Morgunblaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2020 ✝ Guðríður Þor-kelsdóttir fæddist í húsinu sem var kallað Skálholt á Hellis- sandi 3. ágúst 1928. Hún lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Jaðri 3. mars 2020. Foreldrar Guð- ríðar voru Þorkell Arngrímur Sigur- geirsson frá Skarði í Nes- hreppi, f. 6.2. 1896, d 28.10. 1981 og Sigurást Kristbjörg Friðgeirsdóttir frá Brim- ilsvöllum í Vallnahreppi, f. 11.8. 1899, d. 27.5. 1995. Systk- ini Guðríðar voru: Sigurvin, f. 1922, d. 1973; Karl Elías, f. 1924, d. 1995; Ólafur Bjartdal, f. 1925, d. 1942; Sigurgeir Sig- urður, f. 1930, d. 2018 ; Gestur, f. 1931, d. 1931; Gestur Guð- mundur, f. 1933, d. 2004; Hauk- ur, f. 1936; Margrét, f. 1936, d. 1936; Kristján, f. 1936; Friðgeir Jóhann f. 1941, d. 2005; Lund- berg, f. 1942, d. 1995. Guðríður giftist Cýrusi Danelíussyni frá Hellissandi stjóri, f. 8.2. 1961, kvæntur Sigfríði Andradóttur hársnyrti, þau eiga tvö börn: Guðríði, gifta Sævari Skúla Þorleifssyni og eiga þau eitt barn: hann er óskírður. Sigurður Sveinn, sambýliskona hans er Kristín Hulda Kristófersdóttir. Guðríður eða Gugga eins og hún var alltaf kölluð ólst upp á Hellissandi, fyrst í Skálholti og síðar á Laufási. Guðríður vann við ýmis störf á Hellissandi, í fyrstu við fiskvinnslu. Meðal annars fóru hún og Cýrus eig- inmaður hennar í fiskvinnslu suður með sjó eins og gjarnan var gert á þessum tímum. Hún var húsmóðir fyrst og fremst, vann þar af leiðandi heima. Hún starfaði lengi við þrif í grunnskólanum á Hellissandi, m.a. með dóttur sinni. Hún lauk starfsævi sinni þar. Á sumrin vann hún á Lóranstöð- inni á Gufuskálum þar sem eig- inmaður hennar starfaði við hin ýmsu sumarstörf, máln- ingu, snyrtingu grass o.fl. Gugga var virk í félagstarfi og var t.d. heiðursfélagi bæði í Slysavarnadeild Helgu Bárð- ardóttur og Kvenfélagi Hellis- sands. Eins söng hún í kirkju- kór Ingjaldshólskirkju í 60 ár og var heiðruð af því tilefni. Guðríður verður jarðsungin frá Ingjaldshólskirkju í dag, 14. mars 2020, kl. 13. 14.6. 1947. Hann er sonur Danelíus- ar Sigurðssonar formanns frá Hell- issandi og Sveind- ísar Ingigerðar Hansdóttur hús- móður. Börn Guð- ríðar og Cýrusar eru 1) Guðrún Halldóra, f. 25.3. 1946, áður gift Gunnari Má Krist- óferssyni, þau eiga þrjú börn, Guðríði Sirrý, gifta Erni Arn- arsyni og eiga þau tvö börn: Gunnar Örn, kvæntan Sig- urjónu Hreindísi Sigurð- ardóttur og eiga þau þrjú börn: Hreinn Atli, Birkir Örn og Val- ur Leví. Alda Dís sambýlis- maður hennar er Ásgeir Vísir Jóhannsson og eiga þau eina dóttur: Ásthildi Ernu. Lilja Dögg tónlistarmaður, áður gift Guðmundi Stefáni Þorvalds- syni, þau eiga eina dóttur, Guð- rúnu Sögu. Atli Már vélstjóri, kvæntur Hrafnhildi Örnu Árna- dóttur, þau eiga tvo syni, Krist- ófer Mána og Erik Örn. 2) Þorkell aðstoðarskóla- Það er lífsins gangur að öll fæðumst við og eitt er öruggt að við deyjum öll. Móðir mín var einstök kona, manneskja sem ég man ekki eftir að hafi skipt skapi. Auðvitað gat hún hastað á mig þegar ég var að óhlýðnast sem strákur en þær minningar eru ekki margar. Mamma var myndarleg í eldhúsinu. Já, það var alltaf til með kaffinu og enginn kom að tómum kofunum hjá mömmu. Það var hennar líf og yndi að geta glatt þá sem komu með bakkelsi og þess fékk ég að njóta sem krakki og eins þegar ég flutti aftur á Hell- issand eftir nám með konu minni. Hún tók ekki annað í mál en að við kæmum í hádeginu og fengjum snarl sem yfirleitt var full máltíð eins og þær gerast bestar. Jólin voru engin und- antekning