Morgunblaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 56
56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2020 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2019 Ford F-150 Lariat Sport Litur: Svartur, svartur að innan. FX4 offroad- pakki, Sport-pakki, bakkmyndavél, Bang & Olufsen hátalarakerfi, hiti í öllum sætum, hiti í stýri, fjarstart o.fl. 3,5 L Ecoboost (V6), 10-gíra, 375 hestöfl, 470 lb-ft of torque. VERÐ 12.770.000 m.vsk 2019 RAM Limited 3500 35” Litur: Pearl red/ Svartur að innan. 6,7L Cumm-ins Turbo Diesel, 400 hö, togar 1000 pund. Einn með öllu: RAM box, Aisin sjálfskipting, dual alternators 440 amps, loftpúðafjöðrun, upphitanleg og loftkæld sæti, hiti í stýri, sóllúga, nýr towing technology pakki. VERÐ 11.980.000 m.vsk 2020 GMC Denali Ultimate Litur: Onyx black/ Dark walnut að innan. 2020 GMC Denali , magnaðar breytingar t.d. 10 gíra skipting, auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flottasta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleira. Einnig til í öðrum litum. VERÐ 12.490.000 m.vsk ATH. ekki „verð frá“ 2020 Ford F-350 Lariat Sport Kominn með 10 gíra Allison sjálfskipt- ingu! Litur: Star white, svartur að innan, 6,7L Diesel ,475 Hö, 1050 ft of torque. Með Sport-pakka, Ultimate-pakka, FX4 offroad pakka, upphituð/loftkæld sæti, heithúðaðan pall, fjarstart, lyklalaust aðgengi, Bang Olufssen hljómkerfi, trappa í hlera. VERÐ 12.280.000 m.vsk ATH. ekki „verð frá“ ATH. ekki „verð frá“ AF LISTUM Anna Jóa annajoa@hi.is Viðamiklar innsetningar hafaverið áberandi í listasöfnumog á listahátíðum víða umheim á síðustu árum enda hafa slík verk oft mikið aðdráttarafl. Undanfarnar vikur hefur fólk flykkst í Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsi við Tryggvagötu. Í húsinu er fjöldi góðra og áhugaverðra verka en sýn- ingin sem heilu barnafjölskyldurnar streyma nú á, og sumir hafa staðið í biðröð til að sjá, er innsetning Hrafn- hildar Arnardóttur/Shoplifter, Chromo Sapiens. Verkið var framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins á síð- asta ári og vakti þar talsverða athygli, bæði í listheiminum og ekki síst á samfélagsmiðlum. Innsetningar ganga út á að skapa heildarand- rúmsloft í afmörkuðu rými sem sýningargestum er boðið að skynja á sinn hátt. Söfn geta vissulega verið sérstakur staður sjálfsuppgötvunar en að undanförnu hefur þátttaka áhorfandans í vaxandi mæli einkennst af stafrænni skrásetningu og miðlun á eigin reynslu: listasafnið er þannig orðið að vinsælum stað sjálfunnar – og sýnist sitt hverjum í þeim efnum. Stafræn listreynsla Mikil umræða hefur skapast um áhrif þessarar nýju listreynslu á starfsemi og hlutverk safna. Í vef- tímaritinu Dazed birtist til að mynda í fyrra grein um það hvort banna skyldi ljósmyndun í söfnum: „Should we ban taking photos and selfies in museums and galleries?