Morgunblaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2020
bensínafgreiðslu á BSR. Ég
skynjaði þá strax að Raggi kom
til dyranna eins og hann var
klæddur. Hann gaf sér ávallt
tíma til að ræða málin, jafnvel
við ungan „bensínafgreiðslu-
mann“. Ég veitti því einnig eft-
irtekt hvað hann var vinmargur
á stöðinni enda var Raggi afar
skemmtilegur og sýndi öðrum
ávallt virðingu og kurteisi. Mér
er einnig mjög minnisstætt þeg-
ar ég hitti Ragga í preststíð
minni á Siglufirði er hann ferðað-
ist um landið með söngskemmt-
anir sínar. Raggi ávarpaði mig
ávallt sem son hans Árna.
Fljótlega skynjaði ég, eins og
flestir Íslendingar, að Raggi yrði
einn af okkar allra bestu og ást-
sælustu dægurlagasöngvurum.
Hér fyrir sunnan lágu leiðir okk-
ar síðan saman er við félagarnir í
Lionsklúbbnum Fjörgyn í Graf-
arvogi fengum hann til að syngja
á skemmtistundum á Hjúkrunar-
heimilinu Eir. Það gerði Raggi
fyrir okkur Lionsmenn í ein
fimm ár. Ekki ætla ég að reyna
að lýsa því hve eldri borgararnir
voru glaðir og ánægðir með að fá
hann í heimsókn og að taka lagið
með honum en Raggi lagði ávallt
áherslu á að áheyrendur hans
tækju lagið með honum í lögum
sem allir þekktu. Það var undra-
vert að sjá þá einstaklinga, sem
að mestu voru hættir að tjá sig,
taka lagið með Ragga. Í ófá
skipti söng Raggi einnig við
guðsþjónustu í Grafarvogs-
kirkju. Þegar hann kvaddi sagði
hann ávallt: „Hvenær á ég að
koma næst? Hafðu samband,
Vigfús minn.“
Síðar fengum við Lionsmenn
hann til að syngja á svonefndum
„Bugltónleikum“ í Grafarvogs-
kirkju. Hann söng á þeim tón-
leikum frá byrjun og í fimmtán
ár. Hann var ávallt reiðubúinn að
koma og syngja endurgjaldslaust
við undirleik vinar síns Þorgeirs
Ástvaldssonar. Í gegnum tíðina
höfum við átt því láni að fagna að
margir af okkar bestu söngvur-
um og tónlistarmönnum hafa
lagt okkur lið endurgjaldslaust á
styrktartónleikum okkar Lions-
manna í Lionsklúbbnum Fjör-
gyn. Ómetanlegt framlag allra
þeirra söngvara og tónlistar-
manna hefur gert okkur kleift að
styrkja Barnageðdeild LSH og
Barnaspítala Hringsins um veru-
legar fjárhæðir.
Vegna framlags Ragga, með
þátttöku hans í tónleikunum öll
þessi ár, hafði Lionsklúbburinn
Fjörgyn ákveðið að gera hann að
svonefndum Melwin Jones fellow
(félaga). Sú tillaga var samþykkt
samhljóða. Melwin Jones aðildin
felur í sér æðstu viðurkenningu
Lionssamtakanna í heiminum, en
Melwin Jones var stofnandi
Lions. Ætlunin var að afhenda
Ragga „Melwin Jones skjöldinn“
á næstu Bugltónleikum okkar á
komandi hausti.
Við í Lions og reyndar öll
þjóðin, leyfi ég mér að segja, er-
um honum afar þakklát fyrir
söng hans, hljómmikinn, ljúfan
og fagran. Mér hefur ávallt fund-
ist að persónuleiki hans hafi haft
mikil áhrif á tónlistarflutning
hans. Raggi var mikill mannvin-
ur og sérstaklega einlægur í allri
framkomu. Góðu orðin úr Háva-
málum er segja: Maður er manns
gaman eiga svo sannarlega vel
við persónu hans og framkomu
alla.
Megi minning Ragga Bjarna
lifa þótt ár og dagur líði. Guð
blessi og varðveiti þá minningu.
Vigfús Þór Árnason.