því þá var tekið til hendinni og öll borð svignuðu af smákökum og tertum. Brúntert- an hennar mömmu var æðisleg og alveg sama hvernig við reyn- um (með uppskriftinni hennar) þá náum við henni aldrei eins. Flest eigum við okkar uppá- haldskökur eða tertur sem hún gerði. Brúntertan hjá mér, pönnukökurnar hjá þeim næsta o.s.frv. Foreldrar mínir lifðu fyrir fjölskylduna sína og gekk allt út á okkur öll hjá þeim. Það voru mikil forréttindi fyrir okk- ur hjónin að búa í sama þorpi og mamma og pabbi því við gát- um alltaf farið þangað sem við þurftum að fara, þau sáu um börnin og tilhlökkun barnanna var alltaf mikil að vera hjá þeim. Heilsu mömmu tók að hraka fyrir nokkrum árum og má rekja það til hjartaáfalls sem hún fékk. Hún náði sér eig- inlega aldrei af því. Ég keyrði mömmu heim af sjúkrahúsinu eftir áfallið og þá sagði hún mér að hún hefði haft brjóstverki í meira en ár en aldrei sagt neitt við okkur því hún vildi ekki vera byrði fyrir neitt okkar. Þetta lýsir henni vel, alltaf að hugsa um aðra en sjálfa sig. Við fórum að taka eftir að hún var farin að gleyma nokkuð mikið og var ekki lík sjálfri sér. Gunna systir var kletturinn hennar og eins pabbi þó að aldr- aður sé. Það var ljóst að hún gat ekki lengur verið heima þar sem elliglöpin voru orðin alvar- leg. Árið 2018 fluttu þau á Jað- ar í Ólafsvík og hlaut góða umönnun. Mamma hlaut hægt andlát í faðmi hluta fjölskyldu sinnar aðfaranótt þriðjudagsins 3. mars. Ég var því miður ekki viðstaddur þá stund en ég og eiginkona mín vorum hjá henni allan mánudaginn 2. mars og náðum þá að kveðja þessa heið- urskonu. Gunna systir og Sirrý systurdóttir mín stóðu þétt við hlið mömmu þessa síðustu daga. Ég á engin orð til að þakka þeim fyrir það sem þær gerðu fyrir mömmu. Ég kveð mömmu með miklum söknuði og segi takk fyrir allt, elsku mamma. Ég get aldrei þakkað þér fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir mig og fjölskyldu mína. Ég veit að þú ert komin á góðan stað við hlið foreldra þinna og systk- ina. Engin orð geta tjáð þær til- finningar sem bærast í brjósti mér á þessari stundu. Ég læt því orð ljóðskáldsins Hugrúnar vera lokaorðin mín til þín: Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. (Hugrún) Þorkell Cyrusson. Hinn 3. mars síðastliðinn andaðist Guðríður Þorkelsdóttir (tengdamamma). Ég var ákaf- lega lánsöm kona að fá hana inn í líf mitt þegar ég kynntist hon- um Kela og þakka ég fyrir þann tíma sem við áttum saman. Það var árið 1978 sem ég kom í fyrsta skiptið í Dagsbrún og hitti Guggu og Cýra. Þau tóku afskaplega vel á móti mér og höfum við átt saman margar góðar stundir. Ég veit að ég er ekki ein um það af ættingjum að segja, þegar ég hugsa til baka hvað Gugga gerði fyrir mig og börnin mín, alltaf boðin og búin til að „passa“. Hún var svo miklu meira en amma, hún hugsaði um þau eins og þau væru hennar eigin börn og það má með sanni segja að hún hafi alið þau upp ekki síður en við foreldrarnir. Guggu leið best í eldhúsinu við að elda mat og baka kökur og brauð. Hún var einstaklega gestrisin og þegar að gesti bar að garði var alltaf til eitthvað með kaffinu. Það er með söknuði sem ég kveð hana en hún var hvíldinni fegin, það var svo greinilegt þegar að við héldum bænastund nánasta fjöl- skyldan að henni leið vel. Það var svo mikill friður og ró yfir henni að ég varð þess fullviss að vel hefði verið tekið á móti henni. Elsku Gugga, takk fyrir mig og ég veit að við eigum eft- ir að hittast aftur. