Morgunblaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 37
37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2020 Ánægjulegt er að sjá mikla samstöðu milli Alþingis, ríkisstjórnar, Seðlabanka, fjár- málastofnana og aðila vinnumarkaðar um viðbrögð við nánast fyrirvaralausum sam- drætti í atvinnulífinu. Hann veldur tekju- hruni hjá fjölda fyr- irtækja sem þau gátu ekki séð fyrir. Afleið- ingin verður sú að fyrirtækin eiga erfiðara með að standa við skuld- bindingar sínar gagnvart birgjum, lánastofnunum og launafólki. Einnig er krefjandi að standa skil á op- inberum gjöldum við þessar aðstæður. Þess vegna eru hröð viðbrögð nauðsynleg. Aðgerðir næstu daga og vikur verða að miða að því að aðstoða fyrir- tæki sem lenda í tíma- bundnu tekjufalli þannig að fólk geti haldið störfum sínum og skaðinn verði eins lítill og kostur er. Fyrirtækjum verður auðveldað að minnka starfshlutföll starfs- manna án þess að til uppsagna komi. Það er allra hagur. Stjórnvöld hafa þegar gripið til aðgerða m.a. með því að veita greiðslufrest á opinberum gjöldum en frekari aðgerðir verða kynntar á næstu dögum. Seðlabankinn hefur gripið til stór- tækra aðgerða. Vaxtalækkanir sem Seðlabankinn hefur tilkynnt um í tvígang á einni viku hjálpa bæði fyr- irtækjum og launafólki. Með lækkun bindiskyldunnar og niðurfellingu sveiflujöfnunarauka á fjármálafyr- irtæki er nauðsynlegu súrefni veitt inn í bankakerfið. Til að setja hlut- ina í samhengi þá eykst svigrúm bankanna til nýrra útlána um 350 milljarða króna við niðurfellingu sveiflujöfnunaraukans. Slík aðgerð er ein af mörgum sem eru nauðsyn- legar til að fleyta fyrirtækjum yfir þennan tímabundna skell og tryggja að þau séu vel í stakk búin að halda áfram þegar mestu niðursveiflunni lýkur. Höggið er mikið sem ferðaþjón- ustan er að lenda í, en samdrátt- urinn finnst víða. Aðrar atvinnu- greinar finna einnig fyrir samdrætti þegar eftirspurn dregst hratt saman eftir vörum og þjónustu. Á óvissu- tímum heldur fólk að sér höndum. Fyrirtæki draga úr starfsemi sinni, fresta fjárfestingum, seinka mark- aðssókn og vöruþróun bíður betri tíma. Þess vegna er nauðsynlegt að samfélagið bregðist hratt við þannig að atvinnulífið verði ekki fyrir óþarfa skaða sem tekur langan tíma að vinna úr – bæði fyrir heimilin og atvinnulífið. Fyrstu viðbrögð hag- stjórnaraðila voru markviss og nauðsynleg en þörf er á frekari að- gerðum. Fumlaus viðbrögð allra eru nauð- synleg til að tryggja að samfélagið komist á skrið sem fyrst þegar ógn- arbylgjan fjarar út. Vorið er framundan. Eftir Halldór Benja- mín Þorbergsson » Aðgerðir næstu daga og vikur verða að miða að því að aðstoða fyrirtæki sem lenda í tímabundnu tekjufalli þannig að fólk geti hald- ið störfum sínum og skaðinn verði eins lítill og kostur er. Halldór Benjamín Þorbergsson Höfundur er framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins. Fumlaus og örugg viðbrögð Vorverk Þrátt fyrir vonda veirutíð þessa dagana er vorið á leiðinni og nauðsynlegt að huga að trjágróðrinum í tíma. Það voru þessir verkamenn einmitt að gera á Arnarhóli í gær. Kristinn Magnússon Í góðri grein eftir Ármann Örn Ár- mannsson í Morg- unblaðinu 5. mars síð- astliðinn kemur eftirfarandi fram: „Aldraðir hafa engan samningsrétt og því er troðið á þeim eins og gert var á árum áður fyrir tíma virkrar kjarabaráttu verka- lýðsfélaga. Forstöðumenn stjórn- arflokkanna lofuðu því að bæta kjör eldra fólks kæmust þeir til valda. Nú þremur árum síðar hefur akkúrat ekkert gerst. Ellilaun eru í dag 225 þús.kr. og af því tekur ríkið náð- arsamlegast 55 þúsund í skatt sem er svívirða (annað orð er ekki yfir það) svo útborgaðar eru 170 þúsund. Sumir eru með lífeyrissjóði til bæta þetta um e.t.v. 30-70 þúsund svo ráð- stöfunartekjur eru kannski eitthvað yfir 200 þúsundum.