Morgunblaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2020 ✝ Magnús Jó-hann Ósk- arsson fæddist á Ísafirði 28. sept- ember 1941. Hann lést 7. mars 2020 á Landspítalanum. Hann var sonur hjónanna Óskars Sumarliðasonar og Margrétar Krist- jánsdóttur. Magnús kvæntist eftirlif- andi eiginkonu sinni Guðmundu Birnu Haukdal Garðarsdóttur og þau eignuðust þrjú börn. Garðar Haukdal Magnússon, maki Helle Magnússon. Börn Guðjón Darri, Emma og Oliver. Katrín Haukdal Magnúsdóttir. Börn Viktoría, Nadía, Inga Birna og Elínbet. Frið- dóra Haukdal Magnúsdóttir, maki Rafn Magnús Jónsson. Börn Erna María og Emelía. Barna- barnabörn eru þrjú: Aþena Þöll, Logi Rafn og Þórdís Embla. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Elsku pabbi minn, nú kveðj- umst við í bili. Margs er að minnast og margs er að sakna. Ekki grunaði mig þegar ég keyrði þig á spítalann að þú myndir ekki koma heim aftur. Að fara frá okkur svona hratt var eiginlega í þínum anda. Þú nenntir ekki að bíða með hlut- ina. Það hef ég frá þér. Það var alltaf hægt að leita til þín með allt. Þú varst mikill dundari og gerðir eiginlega við allt, með misgóðum árangri. Þú lánaðir okkur bílana þína og ef kom skráma var aldrei skamm- að. Stundum ranghvolfdir þú augunum yfir okkur systkinun- um svo lítið bar á. Við vorum ekki þau auðveldustu í heimi en mikið varstu alltaf stoltur af okkur, það vissum við. Það var alltaf gaman þegar við fjöl- skyldan hittumst. Alltaf mikið hlegið og gert grín. Þú talaðir oft um að við töluðum alltaf öll í einu. Í sorginni lítur maður yfir farinn veg, margar minningar koma í hugann minningar sem fá mann til að brosa. Þú kall- aðir mig „stubb“ þegar ég var yngri og stundum þegar ég var orðin eldri. Þú varst svo mikill bílakall, stundum vissi maður ekki hvaða bíl þú ættir næsta dag og/eða mamma. Þú varst líka mikill útivistarmaður, fórst með okkur öll á fjöll í útilegur og til útlanda. Þið mamma ferð- uðust líka mikið til útlanda. Bátasportið var stór hluti af lífi þínu og oft vorum við tekin með út á sjó. Þolinmóður er það sem lýsir þér best. Það sem þú gast dundað með barnabörnunum þínum, sem voru orðin 9 og barnabarna- börnin orðin 3. Þú varst svo duglegur að hugsa um mömmu fram á síð- asta dag og væntumþykja ykk- ar hvors til annars leyndi sér ekki. Þið voruð svo samrýnd. Nú er það okkar að hugsa um hana. Hún á eftir að sakna þín, eins og við öll. Það eru erfiðir tímar fram undan, elsku pabbi minn, minn- ingin um þig verður í hjarta mínu. Bless pabbi, þar til við hitt- umst næst. Þín dóttir Friðdóra (Dóra). Jæja afi minn. Ég bjóst nú ekki við því að vera skrifa þér kveðju á þennan hátt en svona getur lífið verið ósanngjarnt. Mig langar bara að þakka þér fyrir. Það er af svo mörgu að taka, við brölluðum margt í gegnum tíðina. Það sem er svona ofarlega í huga eins og er, endalaus þolinmæði. Alveg sama hvað okkur stelpunum datt í hug þá nenntiru að bau- kast með okkur í því. Mála steina og selja á tombólu fyrir utan heima hjá ykkur, allir leynistaðirnir, alltaf máttum við stússast með þér í bílskúrnum. Það var alltaf hægt að stóla á þig. Þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa ef bílarnir biluðu, skutla okkur hingað og þangað og lána mér bílinn þinn þegar ég þorði ekki að keyra beinskiptan bíl eftir að ég fékk bílpróf. Lánaðir mér þinn sjálfskipta bíl í smá tíma, fórst svo með