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Með hjartans kveðju, Sigfríð Andradóttir. Guðríður Þorkelsdóttir var yfir ævina gædd mörgum titlum en fyrir okkur var hún ávallt amma, fyrirmynd og nafna. Að alast upp í litlu sjávar- þorpi þar sem allir þekkja alla og amma og afi voru í næstu götu voru mikil forréttindi, að því leytinu til að auðvelt var að hlaupa til ömmu og afa ef eitt- hvað þurfti. Mamma og pabbi nýttu sér það mikið á okkar uppvaxtarárum að hafa þau í svona mikilli nálægð og við vor- um iðulega hjá þeim í pössun eða í mat. Við erum ævinlega þakklát fyrir að hafa eytt svona miklum tíma með þeim. Þar vorum við ávallt velkomin og alltaf gátum við platað ömmu til að gefa okkur heimabakað sætabrauð eða eitthvað annað gott. Amma var mikil fjölskyldu- kona og hafði alltaf velferð okk- ar að leiðarljósi. Endalausar áhyggjur yfir því að okkur væri kalt eða við værum svöng. Aldr- ei fórum við út frá ömmu og afa nema amma hefði áhyggjur af því að okkur væri kalt af því að við værum svo ber um hálsinn eða höfuðið. Amma hefði helst viljað pakka okkur í bómull en þannig var amma. Fjölskyldan á Hellissandi var alltaf mjög samheldin og þykir okkur mjög vænt um þær hefðir sem sköpuðust í kringum jólin og minningarnar sem fylgja þeim. Minningar um heimabak- að hlaðborð af sætindum, dýr- indis kvöldmat, spil fram á nótt, sýningar frá börnunum, hlátur og gleði. Endalokin eru öllum óumflýj- anleg en okkar trú er sú að ef hamingjustundirnar í ævi manns eru hlutfallslega margar þá er tæplega hægt að gera bet- ur. Það má segja að ævi ömmu hafi verið látlaus en amma var heimakær, nægjusöm og um- fram allt elskaði fjölskylduna sína. Það er ekki öllum ætlað að hafa stór áhrif á heiminn eða land og þjóð en það er engu minna afrek að sinna sínum hlutverkum vel og af alúð og við viljum meina að það sé það sem amma okkar gerði. Ég, Guðríður, er sorgmædd yfir því að nýfæddur sonur minn muni aldrei fá að hitta langömmu sína. Ég er þess samt fullviss að hún muni vaka yfir honum og okkur öllum. Hvíldu í friði, elsku amma. Guðríður Þorkelsdóttir yngri, Sigurður Sveinn Þorkelsson. Í dag kveð ég ömmu Guggu sem hefur alltaf staðið mér við hlið og er hetjan mín. Elsku amma mín, hjartans þökk fyrir allt. Takk fyrir að vera alltaf til staðar. Takk fyrir vera góður hlustandi. Takk fyrir öll góðu ráðin þín. Takk fyrir allar sögurnar sem þú sagðir mér. Takk fyrir hvað þú varst yndisleg við börnin mín. Takk fyrir vera alltaf tilbúin að að- stoða mig með hvað sem er. Takk fyrir að passa börnin mín. Takk fyrir að elska mig. Takk fyrir að leyfa mér að fara í alla gömlu kjólana þína sem mér þykir svo fallegir og leika mér í þeim. Takk fyrir allar stund- irnar sem við áttum saman í Dagsbrúninni það var ómetan- legt að koma til ykkar afa í há- deginu og borða saman og spjalla um alla heima og geima. Takk fyrir jólin okkar saman. Í seinni tíð þegar ég kom oft í Dagsbrún að loknum vinnu- degi þá kom aldrei neitt annað til greina annað en að ég myndi hvíla mig í sófanum, koddinn dustaður til, já enginn mátti vera í sófanum nema ég að hvíla mig hvort sem ég var þreytt eða ekki, svona var amma mín. Ég elska þig, amma mín, minning þín lifir. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Þín dótturdóttir G. Sirrý. Brosið hennar svo hlýtt og ljúft, lifir í mínu hjarta minningarnar rista djúpt en lífi og fjöri skarta Elsku amma er flogin á braut, hún verndar og vakir yfir Og leiðir þá á hamingjubraut, sem hún elskaði og lifði fyrir (Alda Dís Arnardóttir) Ég elska þig, elsku amma, og mun sakna þín sárt. Minning þín mun lifa í hjarta okkar allra um aldur og ævi. Þín dótturdótturdóttir, Alda Dís. Elsku Gugga mín. Nú er langri og farsælli lífs- göngu þinni hér á jörð lokið. Eða eins og skrifað er í ljóðinu fagra. „Tilvera okkar er und- arlagt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin.