Morgunblaðið - 19.03.2020, Side 18
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2020
Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70
hitataekni.is
Sjálfvirk, raka-og hitastýring, fer sjálfkrafa í gang þegar
ljós eru kveikt eða við hreyfingu í rými.
Klimat K7 er fjölnota vifta, þróuð
og framleidd í Svíþjóð.
– sjö viftur í einni
Ein sú hljóðlátasta á markaðinum (17-25 dB)
Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranesi | Sími 511 2022 | dyrabaer.is
Úrval náttúrulegra bætiefna og fóðurs fyrir hunda og ketti.
Nánar á dyrabaer.is
HOLLUSTA OG HEILBRIGÐI FRÁ Dregið hefur úr kolmunnaveiði
vestur af Írlandi síðustu daga, auk
þess sem ótíð hefur verið á mið-
unum. Fiskurinn er að ganga í
norður og norðaustur og er líklegt
að hann fari fljótlega inn fyrir 200
mílna mörkin við Írland og Skot-
land. Kolmunni verði því ekki að-
gengilegur aftur fyrir íslenskskip
fyrr en um eða upp úr 10. apríl og
þá á gráa svæðinu fyrir sunnan
Færeyjar eða í færeyskri lögsögu.
Síðasta sólarhringinn hafa nokk-
ur skipanna komið til löndunar eða
eru á leiðinni til landsins. Sam-
kvæmt yfirliti á vef Fiskistofu er
búið að landa rúmlega 32 þúsund
tonnum af kolmunna í ár. aij@mbl.is
Dregið hefur úr kolmunnaafla við Írland
íþyngjandi ráðstafana sem völ er á en jafn-
framt fylgja tilmælum Almannavarna,“ segir
hann. Eftir því fyrirkomulagi er nú unnið og
var mæting barna fyrsta daginn sem nýtt fyr-
irkomulag var í gildi á bilinu 54% til 78% eftir
skólum. Engin vandkæði hafa fylgt nýju skipu-
lagi þessa fyrstu daga. Breytt skipulag felur
m.a. í sér hólfun svæða með takmörkuðum
fjölda barna, breytingu á matseðli, börn borða
á sínum deildum/svæðum, eitt foreldri fylgir
barni í og úr skóla, foreldrar fara ekki lengra
inn en í forstofu og foreldrar sem vinna heima
eru beðnir um að hafa börn sín hjá sér.
Þá segir Karl að þær línur hafi verið lagðar
varðandi grunnskólana að börn í yngstu ald-
urshópum, í 1.-4. bekk, verði áfram innan sama
skólatíma og verið hefur og að þau fái hádeg-
ismat í skólunum. Börn á miðstigi verði í skóla
til kl. 12.30 að jafnaði og reynt að koma því við
að þau fái hádegismat, en hvað unglingastigið
varðar sé stefnt að því að allir nemendur mæti
í þrjár klukkustundir á dag í skólann og verði
að auki í fjarnámi.Verk-, list- og valgreinar
verða felldar niður.
Aðgerðaáætlun fyrir Hlíðarfjall
Frístund verður í flestum tilvikum einungis í
boði fyrir börn í tveimur yngstu bekkjunum.
Í grunnskólum bæjarins hefur inngöngum í
skóla verið fjölgað til að samgangur verði sem
allra minnstur og eru skólarnir hólfaskiptir.
Fyrirkomulag mötuneytis fylgir öðru skipulagi
og matseðli verður breytt ef á þarf að halda.
Engar íþróttir verða í hefðbundnum íþrótta-
mannvirkjum og engar rútuferðir eru lengur á
dagskrá né ferðalög. „Þá mælumst við til þess
að kennarar vinni að undirbúningi heima eins
og kostur er,“ segir Karl og bendir á að þessu
til viðbótar séu svo í gangi aðrar aðgerðir sem
sameiginlegar séu fyrir allt landið.
Sundlaugar á Akureyri verða opnar áfram í
samkomubanni, en farið að tilmælum stjórn-
valda um fjöldatakmarkanir. Ekki verður fleir-
um hleypt ofan í en 100 í einu. Ráðstafanir hafa
verið gerðar í klefum, skápum í notkun fækkað
vegna fjarlægðarreglna og þá hefur aukin
áhersla verið lögð á þrif og sóttvarnir.
Íþróttahús Akureyrarbæjar eru lokuð þessa
viku. Unnið er að aðgerðaáætlun fyrir skíða-
svæðið í Hlíðarfjalli vegna Covid-19 og verða
lyftur ekki opnar fyrr en slík áætlun er tilbúin
og þjónusta sem tekur mið af þeim takmörk-
unum sem stjórnvöld hafa sett hefur verið út-
færð. Gönguskíðasvæðið í Hlíðarfjalli er hins
vegar opið og svo verður á meðan veður leyfir.
Mikið álag á sjúkrahúsunum
Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðis-
stofnunar Norðurlands, segir álagið mikið og
gildi það um allan fjórðunginn. Öll almenn
móttaka á heilsugæslustöðvum er lokuð tíma-
bundið vegna neyðarstigs almannavarna og er
það fyrst og fremst gert til að draga úr smit-
hættu skjólstæðinga og starfsfólks. Jón Helgi
segir að stofnunin hafi eflt fjarþjónustu sína á
öllum starfsstöðvum. Fólk hringir inn og fær
þá þjónustu við hæfi, sumt er hægt að leysa en
í einhverjum tilvikum er fólk kallað inn til frek-
ari skoðunar ef um alvarleg tilvik er að ræða.
