Morgunblaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 41
✝ Herdís ÓlínaGuðmunds- dóttir fæddist 12. febrúar 1932. Hún lést 8. mars 2020. Dóttir hjónanna Guðmundar Sveins- sonar, f. 27.1. 1887, d. 7.8. 1967, og Sig- urborgar Þorvalds- dóttur, f. 14.5. 1883, d. 3.10. 1978. Systkini Herdísar voru Kristinn, Þuríður, Þorvald- ur, Pálína María, Hlíf, og Sigrún Friðrikka, þau eru öll látin. Samfeðra systkini voru Jón, Guðlaug Halldóra, Guðmundur og Halldór Lárus en þau eru öll látin. Herdís giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Guðmundi, 11. maí 1957 og eru börn þeirra: A. Einar, f. 2.11. 1957, giftur þau Hákon Óttar, hans kona er Oddný Friðriksdóttir Árdal og eiga þau 2 börn, Herdís Ólína, sambýlismaður Þorsteinn Guð- mundsson. E. Margrét, f. 14.2. 1969, hún á soninn Kristoffer Napoleon Lindström. Herdís ólst upp á Flateyri við Reyðarfjörð og stundaði þar öll störf sem til féllu hvort sem það var um að ræða sveitastörf eða að aðstoða við veiðar úti á sjó eða að ferja fólk yfir fjörðinn. Heimaskóli var rekinn á heim- ilinu fyrir sveitinna og þar áttu allir skjól sem á þurftu að halda. Herdís tók að sér að sauma á fólk í sveitinni enda einstaklega lagin, hún sat yfir konum í sængurlegu og upp frá því fór hún til náms í ljósmóðurfræði og seinna settist hún á ný á skóla- bekk í Húsmæðraskólanum í Reykjavík. Hún starfaði síðan sem ljósmóðir, fyrst á Reyð- arfirði og síðan í Neskaupstað í nánast 40 ár. Herdís lét af störf- um árið 1996. Útförin fór fram í kyrrþey 16. mars 2020. Anítu Herold, og börn þeirra eru Matthias, f. 26.2. 1983, giftur Maja Nyvold og eiga þau 2 börn, Sune giftur Malene Wigant dec- ker og eiga þau 1 barn, Magnús, unn- usta hans er Maria Schytter, B. Óskírð, f. 28.11. 1958, d. 29.11. 1958. C. Guð- mundur Sveinn, f. 7.7. 1960, giftur Margréti Sigurðardóttur, þeirra börn eru Berglind Bjarný, sambýlismaður er Lasse Berntsen og eiga þau 2 börn, Sveinn Hjalti, giftur Sæunni Magnúsdóttur, Ingvar Haukur giftur Aephie Huimi. D. Hjörvar Þór, f. 18.2. 1964, giftur Dagmar Svanhvíti Ingvadóttur, og eiga Ég kynntist tengdamóður minni er ég var aðeins 17 ára gömul, hún tók mér eins og hún væri móðir mín og varð ég strax ein af fjölskyldunni. Dísa að- stoðaði mig við ýmislegt og sem dæmi þá hjálpaði hún mér við saumaskap og kenndi mér hvernig ég ætti að bera mig að. Eitt sinn er ég var að sauma kjól á systur mína ætlaði ég að láta systur mína sauma hnapp- ana sjálfa á þá stoppaði Dísa mig, það kom ekki greina, ég ætti klára þetta, ég væri hvort sem er nánast búin með þetta. Dísa var einstakleg hláturmild og gat fengið alla til að hlæja en hún hafði einstaklega smitandi hlátur. Hvernig Dísa gat þulið upp alla ættina skildi ég aldrei, hún gat haldið áfram löngu eftir að maður tapaði hvar hún var stödd. Hún ræddi oft um ætt- menni sín úr Breiðafirði. Ótrú- legan aldur kvenfólksins í ætt- inni þar sem margar náðu yfir 100 ára aldri og sú elsta sem var föðursystir hennar varð 106 ára. Alla tíð meðan Dísa bjó fyrir austan var alltaf bakað á laug- ardögum fyrir alla vikuna og hlóðust upp jólakökur, marm- arakökur og kleinur eins og enginn væri morgundagurinn, það kom sem sagt enginn að tómum kofum þegar skroppið var í kaffi til hennar. Þegar ég gekk með fyrsta barn okkar Guðmundar Sveins þá kom ekk- ert annað til greina en að fara austur til hennar svo hún tæki á móti fyrsta barnabarni sínu. Ég taldi mér best borgið í hennar höndum og endurtók það þegar ég átti þriðja barnið mitt 9 ár- um seinna. Við Guðmundur Sveinn bjuggum á neðri hæð- inni hjá tengdaforeldrum mín- um í eitt ár og var þá auðvelt að sækja sér handleiðslu á efri hæðina hjá Dísu og var hún með óendanlega þolinmæði. Ég man aldrei eftir að hún skeytti skapi sínu á nokkrum