuggu síðan. Magn-
ús og Svafa tóku svo við búskapn-
um á Böltanum og þangað fór ég
níu ára gamall vorið 1958 til sum-
ardvalar, þeirrar fyrstu af mörg-
um.
Það var fjölmenni og fjör á
sumrin í Svínafelli. Á bæjunum
þremur voru stórar fjölskyldur,
sumarbörn og gestir. Öflugt ungt
fólk var í forystu og sem óðast að
taka upp nýja búskaparhætti.
Þau byggðu og breyttu, ruddu og
ræktuðu, steyptu og stækkuðu.
Þau virkjuðu til hita og ljósa og
byggðu frystihús. Með Magnúsi
hverfur síðasti fulltrúi þeirrar
kynslóðar.
Magnús var fríður maður með
sterka nærveru. Unga fólkinu í
minni fjölskyldu fannst hann
flottur. Þau líktu honum gjarnan
við einhverja kvikmyndahetjuna.
Hann hafði fallega rödd, þýða en
hljómmikla. Hann hafði hlýlega
en hiklausa framkomu og var
óhræddur við að segja sína mein-
ingu. Magnús var hörkuduglegur
og leiddist droll. Samhliða nútím-
anum, vélvæðingu og nýbygging-
um, hélt hann við ýmsum háttum
gamla tímans. Hann byggði
stundum útihús úr grjóti, torfi og
rekavið. Og hann smíðaði skeifur,
lamir og hurðakrækjur í eld-
smiðjunni.
Móðir mín sendi mig ekki út í
óvissuna. Hún bar óskorað traust
til „Magga fósturbróður“ eins og
hún kallaði hann gjarnan. Hann
var þess verður. Hann var kjark-
aður en gætinn og ég fylgdi hon-
um óhræddur, hvort sem var úti í
miðjum árós í selveiði á Svína-
fellsfjöru, í niðdimmri þoku í
Hvannadal í tófuleit eða í smala-
mennsku á Sandinum með
Skeiðará bullandi um bógana á
hestunum.
Kjarkurinn og gætnin fylgdu
honum. Þegar vinnu við brúna yf-
ir Fjallsá lauk sumarið 1962
keypti Magnús trukk af Vega-
gerðinni. Þar með hófst rúmlega
áratugar langt framlag hans til að
rjúfa einangrun Öræfanna, sveit-
arinnar milli sanda. Hann tók
meðal annars að sér að dreifa um
sveitina eldsneyti, sem látið var
renna um hengileiðslu frá eystri
árbakkanum yfir óbrúaða Jök-
ulsá á Breiðamerkursandi. Á
Skeiðarársandi fylgdi hann farar-
tækjum og ferjaði fólk, vörur og
bíla yfir árnar þar til lokið var við
brúarframkvæmdir sumarið
1974. Hann gjörþekkti vötnin og
vöðin. Ef þeir frændurnir, hann
og Jón í austurbænum í Svína-
felli, sem ók skriðbeltatækinu
Drekanum, komust ekki yfir þau í
félagi, var það engum fært nema
fuglinum fljúgandi.
Magnús skilur eftir sig mörg
spor og stóran og sterkan ætt-
stofn. Dætur þeirra Svöfu og fjöl-
skyldur þeirra hafa haldið uppi
merkinu í sveitunum undir jökl-
inum. En nú er hann lagstur til
hinstu hvílu í garðinum á Hofi.
Hjá fólkinu sínu.
Guðmundur Einarsson.
Magnús Ásgeir
Lárusson
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Sigurður Bjarni Jónsson
umsjón útfara
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Elsku systir mín,
ÁSDÍS TORFADÓTTIR KELLER,
Dídí
lést í North Tonawanda miðvikudaginn
11. mars.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristín Guðrúnar Torfadóttir
Elskaður eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir,
tengdafaðir og afi,
ÞÓRARINN JÓHANNESSON,
Tolli, lögreglumaður,
Fífuhvammi,
Svalbarðsstrandarhreppi,
lést á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri 11. mars.
Útför verður ákveðin síðar.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Líknar- og hjálparsjóð
Landssambands lögreglumanna.
Hægt er að leggja inn á reikning 0303-26-57970 kt.
540574-0149.
Einnig er hægt að kaupa minningarkort frá sjóðnum hjá
skrifstofu Landssambands lögreglumanna.
Anna Fr. Blöndal
Anna Borg Elsudóttir Vigfús Ólafur Bjarkason
Agnes Björk Blöndal Eiríkur Haukur Hauksson
Jónas Friðrik Blöndal
Elísabet Blöndal Daníel Daníelsson
barnabörn
Okkar ástkæri
JÚLÍUS PETERSEN GUÐJÓNSSON
lést miðvikudaginn 11. mars.
Gunnar Júlíusson Sólrún Alda Sigurðardóttir
Katrín Hulda Júlíusdóttir Árni Emil Bjarnason
Ragna Júlíusdóttir Ólafur Már Jóhannesson
Chandrika Gunnarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
HULDA BÁRA JÓHANNESDÓTTIR
Bára,
frá Ytri-Rauðamel,
síðast til heimilis að Gullsmára 9,
Kópavogi,
lést á Grund 1. mars.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Píeta samtökin.
Jóhannes Gestur Friðrikss. Lovísa Shen
Bára B. Shen Jóhannesd.
Elísabet B. Shen Jóhannesd. Jón Axel Jónasson
Gréta Bogadóttir
Þorsteinn Már Bogason