“ Ég er mjög þakklát fyrir að hafa átt Guggu fyrir frænku. Reyndar stóð hún mér miklu nær en það því ég sem bróð- urdóttir hennar var alin upp hjá foreldrum hennar í Laufási á Hellissandi, þeim Ástu og Kela. Gugga var flutt að heiman þegar mig bar að garði. Þau Cý- rus höfðu fellt hugi saman ung að árum og keypt sér fallegt hús á Hellissandi sem hét Dags- brún. Gugga var einstaklega góð- hjörtuð og hlý kona sem um- vafði fjölskyldu sína og vini kærleika og velvild. Það geislaði alltaf mikill birtu og hamingju af heimili þeirra. Og gestrisnin var einstök. Ég minnist þá helst allra jólaboðanna og kökukræs- inganna. Gugga og Cýrus voru mikið söngfólk. Þau sungu í kirkju- kórnum á Ingjaldshóli í ótal ár. Þorkell afi, faðir Guggu, var mikill músíkmaður síns tíma og spilaði á harmoníku í sinni sveit. Eins er mikið er um músíkfólk og söngkonur meðal afkomenda þeirra. Ein af mínum elstu minning- um tengdust fyrstu skólaárum mínum á Hellissandi. Fyrir okk- ur krakkana var veturinn, frost- ið og snjórinn einstakur ævin- týraheimur. Oftar en ekki var gengið yfir til Guggu í frímín- útunum, því þar var ætíð boðið upp á mjólk og brauð eða annað góðgæti fyrir svanga munna. Þau hjónin voru sérlega barn- góð. Húsið þeirra stóð við langa götu í miðri brekku. Stundum snjóaði svo mikið að Cýrus átti í erfiðleikum með að komast út um ytri dyrnar og þurfti þá að moka sér leið út. Ekki þótti það leiðinlegt fyrir okkur krakkana, því brekkugatan breyttist þá í sleðaleikvang. Höskuldsáin var í þá daga al- vöru á. Í góðu sleðafæri náði Cýrusarbrekkan nánast alveg niður að ánni. Stundum voru vatnavextir svo miklir að áin náði nánast upp undir brú áður en hún fraus. Þarna myndaðist því stórt og mikið skautasvell sem var ævintýri líkast fyrir ungviðið. Þetta er einungis brotabrot af öllum þeim einstæðu minn- ingum sem ég á frá því að hafa alist upp á Hellissandi með ynd- islegu fólki. Fyrir mér var þetta ævintýraheimur æskuáranna. Ég verð ævinlega þakklát fyrir að hafa fengið upplifað þessa tíma. Það hefur það ætíð verið mik- il tilhlökkun að koma í heim- sókn á Hellissand. Móttökurnar voru engu líkar. Dóttir okkar, Tanja Bryndís, hefur tengst fjölskyldunni ein- stökum tryggðaböndum og hef- ur farið til Hellissands eins oft og hún hefur mögulega getað. Við minnumst þín, elsku Gugga, með trega í hjarta en þakklæti í huga fyrir allt sem þið Cýrus hafið gefið mér og minni fjölskyldu í gegnum árin. Fjársjóður þeirra minninga mun aldrei glatast. Nú ertu kominn heim handan við haf og sund og hefur verið fagnað af þeim sem þér á undan fóru. Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. (Valdimar Briem) Elsku Cýrus, Gunna, Keli og fjölskyldur, missir ykkar er mikill, en þjáningunum lokið og henni friður færður. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Ásta, Garðar, Garðar Thor og Tanja Bryndís. Horfinn er vinur handan yfir sundin. Hryggðin er stór svo jafnvel tárast grundin. Þá er svo gott um ævi megum muna milda og fagra geyma kynninguna. Óvæntust ætíð kemur kveðjustundin. Kærast í hjarta geymum minninguna. (Vilhjálmur Sv. Sigurjónsson) Í dag kveðjum við elskulega mágkonu okkar, Guðríði Þor- kelsdóttur eða Guggu, eins og hún var alltaf kölluð. Gugga ólst upp á ástríku heimili. Systk- inahópurinn var stór, níu dreng- ir og ein systir sem dó ung. Gugga var strax liðtæk og dug- leg, sannkölluð hjálparhella for- eldra sinna alla tíð. Okkur systur langar til að rifja upp fyrstu kynni okkar af Guggu. Það er 1. desember og snjóþungt á Hellissandi en samt er haldin hin árlega 1. des.