manni nema þá kannski til að reyna að siða eig- inmanninn. Samskipti hennar við systur sínar og bróður fóru oft fram í gegnum síma þar sem mikið var skrafað og hlegið. Það var algjört yndi að vera nálægt þeim systkinum þegar þau hitt- ust, mikið spjallað og svo þessi ótrúlega smitandi hlátur. Það voru ófáar flíkurnar sem hún saumaði á mig og börnin og held ég mikið upp á þær og eru þær varðveittar vel. Nú seinni ár ræddi hún oft á tíðum um uppeldisárin, veru breska hers- ins á Reyðarfirði hvað her- mennirnir voru illa klæddir og illa nærðir. Hvernig skotæfing- ar þeirra hefðu haft áhrif á líf íbúanna í sveitinni. Hún talaði líka oft um ömmu gömlu sem sat við kamínuna í eldhúsinu og Perlu hundinn þeirra sem lædd- ist undir pilsfaldinn hjá ömmu, þar gat hún falið sig. Dísa fór oft í fjallgöngur og síðustu árin sín fyrir austan áttu þær vinkonur Sigríður Gunnars margar góðar stundir við að klifra hin ýmsu fjöll. Mér fannst oft að Dísa hlyti að vera þindarlaus hún skildi okkur sem yngri vorum oftar en ekki eftir móð og másandi. Fyrir um það bil 10 árum fór minnisleysi að gera vart við sig hjá Dísu og ágerðist með ár- unum. Dísa bjó síðasta árið á Skjóli þar sem henni leið ein- staklega vel. Þar lést hún morgni sunnudaginn 8. mars. Í dag kveðjum við yndislega eiginkonu, móður, tengdamóð- ur, ömmu og lang-ömmu. Elsku Dísa mín, hafðu þökk fyrir allt. Guð geymi þig. Þín tengdadóttir, Margrét Sigurðardóttir. Nú kveð ég yndislega vin- konu mína Herdísi Ólínu Guð- mundsdóttur sem var mér afar kær. Hún Dísa var alltaf til staðar og með mannbætandi nærveru. Hún var einstaklega ljúf, hlý, klár, úrræðagóð og með skemmtilegan húmor og yndislegan hlátur. Hún tók alltaf á móti mér opnum örmum sama hvaða er- indi ég átti. Það var ósjaldan sem ég pakkaði niður fötunum mínum í svartan ruslapoka þeg- ar ég var lítil stelpa og var ákveðin í að flytja bara yfir til hennar Dísu minnar. Hún tók á móti mér ef það var eitthvað sem þurfti að ræða, mér er minnisstætt þegar ég var að labba með Ölver litla bróður minn í kerrunni niður brekkuna í gilinu við hliðina á Víðimýri og hann datt úr kerrunni og fékk skrámu á ennið. Fyrsta sem mér datt í hug var að fara til Dísu, sem bjó um hann, róaði mig og gaf okkur kleinu og mjólkurglas. Hún hafði nefni- lega einstaka lagni við að taka lífinu með stökustu ró. Þegar ég fór síðan að fara á skólaskemmtanir og böll seinna mér gat ég leitað til hennar með aðstoð við að sauma nýtt dress og var því oft hent saman sam- dægurs af Dísu og mömmu. Mér fannst þær geta allt og þær höfðu lausn á öllu. Um jólin skiptumst við á fallegum gjöfum og voru eiginlega ekki komin jól hjá mér fyrr en ég hljóp yfir til Dísu og Guðmundar til að óska þeim gleðilegra jóla. Hún lagði mikla alúð í kveðjurnar sem komu frá henni og á ég ansi Herdís Ólína Guðmundsdóttir margar vísur eftir hana sem ég geymi. Það var einstaklega ljúft að koma til Dísu í kaffiboð enda lagði hún alltaf svo fallega á borð með dúk og fallegum serví- ettum og kaffiborðið svignaði undan heimabökuðum kræsing- um. Þegar ég var að ljúka há- skólanámi mínu og var að skrifa BA-ritgerðina mína fór ég aust- ur um tíma. Þá bauð Dísa mér herbergi hjá þeim Guðmundi sem ég nýtti mér því það var svo rólegt og gott að vera hjá þeim og var það yndislegur tími sem ég er mjög þakklát fyrir. Það er erfitt að kveðja góða vinkonu sem var svo góð fyr- irmynd fyrir okkur hin. Mér þótti óendanlega vænt um hvað Dísa og Guðmundur voru dug- leg að koma í öll afmæli og við- burði seinna meir hjá okkur fjölskyldunni, sem fór ört stækkandi. Það var sérstaklega gaman þegar Dísa og Guðmund- ur komu í ferminguna hennar Sigdísar okkar því hún fylgdist sérstaklega með henni, enda var hún mjög stolt af nöfnu sinni og ég var