“ Þeirri spurningu er velt upp hvort sú iðja að birta sjálfur („selfies“), þ.e. myndir sem fólk tekur af sjálfu sér í ákveðnu umhverfi, í þessu tilviki á söfnum og sýningarstöðum, snúist ekki svo mik- ið um að njóta listar, heldur fremur um að sviðsetja reynsluna af því að vera í nærveru frægra eða umtalaðra verka. Sú reynsla kann að tengjast félagslegri og menningarlegri stöðu einstaklinga í leit að stafrænni viður- kenningu. Ljóst er að handhæg snjalltæki hafi breytt reynslu margra af menningu og list- viðburðum. Fleiri geta fylgst með og tjáð sig á netinu um það sem söfn hafa fram að færa, og dregið hefur úr áhugaleysi um eða „ótta“ við söfn og list sem „hámenningu“. Í fyrrnefndri grein kemur fram að söfnin sjálf, sem oft eru undirfjármögnuð, njóti auk- inna tekna og nýrra hópa safngesta og að með því að segja gestunum að skjágláp byrgi sýn á listaverkið, eigi þau á hættu að styggja stóra hópa (og fylgjendur þeirra á samfélags- miðlum). En er ekki hætt við að hin miðlaða sýn á listaverk deyfi við- brögð fólks við verkunum sjálfum? Ríkislistasafnið í Amsterdam, Rijksmuseum, hefur tekið skýra af- stöðu gegn ljósmyndaæðinu og með listaverkinu. Ólíkt öðrum stórum listasöfnum, sem nýlega hafa aflétt myndavélabanni, hefur Rijksmu- seum latt gesti til myndatöku á þeim forsendum að í heimi farsíma og snjalltækja sé heimsókn á safn orðin að passífri og yfirborðslegri reynslu. Safnið er meðal fjölsóttustu lista- safna heims (með ríflega tvær millj- ónir gesta árið 2018) og hefur lýst áhyggjum af markaðsvæðingu list- arinnar og heilu sýninganna á kostn- að sögulegrar og félagslegrar merk- ingar og jafnframt listrænna áhrifa verkanna. Sérstakt áhyggjuefni er stutt viðdvöl safngesta við einstök listaverk, eins og rannsóknir hafa staðfest. Fyrir nokkrum árum hóf safnið því áhugaverða tilraun undir myllumerkinu #hierteekenen, eða „teiknaðu“ þar sem safngestir eru hvattir til að staldra við einstök verk með pappír og blýant í hendi og skissa upp stök verk sem fanga at- hyglina. Teiknigeta sé aukaatriði því að meiru skipti gildi þess skynræna ferlis sem felist í því að stúdera verk í samhæfingu sjónar, huga og handar. Segja má að með því að skissa lista- verk slái safngestir tvær flugur í einu höggi og myndi sérstök tengsl við listaverk sem og tengsl við sína eigin, virku listreynslu, á óvæntan og skap- andi hátt. En er sú iðja að taka myndir af listaverkum, og þá sér- staklega sjálfuskot, óvirk listreynsla sem smættar merkingu listaverka? Eða geta sjálfur verið skapandi og merkingarbær listþátttaka? Listin eða listasjálfan? Ljóst er að fólk tjáir gjarnan hrifningu sína af verki með því að taka myndir, og þá gjarnan sjálfur, til að sýna öðrum. Sjálfur eru líka eins fjölbreyttar og þær eru margar; þær geta verið fyndnar, listrænar, frumlegar. Umfangsmiklar innsetn- ingar sem fjalla um reynslu áhorf- andans „sem sér sig (og aðra) sjá“, og tröllriðið hafa safnaheiminum, ýta líka undir löngun til að taka sjálfur. Sú gagnrýni hefur heyrst að slíkar innsetningar séu stundum lítið ann- að en innantóm skemmtun. Í grein sem birtist í Washington Post árið 2016 er fjallað um skyndilega frægð Renwick Gallery á samfélagsmiðlum í kjölfar nýlegrar enduropnunar sýn- ingarrýmisins í Smithsonian-safninu í Washington DC. Aðsóknartölur safnsins höfðu þá rokið upp með opnunarsýningunni Wonder sem fól í sér tilkomumiklar innsetningar ýmissa samtímalistamanna og á að- eins sex vikum fór gestafjöldi yfir þrjár milljónir. Meðalaðsókn á ári hafði fram að því verið um 150 þús- und manns. Að sögn