Morgunblaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 64
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 POLLA HÆGINDASTÓLL grár með svörtummálmfótum. L80 x B72 x H97 cm. Áður 36.900 kr.NÚ 29.520 kr. SPARAÐU 7.380 kr. 20-40% Sparadu- af öllum sófum, sófaborðum hægindastólum og mottum 5. - 23 mars Frí heimsending Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU FYRIR ÞÁ SEM VERSLA FYRIR 5.000 EÐA MEIRA WWW.ILVA.IS GILDIR Í VEFVERSLUN ILVA TIL OG MEÐ 31. MARS Söngvamyndin Cats, Kettir, hlaut skammarverðlaunin Golden Raspberry, þ.e. Gyllta hindberið, sem versta kvikmynd ársins 2019. Verðlaunin eru afhent árlega í Los Angeles og veitt fyrir það versta á liðnu kvikmynda- ári. Kettir hlutu sex skammarverðlaun og eru því ótví- ræður „sigurvegari“ verðlaunanna að þessu sinni. Auk þess að teljast versta kvikmyndin hlutu Kettir verðlaun fyrir versta leikstjóra, Tom Hooper, versta leik- ara í aukahlutverki, James Corden, verstu leikkonu í aukahlutverki, Rebel Wilson, versta leikarahóp og versta handrit. Gagnrýnendur voru flestir á því að Kettir væru hrein hörmung og að best væri að lóga þeim. Kettir versta kvikmynd ársins 2019 FIMMTUDAGUR 19. MARS 79. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Knattspyrnumennirnir Viðar Örn Kjartansson og Theó- dór Elmar Bjarnason eru ekki komnir í frí vegna kór- ónuveirunnar eins og flestir aðrir. Þeir leika báðir í Tyrklandi og þar hefur verið tekin sú ákvörðun að halda deildakeppninni áfram og leika án áhorfenda. Viðar Örn segir að stemningin í Malatya sé mjög skrýt- in og það sé reiði og pirringur yfir því að þurfa að spila. Elmar segir að aðgerðir Tyrkja vegna kórónu- veirunnar séu þrátt fyrir þetta traustvekjandi. »55 Tyrkneski fótboltinn heldur áfram ÍÞRÓTTIR MENNING farið á 15 sinnum, og þar smullum við vel saman eins og svo oft áður.“ Úr fótbolta í pílu Menn á svipuðum aldri og Þorgeir muna eftir honum úr fótboltanum, en hann var sterkur varnarmaður í sigursælu liði KR á sjöunda áratugn- um. Nokkrum árum eftir að fótbolta- ferlinum lauk flutti hann til Banda- ríkjanna og starfaði þar í 11 ár, en skömmu eftir heimkomuna 1989 kynntist hann pílukasti hjá uppeldis- félaginu og hefur látið til sín taka í íþróttinni síðan. „Ég fékk strax ódrepandi áhuga á íþróttinni og þegar ég sá auglýsingu 1994 að spilað yrði um sætin átta í landsliðinu vegna Norðurlandamóts- ins á Hótel Loftleiðum árið eftir ákvað ég að taka þátt í öllum mótum í þeirri von að komast í landsliðið,“ rifjar Þor- geir upp. „Ég var níundi stigahæstur og komst ekki í liðið en náði settu marki 1996 og hef verið í liðinu síðan nema þegar ég hef ekki gefið kost á mér.“ Landsliðið hefur oft náð ágætum árangri. Þorgeir og Ægir Örn Björns- son unnu síðast til bronsverðlauna í tvímenningi á NM og á NM þar á und- an náði íslenska liðið sama árangri. „Við höfum komist í átta liða úrslit á heimsmeistaramótinu og þá var Guð- jón með mér en annars er ég svo fljót- ur að gleyma og þetta rennur allt sam- an.“ Næsta Norðurlandamót á að fara fram í Danmörku í lok apríl en kór- ónuvírusinn getur haft áhrif á það og er ákvörðunar um mótið og landsliðs- valið að vænta um mánaðamótin. Andlegi þátturinn hefur mikið að segja í pílukasti. Þorgeir segist hafa lagt mikla áherslu á hugleiðslu og Vignir Sigurðsson landsliðsþjálfari leggi mikið upp úr henni. „Menn geta skorað vel úti í bílskúr eða heima í stofu en þegar þeir koma á línuna í keppni er oft eins og allt bresti og þeir fara á taugum.“ Hann segir að líðanin hafi verið sérlega góð í tvímenningi nýliðins Íslandsmóts. „Við Guðjón vorum vel stemmdir og samstiga enda oft verið saman í keppnisferðum og deilt herbergi. Allt gekk upp hjá okk- ur og við unnum úrslitaleikinn 7-1.“ Þó að Þorgeir hafi dregið úr þátt- töku í keppni er hann ekkert að hugsa um að draga sig alfarið í hlé. „Þetta er svo skemmtilegt að ég get ekki hætt,“ segir hann. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Þorgeir Guðmundsson er eins og gott vín, verður bara betri með aldrinum. Hann verður 76 ára í haust og varð Ís- landsmeistari í tvímenningi í pílukasti, 501, á dögunum. Hann hefur verið í landsliðinu síðan 1996 og er hugsan- lega elsti A-landsliðsmaður heims í íþróttum. „Við tókum upp á því að spila eins og englar,“ segir Þorgeir um þá Guð- jón Hauksson úr Grindavík í keppn- inni, en þeir urðu einnig Íslandsmeist- arar saman í tvímenningi 2001. Guðjón, sem er 62 ára, hefur oftast allra orðið Íslandsmeistari í einmenn- ingi, alls 11 sinnum, og einnig verið sigursæll í tvímenningi. Fyrir mótið hafði Þorgeir sigrað sjö sinnum með sjö mismunandi meðspilurum í tví- menningi. Hann hefur auk þess þrisv- ar orðið Íslandsmeistari í einmenningi og í fyrra var hann meistari meist- aranna. „Ég ætlaði ekki að vera með núna en svo hringdi ég í Guðjón og við ákváðum að kýla á þetta. Ég plataði hann með mér á Opna skoska meist- aramótið í febrúar, mót sem ég hef Í A-landsliðinu 75 ára  Þorgeir Guðmundsson hugsanlega elsti landsliðsmaðurinn Ljósmynd/Páll Guðjónsson Íslandsmeistarar í tvímenningi Þorgeir Guðmundsson og Guðjón Hauksson hafa lengi verið sigursælir í pílukasti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.