Morgunblaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2020 ✝ Karl Pét-ursson Riba fæddist í Lundi í Svíþjóð 22. desem- ber 1971. Hann lést 25. febrúar 2020. Foreldrar hans eru Pedro Riba læknir og Hrafn- hildur Schram, listfræðingur og rithöfundur, en fyrir áttu þau dótturina Hrafndísi Teklu, sál- fræðing. Fjölskyldan flutt- ist heim til Íslands árið 1976. Karl, sem fæddist með Downs- heilkenni, þroskaðist og naut lífsins á sinn hátt. Síðustu 30 árin var hann til heimilis í Fögruhlíð, Skálat- úni í Mosfellsbæ, þar sem hann naut ein- stakrar ástar og umhyggju. Útför hans fór fram 11. mars 2020. Nú er Karl Pétursson, sem aldr- ei var kallaður annað en Kalli, genginn. Ég hitti hann fyrst á heimili foreldra hans, Hrafnhildar Schram og Pedro Riba, í Lundi í Svíþjóð árið 1973, en Kalli var þá á öðru ári. Ég man alltaf að það sló mig hvað hann og stóra systir hans, Hrafndís Tekla, voru ólík. Tekla hafði hið spænskættaða yfirbragð föður síns, var með hrafntinnu- svart hár og stór græn augu, en Kalli hafði hið ljósa yfirbragð móð- ur sinnar, var bláeygður eins og hún, með fíngerðu andlitsdrættina og fínlegu beinabyggingu hennar. Hann erfði líka hinar fallegu hend- ur móður sinnar. Ég fylgdist með uppvexti Kalla og lífsferli, að mestu leyti úr fjarska, en ég eyddi tíma með hon- um og móður hans í nær hvert skipti sem ég dvaldi á landinu. Kalli var einstakur persónuleiki og hafði sinn sérstaka stíl. Hann erfði fag- urkeragenið frá móður sinni og hafði ákaflega gaman af því að vera vel til fara. Hann sýndi ánægju sína yfir því að vera fallega klædd- ur með því að strjúka stoltur fötin sín og brosa út í eitt, en Kalli átti erfitt með að tjá sig á mæltu máli. Kalli var léttur og lipur í hreyf- ingum og hafði ákaflega gaman af því að dansa, og hafði mikla unun af tónlist. Þau voru ekki fá dansi- böllin, þar sem Kalli var á dansgólf- inu allt kvöldið. Kalli var tíður gest- ur í sundlaugunum, hann var vel syndur og hafði mikla unun af frelsinu sem fólst í því að geta smeygt sér í gegnum vatnið eins og selur. Hann skemmti sér líka vel í vatnsrennibrautinni. Kalli var mik- ill matmaður og elskaði fátt meira en gott kaffi og sætabrauð. Kalli var einlægur og ljúfur í lund og alltaf var stutt í brosið, en hann átti líka sínar erfiðu stundir. Með aldrinum fór honum að hraka líkamlega og hann átti um tíma erf- itt með gang vegna veikinda í mjöðm. Þegar hann missti máttinn átti hann það til að fyllast kvíða og undir lokin vildi hann lítið fara, fann öryggi og frið í sambýlinu í Skálatúni, þar sem hann dvaldi um árabil. Þar var að honum hann búið og vel um hann hugsað og Mos- fellssveitin varð hans heimabyggð. Og í dag mun hann kveðja fal- legu sveitina sína og þennan heim frá kirkjunni í Lágafelli. Við fjölskyldan á Kaliforníu- strönd sendum fjölskyldu Kalla og vinum hans okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Inga Dóra Björnsdóttir. Karl Pétursson Riba ✝ Ardís GuðrúnKristjánsdóttir fæddist á Heimabæ á Hvallátrum í Rauðasandshreppi 14. apríl 1931. Hún lést 22. febrúar 2020 á Hrafnistu í Hafnarfirði. Foreldrar Ardís- ar voru hjónin Kristján H. Sig- mundsson bóndi, f. á Hvalskeri Patreksfirði 6. sept. 1889, d. 4. nóv. 1976, og Sigríður Eggertsdóttir hús- móðir, f. á Heimabæ á Hval- látrum í Rauðasandshreppi 12. okt. 1900, d. 17. nóv. 1981. Ar- dís var sjöunda í röð tíu systk- ina. Systkini Ardísar: Ragn- heiður, f. 1917, d. 1982, Gísli, f. 1921, d. 2011, Ingibjörg Krist- ín, f. 1923, d. 2005, Eggert Halldór, f. 