sýningarstjór- ans, Nicholas Bell, hvatti safnið til ljósmyndunar en þó hafi fjöldi safn- gesta (sem margir höfðu ekki einu sinni vitað af tilvist safnsins áður) og viðbrögð þeirra komið á óvart. Safn- ið hafi verið myllumerkt á netinu út í hið óendanlega í myndbirtingum lífs- stíls- og tískubloggara, jóga- iðkenda, brúðhjóna og annarra sem þar hafi fundið hinn fulkomna bak- grunn listasjálfunnar. Bell viður- kennir að sjálfu-æðið hafi ýmsa kosti í för með sér fyrir safnið; hann hafi áður horft upp á frábærar sýningar í safninu fara algjörlega framhjá fólki. Starfsemi safnsins geti að vísu ekki hverfst um að setja stöðugt upp stór- ar innsetningar. Sjálfan sé hins veg- ar orðin stór þáttur í nýrri sjálfs- mynd safnsins. En eftir stendur spurningin um hvort skipti meira máli: listin sem fólk kemur til að sjá, eða það að ljósmynda hana í þeim til- gangi að birta eigin afurðir á netinu? Skoða fyrst, mynda svo Nokkuð hefur verið fjallað um niðurstöður sálfræðirannsóknar Lindu Henkel frá 2013 sem bendir til þess að ljósmyndun listaverka á safni geri þau auðgleymanlegri. Má þar benda á greinina „To Instagram or Not to Instagram?“ í Hyperallergic frá sama ári. Með því að horfa í gegn- um lítinn skjá fari fólk á mis við áferð og blæbrigði listaverka, sérstaklega þegar fólk er upptekið af því að sýna öðrum athafnir sínar á samfélags- miðlum (ekki er þó mælt gegn því að taka nærmyndir af verkum eins og undirrituð gerir raunar oft í þeim til- gangi að skerpa á minninu). Í viðtal- inu í Washington Post segist einn listamannanna á Wonder, Gabriel Dawe, höfundur hins 14 metra háa, regnbogalitaða þráðaverks „Plexus A1“, gleðjast yfir vinsældum verks- ins á Instagram. Hann telur hins vegar óhjákvæmlegt að sýningar- gestir myndi raunveruleg tengsl við verkið enda sé nærvera þessa um- fangsmikla og litríka verks sterk. Símamyndir grafi ekki undan slíkum tengslum, heldur séu þær einfaldlega leið til að fanga augnablikið. Viðhorf Dawe er skiljanlegt, sýnileiki verka listamanna á samfélagsmiðlum getur vakið athygli á þeim, og kveikt áhuga á að fara og sjá verkið með eigin aug- um. Hætt er þó við því að mikið magn af endurtekningarsömum sjálfum geti virkað fráfælandi og sumum finnist þeir þegar hafa séð nóg. Í öllu falli hlýtur það að vera grundvallar- atriði á sýningum að leyfa listaverk- um – stórum sem smáum – að orka á sig dágóða stund áður en síminn er dreginn upp. Samfélagsmiðlar og almenn fjöl- miðlaathygli hefur leitt fjölda fólks á Chromo Sapiens í Hafnarhúsinu. Margir vita því nokkurn veginn að hverju þeir ganga og því spurning hversu mikla „undrun“ verkið getur vakið. Flestir vilja þó láta reyna á það á eigin skinni, sem hlýtur að telj- ast jákvætt. Áhrif hinnar alltumlykj- andi innsetningar eru enda ótvíræð og áferð verksins og mismunandi blæbrigði þess fara ekki framhjá Þegar sjálfan mætir á safnið Ljósmynd/Hildur Inga Björnsdóttir Augnablik fangað Gabriel Dawe, höfundur hins 14 metra háa, regnbogalit- aða þráðaverks Plexus A1, gladdist yfir vinsældum verksins á Instagram. Í Chromo Sapiens „Þegar vel til tekst getur sjálfan orðið „íkonísk“ – en slær hún við listaverkinu í bakgrunni?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.