Morgunblaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Eins og framkemur áblaðsíðu 6 hér að framan gefa viðskiptabankarnir ekki skýr svör við því hver viðbrögð þeirra verða við vaxtalækkun Seðlabankans í gær og jafnvel hvort þeir muni lækka vexti. Slík svör eru vitaskuld óásætt- anleg fyrir fólk og fyrirtæki í landinu og einnig fyrir stjórn- völd og Seðlabanka sem segja má að með aðgerðunum í gær hafi stigið skref sem eðlilegt sé að ætla að fylgt verði eftir með aðgerðum viðskiptabankanna. Í þessu sambandi skiptir máli að tveir þessara banka eru í eigu ríkisins og er varla stætt á því að fylgja ekki eftir vaxtalækk- unum Seðlabankans við þær að- stæður sem nú ríkja í þjóð- félaginu. Nú má vera að bankarnir vilji taka sér tíma til að svara og að þeir ætli sér í raun að lækka vexti til samræmis við vaxtalækkun Seðlabankans. Þá er þó rétt að benda á að þessa dagana skipta hraðar hendur máli. Það er mikilvægt að senda sem fyrst sem mest af sem bestum skilaboðum út í þjóðfélagið til að reyna að slá á þá neikvæðu tilfinningu sem þar hefur gripið um sig og fer ekki batnandi. Erlendis er ástandið engu skárra og þess vegna tók seðla- banki Bandaríkjanna til að mynda vaxtaákvörðun um síð- ustu helgi en ekki á hefðbundnum vaxtaákvörð- unardegi. Það var eðlilegt því að við óvenjulegar að- stæður eru óvenju- legar ákvarðanir eða tímasetn- ingar ákvarðana eðlilegar. Þess vegna var líka eðlilegt og sjálf- sagt af Seðlabanka Íslands að stíga enn eitt skref til vaxta- lækkunar og þess vegna var líka eðlilegt að bankinn skyldi afnema sveiflujöfnunaraukann sem hamlað hefur útlánagetu viðskiptabankanna. Sú aðgerð er einnig skýr skilaboð til bankanna um að nú sé ætlast til að þeir taki undir og axli byrð- arnar með landsmönnum til að efnahagsáfallið sem nú ríður yfir vari sem styst og valdi sem minnstu tjóni. Á fundinum vakti einnig at- hygli, þó að það þyrfti ekki að koma á óvart, að seðla- bankastjóri sagði þakkarvert að Íslendingar byggju við sjálf- stæða mynt sem tæki mið af því sem er að gerast í hagkerfinu. Sú staðreynd að Íslendingar hafa borið gæfu til að halda í ís- lensku krónuna og hafna inn- göngu í Evrópusambandið með upptöku evrunnar mun, ásamt ýmsu öðru jákvæðu sem leggst á þessar vogarskálar, verða til þess að Ísland kemst betur í gegnum þá erfiðleika sem kórónuveiran veldur en þau ríki sem bundin eru á klafa yfir- þjóðlegrar myntar. Seðlabankinn steig jákvætt skref, aðrir bankar þurfa að fylgja á eftir} Viðskiptabönkunum veitt aukið svigrúm Við margt er aðfást þessa dag- ana og varla nema von að ráðherrar finni illa tíma til að svara spurningum. Sumar spurningar kunna líka að þykja minniháttar í þeim aðstæðum sem nú ríkja þó að þær hefðu fyrir nokkru þótt svara verðar. Þó kann líka að vera að æski- legt sé nú, jafnvel umfram hefð- bundna tíð, að endurskoða vinnubrögð á ýmsum sviðum. Atvinnulífið verður að gera það, en hvernig væri að ríkisvaldið gerði það einnig? Getur ekki til dæmis verið að nú megi endur- hugsa sumt og jafnvel minnka skrifræði og alls kyns óþarfa sem safnast hefur upp á síðustu árum en mætti gjarnan missa sín. Jafnvel óþarfa sem er verri en það og virkar sem sandur í tannhjól atvinnulífsins á tímum þegar smurningar er þörf. Í þessu sambandi má nefna litlu tjörnina í Svarfaðardal þar sem synda nokkrir silungar að undirlagi ábúandans, að vísu undir fannfergi og ís um þessar mundir, og bíða þess að orðið verði við fyrirmælum Matvælastofnunar ríkisins um að þeim verði fargað nema greidd verði hálf milljón króna fyrir eldisleyfi. Formaður atvinnuveganefnd- ar sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að hún væri undrandi á þessu máli, en vildi frekari skýringar stofnunar- innar. Þær hafa út af fyrir