einstaklega ánægð að geta gefið dóttur minni nöfn vinkonu minnar og mömmu. Dísa og mamma brölluðu ansi margt saman og eftirminnileg- astar eru allar gönguferðirnar sem þær fóru í. Ég fékk að fara með þeim í minni gönguferðir og á ég endalaust af skemmti- legum minningum frá þeim tíma. Ég minnist Dísu með þakk- læti í huga og á margar ómet- anlegar minningar. Elsku Guðmundur, Margrét, Hjörvar, Guðmundur Sveinn, Einar og fjölskyldur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Minning um yndislega mann- eskju lifir áfram í hjörtum okk- ar allra. Ástarkveðja, Matthildur. MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2020  Fleiri minningargreinar um Herdísi Ólínu Guðmunds- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Minningargreinar Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, INGI STEINARR GUÐBRANDSSON lést mánudag 16. mars. Útförin fer fram frá Seljakirkju föstudaginn 27. mars klukkan 13. Athöfninni verður streymt beint á facebook-síðu Seljakirkju. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hrafnistu í Boðaþingi fyrir einstaka umönnun og kærleik. Theodóra Hilmarsdóttir Hildur Elísabet Ingadóttir Árni Þór Erlendsson Sóldís Lilja Árnadóttir Glódís Hera Árnadóttir Sálm. 17.5-6 biblian.is Skref mín eru örugg á vegum þínum, mér skrikar ekki fótur. Ég hrópa til þín því að þú svarar mér, Guð,... Veist þú hvert eignir þínar renna eftir þinn dag? Kynntu þér málið á heimasíðu okkar, www.útför.is. Þar getur þú m.a. sett inn þínar forsendur í reiknivél. Við aðstoðum þig við gerð erfðaskrár, kaupmála og við dánarbússkipti. Katla Þorsteinsdóttir, lögfræðingur Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við fráfall, útför og minningarathöfn yndislegrar móður okkar, ELÍSABETAR KEMP GUÐMUNDSDÓTTUR fv. bankafulltrúa á Akureyri. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á bráða- og líknardeild Landspítalans. Eva Þórey Haraldsdóttir Gunnar Jóhannsson Ásdís Hrefna Haraldsdóttir Sigurður V. Guðjónsson Ragna Haraldsdóttir Leó Jónsson Sigurður Stefán Haraldsson Thamar Melanie Heijstra barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýjar kveðjur við andlát ÓLAFS GUÐJÓNS EYJÓLFSSONAR sem lést 3. mars. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða fyrir alúð og umhyggju. Systkini og aðstandendur Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJARNI TÓMASSON rafvirkjameistari lést á hjúkrunarheimilinu Fossheimum 14. mars. Hjördís Þorsteinsdóttir Þorsteinn Bjarnason Janni Högh Laufey Ása Bjarnadóttir Guðmundur Þorri Jóhannes. Arnar Bjarnason og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA VALDIMARSDÓTTIR, lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum laugardaginn 7. mars. Vegna þjóðfélagsaðstæðna verður útför hennar auglýst síðar. Jens Sigurðsson Jóna Björk Gísladóttir Sigurlaug Lísa Sigurðard. Pálmar Tjörvi Pálmarsson og barnabörn Kærar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og kvöddu elskulegan föður okkar, tengdaföður, afa og langafa. KRISTJÁN ARNFJÖRÐ GUÐMUNDSSON. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hjúkrunarheimilisins Eirar 3.h. suður. Jóna G. Gunnarsdóttir Kristjana Kristjánsdóttir Pétur A. Maack Hilmar S. Kristjánsson Josefine L. Kristjánsson Ragnar K. Kristjánsson Helga J. Hallgrímsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN ÁRMANN EYJÓLFSSON fyrrum skólameistari Stýrimannaskólans í Reykjavík, andaðist á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn 16. mars. Útförin verður auglýst síðar. Anika Jóna Ragnarsdóttir Ragnheiður Ármannsdóttir Leifur Björnsson Ragnar Ármannsson Sigríður Kristín Axelsdóttir Eyjólfur Ármannsson Kristín Rósa Ármannsdóttir Jón Heiðar Ólafsson barnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.