Morgunblaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2020 HA PPATALA • D AG SIN S ER • TIL HAMINGJU – ÞÚ HEFUR FUNDIÐ HAPPATÖLUNA! Farðu inn á mbl.is/happatala og gefðu upp töluna til að komast í pottinn. Vinningshafar verða dregnir út í þættinum Ísland vaknar á K100 í fyrramálið. Að sjálfsögðu hvetjum við þig til að taka þátt alla fimmtudaga og laugardaga næstu fimm vikurnar, því þú gætir unnið glænýjan Samsung Galaxy S20+. 31 Við sem erum bú- sett í enskumælandi landi erum oft pirruð á því, hvernig aldur fólks er skilgreindur á Fróni. Þegar einhver er 21 árs er sagt að hann sé á þrítugs- aldri. Í Ameríku segj- um við að hann sé á öðrum áratugnum eða rúmlega tvítugur. Og gamanið kárnar þegar aldurinn hækkar. Sá sem er rétt orðinn átt- ræður er sagður vera á níræðis- aldri. Hérna segjum við hann vera á áttunda tugnum (in his eighties). Hvað skyldi landinn kalla einhvern sem orðinn er 101 árs? Er hann þá kominn á ellefræðisaldurinn? En þetta var nú útúrdúr. Við ætlum að ræða ástina og hina öldruðu. Ég man hér á árum áður að við gerðum oft grín að eldra fólki, þegar ástina bar á góma. Okkur fannst að við, unga fólkið, hefðum einkarétt á heitum tilfinningum. Ef hinir eldri stunduðu ástalíf væri það bæði sjaldgæft og klaufalegt. Í því sambandi var oft sagður brandarinn um hjónin Sigga og Gunnu, sem komin voru til ára sinna. Kvöld eitt, þeg- ar þau voru að taka á sig náðir, reisti Gunna sig upp við dogg og sagði: „Þú elskar mig ekkert lengur, Siggi.“ „Hvaða vitleysa er þetta í þér, kona. Farðu að sofa.“ En Gunna var ekki á því. „Þú tekur mig ekki lengur í faðminn og nartar í eyrnasnepil- inn á mér eins og þú gerðir alltaf.“ „Við er- um orðin of gömul til að standa í svoleiðis,“ sagði maðurinn. En hún hélt áfram að nöldra og var ekkert á því að fara að sofa. Loks gaf Siggi sig og sagði: „Ég fæ víst ekki svefnfrið nema ég láti eftir þér. Réttu mér þá tennurnar mín- ar. Þær eru á sínum stað, í glasinu á náttborðinu.“ Lyfjaframleiðendur hafa komið hinum öldruðu, og reyndar mörg- um yngri líka, til bjargar og sett á markað alls kyns lyf til þess að gera þeim sem misst hafa getu til ástaleikja tækifæri til að láta á sér kræla á ný. Hefur þetta hleypt all- nokkru fjöri í staði og stofnanir, þar sem eldra fólk er í meirihluta. Þegar ég, einfaldur ekkillinn, flutti hingað til Georgíu, þar sem ekkjur og fráskildar konur ráða lögum og lofum, var mér sagt að vera á varðbergi. Ég vil ekki gorta og alls ekki vil ég segja að ég hafi verið umsetinn eftir að ég kom hingað. En nokkr- ar kvenkyns persónur sýndu mér þó athygli. Ein færði mér heima- bakaðar smákökur til að bjóða mig velkominn. Önnur stakk upp á því að ég kæmi með sér í morgunmat á veitingahúsi, sem ég afþakkaði. Svo var ein sem bauð mér að koma heim til sín og þiggja heimalag- aðan kvöldmat. Þegar ég stamaði og stundi í stað þess að gefa svar, sneri hún upp á sig og sagðist skynja það að ég hefði engan áhuga og strunsaði í burtu. Angela var ein af rosknu ná- grannakonunum, sem ég hitti oft á daglegum göngum mínum. Hún var þá úti að labba með kjöltu- rakkann sinn. Iðulega stoppuðum við og spjölluðum um heima og geima. Hún var mjög áköf, vildi helzt horfa beint framan í mig og lagði oft höndina á framhandlegg- inn á mér. Eitt sinn sagði hún mér að hún væri að hugsa um að flytja aftur til Flórída, þaðan, sem hún hefði komið. „Það er ekki nógu mikið líf hér,“ sagði hún. Dag einn í október, þegar ég var að aka út úr hverfinu, sá ég hvar hún var úti að spásséra með hundinn. Ég stoppaði og rúllaði niður rúðunni. Hún sagðist vilja kveðja, því hún væri að flytja til Flórída næsta dag. Svo teygði hún sig inn í bíl- inn, lagði höndina á handlegginn á mér og sagði: „Ég hélt að við hefð- um getað orðið v-i-r-k-i-l-e-g-a góðir vinir.