Morgunblaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 12
Lóan er vorboðinn
Morgunblaðið/Bogi Þór Arason
Heiðlóa Syngur sitt dirrindí og hrek-
ur burt snjó og almenn leiðindi lífsins.
Fuglamyndir í
samkomubanni
Þessa dagana, eða meðan á sam-
göngubanni stendur, eru á Face-
book-síðu Fuglaverndar birtar mynd-
ir af þeim tegundum fugla sem
algengastir eru á Íslandi. Að sjálf-
sögðu var byrjað á lóunni fyrir
nokkrum dögum. Heyrist hún kvaka
austur á Hornafirði og má það kalla
glaðan óm inn í dapra daga. Þegar
fuglarnir mæta á svæðið er vorið
komið!
Lóan er það sem kallað er
ábyrgðartegund samtals 25 Íslands-
fugla, sem merkir að um 20% af
Evrópustofni viðkomandi tegundar
nýti Ísland til varps eða komi hér
við á ferðum sínum.
„Með þessu viljum við leggja okk-
ar af mörkum til að stytta fólki
stundir og kannski aðeins að dreifa
huganum, þótt ekki sé nema í
stutta stund á hverjum degi,“ segir
Dögg Matthíasdóttir, markaðs- og
samskiptafulltrúi Fuglaverndar. „Ef
samkomubannið stendur í fjórar vik-
ur komumst við yfir 28 fuglateg-
undir alls, við þurfum þá að velja
einhverjar þrjár sem eru ekki í hópi
ábyrgðartegunda. Hægt verður að
koma með ábendingar á Fésbók-
arsíðunni. Ef samkomubannið stend-
ur lengur, þá finnum við bara til
fleiri fuglategundir, það er af nógu
að taka.“
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2020
Þessa dagana lifum við óvenju-lega tíma þegar umfjöllunsem tengist COVId-19 veir-
unni er mjög fyrirferðarmikil, jafnt í
frétta- og samskiptamiðlum og al-
mennri umræðu. Þótt heilbrigðis-
yfirvöld standi sig mjög vel í öllum
aðgerðum og upplýsingagjöf verða
margir áhyggjufullir við þessar að-
stæður. En hvað með ung börn?
Hvernig skilja þau og túlka svona
fréttir? Hvaða áhrif hefur umfjöll-
unin og núverandi ástand á þau?
Fylgjast með hvaða
fréttir börnin heyra
Í sumum tilfellum hefur veirufar-
aldurinn þegar haft bein áhrif á hagi
barna, til dæmis þar sem þau sjálf
eða foreldrar eru í sóttkví eða hafa
þurft að gera aðrar breytingar á
högum sínum eða áætlunum. Við-
brögð annarra geta líka haft áhrif,
svo sem ef foreldrar eru mjög
áhyggjufullir og kvíðnir vegna veir-
unnar gæti það leitt til þess að þeir
hafi minni orku, þolinmæði eða aðr-
ar forsendur til að sinna börnunum
og viðhalda daglegri rútínu og já-
kvæðri samveru sem er börnum svo
mikilvæg. Þá er mikilvægt fyrir alla
fullorðna að fylgjast með þeim frétt-
um og umræðu sem börn heyra.
Ekki að foreldrar ættu að reyna að
koma í veg fyrir að börn heyri um-
fjöllun um veirufaraldurinn, heldur
þurfa þeir að vera meðvitaðir um
hugsanleg áhrif á þau.
Börn hafa hvorki forsendur til að
velja né skilja fréttir á sama hátt og
fullorðnir né að átta sig á mögu-
legum afleiðingum. Þau geta auð-
veldlega misskilið það sem þau
heyra, túlkað það á versta veg og
orðið óttaslegin og kvíðin. Alls ekki
er víst að börn ræði þessi mál að eig-
in frumkvæði eða segi frá vangavelt-
um sínum og áhyggjum. Því er
mikilvægt að foreldrar gefi sér tíma
til að tala við börn um það sem er í
fréttum tengt COVID-19 og sér-
staklega að hlusta vel ef börnin
vekja sjálf máls á einhverju sem þau
hafa heyrt.
Nauðsynlegt er að reyna að átta
sig á hverju börnin eru að velta fyrir
sér, hvernig þau skilja hlutina, hvað
þau halda að þetta þýði fyrir þau
sjálf, hvort þau eru kvíðin og hvað
þau óttast. Gott er að spyrja opinna
spurninga, svo sem, hvað heldurðu
að sé í gangi?, hvað heldurðu að geti
gerst?, hvað heldur þú að sé hægt að
gera? og svo framvegis. Þegar mað-
ur hefur þannig fengið innsýn í hug-
myndir barnsins um sjúkdóminn er
miklu auðveldara að gefa því svör og
útskýringar, í samræmi við aldur
þess og þroska.