1925, Hulda, f. 1926, d. 2019, Sigurður Ágúst, f. 1929, d. 2011, Kristín Hrefna, f. 1932 d. 2017, Einar Sigmundur, f. 1936, d. 2017, og Jóna Mar- grét, f. 1941. Ardís giftist 2. apríl 1955 Valtý Eyjólfssyni vélfræðingi, f. á Lambavatni á Rauðasandi f. 11. júní 1930. Foreldrar hans mundsdóttur, f. 2. júlí 1960. Synir Sigurðar og Sivjar: Andri Rúnar, f. 15. maí 1989, í sambúð með Petru R. Rúnars- dóttur, f. 1993, Frank Heiðar, f. 31. mars 1997, og Valtýr Þórður, f. 17. maí 1999. Sonur Sivjar: Ásgeir Daníel Sæ- mundsson, f. 31. ágúst 1984. Sambýliskona Ásgeirs: Auður Sigurkarlsdóttir, f. 1989. 3) Bylgja, f. 30. maí 1966, í sam- búð með Jóhanni Sigurþórs- syni, f. 22. feb. 1965. Börn Bylgju og Jóhanns: Ragnheið- ur, f. 29. des. 1989, og Óskar Daði, f. 14. sept. 1995. Sam- býliskona Óskars: Þorgerður Brá Traustadóttir, f. 1995. Ardís ólst upp á Hvallátrum en fór til Reykjavíkur 1946 og var þar í vist tvo vetur. Sam- hliða vistinni sótti hún saum- anámskeið og vann eftir það á saumastofum með hléum allt til ársins 1961. Árið 1976 hóf Ar- dís störf á Vífilsstöðum og vann þar alls í 21 ár. Ardís varði kröftum sínum fyrst og fremst í umönnun og uppeldi barna sinna og heimilisstörf. Ardís var lagin við hannyrðir og prjónaði og saumaði á börn sín og barnabörn meðan henni entist heilsa til. Ardís og Val- týr fluttust árið 1963 í Garða- bæ og bjuggu þar er þau flutt- ust á Hrafnistu Hafnarfirði í mars 2019. Útför Ardísar fór fram 6. mars 2020. voru hjónin Sveinn Eyjólfur Sveins- son, kennari og vélstjóri, f. á Lambavatni á Rauðasandi 14. okt. 1885, d. 8. febr. 1941, og Vil- borg Torfadóttir húsfreyja, f. í Kollsvík Rauða- sandshreppi 5. júní 1896, d. 12. sept. 1987. Börn Ardísar og Valtýs eru: 1) Eyjólfur Vilbergur, f. 3. ágúst 1955, kvæntur Ludene Valtýsson, f. 29. jan. 1967. Börn þeirra: Thomas Valtýr, f. 23. júní 2000, og Ardís, f. 20. maí 2005. Dóttir Ludene: Heibri-Ann Hendricks, f. 1984. Hún á þrjá syni. Fyrri kona Eyjólfs er Guðrún Matthías- dóttir f. 3. jan. 1959. Dætur þeirra: Tinna, f. 24. sept. 1980, Hrafnhildur, f. 25. mars 1984, og Bryndís, f. 2. sept. 1989. Sambýlismaður Bryndísar er Rúnar J. Hermannsson, f. 1987. Sonur þeirra: Kári, f. 15. sept. 2016. Dóttir Rúnars: Ásdís Björk, f. 2010. 2) Sigurður Heiðar, f. 30. júní 1962, í sam- búð með Siv Elísabeth Sæ- Ardís (Adda) systir mín fæddist á vordegi 1931, dökk á brún og brá. Systkinin voru þá orðin sjö, börn Sigríðar og Kristjáns á Heimabæ, þrjú áttu eftir að bætast í hópinn. Adda ólst upp með foreldrum sínum, systkinum, móðurömmu og frændfólki í móðurætt á Heimabæjarjörðinni. Frænd- systkinin ólust nánast upp sem systkini. Adda var fljótt liðtæk við ýmis sveitastörf en skemmti- legast þótti henni að hjálpa mömmu sinni við heimilisstörf- in. Henni gekk vel í námi, en barnakennsla var á Látrum. Árið 1946 fór Adda ásamt Gróu frænku sinni til Reykja- víkur. Báðar réðust í vist á góð- um heimilum. Nokkur eldri systkinin frá Heimabæ voru þá komin suður. Eggert bróðir okkar, sem vann í prjónaverk- smiðjunni á Álafossi, hafði milligöngu um að Adda var ráð- in á heimili Sigurjóns forstjóra og Sigurbjargar konu hans. Vistin var góð hjá frú Sigur- björgu, sem reyndist Öddu vel og hvatti hana meðal annars til að sækja saumanámskeið. Þegar ég fluttist til Reykja- víkur bjuggu þau hjónin Adda og Valtýr í risíbúð á Grett- isgötu. Ég var heppin að fá leigt herbergi á sama stað og var nánast í heimili hjá þeim. Þau voru þá búin að eignast son sinn Eyjólf, Valtýr var í námi