“ „En erum við ekki góðir vinir?“ spurði ég. „Nei, ekki vinir, bara kunningjar,“ sagði hún og kvaddi. Öðru hvoru heyrir maður um gamlingja hér sem gifst hafa öðr- um gamlingjum. En afkomend- urnir og fjármunir setja oft strik í reikninginn. Myndarleg, rúmlega áttræð kona í bókaklúbbnum okk- ar kom einn dag á fund með stór- an demantshring á fingri og kvaðst vera trúlofuð. En nokkru seinna fréttist að trúlofuninni hefði verið slitið. Konan átti góða íbúð og töluverðar aðrar eignir og synir hennar tveir settu sig upp á móti ráðahagnum. Eftir mikið lögfræði- legt þras var gerður einhvers kon- ar kaupmáli og hjúin gátu loks gengið í það heilaga. Fóru þau í brúðkaupsferð til Barcelona. Þar vildi svo illa til að brúðguminn datt í flugstöðinni og mjaðmarbrotnaði. Loks komust þau aftur hingað heim og dvelja nú saman á elli- heimili. Við vonum að þau séu hamingjusöm. Í lokin kemur smá saga sem ég heyrði fyrir nokkrum árum, þegar ég átti heima í Flórída. Jane og Bill bjuggu í Kansas og þegar þau voru í gagnfræðaskóla elskuðu þau hvort annað út af lífinu. En svo fluttu foreldrar Jane langt í burtu. Hjúin skrifuðust á um tíma, en svo rofnaði sambandið. En forlögin höguðu því þannig til að fyrir al- gera tilviljun hittust þau aftur rúmlega 65 árum seinna. Bæði höfðu gifst, eignast afkomendur og misst maka sína. Nú voru þau um 85 ára og ástin blossaði upp að nýju. Þau voru bæði við sæmilega heilsu, nema skammtímaminni Bills var orðið mjög slæmt. Á brúðkaupsnóttunni var Jane komin í rúmið í nýja náttkjólnum sínum. Bill settist á rúmstokkinn, leit á brúðina, strauk sér yfir skallann og sagði: „Hvað var það nú aftur, sem við ætluðum að gera?“ Þegar ástin grípur gamlingjann Eftir Þóri S. Gröndal »Nú voru þau um 85 ára gömul og ástin blossaði upp að nýju. Þórir S. Gröndal Höfundur er fyrrverandi fisksali og ræðismaður í Suður-Flórída. floice9@aol.com Eftir seinni heims- styrjöldina þurfti að endurbyggja stóra hluta Evrópu. Til þess vantaði fólk, þar sem milljónir höfðu látið lífið í hinum miklu átökum, sem stefna nasista hafði leitt yfir álfuna. Ráð- ið varð að flytja inn fólk og þá einkum frá Austurlöndum. Þetta fólk átti að verða tímabundinn vinnukraftur, sem hyrfi aftur til síns heima. Svo fór þó ekki, held- ur settist stór hluti þess að, fékk til sín fjölskyldur sínar, eignaðist börn, sem urðu ríkisborgarar og þá foreldrarnir líka. Þetta var upphafið að miklum fólksflutn- ingum til Evrópu, sem hafa staðið æ síðan með vaxandi þunga. Bakgrunnurinn Árið 1948 varð til Mannrétt- indayfirlýsing Sameinuðu þjóð- anna og árið 1950 Mannréttinda- sáttmáli Evrópu; báðir miðaðir við kringumstæður síns tíma, en gilda enn að mestu óbreyttir. Árið 1985 varð til Schengen-samstarfið, sem laut að frjálsri ferð fólks innan Evrópu, og árið 1990 Dublinar- reglugerðin (I) um móttöku flótta- manna, sem tók gildi árið 1997, og síðar árin 2003 (II) og 2013 (III) aðrar útgáfur hennar. Árið 1996 gerðist Ísland aðili að Schengen- samstarfinu ásamt hinum Norður- landaþjóðunum. Dublinar-reglu- gerðin er hluti af Schengen- samstarfinu og Ísland því aðili að henni. Ísland er einnig aðili að sáttmálum bæði Sameinuðu þjóð- anna og Evrópu um mannréttindi. Með Schengen- samstarfinu voru öll landamæri innan Schengen-svæðisins aflögð, en í staðinn komu ein landamæri, sem samkvæmt sátt- málanum átti