Kæri Raggi. Hugurinn okkar
Steinunnar er núna fyrst og
fremst hjá Helle þinni og öllum
þínum ættingjum. Við andlát þitt
datt mér í hug að núna hefði Guð
vantað góða rödd í blómabrekk-
una. Við þökkum fyrir ógleyman-
legar samverustundir og vináttu
í öll þessi ár sem við vorum sam-
býlingar í Ferjuvaði. Það var
gaman að hlusta á þig segja sög-
ur og þú kunnir að segja frá og
hafðir frá mörgu skemmtilegu að
segja. Það er ekki sjálfgefið að
vera góður söngvari og góður
sögumaður. En allt tekur enda
eins og síðasti tónninn er sleg-
inn, Raggi minn. Guð geymi þig
og fjölskyldu þína. Takk fyrir
allt, vinur.
Halldór og Steinunn,
Ferjuvaði.
Nú er fallinn frá stórsöngv-
arinn Ragnar Bjarnason. Hann
ólst upp í merkilegu húsi í næsta
nágrenni við Tjörnina, sem átti
sér mikla tónlistarsögu. Þrátt
fyrir gleði á heimilinu komu samt
sorgartímabil eins og þegar
Raggi missti elskulegan bróður
sinn Ómar aðeins 14 ára gamlan
úr veikindum. En burtséð frá
þessu einkenndi mikið glens og
gaman æsku Ragga. Faðir hans
var eins og þjóð veit afkastamik-
ill tónsmiður og móðirin söng-
elsk þannig að ekki átti hann
langt að sækja hæfileikana.
Fyrstu skref Ragga í tónlistinni
voru sem trommuleikari á ung-
lingsaldri. Boltinn byrjaði því
snemma að rúlla og var hann í
bransanum í um sjötíu ár.
Raggi söng með öllum helstu
hljómsveitarstjórum landsins og
ferðaðist utan til að koma fram.
Hljómsveitin Sumargleði gekk
um árabil við fádæma vinsældir,
fyrst úti á landi og síðar í
Reykjavík. Raggi kom jafnframt
fram á böllum Hótels Sögu í 19
ár og var aðsóknin að þeim
skemmtunum gríðarleg, þannig
að það er ekkert skrýtið þótt
hann hafi þótt almannaeign. Af-
köst Ragga voru með ólíkindum.
Mann rak í rogastans að sjá
þennan unglega og fallega mann
syngjandi á sviði eftir 70 ára
starfsferil. Nánast allir Íslend-
ingar þekkja Ragga Bjarna með
gullröddina. Ég sjálf hef hlustað
mikið á hann og komist að þeirri
niðurstöðu að eðliskostir hans
lituðu sönggáfur hans. Hann var
tilfinninganæmur, skapstór, vil-
jafastur og ekki síst hjartnæmur
og hrifnæmur maður. Þessir eðl-
iskostir koma sér vel, því þú ert
ekki með gullrödd nema í sálinni
séu gulltónar.
Lögin sem Raggi hefur gert
fræg eru orðin svo mörg að það
er ekki fræðilegur möguleiki að
ætla að gera þeim öllum skil.
Eitt af mínum uppáhalds er lagið
Barn með texta eftir Stein Stein-
arr og tónlistina samdi Raggi.
Önnur yndisleg lög og algjörar
perlur eru til dæmis Vor við fló-
ann, Svífur yfir Esjunni og Vertu
ekki að horfa svona alltaf á mig.
Þau Elly Vilhjálms og Raggi
voru perluvinir og voru vináttu-
sambandi þeirra gerð mjög góð
skil í sýningunni Elly í Borgar-
leikhúsinu. Vitað er að Raggi tók
ótímabært andlát hennar mjög
nærri sér. Raggi spilaði með
Svavari Gests og Kristjáni Krist-
jánssyni sem voru ein stærstu
nöfnin í bransanum. Kristján var
kvæntur Erlu í Verðlistanum og
ég gerðist svo heppin að fara
með henni að sjá sýninguna Elly.
Fannst okkur ekkjunum það
mjög fyndið að þarna værum við
staddar á sýningu þar sem báðir
eiginmenn okkar, Kristján og
Ævar, voru leiknir á sviði. Svo
var ekki verra að fá að hitta
Ragga sjálfan í lok sýningar og
fá koss frá honum og ljósmynd af
okkur saman til minja.
Eitt frægasta einkenni Ragga
þegar hann var á sviði var laf-
andi höndin sem sveiflaðist takt-
fast með tónlistinni og var hann
frægur fyrir að gleyma söngtext-
um og redda sér frá því algjör-
lega frábærlega með því bara að
spinna upp texta á staðnum.