og Adda vann langan vinnudag á saumastofu Álafoss. Það var gestkvæmt hjá þeim hjónum í litlu íbúðinni, bæði voru þau glaðlynd og fé- lagslynd og fannst gaman að hitta fólk. Á þessum árum voru flest systkini mín flutt suður, nokk- ur þeirra búin að stofna heimili og bjuggu flest í göngufæri. Það var mikill samheldni hjá okkur systkinunum og á sunnu- dögum var oft farið í strætó til Hafnarfjarðar í heimsókn til Huldu systur og fjölskyldu hennar. Adda var einstaklega dugleg kona og allt sem hún gerði vann hún vel. Hún saumaði fal- legar flíkur, saumaði t.d. ferm- ingarkjólinn minn, hún prjón- aði, eldaði ljúffengan mat og bakaði gómsætar kökur. Henni féll aldrei verk úr hendi. Í öll ár hef ég verið í nánu sambandi við Öddu og Valtý, ég borðaði þar ófáar máltíðir og var hjá þeim á aðfangadags- kvöld áður en ég stofnaði eigið heimili. Eins voru foreldrar okkar hjá þeim á aðfangadags- kvöld eftir að þau fluttust til Reykjavíkur. Börnin okkar eiga góðar minningar frá því þau voru í pössun hjá Öddu og Valla í Breiðási. Það var ánægjulegt að fá þau hjón í heimsókn til Svíþjóðar og eru margar góðar minningar frá þeim tíma. Gamli bærinn á Heimabæ er horfinn, en það var sameigin- legt átak okkar systkinanna og fjölskyldna að reisa sumarhús á bæjarstæðinu. Það var stórt og skemmtilegt verkefni og áttu Adda og Valtýr stóran þátt í að það komst í framkvæmd. Við systkinin og fjölskyldur okkar höfum notið þess að dveljast þar á sumrin í meira en 30 ár. Sumarhúsið Heimabær er mik- ill griðastaður og ég er þakklát góðu sambandi næstu kynslóð- ar sem nú hefur tekið við rekstrinum. Við Eggert erum nú tvö eftir af stóra systkinahópnum, það er sárt að horfa á eftir systk- inum okkar tínast burtu og skammt stórra högga á milli, Hulda dó á síðasta ári og Einar og Hrefna dóu 2017. Við Hörður vottum Valtý og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Jóna Margrét Kristjánsdóttir. Lygnt geymir vatnið leið mína yfir fjallið, felur hana rökkri og ró í nótt. Vær geymir svefninn söknuð minn í lautu, með degi rís hann aftur úr djúpsins ró. Þetta saknaðarljóð Snorra Hjartarsonar heitir Hvíld, sem gerir það svo viðeigandi í upp- hafi örfárra kveðjuorða um hana Öddu okkar, sem hefur nú fengið hvíldina og samein- ast ljósinu eilífa. Adda var mér og systkinum mínum sem önnur móðir, enda ein besta vinkona mömmu okk- ar og alltaf tilbúin að hlaupa undir bagga með henni þegar þörf var á slíku, sem var raun- ar nokkuð algengt. Þær voru reyndar svo áþekkar að mörgu leyti að við börnin fundum lít- inn mun á því að vera heima eða hjá Öddu og Valda. Mat- seldin þeirra vinkvenna var svipuð og heimilisbragurinn áþekkur, meira að segja pönnukökurnar þeirra voru trúlega bakaðar eftir sömu uppskrift. Fjölskyldurnar voru mjög nánar að öllu leyti, eig- inmennirnir báðir til sjós þeg- ar þau hófu búskap og eig- inkonurnar þurfandi fyrir stuðning og félagsskap hvor af annarri. Þær vinkonurnar fylgdust að á meðgöngunni um miðjan sjötta áratuginn, þegar mamma gekk með mig og Adda með Eyjólf. Svo náin voru tengslin að þær lágu sam- an á sæng, því einungis liðu þrír sólarhringar frá því ég leit dagsins ljós þar til Eyjólfur kom í heiminn. Fyrstu árin vorum við því mikið til alin upp hlið við hlið. Pabbi og mamma bjuggu þá á Lindargötu og Adda og Valdi á Grettisgötu og þegar þau fluttu á Ægissíðu vorum við flutt á Lynghagann. Seinna meir, þegar Adda og Valdi fluttu í Garðabæ, fórum við í Kópavog, og alltaf var stutt á milli þessara bæja og heimsóknir