sig komið fram. Stofnunin vísar í lög og telur jafnvel ófært að ekki sé hægt að tímasetja förg- un fiskanna og breytir þá engu þó að tjörnin sé ísi lögð og óað- gengileg um óvissan tíma. Allt er þetta mál hið furðu- legasta. Þingmenn og ráðherrar ættu að taka sig saman og leysa það farsællega með nauðsyn- legri lagabreytingu. Í framhaldi af því ætti að fara í gegnum fleiri lagabálka og sópa burt einhverju af sandinum svo að tannhjólin snúist greiðar þegar aðstæður skapast á ný til að bretta upp ermar og byggja upp. Íslendingar þurfa ekki á ofvöxnu bákni og óþörfum reglum að halda} Sandurinn smyr illa Þ egar súrefnisskortur myndast í flugrými falla súrefnisgrímur nið- ur úr loftinu. Við upphaf hverrar flugferðar er okkur kennt að séum við á ferðalagi með börnum skul- um við, ef til súrefnisfalls kemur, fyrst setja súrefnisgrímuna á okkur sjálf, aðstoða svo börn okkar og loks anda eðlilega. Það er á nokkurn hátt þannig sem við þurf- um að hugsa þegar samfélag verður fyrir áfalli líku því sem nú dynur á. Stjórnvöld verða að tryggja súrefnisflæðið um samfélagið og það í réttri röð. En hver er það sem gegnir hlutverki hins fullorðna einstaklings í þessu ástandi? Um þetta er, eðlilega, spurt í dag. Á að hjálpa fyrirtækjum? Á að huga fyrst að fólki og svo að fyrirtækjum? Hvers vegna er bara talað um atvinnulífið? Hvað með gamla fólkið, hvað með láglaunafólkið, námsmenn, öryrkja, hálaunafólkið – en listamennirnir, er enginn að hugsa um listafólkið okkar? Allar þessar spurningar hafa kviknað undanfarna daga þegar við á Alþingi höfum verið að taka á móti fyrstu þingmálum af fjölmörgum sem ætlað er að milda höggið vegna innrásar COVID-19. Kórónuveiran er mætt og öll ríki heims reyna að bregðast við þessari skyndiárás úr austri sem allar líkur eru á að verði skammvinn. Þá er mikilvægt að anda eðlilega. Það hefur verið aðdá- unarvert að fylgjast með yfirvegun viðbragðsteymisins Þórólfs, Víðis og Ölmu sem hafa dag hvern, þrátt fyrir óvissu um framvinduna, náð að svara spurningum frétta- manna og fært okkur vissu um að einhver sé við stjórnvölinn. Við þurfum einnig að fá þessa tilfinningu frá stjórnvöldum, sem annast skulu nauðsynlegar aðgerðir. Við þurfum að fá einhverja mynd af því hvað þau ætla sér. Eitt er víst. Ekkert samfélag lifir án fólks- ins. Fólk sem ekki fær súrefni getur engum öðrum komið til aðstoðar. Tryggja þarf dag- legar nauðsynjar, að fólk eigi til hnífs og skeiðar, eigi sér þak yfir höfuðið og geti séð börnum sínum farborða. Ekkert annað skiptir máli ef undanskilin er heilsan sem nú mætir ógn. Stjórnvöld þurfa að huga fyrst og fremst að því hvernig koma á almenningi í landinu til varnar með öllum tiltækum ráðum. Þá þarf að huga fyrst að þeim sem höllum fæti standa og að þeirra réttur skerðist minnst allra, því af engu er að taka. Það er óhjákvæmilegt að tryggja atvinnu og þá þarf að vera stórhuga og líta jafnt til lítilla sem stórra fyrirtækja. Einnig verður að tryggja að þeir sem eru sjálfstæðir atvinnurekendur, einyrkjar en ekki síður námsmenn sem framfleyta sér og fjölskyldum sínum á störfum meðfram námi, njóti stuðnings stjórn- valda, því eins og staðan er í dag njóta námsmenn ekki réttinda til atvinnuleysisbóta. Já, fólkið okkar er það sem við verðum að hugsa um fyrst. Þar eru bjargráðin og þangað verðum við að tryggja súrefnisstreymið. helgavala@althingi.is Helga Vala Helgadóttir Pistill Andið eðlilega Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Karl Blöndal kbl@mbl.is Kínversk stjórnvöld til-kynntu í gær að banda-rískum blaðamönnum,sem starfa fyrir dagblöðin The New York Times, The Wash- ington Post og Wall Street Journal, yrði vísað úr landi. Sögðu þau að brottvísanirnar væru svar við ákvörð- un Bandaríkjamanna