“ Þetta er auðvit- að svívirða eins og Ármann Örn bendir réttilega á í sinni grein. Eldri borgarar hafa orðið fyrir mikilli tekjuskerðingu á undanförnum ár- um vegna skerðingar á grunnlífeyri og hækkunar á ýmsum gjöldum við að halda heimili. Auk þess hefur öll hvatning til athafnasemi og athafna- þrár verið drepin niður með ofurskattlagningu og margs konar íþyngjandi þáttum sem draga úr nýtingu á verðmætri þekkingu og reynslu. Atlagan að eldri borgurum lands- ins á undanförnum ár- um er fordæmalaus. Skattpíningu og af- skiptaleysi stjórnvalda af þessum frumherjum landsins sem byggðu upp Ísland nútímans þarf að gefa meiri athygli. Frelsi til athafna og betri nýtingu á vits- munalegum auði þessa hóps til meiri verðmætasköpunar fyrir Ísland þarf að nálgast með meiri virðingu og þakklæti. Í ljósi þess að lífaldur fólks hækkar með hverju árinu er mik- ilvægt að vera með verðmætaskap- andi stefnumörkun fyrir þennan mikilvæga hóp þjóðfélagsins sem geymir mikið af vitsmunalegum auði, góðum gildum og reynslu sem getur nýst til verðmætasköpunar fyrir Ísland. Verðmætasta eign hvers þjóðfélags og fyrirtækja er vitsmunalegur auður. Þessi eign tek- ur til óáþreifanlegra eigna eins og hæfileika, þekkingar og upplýsinga sem hafa safnast fyrir á löngum tíma. Í stað hagræðingar í rekstri ríkissjóðs undanfarin ár hefur skatt- lagning aukist á hópa sem flestir hafa lagt verulegar fjárhæðir til samfélagsins en á sama tíma fengið frekar lítið til baka þegar njóta á þjónustu ríkisins t.a.m. í heilbrigðis- kerfinu. Eldri borgarar sem eru um 15% af heildarmannfjölda á Íslandi eru vannýtt auðlind sem þarf að virkja á næstu árum með skipulögð- um hætti á öld æskudýrkunar og of- urskattlagningar. Það er í raun óskiljanlegt að þjóðfélagsþegnar sem hafa skilað góðu dagsverki á fjórða áratug skuli vera ofurskatt- lagðir á eftirlaunaárum sínum þegar um hægist hjá flestum. Skattlagning eldri borgara skilar litlu til ríkis- sjóðs og væri eðlilegra fyrir ríkissjóð að leita nýrra tekjustrauma á öðrum sviðum samfélagsins og hætta að höggva í sama knérunn. Það má bú- ast við að aukið athafnafrelsi og at- hafnasemi eldri borgara myndi auka skatttekjur ríkissjóðs með óbeinum hætti. Ríkissjóður ætti frekar að hagræða duglega í ríkisrekstrinum sem verður ósjálfbær ef ekki verður gripið til aðgerða sem byggjast á heilbrigðri skynsemi og hyggjuviti. Atlagan að eldri borgurum landsins Nú þegar meðalævilengd verður meiri með hverju ári og margir sem hafa náð 70 ára aldri eru við fulla starfsorku og athafnasemi þá er slíku fólki gert erfitt að fara á vinnu- markaðinn nema að vera nánast skattlagt að fullu. Sú kynslóð sem lagði grunninn að Íslandi nútímans með vinnusemi og bjartsýni þarf nú við lok starfsævinnar að þola ofur- skattlagningu og skerðingar margs- konar. Í stað þess ætti að hvetja eft- irlaunaþega til góðra verka og vinnu. Þannig væri hægt að nýta verðmæta reynslu á margan hátt til hagsbóta fyrir þjóðfélagið í heild og auka þannig verðmætasköpun til fram- tíðar fyrir komandi kynslóðir lands- ins. Á næstu árum má búast við að fjöldi eldri borgara tvöfaldist og þar með aukist mikilvægi þess að nýta athafnasemi þessa fólks til góðra verka. Fólk af þessari kynslóð lagði grunninn að Íslandi nútímans með mikilli vinnu, bjartsýni og framsýni. Í dag eru Íslendingar að njóta ávaxta þessa góða starfs sem unnið var á árunum 1960-1990 en á þessum tíma urðu miklar framfarir á mörg- um sviðum íslensks þjóðlífs. Á tím- um æskudýrkunar hefur virðingar- leysi og fordómar gagnvart eldri borgurum aukist en mikilvægt er að bæta stefnumörkun í málaflokkum sem tengjast eldri borgurum. Vegna mikillar fjölgunar þeirra á næstu ár- um vegna meiri ævilengdar og ald- urssamsetningar þjóðarinnar þarf að hefjast handa strax við að auka athafnafrelsi og athafnasemi. Mik- ilvægi gildismats, reynslu, góðrar dómgreindar og betri nýtingar á vitsmunalegum auði þjóðarinnar sem felst í eldri borgurum landsins er vannýttur fjársjóður og auðlind. Grátlegt er að hugsa til þess að stjórnmálaflokkar sem telja sig gæta hagsmuna jöfnuðar og vel- ferðar hafi höggvið svo rækilega í sama knérunn á undanförnum 10 ár- um þegar horft er til eldri borgara landsins og nauðsynlegt er að hrinda atlögu þeirra sem bera ábyrgð á þessu. Þessi þróun hófst undir for- ystu ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurð- ardóttur árið 2009 með stuðningi Steingríms J. Sigfússonar. Fram- angreindir forystumenn hafa verið þekktir fyrir að jafna kjörin niður á við en ekki upp á við til hagsbóta fyr- ir alla. Eldri borgarar eiga skilið virðingu og þakklæti Eftir Albert Þór Jónsson »Eldri borgarar sem eru um 15% af heildarmannfjölda á Íslandi eru vannýtt auðlind sem þarf að virkja á næstu árum. Albert Þór Jónsson Höfundur er viðskiptafræðingur með MCF í fjármálum fyrirtækja og 30 ára starfsreynslu á fjármálamarkaði. albertj@simnet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.