tíðar. Raunar fylgdust þær vinkonurnar aft- ur að á meðgöngunni með yngstu börnin sín, það leið ein- ungis rúmur mánuður frá því Pétur Már bróðir minn fæddist og þar til Bylgja mætti til leiks. Svo þegar mamma okkar kvaddi snögglega 2007 var söknuður Öddu sár, mér verða minnisstæð alla tíð tárin henn- ar þegar hún sagði okkur systr- um, mörgum árum eftir andlát mömmu, að hún saknaði hennar upp á hvern dag. Þakklæti fyrir umhyggju, vináttu og trúnað fyllir hjartað á kveðjustund, elsku Valdi, Eyfi, Siggi, Bylgja og aðrir ást- vinir, fyrir hönd okkar systkina bið ég þess að englar ljóss og friðar sefi sorg ykkar og sökn- uð. Minningin um góða konu lifir í hjörtum okkar, Kolbrún Halldórsdóttir. Adda, eins og Ardís föður- systir mín var kölluð, kvaddi þennan heim í febrúar sl. nærri 89 ára að aldri. Við systkinin eigum Ardísi margt að þakka. Þegar við voru á barnsaldri veiktist móðir okkar af berkl- um og var lögð inn á Kristnes- hæli og síðar á Vífilstaðahæli. Þá var það Adda sem tók af skarið og fór með okkur tvö eldri systkinin vestur á Hval- látra í Rauðsandshreppi þar sem við vorum fóstruð af afa okkar og ömmu í rúm tvö ár og síðan vorum við þar í sveit í átta sumur til viðbótar. Yngsta systirin fór í fóstur til annarrar föðursystur okkar. Adda fór með okkur tvö vestur, flugum við með Katal- ínuflugbáti á Patreksfjörð og vorum síðan sótt á báti, því ekki var kominn akvegur út að Látrum vorið 1953. Adda var alltaf röggsöm og dugleg og þegar hún kom vestur á sumrin gekk hún í öll störf meðan hún dvaldist þar. Einnig var hún skemmtileg og hnyttin í svör- um, en hún átti það til að vera hvöss, ef við krakkarnir gerð- um eitthvað sem við áttum ekki að gera. Sú ákvörðun Öddu að senda okkur vestur varð til þess að við kynntumst einstæðu sam- félagi. Þar var margmenni, ennþá stundaður útvegsbú- skapur og eggja- og fuglatekja úr Látrabjargi. Samvinna og vinskapur var mikil á milli bæja og búskapur var rekinn án tæknivæðingar, nema að bændur áttu einn traktor sam- an. Þarna var einnig farskóli hluta úr vetrum þar sem krakkar úr nágrannabyggðum komu og dvöldust á bæjum meðan á skólahaldi stóð. Þetta mannlíf mótaði okkur til fram- tíðar og varð til þess að við tók- um ástfóstri við sveitina og heimsækjum hana oft. Við systkinin stöndum í mik- illi þakkarskuld við Öddu. Ég sendi fjölskyldu Öddu mínar innilegustu samúðar- kveðjur vegna fráfalls hennar. Gísli Már Gíslason. Ardís Guðrún Kristjánsdóttir Sálm. 86.5 biblian.is Þú, Drottinn, ert góður og fús til að fyrirgefa, gæskuríkur öllum sem ákalla þig. Þökkum kærleika og vináttu við andlát og útför okkar elskulegu RAGNHILDAR RÓSU EÐVALDSDÓTTUR Sléttuvegi 17. Starfsfólki Setbergs, Sólvangi, sendum við góðar kveðjur fyrir umönnun og hlýju. Andrea Gísladóttir Ólafur Jóhannesson Andrea Eðvaldsdóttir Katrín Rósa Eðvaldsdóttir Fannar Eðvaldsson Eirún Eðvaldsdóttir Gísli Freyr Ólafsson, Finnur Ólafsson, Beitir Ólafsson og barnabarnabörn Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, EINARS SVERRISSONAR viðskiptafræðings, Hlíðarhúsum 5, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Eir. Þorgeir Einarsson Halla Kristín Þorsteinsdóttir Sverrir Einarsson Vilborg Rósa Einarsdóttir Tryggvi M. Baldvinsson Sigurlaug Vigdís Einarsdóttir Sigrún Unnur Einarsdóttir Sigurjón Bragason og afabörn Áður auglýstri útför SVANHILDAR INGVARSDÓTTUR hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Sveinn Þorkell Guðbjartsson Katrín Sveinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.