að verja. Það hefur aldrei verið gert með viðhlítandi hætti og þeir, sem komast inn á Schen- gen-svæðið, eiga í reynd frjálsa för um það. Margir komu með lögbundnum hætti, en margir laumuðust inn og voru jafnvel hvergi skráðir og án allra persónulegra pappíra. Staðan Nú hefur streymið inn í Evrópu staðið áratugum saman. Þeir, sem koma, eru nefndir „flóttamenn“ með uppruna í stríðshrjáðum lönd- um og taldir vera að forða lífi sínu og limum. Vitað er þó að veruleg- ur fjöldi er engan veginn svo staddur heldur er að leita „betra lífs“ innan velferðarsamfélaga Evrópu. Mest er um að ræða fólk frá ríkjum múslima frá Asíu og löndum Afríku. Þetta fólk hefur mikið sest að á meðal sér líkra og einna helst í stærri borgum Schengen- svæðisins. Þar myndar það sín eigin samfélög með eigin siðum, lögum og jafnvel dómstólum og hefur jafnan litla tilburði til þess að aðlaga sig samfélögunum sem það er komið inn í. Þannig hafa víða orðið til svokölluð „gettó“, og jafnvel „no-go zones“ (háskaleg svæði), þar sem lög viðtökulands- ins gilda ekki meira en svo. Við bætist, að þó að þessir inn- flytjendur séu taldir „flóttamenn“, fara margir þeirra í fríum til upp- runalandsins, sem þeir „flúðu“ og senda börn sín þangað í skóla til þess að þau nemi hina „réttu“ siði og viðhorf eða til þess að afla sér maka af „réttri“ gerð. Framtíðin Svo er komið, að fjöldi múslima í Evrópu er orðinn mjög mikill – í sumum löndum kominn upp í tveggja stafa prósentutölur af íbúafjölda eða nærri slíku. Því hafa ýmsir fræðimenn tekið að velta fyrir sér framtíðarþróun íbúasamsetningar innan Evrópu. Einn þeirra er Finninn Kyösti Tarvainen; efnaverkfræðingur með sérgrein í reiknilíkönum við Alto-háskólann í Helsinki. Hann hefur reiknað út líkur á íbúa- samsetningu í Danmörku, Finn- landi, Noregi og Svíþjóð og byggir á innflytjendatölum frá árinu 2018. Ísland er ekki með vegna þess, að hann segir, að þaðan liggja ekki fyrr viðhlítandi upplýs- ingar – nokkuð, sem ljóslega þyrfti að bæta úr. Niðurstöður hans um þróun hlutfalls þeirra, sem komnir eru af stofni innfæddra, má sjá á mynd 1. Þegar kemur að hlutfalli músl- ima eru niðurstöðurnar aftur á móti eins og þær sem sjá má á mynd 2. Hvað veldur? Kyösti Tarvainen tekur til nokkrar ástæður. Þær helstu eru í fyrsta lagi áframhald- andi innflutningur fólks frá mús- limskum löndum og fjölskyldu- sameiningar. Árið 2018 var fjöldi múslima á meðal innflytjenda í Svíþjóð 55%, í Noregi 25%, í Dan- mörku 15% og í Finnlandi 46%. Í öðru lagi: miklu hærri fæðinga- tíðni, sem meðal annars stafar af því, að múslimskar konur taka að eiga börn miklu yngri en konur af stofni innfæddra. Munurinn er mikill, þar sem fæðingatíðni á meðal innfæddra er í öllum til- fellum vel neðan við viðhaldstöl- una 2,1 barn á konu, en mikið ofan við hana í tilfelli múslimskra kvenna; allt upp í 3 til 5 börn á konu. Þetta segir Kyösti Tarvainen að séu tölfræðilegar staðreyndir sé reiknað út frá núverandi stöðu og líklegri þróun. Í framhaldinu er niðurstaða hans sú að í raun sé um að ræða íbúaskipti innan Evr- ópu og að Svíþjóð verði væntan- lega fyrsta landið innan álfunnar þar sem múslimar muni komast í meirihluta og muni þá koma á sín- um siðum, trú og viðhorfum innan samfélagsins. Innflytjendur – íbúaskipti? Eftir Hauk Ágústsson Haukur Ágústsson »Niðurstaða hans er sú að í raun sé um að ræða íbúaskipti innan Evrópu og að Svíþjóð verði væntanlega fyrsta landið innan álfunnar þar sem múslimar muni komast í meirihluta. Höfundur er fv. kennari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.