Hann Raggi var stórmerkilegur
og eins konar undrabarn þjóð-
arinnar. Hæfileikaríkur mús-
íkant, húmoristi og mannvinur.
Jóna Rúna Kvaran.
Ég missti sjónina 2015 og
ákvað við þau kaflaskil að láta
gamlan draum rætast, vera með
uppistand og semja og leika í
grínmyndböndum. Ég hef fengið
marga mæta menn til liðs við
mig þar á meðal sjálfa goðsögn-
ina Ragnar Bjarnason en það
krafðist þess að ég þurfti að
„fórna“ mömmu.
Í maí 2018 hringdi ég í Ragga
Bjarna og spurði hvort hann
væri til í að leika með mér í grín-
myndbandi sem ég mundi sýna í
Sjálfsbjargarheimilinu þar sem
ég bý. Raggi sagðist vera til í að
skemmta íbúum heimilisins og
spyr hvort sé píanó á staðnum.
Ég segi svo vera og vissulega
væri gaman ef hann gæti komið
síðar en nú snúist þetta um
myndband. Raggi tekur því vel
og við ákveðum að vera í sam-
bandi.
Í millitíðinni fór ég með móður
minni Önnu Valdimarsdóttur til
Edinborgar þar sem ég fjárfesti í
sparijakka sem mér fannst upp-
lagt að klæðast í myndbandinu.
Enda mjög „flottur jakki“.
Í júlí hringi ég aftur í goðið og
nefni að upptökur muni fara
fram heima hjá móður minni sem
Ragga líst vel á. Við ákveðum að
hittast á frídegi verslunarmanna
og Raggi biður mig um að
hringja í sig sama dag og minna
sig á.
Frídagur verslunarmanna
rennur upp og ég hringi í Ragga.
Hann spyr aftur hvort sé píanó á
Sjálfsbjargarheimilinu en ég segi
þetta snúast um myndband sem
við tökum upp heima hjá móður
minni. Og þá segir Raggi: „Nú,
þú ert þá að gera þetta fyrir
móður þína.“ Ég neita því og
segi sem satt er að ég sé að gera
þetta fyrir íbúana í Hátúni en
tekst ekki að sannfæra Ragga
sem spyr að bragði: „Viltu ekki
bara segja eins og er? Þú ert að
gera þetta fyrir hana móður
þína.“ Og þá kemur á mig hik.
Ég fæ á tilfinninguna að Raggi
sé að fara að hætta við og met
því stöðuna þannig að ekki sé um
annað að ræða en fórna mömmu.
„Jú, þetta er alveg rétt hjá þér,“
segi ég upphátt. „Ég er að gera
þetta fyrir móður mína.“ Raggi
þegir stundarkorn en segir síð-
an: „Jæja ég var víst búinn að
lofa þessu þannig að ég verð að
standa við það. En konan mín
kemur með.“ „Alveg sjálfsagt,“
segi ég og anda léttar. Hringi í
mömmu sem hefur gaman að en
fær smástresskast yfir að ekki sé
nógu vel til tekið hjá henni, nú
þegar von er á frúnni.
Á slaginu fjögur birtast Raggi
og frú og eru varla stigin inn úr
dyrunum þegar Raggi lýsir yfir
að hann sé á hraðferð, þurfi að
vera mættur á fund í Hörpu hálf
fimm. Ég læt mér ekki bregða,
þykist vita að hann vilji bara
tryggja sér útgönguleið ef á
þurfi að halda. Klæði mig í jakk-
ann og næ í móður mína inn í
eldhús þar sem hún er enn að
sýsla við pönnukökurnar. Ég og
Raggi stillum okkur upp með
hangandi hendi, móðir mín stillir
símann á upptöku og Raggi byrj-
ar að syngja Vertu ekki að horfa
svona alltaf á mig meðan ég
„horfi“ á hann í blindri aðdáun.
Hann biður mig um að taka und-
ir í lokalínunum og þarf ekki að
biðja mig tvisvar. Að loknum
tökum spyr móðir mín hvort hún
megi ekki bjóða hjónunum að
taka með sér nokkrar pönnukök-
ur en þá er Raggi orðinn allur af-
slappaðri og segir þau hafa tíma
til að setjast niður smástund. Og
við vorum ekki fyrr sest með
rjúkandi kaffi og rjómapönnsur
en Raggi komst í essið sitt.