„Við hvetjum fólk sem þannig er ástatt um
að halda ekki aftur af sér að leita læknis. Í
sumum tilvikum er fólk að hringja með erindi
sem hægt er að fá svör við á vefnum, en þar eru
aðgengilegar upplýsingar sem nýtast almenn-
ingi vel. Við bendum fólki á að leita fyrir sér
þar fyrst og sjá hvort það fái ekki svör sem það
vantar,“ segir Jón Helgi. Hann segir að al-
mennt sé mönnun í heilbrigðiskerfinu veik og
staðan batni ekki við það að fólk heltist úr lest-
inni við það að fara í sóttkví líkt og nokkur
dæmi séu um. Almennt segir hann að fólk sýni
ástandinu skilning og þolinmæði.
„Við höfum verið að undirbúa okkur undir
að taka á móti sjúklingum sem þurfa að leggj-
ast inn vegna veirunnar og erum klár í það
verkefni þegar þar að kemur,“ segir Bjarni S.
Jónasson, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri.
Örfáir sjúklingar hafa komið vegna gruns um
smit en það svo eftir rannsókn ekki reynst vera
af völdum veirunnar. Þá segir hann að áhersla
sé lögð á að vernda starfsfólk eins og kostur er,
m.a. með því að tryggja eins og unnt er að-
skilnað þess. Nokkrir starfsmenn SAk eru í
sóttkví að sögn Bjarna og hefur það áhrif á
starfsemi sjúkrahússins og verður þess m.a.
valdandi að draga þarf saman. Hann segir að
öllum valkvæðum aðgerðum hafi verið frestað
og unnið sé að því að endurskipuleggja göngu-
deildarstarfsemi. „Við verðum vör við það að
fólk hefur áhyggjur af þessu ástandi og það er
skiljanlegt,“ segir Bjarni.
Veiran setur mark sitt á bæjarlífið
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Akureyri Bæjarbúar eru hvattir til að hugsa vel um sig og sína, m.a. með hreyfingu. Bærinn sér
til þess að göngustígar séu vel greiðfærir, líkt og var raunin meðfram Gleránni í gær.
Allir lausnamiðaðir í
sínum verkefnum, segir
bæjarstjórinn á Akureyri
BAKSVIÐ
Margrét Þóra Þórsdóttir
Akureyri
„Það leggja sig allir fram um að vinna hratt og
örugglega samkvæmt því sem Almannavarnir,
sóttvarnalæknir og landlæknir boða til þess að
vinna gegn útbreiðslu Covid-19 veirunnar. En
það er ljóst að verkefnið er afar stórt og erfitt
að spá hvernig mál þróast frá degi til dags,“
segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Ak-
ureyri, en kórónuveiran hefur sett mark sitt á
bæjarlífið norðan heiða líkt og annars staðar í
heiminum. Fyrstu menn orðnir veikir og þó
nokkur fjöldi hefst við í sóttkví í heimahúsum.
Ásthildur segir leik- og grunnskóla bæjarins
nú vinna samkvæmt nýrri áætlun, „og við von-
um að við náum að gera þetta þannig að sem
minnst rask verði fyrir þessa aldurshópa. Ég
er stolt af því hversu lausnamiðaðir allir eru í
sínum verkefnum.“
Hvað varðar þjónustu við eldri borgara og
fatlaða segir bæjarstjóri að búið sé að skil-
greina ákveðna grunnþjónustu sem alltaf og
undir öllum kringumstæðum verði sinnt og á
það sé lögð rík áhersla.
„Ég vil líka hvetja íbúa einlæglega til að
hugsa vel um sig og sína með því að hreyfa sig,
lesa bók, elda góðan mat og auðvitað að fara í
einu og öllu eftir fyrirmælum sem miða að því
að hefta útbreiðslu veirunnar,“ segir Ásthild-
ur.
Takmörkun á skólastarfi
Karl Frímannsson, fræðslustjóri á Ak-
ureyri, segir að við undirbúning aðgerða vegna
takmörkunar á skólastarfi hafi velferð barna
verið höfð að leiðarljósi sem og heilsa og vel-
ferð starfsfólks. Þá hafi verið horft til þess að
takmörkun á skólastarfi sé fyrst og fremst al-
mannavarnaaðgerð sem og samfélagsleg að-
gerð. „Það var sérstaklega hugað að þeim hópi
barna sem mestu aðstoðina þurfa og sérstök
aðgerð er einnig í gangi vegna skólagöngu
barna heilbrigðisstarfsfólks. Útgangspunkt-
urinn hjá okkur er sá að hagsmunum barna sé
best borgið með því að koma daglega í skóla ef
því verður viðkomið,“ segir hann.
Karl segir að fyrst um sinn verði látið á það
reyna hvort hægt sé að endurskipuleggja
skóladag leikskólabarna með öll börn í húsi all-
an daginn. „Þannig er verið að grípa til minnst