Morgunblaðið - 19.03.2020, Side 64

Morgunblaðið - 19.03.2020, Side 64
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 POLLA HÆGINDASTÓLL grár með svörtummálmfótum. L80 x B72 x H97 cm. Áður 36.900 kr.NÚ 29.520 kr. SPARAÐU 7.380 kr. 20-40% Sparadu- af öllum sófum, sófaborðum hægindastólum og mottum 5. - 23 mars Frí heimsending Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU FYRIR ÞÁ SEM VERSLA FYRIR 5.000 EÐA MEIRA WWW.ILVA.IS GILDIR Í VEFVERSLUN ILVA TIL OG MEÐ 31. MARS Söngvamyndin Cats, Kettir, hlaut skammarverðlaunin Golden Raspberry, þ.e. Gyllta hindberið, sem versta kvikmynd ársins 2019. Verðlaunin eru afhent árlega í Los Angeles og veitt fyrir það versta á liðnu kvikmynda- ári. Kettir hlutu sex skammarverðlaun og eru því ótví- ræður „sigurvegari“ verðlaunanna að þessu sinni. Auk þess að teljast versta kvikmyndin hlutu Kettir verðlaun fyrir versta leikstjóra, Tom Hooper, versta leik- ara í aukahlutverki, James Corden, verstu leikkonu í aukahlutverki, Rebel Wilson, versta leikarahóp og versta handrit. Gagnrýnendur voru flestir á því að Kettir væru hrein hörmung og að best væri að lóga þeim. Kettir versta kvikmynd ársins 2019 FIMMTUDAGUR 19. MARS 79. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Knattspyrnumennirnir Viðar Örn Kjartansson og Theó- dór Elmar Bjarnason eru ekki komnir í frí vegna kór- ónuveirunnar eins og flestir aðrir. Þeir leika báðir í Tyrklandi og þar hefur verið tekin sú ákvörðun að halda deildakeppninni áfram og leika án áhorfenda. Viðar Örn segir að stemningin í Malatya sé mjög skrýt- in og það sé reiði og pirringur yfir því að þurfa að spila. Elmar segir að aðgerðir Tyrkja vegna kórónu- veirunnar séu þrátt fyrir þetta traustvekjandi. »55 Tyrkneski fótboltinn heldur áfram ÍÞRÓTTIR MENNING farið á 15 sinnum, og þar smullum við vel saman eins og svo oft áður.“ Úr fótbolta í pílu Menn á svipuðum aldri og Þorgeir muna eftir honum úr fótboltanum, en hann var sterkur varnarmaður í sigursælu liði KR á sjöunda áratugn- um. Nokkrum árum eftir að fótbolta- ferlinum lauk flutti hann til Banda- ríkjanna og starfaði þar í 11 ár, en skömmu eftir heimkomuna 1989 kynntist hann pílukasti hjá uppeldis- félaginu og hefur látið til sín taka í íþróttinni síðan. „Ég fékk strax ódrepandi áhuga á íþróttinni og þegar ég sá auglýsingu 1994 að spilað yrði um sætin átta í landsliðinu vegna Norðurlandamóts- ins á Hótel Loftleiðum árið eftir ákvað ég að taka þátt í öllum mótum í þeirri von að komast í landsliðið,“ rifjar Þor- geir upp. „Ég var níundi stigahæstur og komst ekki í liðið en náði settu marki 1996 og hef verið í liðinu síðan nema þegar ég hef ekki gefið kost á mér.“ Landsliðið hefur oft náð ágætum árangri. Þorgeir og Ægir Örn Björns- son unnu síðast til bronsverðlauna í tvímenningi á NM og á NM þar á und- an náði íslenska liðið sama árangri. „Við höfum komist í átta liða úrslit á heimsmeistaramótinu og þá var Guð- jón með mér en annars er ég svo fljót- ur að gleyma og þetta rennur allt sam- an.“ Næsta Norðurlandamót á að fara fram í Danmörku í lok apríl en kór- ónuvírusinn getur haft áhrif á það og er ákvörðunar um mótið og landsliðs- valið að vænta um mánaðamótin. Andlegi þátturinn hefur mikið að segja í pílukasti. Þorgeir segist hafa lagt mikla áherslu á hugleiðslu og Vignir Sigurðsson landsliðsþjálfari leggi mikið upp úr henni. „Menn geta skorað vel úti í bílskúr eða heima í stofu en þegar þeir koma á línuna í keppni er oft eins og allt bresti og þeir fara á taugum.“ Hann segir að líðanin hafi verið sérlega góð í tvímenningi nýliðins Íslandsmóts. „Við Guðjón vorum vel stemmdir og samstiga enda oft verið saman í keppnisferðum og deilt herbergi. Allt gekk upp hjá okk- ur og við unnum úrslitaleikinn 7-1.“ Þó að Þorgeir hafi dregið úr þátt- töku í keppni er hann ekkert að hugsa um að draga sig alfarið í hlé. „Þetta er svo skemmtilegt að ég get ekki hætt,“ segir hann. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Þorgeir Guðmundsson er eins og gott vín, verður bara betri með aldrinum. Hann verður 76 ára í haust og varð Ís- landsmeistari í tvímenningi í pílukasti, 501, á dögunum. Hann hefur verið í landsliðinu síðan 1996 og er hugsan- lega elsti A-landsliðsmaður heims í íþróttum. „Við tókum upp á því að spila eins og englar,“ segir Þorgeir um þá Guð- jón Hauksson úr Grindavík í keppn- inni, en þeir urðu einnig Íslandsmeist- arar saman í tvímenningi 2001. Guðjón, sem er 62 ára, hefur oftast allra orðið Íslandsmeistari í einmenn- ingi, alls 11 sinnum, og einnig verið sigursæll í tvímenningi. Fyrir mótið hafði Þorgeir sigrað sjö sinnum með sjö mismunandi meðspilurum í tví- menningi. Hann hefur auk þess þrisv- ar orðið Íslandsmeistari í einmenningi og í fyrra var hann meistari meist- aranna. „Ég ætlaði ekki að vera með núna en svo hringdi ég í Guðjón og við ákváðum að kýla á þetta. Ég plataði hann með mér á Opna skoska meist- aramótið í febrúar, mót sem ég hef Í A-landsliðinu 75 ára  Þorgeir Guðmundsson hugsanlega elsti landsliðsmaðurinn Ljósmynd/Páll Guðjónsson Íslandsmeistarar í tvímenningi Þorgeir Guðmundsson og Guðjón Hauksson hafa lengi verið sigursælir í pílukasti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.