- skemmtun. Þegar samkomunni lýkur er allt orðið ófært og bróðir okkar kemur í fyrsta sinn heim með kærustuna sína. Hún er í háum hælum svo hann tekur hana í fangið og klofar með hana yfir skaflana á leið- inni heim. Þetta þótti okkur systrum sjö og níu ára gömlum mjög fyndið. En þetta reyndist líka mikið lán fyrir okkur því hún varð veðurteppt hjá okkur. Þessi unga, ljúfa og feimna stúlka, sem í fyrsta sinn var á heimili tilvonandi tengdafólks, gaf sig mest að okkur og fór að hjálpa til við að sauma föt á dúkkurnar okkar. Unga parið gifti sig svo nokkrum árum síðar, stofnaði heimili á Hellissandi og náðu þau þeim sjaldgæfa áfanga að fagna 70 ára brúðkaupsafmæli fyrir nokkrum árum. Gugga var mjög myndarleg húsmóðir á öll- um sviðum og sérlega gaman var að koma í Dagsbrún og fylgjast með ungu konunni í jólabakstrinum, smákökurnar góðar og sérlega flottar. Þau hjón voru samhent í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Þau sungu í kirkjukórnum ásamt börnum og barnabörnum enda fjölskyldan öll sérstaklega músíkölsk. Þeim fannst einnig gaman að taka í spil og voru einnig flottir dansarar og döns- uðu tangó svo eftir var tekið. Síðustu ár urðu Guggu erfið vegna þverrandi heilsu hennar og fluttu þau hjónin á Dval- arheimilið Jaðar í Ólafsvík þar sem hún andaðist 3. mars síð- astliðinn. Við þökkum samfylgd á lífsins leið þar lýsandi stjörnur skína. Og birtan himneska björt og heið boðar náðina sína. En alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína. (Vigdís Einarsdóttir) Við kveðjum elskulega mág- konu okkar í virðingu og þökk og sendum Cýrusi bróður okk- ar, börnum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning mætrar konu. Erla og Sjöfn Bergmann. Það var árið 1979 sem við Andri hittum Guggu og Cyrus. Börnin okkar voru orðin ást- fangin og okkur fullorðna fólk- inu fannst kominn tími til að bera saman bækur okkar um þetta óðagot krakkanna, svo við Andri fórum í helgarheimsókn til Hellissands. Frá fyrsta augnabliki var sem við hefðum alltaf þekkst og við tók einlæg vinátta sem aldrei hefur borið skugga á. Unga parið settist að á Hell- issandi og þar sem allar dæt- urnar voru flognar úr hreiðrinu og bara örverpið eftir höfðum við góðan tíma til ferðalaga, oft skruppum við þá gjarnan vestur bæði á sumri og vetri, enda skein alltaf sól og Jökullinn skartaði sínu fegursta. Unaðs- legt að sitja við stofugluggann á Munaðarhóli, skreppa í Dags- brún og Blómsturvelli. Ótal- margar hátíðarstundir höfum við líka átt saman, skírnir, fermingar og giftingar. Og svo voru afmælin þegar Keli tók fram gítarinn og allir fóru að syngja, þá naut Gugga sín best. Hún sem gjarnan settist þar sem minnst bar á henni kom fram úr skoti sínu og söng með af lífi og sál. Ég er mjög hamingjusöm yfir að við heimsóttum þau hjón síð- asta haust. Gugga ljómaði þegar hún sá mig og faðmaði mig lengi að sér. Það var dýrmæt stund. Mér þykir það mjög sárt að geta ekki kvatt hana í Ingjalds- hólskirkju þar sem við höfum átt saman svo margar hátíðar- stundir, en við Andri sendum Gunnu, Kela, Sigfríði og börn- um hugheilar samúðarkveðjur. Andri og Guðrún. Guðríður Þorkelsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.