mig í beinskipta bílinn minn og hjálp- aðir mér að læra almennilega að keyra. Þú varst alveg um- vafinn stelpum og fannst það held ég ekki leiðinlegt þó að þú hafir nú stundum kvartað og fundist tímabært að það kæmi annar strákur. Mikið er ég feg- in að litli kúturinn minn hafi komið í heiminn og fengið að kynnast þér áður en þú þurftir að kveðja en hann mun fá að heyra sögur af afa Magnúsi. Ég ætla nú ekki að hafa þetta mik- ið lengra, þar til við hittumst aftur, elsku afi minn, bless og góða ferð. Elsku amma mín, við förum saman í gegnum þennan erfiða tíma. Erna María Rafnsdóttir. Í dag kveðjum við góðan dreng, eiginmann, föður, tengdaföður, afa og langafa. Magnús var fjölskyldumaður mikill og hafði fjölskyldan for- gang, alveg fram á síðustu stund. Hann var ekki bara bón- góður heldur var hann góður í að bóna. Ég á margar góðar minningar frá þeim tíma sem ég vann með honum á Smur- stöðinni á Laugavegi. Þar lærði ég meðal annars að þrífa og bóna bíla ásamt minni háttar bílaviðgerðum sem ég bý enn að í dag. Þó hefur bónfærninni líklega ekki verið nægilega vel haldið við að hans mati. Ófáar ferðir á bátum, jeppum og snjó- sleðum rifjast upp og hefðu þær gjarnan mátt vera fleiri. Kemst ekki hjá því að nefna sli- des-sýningarnar, en þær eru ófáar klukkustundirnar sem fóru í að renna aðeins í gegnum safnið sem virtist vera óend- anlegt en gaf tækifæri fyrir samverustund og að skoða nátt- úruna frá sjónarhorni hans, en langflestar myndirnar voru teknar í íslenskri náttúru. Hvíl í friði, Magnús, og ég kveð með þessu ljóði: Þó í okkar feðrafold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (Bjarni Jónsson frá Gröf) Rafn M. Jónsson. Magnús Jóhann Óskarsson Nú er sólin sest í lífi Önnu nágranna- konu minnar til margra ára. Við vorum góðar vin- konur þrátt fyrir nokkurn ald- ursmun. Anna var listakona og fagurkeri, hún hannaði, saumaði, heklaði og það lék allt í hönd- Anna Guðrún Árnadóttir ✝ Anna GuðrúnÁrnadóttir fæddist 25. júlí 1924. Hún lést 18. febrúar 2020. Útför hennar fór fram 2. mars 2020. unum á henni, handverkið var fal- legt. „Komdu til mín í kaffi og pönnukökur,“ sagði hún ósjaldan og við spjölluðum um lífið og tilveruna. Hún passaði rósirnar mínar þegar ég fór í burtu og sinnti þeim af ástúð. Anna var góður vinur og nágranni. Sendi afkomendum hennar samúðarkveðjur. Auður Stella. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁGÚSTA GUÐMUNDSDÓTTIR Lambaseli 14, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans 11. mars. Útför fer fram í Seljakirkju 24. mars kl. 13. Í ljós óvenjulegra aðstæðna í samfélaginu hafa margir aðstandendur ekki tækifæri til að vera viðstaddir útför. Athöfn verður því streymt af vef Seljakirkju. Minningarathöfn verður haldin síðar og auglýst þegar þar að kemur. Þorsteinn Óli Hannesson Arnar Þorsteinsson Hannes Þorsteinsson Sigríður Þorsteinsdóttir Stefán Gunnlaugsson Einar Óli Þorsteinsson Stella Vattnes ömmu- og langömmubörn Ástkær móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÞÓREY INGA JÓNSDÓTTIR Hásteinsvegi 62, Vestmannaeyjum, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum fimmtudaginn 5. mars. