Morgunblaðið - 19.03.2020, Side 34
34 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2020
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
Síðdegis í gær lagði norska ríkis-
stjórnin fram frumvarp til neyðar-
laga í ríkisráði Noregs, sem heimila
stjórninni að gera breytingar á eða
víkja til hliðar gildandi lögum án at-
beina Stórþingsins í málum sem
varða kórónuveirufaraldurinn.
„Hingað til höfum við sett reglu-
gerðir með stoð í sóttvarnalögum.
Með nýju heimildinni getum við tek-
ist á við áskoranir sem ekki tengjast
sóttvörnum eða heilbrigðismálum
beinlínis,“ sagði Erna Solberg for-
sætisráðherra í gær.
Ráðherra sagði aðstæðurnar í
skugga kórónuveirunnar án hlið-
stæðu og því væri þörf fyrir heimild
til að víkja settum bókstaf til hliðar,
öðrum en stjórnarskrá og mannrétt-
indum. Unnið hefur verið að neyð-
arlögunum frá því á sunnudaginn og
þakkaði Solberg fyrir breiða sam-
stöðu þingsins, þvert á flokkslínur,
um frumvarpið. Nýju lögin verða
rædd í Stórþinginu í dag.
Ekki ég heldur við
Erna Solberg ávarpaði Norðmenn
í gærkvöldi. Sagði hún samstöðu-
kraft norsku þjóðarinnar hafa komið
henni gegnum hryðjuverk og önnur
áföll og einnig nú kæmu Norðmenn
til með að standa af sér nýjan vágest.
Hvatti hún fólk til að taka upp sím-
ann og hringja í þá sem sætu í
sóttkví til að stappa í þá stálinu.
„Núna er ekki tími fyrir „ég“, núna
er tími fyrir „við“,“ sagði forsætis-
ráðherra í ávarpi sínu.
Þrjú dauðsföll urðu af völdum kór-
ónuveirunnar í Noregi í gær og eru
því alls sex látnir í landinu af þessum
sökum. Eitt þeirra sem létust í gær
var búsett á dvalarheimili í Lille-
strøm, rétt utan við Ósló.
Í Svíþjóð náði tala látinna af völd-
um veirunnar tíu í gær í kjölfar
tveggja nýrra dauðsfalla. Svíar hafa
beðið í lengstu lög með að loka dyr-
um skóla sinna en nú er svo komið að
sænska ríkisstjórnin hefur mælst til
þess að leik- og grunnskólar hætti
starfsemi. Skólar á efri námsstigum
eru hvattir til þess að nýta fjar-
kennslu.
Hættir að gefa blóð
Frá Volvo-verksmiðjunum bárust
þær fréttir í gær að vörubifreiða-
verksmiðjan í Umeå legði niður
starfsemi sína á mánudaginn næst-
komandi og sendi allt starfsfólk heim
um óákveðinn tíma. Í gær greindi
sænska ríkisútvarpið SVT enn frem-
ur frá því að alvarlegur blóðskortur
vofði yfir í landinu þar sem sænska
þjóðin hefði nánast hætt að gefa blóð
eftir að skórinn tók alvarlega að
kreppa í veirufaraldrinum.
Í Danmörku höfðu 1.057 manns
greinst með veiruna þegar Morgun-
blaðið fór í prentun í gær, fjórir eru
látnir. Danir velta því nú fyrir sér
hvort hin nafntogaða Hróars-
kelduhátíð verði haldin í júní eftir að
greint var frá því í gær að endanlega
hefði verið ákveðið að aflýsa Euro-
vision-söngvakeppninni í Rotterdam
í maí. Aðstandendur Hróarskeldu
segjast þó vongóðir.
Heimsóknabann í fangelsum
Ríkismiðillinn DR sagði enn frem-
ur frá því í gær að dönsk fangels-
ismálayfirvöld hefðu bannað allar
heimsóknir til vistmanna í fangels-
um landsins og tóku þær reglur gildi
samhliða banni danskra stjórnvalda
við samkomum fleiri einstaklinga en
tíu sem tók gildi klukkan tíu í gær-
morgun að skandinavískum tíma.
Heimsóknabanninu fylgir einnig að
vistmenn tyftunarhúsa landsins
mega búast við því að þeim verði
bannað að koma saman innbyrðis.
Nokian fækkar um 1.630
Í Finnlandi sagði ríkisútvarpið
YLE frá því í gær að 359 hefðu
greinst smitaðir af kórónuveirunni.
Engan hefur hún kostað lífið þar í
landi enn sem komið er. Finnar hafa
að sögn ríkisútvarps síns þungar
áhyggjur af menningarlífi sem lítið
hefur farið fyrir síðan söfn, leikhús
og óperuhús lokuðu dyrum sínum á
mánudaginn.