Til að átta sig á hugsunum og
skoðunum barns gefst líka vel að
vera einfaldlega með því í rólegheit-
um. Hafa sjálfur ekki frumkvæði að
umræðuefni heldur bíða og sjá hvort
barnið fitjar upp á einhverju sem
það hefur þörf fyrir að ræða. Oft
koma börn með óljósar athugasemd-
ir eða spurningar, en þá er um að
gera að byrja á að nota opnu spurn-
ingarnar til að finna út hvað málið
raunverulega snýst um, áður en far-
ið er í útskýringar eða ráðleggingar.
Séu ekki sálusorgarar foreldra
Að lokum má nefna að foreldrar
þurfa líka að gæta þess að ung börn
þurfi ekki að hlusta á umræður
þeirra á milli um eigin áhyggjur.
Auðvitað á að veita börnum
ákveðnar upplýsingar, en það þarf
að varast að valda börnum óþarfa
kvíða. Börnum er tamt að taka
áhyggjur foreldra inn á sig og þau
eiga ekki að lenda í því hlutverki að
verða sálusorgarar foreldra sinna.
Ef foreldrar eru sjálfir kvíðnir og
óvissir um möguleg áhrif COVID-19
veirunnar er um að gera að nýta sér
þær upplýsingar og stuðning sem
víða er í boði, til dæmis á covid.is, á
heilsuvera.is og á fleiri góðum slóð-
um á netinu.
Varast að valda börnum kvíða
Heilsuráð
Gyða Haraldsdóttir
sálfræðingur og forstöðumaður
Þroska- og hegðunarstöðvar
Heilsugæslu höfuðborgarsv.
AFP
Veiran COVID er faraldur á heimsvísu sem á sér tæpast hliðstæður enda
hefur allt í mannlegri tilveru gjörbreyst og fengið nýjan svip á fáum dögum.
Morgunblaðið/Valli
Barnahátíð Mikilvægt er að huga að velferð barnanna á erfiðum tímum og
minna þau á að öll él birtir upp um síðir og lífið leitar jafnvægis að lokum.
Unnið í samstarfi við Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðsins.
Fulltrúar Stöðvar 2, Rafíþrótta-
samtaka Íslands og Skjáskots undir-
rituðu í vikunni yfirlýsingu um sam-
starf sín á milli um eflingu rafíþrótta
á Íslandi. Samstarfið felur meðal
annars í sér aðstoð við framleiðslu
og dreifingu á útsendingum frá
fyrsta tímabili Vodafone-deildarinnar
sem hefst í lok mars. Þar keppa lið á
borð við Fylki, Dusty, KR og FH í leikj-
unum Counter Strike og League of
Legends. Útsendingar frá Vodafone-
deildinni verða því aðgengilegar á
Stöð 2 Sport og Vísi og á Twitch.tv/
rafithrottir.
„Það er frábært að fá Stöð 2 og
Vodafone með okkur að kynna raf-
íþróttir sem gilt áhugamál og byggja
upp flott umhverfi í kringum iðkun og
keppni,“ segir Ólafur Hrafn Steinars-
son formaður Rafíþróttasamtaka Ís-
lands.
Þórhallur Gunnarsson, sem er
framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðvar
2, segir rafíþróttir vera vaxandi
íþróttagrein í sjónvarpi í dag. „Við
setjum í gang nýja sjónvarpsrás
ESPORT sem við erum sannfærð um
að slái í gegn. Það eru sannarlega
spennandi tímar framundan í þessu
sporti,“ er haft eftir Þórhalli í tilkynn-
ingu. Þar kemur fram að fólk sé sam-
mála um að uppbygging rafíþrótta á
Íslandi og dreifing á slíku sjónvarps-
efni þar sem hver getur komið með
sína sérþekkingu að borði sé líkleg til
árangurs. Því skuli efnt til langtíma-
samstarfs um málefni rafíþrótta og
uppbyggingu á heilbrigðu stafrænu
Íslandi.
Samstarf um eflingu rafíþrótta í sjónvarpi
Ljósmynd/Aðsend
Sport Ólafur Steinarsson frá Rafíþróttasambandi Íslands og Þórhallur
Gunnarsson ganga frá samkomulagi um eflingu hinna stafrænu íþrótta.
Byggja upp flott umhverfi um
iðkun og keppni í íþróttinni
FALLEGTATVINNUHÚSNÆÐI
Í HJARTA HAFNARFJARÐAR
Hafnarfjarðarbær auglýsir Vesturgötu 8 til leigu og óskar eftir
tilboðum. Staðsetning fasteignar býður upp á mikla möguleika.
Áhersla er lögð á að starfsemi í húsinu falli vel að stefnu bæjarins
um að styrkja miðbæinn og auka enn frekar aðdráttarafl hans.
Húsið verður afhent vorið 2020
Fasteignin er hæð og ris, alls 138,3 m². Húsið er timburhús, byggt árið 1985. Tilboðsgjafi
þarf að skila ítarlegum upplýsingum og greinargerð um ráðgerðan rekstur í húsinu.
Skrifleg tilboð þurfa að berast fyrir kl. 10 þann 20.mars 2020.
Nánar á hafnarfjordur.is
hafnarfjordur.is585 5500