Morgunblaðið - 19.03.2020, Side 2

Morgunblaðið - 19.03.2020, Side 2
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon „Viðbrögð og aðstoð vegna kórónuveirunnar eru meðal umfangsmestu verkefna sem við höfum nokkru sinni fengið í fangið,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmda- stjóri Rauða kross Íslands. „Úr viðfangsefnum fyrri ára bú- um við að reynslu en nú þarf að sinna ýmsu nýju, svo sem að reka sóttvarnahús. Aðra þætti í starfi okkar höfum við svo þurft að efla, svo sem að fjölga línum í Hjálpar- símanum 1717 þar sem álagið er 20 sinnum meira en að jafnaði gerist.“ Í gær heimsótti Eliza Reid forsetafrú höfuðstöðvar Rauða kross Íslands við Efstaleiti í Reykjavík og fylgdist með aðgerðum þar undir leiðsögn Kristínar, sem er til vinstri hér á myndinni, og Söndru Bjarkar Birgisdóttur, verkefnisstjóra Hjálparsímans. Í alvarlegum aðstæðum eins og nú eru uppi gegnir Rauði krossinn miklvægu hlutverki. Mörg sjálfboðaliða- verkefni hafa verið felld niður tímabundið eða verið breytt vegna ástandsins. Heimsóknavinir sem líta til með fólki sem er eitt á báti slá nú á þráðinn til viðkomandi og opn- um húsum fyrir innflytjendur hefur verið lokað tímabund- ið. Reynt er þó að veita þeim sem þurfa aðstoð með öðru móti eins og föng eru á. Á landsvísu eru sjálfboðaliðar Rauða krossins um 3.000 talsins og nú er kallað eftir fleiri. Opnað hefur verið skráningarform þar sem hægt er að skrá sig sem tíma- bundinn sjálfboðaliða sem Rauði krossinn getur leitað til ef á þarf að halda. „Við biðjum fólk sérstaklega um að tiltaka ef það vill gerast sjálfboðaliði að tilgreina menntun sína, reynslu eða tungumálakunnáttu, til dæmis vegna fólks erlendis frá. Við svo höfum samband við fólk eftir því sem okkur sýnist hver og einn henta í verkefnin sem sinna þarf. Einnig vilj- um við fá fleiri,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir. sbs@mbl.is Eliza forsetafrú hjá Rauða krossinum í Efstaleiti 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ólafur Torfason, stjórnarformaður Íslandshótela, segir mögulega fimm hótel af 17 í keðjunni verða lokuð tímabundið vegna tekjutaps út af kórónuveirunni. Þá bæði á höfuð- borgarsvæðinu og úti á landi. Kemur þetta til viðbótar útleigu á Fosshóteli Lind í Reykjavík undir sóttkví vegna faraldursins. Íslandshótel er stærsta hótelkeðja landsins með um 1.850 herbergi. Rúmlega 500 manns starfa nú hjá fyrirtækinu en þeir voru 650- 680 á sama árs- tíma í fyrra. Starfsfólki hefur því fækkað um hér um bil fjórð- ung milli ára. Ólafur segir að- spurður að reynt verði að verja störfin eins og kostur er í samvinnu við yfirvöld og með þeirra framlagi. Starfsfólkið sé tilbú- ið til að stíga ölduna með fyrir- tækinu. Mórallinn sé góður en auð- vitað sé óvissan mikil. „Ætla að standa þetta af sér“ „Það eru allir harðir á því að ætla að standa þetta af sér,“ segir Ólafur. Hins vegar muni lægst launaða fólkið mikið um það ef laun skerðast um tugi þúsunda vegna óvissu. Dæmi séu um að erlent starfsfólk hafi ákveðið að flytja til síns heima vegna óvissunnar. Um þúsund manns störfuðu hjá keðjunni um háannatímann í fyrra. Að sögn Ólafs gildir núverandi áætlun til 1. júní. Hún verði endur- skoðuð þegar staðan skýrist. Að óbreyttu þýðir þetta helmingsfækk- un starfsfólks milli sumra. Veitingasala sé stór hluti tekna fyrirtækisins. Þessi viðskipti hafi mikið til fallið niður vegna aðstæðna. Sama gildir um ráðstefnuhald. Loks segir Ólafur starfsmenn á skrifstofu félagsins í Kína aftur komna til vinnu. Þeir vilja byrja að selja Ísland sem fyrst því mikil upp- söfnuð ferðaþörf sé hjá þeim. Stærstu keðjurnar loka Aðgerðir Íslandshótela munu koma til viðbótar við þá ákvörðun CenterHótela að loka fimm af sjö hótelum. Þá hyggjast Keahótelin loka Hótel Apóteki við Austurvöll og skoða sameiningu á rekstri annarra hótela tímabundið vegna óvissu. Nánar er fjallað um óvissu í rekstri hótelanna á viðskiptasíðu Morgunblaðsins í dag. Íslandshótel loka nokkrum hótelum  Um fjórðungi færri starfsmenn en í fyrra  Boðið skert starfshlutfall  Erlent starfsfólk flytur heim Ólafur Torfason Allir Íslendingar sem koma til lands- ins munu frá og með deginum í dag fara í tveggja vikna sóttkví. Þetta staðfesti Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir á blaðamannafundi vegna kórónuveirunnar í gær. Að hans sögn er erfitt að segja til um fjölda einstaklinga sem hingað koma eða hversu stór hluti þeirra séu Íslendingar. Taka verði þó fram að fæstir séu smitaðir og því ein- ungis um öryggisráðstöfun að ræða. Spurður um ástæðu að baki ráðstöf- uninni sagði Þórólfur að kór- ónuveiran væri nú í miklum vexti í flestum löndum. Þetta hefði því ver- ið gert til að draga úr líkum á frekari smitum hér á landi. Til að bregðast við ástandinu er nú sérstakur viðbúnaður í Leifsstöð. Sóttvarnir og annað sem því við- kemur hefur verið aukið verulega í flugstöðinni. Þrátt fyrir útvíkkun áhættusvæð- is og hertar reglur við heimkomu sagði Þórólfur á fundinum að annað væri óbreytt. Samkomubann miðaði áfram við 100 manns og var fólk áfram hvatt til að halda sig í tveggja metra fjarlægð frá næsta ein- staklingi. Rætt var sérstaklega um fjölda veirupinna hér á landi en þeir eru notaðir við sýnatöku vegna kór- ónuveirunnar. Að því er fram kom á fundinum vinna heilbrigðisyfirvöld nú hörðum höndum að því að útvega fleiri slíka hingað til lands. Þá má enn fremur gera ráð fyrir sendingu á fimm þúsund pinnum mjög fljót- lega. Sem stendur sé þó enn nóg til af veirupinnum. Í sóttkví við heimkomu Morgunblaðið/Eggert Blaðamannafundur Daglegur upplýsingafundur fór að venju fram í gær.  Allir Íslendingar sem koma erlendis frá þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví  Fleiri veirupinnar til landsins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.