Síðdegis í gær tilkynnti hjólbarða-
framleiðandinn Nokian um að hon-
um væri nauðugur einn kostur að
fækka starfsfólki sínu tímabundið
um 1.630. Sendi fyrirtækið frá sér
fréttatilkynningu í gær þar sem það
greindi frá því að spurn eftir hjól-
börðum á Evrópumarkaði hefði fallið
svo í kjölfar þess að veiran herti
járngreipar sínar um álfuna, að eng-
in önnur leið sæist fær.
Sendast með matvörur
Finnskir leigubifreiðastjórar hafa
séð bjartari daga, varla nokkur
manneskja tekur nú leigubíl milli
staða. Fyrirtækið Cabonline, sem
rekur bifreiðastöðvarnar Kovanen
og FixuTaxi, hefur þó fundið öku-
mönnum sínum verkefni í ládeyð-
unni. Þeir hafa tekið að sér að aka
matvörum heim til fólks sem annað-
hvort er í sóttkví ellegar treystir sér
ekki til kaupmannsins á horninu af
ótta við að taka sóttina.
Ekki tími fyrir „ég“ heldur „við“
Stórþingið tekur afstöðu til norskra neyðarlaga í dag Svíar endurskoða afstöðu til skólahalds
Heimsóknir bannaðar í dönskum fangelsum í gær Finnskir leigubílstjórar aka matvörum heim
Bandaríkin
100 dauðsföll tilkynnt.
Veiruprófunum fjölgað til muna
Langar raðir flutningabíla
við landamæri
Póllands og Þýskalands
Kína
Aðeins eitt innanlandssmit
tilkynnt, tugir utanaðkomandi
smita
Ítalía
Vatnið í síkjum Feneyja orðið
tært vegna þess að umferð
vélknúinna báta hefur verið
stöðvuð
Margar þjóðir undirbúa umfangsmiklar efnahagsaðgerðir
til að bregðast við áhrifum veirufaraldursins á hagkerfi
Evrópa
Mikið álag á sjúkrahúsum
í mörgum löndum
Ástralía
Ferðir til útlanda bannaðar,
íbúar í útlöndum hvattir til heimferðar
Grikkland
Flóttamanna-
búðum lokað
í hálfan mánuð
fyrir gestum
Staðfest smit
Veirufaraldurinn: síðustu atburðir
Dauðsföll
AFP Photos
Mynd: Sjúklingur fluttur á annað
sjúkrahús í austurhluta Frakklands
Bandaríski öldungadeildarþingmað-
urinn Bernie Sanders lagðist undir
feld í gær og íhugaði hvort hann ætti
að halda forsetaframboði sínu til
streitu eftir að Joe Biden, helsti
keppinautur hans um útnefningu
Demókrataflokksins, vann öruggan
sigur í öllum af þeim þremur ríkjum
sem héldu forkosningar sínar í gær.
Biden, sem var varaforseti Bar-
acks Obama, hélt áfram sigurgöngu
sinni, en hann hefur nú fengið meiri-
hluta atkvæða í 19 af þeim 24 ríkjum
sem hafa haldið forval sitt.
Faiz Shakir, kosningastjóri Sand-
ers, benti á í yfirlýsingu framboðsins
að næstu forkosningar yrðu ekki
fyrr en í byrjun apríl, en bæði
Georgía og Portó Ríkó, sem áttu að
kjósa í mars, hafa frestað forkosn-
ingum sínum vegna kórónuveirufar-
aldursins. Sagði Shakir að Sanders
myndi nú ræða við stuðningsmenn
sína til þess að meta stöðu framboðs-
ins en ekki fylgdi hvenær því mati
yrði lokið.
Skora á Sanders að hætta við
Biden átti einkar gott kvöld en
hann hlaut 62% atkvæða í Flórída
gegn 23% sem Sanders fékk. Í Ill-
inois fékk Biden 59% atkvæða en
Sanders 36% og í Arizona fékk Biden
43% atkvæða gegn 32% Sanders.
Niðurstaðan þýðir að Biden er nú
með að minnsta kosti 1.153 fulltrúa á
landsþingi Demókrataflokksins í
júlí, þar sem forsetaefnið verður val-
ið, á meðan Sanders er með 869. Til
að tryggja sér útnefninguna þarf
1991 fulltrúa.
Ýmsir forkólfar í Demókrata-
flokknum skoruðu á Sanders í gær
að láta gott heita og benti David Ax-
elrod, sem stýrði kosningabaráttum
Obama, á að forysta Bidens væri um
þrisvar sinnum meiri en forysta
Obama var á Hillary Clinton á sama
tíma í forkosningaslagnum 2008.
AFP
Kosið Fámennt var á sumum kjör-
stöðum vegna faraldursins.
Bernie Sanders
leggst undir feld
Joe Biden með nær örugga forystu
35 cm verð 139.000,-
50 cm verð 209.000,-
70 cm verð 299.000,-
Atollo
Vico Magistretti 1977
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is