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug í okkar garð. Einnig þökkum við sérstaklega starfsfólki HSU Vestmannaeyjum fyrir einstaka umönnun í veikindum hennar. Jón Ben Ástþórsson Anna Kristín Hjálmarsdóttir Jón Sigurðsson Þórey Gísladóttir Sveinbjörn Auðunsson Margrét Sigurveig Jónsd. Agnes Jónsdóttir Stefán Páll Ágústsson Hjálmar Jónsson Kristjana Jónsdóttir Guðjón Ásgeir Helgason Jón Rúnar Jónsson Kolbrún Halla Guðjónsdóttir barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, BIRGIR SÍMONARSON lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut fimmtudaginn 12. mars. Útförin fer fram í kyrrþey í ljósi aðstæðna í samfélaginu. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks Landspítalans. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð Lindakirkju. Fyrir hönd fjölskyldunnar, María Kristín Lárusdóttir Elskulegur bróðir okkar SKÚLI MAGNÚSSON Bugðutanga 28, Mosfellsbæ, lést á heimili sínu þriðjudaginn 3. mars. Í ljósi óvanalegra aðstæðna í samfélaginu um þessar mundir mun útför hans fara fram í kyrrþey. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Sigrún Valdimarsdóttir Mikael Sigurðsson Valgerður Magnúsdóttir Auður Lekay Erna Magnúsdóttir Elskaður eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir afi og langafi, MAGNÚS JÓHANN ÓSKARSSON, lést 7. mars í faðmi fjölskyldunnar. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Birna Haukdal Garðarsdóttir Garðar Haukdal Magnússon Helle Magnússon Katrín Haukdal Magnúsd. Friðdóra Haukdal Magnúsd. Rafn Magnús Jónsson barnabörn og barnabarnabörn Elsku sonur minn, pabbi okkar, afi, tengdapabbi, bróðir og sambýlismaður, JÓN DAN EINARSSON húsasmíðameistari, lést miðvikudaginn 4. mars á Gran Canaria. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu verður útför ákveðin síðar. María Theódóra Jónsdóttir Tómas Dan Jónsson Anna Sif Björgvinsdóttir Arnór Dan Tómasson María Theódóra Jónsdóttir Marinó Ívarsson systkini og fjölskyldur Guðrún Kristín Ívarsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA SIGRÍÐUR ÁGÚSTSDÓTTIR Didda á Tjörn, áður til heimilis í Æsufelli 2, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 8. mars. Áður auglýstri útför er aflýst í ljósi aðstæðna í samfélaginu um þessar mundir. Útförin fer fram þegar aðstæður leyfa. Margrét Haraldsdóttir Conny Larsson Ágúst Haraldsson Helga Sigurðardóttir Anna María Larsson Philip Åstmar Hannes Axel Larsson Aleksandra Obeso Duque María Sigríður Ágústsdóttir Margrét Lóa Ágústsdóttir Edda María Åstmar Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG LÁRA AXELSDÓTTIR Mánatúni 2, Reykjavík, lést á Droplaugarstöðum 26. febrúar. Útför hennar fór fram 10. mars. Aðstandendur færa starfsfólki Droplaugarstaða þakkir fyrir fallega og góða umönnun. Elín Skarphéðinsdóttir Steinþór Hreinsson Erla Inga Skarphéðinsdóttir Helgi V. Helgason og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞURÍÐUR ERLA ERLINGSDÓTTIR sundkennari, lést þriðjudaginn 10. mars á Hrafnistu í Reykjavík. Útförin fer fram frá Lindakirkju föstudaginn 20. mars klukkan 13. Guðfinna Helgadóttir Guðni Einarsson Sigríður Helgadóttir Birgir H. Sigurðsson Helgi Helgason Brynja Tómasdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERNA AÐALHEIÐUR MARTEINSDÓTTIR Kirkjulundi 6 í Garðabæ, lést mánudaginn 16. mars. Útförin verður auglýst síðar. Kristinn Már Þorsteinsson María Þorsteinsdóttir Karl Svavar Sigurðsson Ingibjörg Þorsteinsdóttir Hans Jakob Beck Ester Þorsteinsdóttir Þröstur Jensson barnabörn og langömmubörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.