Minntist ekki orði á fund í Hörpu
en sagði okkur hverja skemmti-
legu söguna á fætur annarri.
Þegar kom að kveðjustundinni
féllumst við í faðma.
Meira: mbl.is/andlat
Valdimar Sverrisson,
ljósmyndari/uppistandari.
Kæri vinur! Öllu er afmörkuð
stund, en ég þakka þér fyrir allar
þær góðu samverustundir er við
áttum á lífsgöngunni, í öllu því
tónaflóði, sem alltaf var til staðar
hjá okkur. Ég kveð þig hinstu
kveðju með því ljóði sem við
sungum fyrst saman 2010.
Við bjóðum góða nótt,
á meðan húmið sig hjúpar hljótt,
lát söngs ljúfa mál, strengja stál,
stilla sál.
Lát söngsins enduróm
yrkja í hjartanu fögur blóm,
það skapar lífinu léttan dóm.
Nú hljóðnar harpan mín
heim til þín,
kveðju ber.
En brátt með fjör á ný
við fögnum því
hittumst hér.
Á meðan húmið hljótt
breiðir sinn faðm yfir frjálsa drótt,
við bjóðum öllum, öllum góða nótt!
(BB – ÁB)
Hinsta kveðja,
Jón Kr. Ólafsson söngvari,
Reynimel, Bíldudal.
Morgunblaðið/Ómar
Raggi Bjarna, einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar. Myndin er tekin skömmu fyrir frumsýningu
heimildar myndarinnar Með hangandi hendi en myndin var tilnefnd til Edduverðlauna 2011.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru
SIGRÍÐAR KRISTJÖNU
KRISTJÁNSDÓTTUR
sem lést 15. febrúar.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Einihlíðar á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, fyrir alúð og
umhyggju.
Kristín Þ. Matthíasdóttir Stefán Friðrik Ingólfsson
Ragnheiður Gísladóttir
Ólöf Matthíasdóttir Kristján Elís Jónasson
Aðalheiður Matthíasdóttir Ingimar Ólafsson Waage
ömmu- og langömmubörn
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og
amma,
ÁSTGERÐUR GUÐNADÓTTIR,
lést 7. mars á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Útför fer fram frá Hvítasunnukirkjunni
Fíladelfíu miðvikudaginn 18. mars kl. 13.
Útförinni verður einnig sjónvarpað beint á filadelfia.is
Gísli Halldórsson
Samúel Gíslaon Ragna Rut Magnúsdóttir
Aron Gísli Samúelsson og Mikael Andri Samúelsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÞURÍÐUR ERLA ERLINGSDÓTTIR
sundkennari,
lést þriðjudaginn 10. mars á Hrafnistu
í Reykjavík. Útförin fer fram frá
Lindakirkju föstudaginn 20. mars klukkan 13.
Guðfinna Helgadóttir Guðni Einarsson
Sigríður Helgadóttir Birgir H. Sigurðsson
Helgi Helgason Brynja Tómasdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ELSA FRIÐDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR
Lækjargötu 30, Hafnarfirði,
lést 11. mars.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
fimmtudaginn 19. mars klukkan 13.
Guðmundur Torfason
Halldóra K. Guðmundsdóttir Sveinn Rafn Ingason
Torfi Guðmundsson Lilja Birkisdóttir
Brynja Guðmundsdóttir
Lárus Skúli Guðmundsson
Anton Guðmundsson Guðbjörg Jakobsdóttir
María Hrund Guðmundsd. Þórir Valdimar Indriðason
ömmu- og langömmubörn
Við þökkum innilega fyrir auðsýnda hlýju,
samúð og góðar kveðjur við fráfall okkar
elsku móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
HELGU GUÐJÓNSDÓTTUR
frá Ökrum,
Höfðagrund 14b, Akranesi.
Ingiríður B. Kristjánsdóttir Ólafur Ólafsson
Smári H. Kristjánsson Nikolína Th. Snorradóttir
Guðjón Kristjánsson Ingibjörg Sigurðardóttir
Guðrún H. Kristjánsdóttir Vicente Carrasco
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýjar kveðjur við andlát og útför elskulegrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR
frá Vetleifsholti.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Lundar.
Sigga, Eiður, Rúnar, Dóra, Auðbjörg, Sigrún
og fjölskyldur