um að skera niður dvalarleyfi fyrir kínverska rík- isborgara sem starfa fyrir kínverska ríkismiðla í Bandaríkjunum. Samband erlendra fréttaritara í Kína, FCCC, gagnrýndi ákvörðunina og sagði að „með þessari aðgerð dimmdi yfir í Kína“. Blaðamenn ættu ekki að vera peðsfórnir í deilum stór- velda. Upphafið að deilunni var brott- rekstur á þremur blaðamönnum The Wall Street Journal frá Kína í febr- úar vegna fyrirsagnar í blaðinu sem kínversk stjórnvöld töldu bera kyn- þáttafordómum vitni. „Kína er hinn raunverulegi sjúklingur í Asíu,“ sagði í fyrirsögninni, sem var yfir aðsendri grein. Eftir ákvörðun Kínverja í gær sagði Mike Pompeo, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, að það væri rangt af Kínverjum að leggja að jöfnu sína ríkisreknu fjölmiðla, sem lúta kínverskum stjórnvöldum, og sjálf- stæða bandaríska miðla, sem njóta frelsis í miðlun frétta og spyrja gagn- rýninna spurninga. Kínverjar hafa einnig gagnrýnt bandaríska ráðamenn harðlega fyrir að tala um „kínversku veiruna“ þegar kórónuveiran væri til umræðu og gera þannig tilraun til að setja smán- arblett á Kína. Donald Trump, forseti Banda- ríkjanna, lét mótmæli Kínverja sem vind um eyru þjóta á þriðjudag og tal- aði áfram um „kínversku veiruna“. „Hún kom frá Kína þannig að ég held að það eigi fullkomlega við,“ sagði Trump á blaðamannafundi þar sem hann var spurður um orða- notkun sína í tístum á félagsmiðlum. Trump sagði um leið að ástæðan fyrir því að hann talaði um kínversku veiruna væri sú að Kínverjar hefðu dreift falsupplýsingum og kennt Bandaríkjaher um veiruna. „Kína birti upplýsingar sem voru rangar,“ sagði hann. „Ég kunni ekki að meta þá staðreynd að Kína skyldi segja að herinn okkar hefði smitað þá af veirunni. Herinn okkar smitaði engan.“ Pompeo hafði að sögn banda- ríska utanríkisins áður rætt við Yang Jiechi, háttsettan kínverskan emb- ættismann, sem stýrir utanríkis- málaskrifstofu kínverska komm- únistaflokksins, og lýst reiði sinni yfir því að Peking notaði opinberar leiðir til að „koma sökinni af COVID-19 á Bandaríkin“. Á föstudag kallaði bandaríska utanríkisráðuneytið Cui Tiankai, sendiherra Kína í Bandaríkjunum, á sinn fund til að gagnrýna það að kín- versk stjórnvöld skyldu vera að breiða út samsæriskenningu sem hefði breiðst út á félagsmiðlum. Zhao Lijian, talsmaður kín- verska utanríkisráðuneytisins, gaf til kynna á Twitter í liðinni viku að fyrsti sjúklingurinn með kór- ónuveiruna kynni að hafa komið frá Bandaríkjunum. „Það gæti verið að banda- ríski herinn hafi komið með farsóttina til Wuhan. Verið gagnsæir! Birtið upplýs- ingar! Bandaríkin skulda okkur skýringar,“ tísti Zhao, sem er þekktur fyrir ögrandi yfirlýsingar á fé- lagsmiðlum. Svar Bandaríkjanna var að leggja áherslu á að veiran væri upprunnin í Kína. Kína vísar blaða- mönnum úr landi Bandaríkjamenn segja að kín- versk stjórnvöld hafi með ógn- unum, áreitni og eftirliti gert bandarískum og öðrum erlend- um blaðamönnum erfitt fyrir að starfa í Kína. Kínversk stjórnvöld hafa einnig reynt að marka umræðu farveg á félagsmiðlum og refs- að fyrir gagnrýnin ummæli og umræðu. Í frétt The New York Times á mánudag sagði að útsendarar stjórnvalda færu heim til gagn- rýnenda á netinu og færðu í margra klukkustunda yfir- heyrslur. Fólk væri þvingað til að undir- rita yfirlýsingar um tryggð og draga til baka ummæli sem væru póli- tískt óviðunandi, jafnvel þótt þau hefðu fallið í lokuðum spjall- hópi. Hart brugðist við gagnrýni RITSKOÐUN Í KÍNA Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AFP Stórveldi deila Fánar Bandaríkjanna og Kína blakta við hún við skrif- stofubyggingu í Peking. Kínverjar ráku bandaríska blaðamenn heim í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.