Morgunblaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 38
Í Morgunblaðinu 13. mars er sagt frá því að tveir bandarískir og einn breskur hermað- ur fórust í flugskeyta- árás í Írak. Vænt- anlega hafa fáir tekið eftir þessu, enda slík- ar fréttir daglegt brauð. Enn færri hafa átt- að sig á, að hér eru á ferðinni gagnvirkar blóðhefndaraðgerðir, í stíl við það sem heiðnar sveitamaddömur stunduðu hér fyrir um þúsund ár- um, þær Hallgerður og Bergþóra, þegar þær voru að drepa vinnu- menn hvor fyrir annarri. Þetta byrj- aði þegar hinn fjölhæfi Trump, öðr- um mönnum snjallari í að gera vond mál verri, sendi hefndarstríðstól sín og tók af lífi Qasem Soleimani 3. janúar sl. Fyrir það eru Íranar ekki búnir að hefna og verða líklega aldr- ei búnir að því. Þeir eru enn að hefna sjíaleiðtoga sem myrtur var fyrir um 1.300 árum. Svona launmorð í hefndarskyni eru svartasti bletturinn á alþjóðlegum sam- skiptum þjóða í dag. Þau eru næstum alltaf á bak við árásir eins og þá sem lýst er í téðri frétt. Þetta er mörg þúsund ára gamall ósið- ur sem menn ekki virð- ast ráða við, sjá nánar í greininni Blóðhefnd í alþjóðasamskiptum, Morgunblaðið 21. jan- úar 2020. Maður spyr: Hvar eru allir heimsins mannréttinda- frömuðir og dómarar? Hafa þeir ekkert betra að gera en nuddast í því hvernig kosið er á milli dómara á Alþingi Íslendinga sem hæfir teljast hvort eð er? Eftir Jónas Elíasson Jónas Elíasson » Svona launmorð í hefndarskyni eru svartasti bletturinn á al- þjóðlegum samskiptum þjóða í dag. Höfundur er prófessor. Er heiðinn siður að yfirtaka alþjóðasamskipti? 38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2020 Vandaðir gönguskór í úrvali TPS 520GV EVO MM-ML Kr. 37.990.- Herra/Dömu Herra Herra Dömu FALCON GV kr. 27.490.- MSALPTRAINER MIDGTX Kr. 25.990.- WSALPENROSE ULTRAMIDGTX Kr. 26.490.- HA PPATALA • D AGSINS ER • TIL HAMINGJU – ÞÚ HEFUR FUNDIÐ HAPPATÖLUNA! Farðu inn ámbl.is/happatala og gefðu upp töluna til að komast í pottinn. Vinningshafar verða dregnir út í þættinum Ísland vaknar á K100 í fyrramálið. Að sjálfsögðu hvetjum við þig til að taka þátt alla fimmtudaga og laugardaga næstu vikurnar, því þú gætir unnið glænýjan Samsung Galaxy S20+. 38 Það er gott á tímum þegar flestir fjölmiðlar eru haldnir pólitískri rétthugsun að til skuli vera þó einn sem ekki er verr haldinn en svo að hjá honum komast að viðhorf sem ekki falla að öllu að því sem fellur undir það fyr- irbæri sem bindur tungur manna og jafn- vel hugsanir nú á tím- um. Breska djúpríkið Hér er átt við Morgunblaðið en í því birtist grein 16. mars sl. eftir Ingi- björgu Gísladóttur sem bar heitið „Um breska djúpríkið og verndun glæpamanna“. Í greininni fjallar Ingibjörg á yfirvegaðan og stað- reyndagrundaðan hátt um brot gegn ungum stúlkum í Bretlandi, þar sem að meirihluta hafa verið að verki múslímskir innflytjendu sem hafa stundað það að tæla til sín barnungar stúlkur sem þeir hafa nýtt sér til kyn- lífs og jafnvel hópnauðgana. Stúlk- urnar eru miklu flestar af kyni inn- fæddra Breta en að skilningi múslíma er enginn glæpur í því fólginn að hafa við þær samræði þó að börn séu að aldri þar sem spámaður trúarinnar gerði þetta sjálfur með Aishu sem hann fastnaði sér 6 ára gamla en fullnaði hjúskapinn við hana þegar hún var 9 ára gömul. Viðhorf múslíma er það að spámaðurinn hafi verið hinn fullkomni maður og því öll hans breytni allrar eftirbreytni verð. Við bætist vitanlega það að hinar bresku stúlkur eru af flokki hinna „vantrúuðu“ en fólk af því tagi er ekki mikið merkilegra en dýr merkurinnar í augum hinna „trúuðu“, ekki síst ef um konur er að ræða, enda gaf Múham- eð hermönnum sínum þær konur, sem her- teknar voru, jafnt sem ambáttir og til samræð- is. Skammt er líka að minnast þess að ISIS- liðar hins ætlaða ka- lífaríkis fóru með sama hætti að. Þar sem þeir lögðu undir sig landsvæði drápu þeir gjarnan karla en seldu konur sem ambáttir eða helguðu sér þær til kyn- lífs – allt í anda gjörða spámannsins. Dásamleg forréttindi Full ástæða er til þess að lofa „Moggann“ fyrir það að birta hina ópólitískt hugsuðu grein Ingibjargar Gísladóttur en sama dag kom reynd- ar önnur grein í Mogganum sem er líka nokkuð á sama sviði. Þar er átt við grein eftir sr. Gunnar Björnsson sem hann kallar „Dásamleg forrétt- indi“. Í henni fjallar sr. Gunnar um brottvikningu kennslu í kristnum fræðum innan íslenska skólakerfisins sem hann telur að sé sem næst aðför að grunni íslenskrar menningar og tungu. Hér er bent á atriði sem mikil ástæða er til að yfirvega á opinn og gertækan máta. Hin pólitíska rétt- hugsun gerir ráð fyrir því að öll menningarafbrigði og öll hug- myndakerfi séu jafngild. Er það svo? Hvernig væri að opna augun og líta í kringum sig og þá út fyrir ramma við- tekinna skoðana og til annarra menn- ingarheima sem menn ættu ekki að eiga í miklum vandræðum með að gera á tímum internets og verald- arvefs. Er öll sú samfélagsskipan sem finna má jafngild og jafn eftirsókn- arverð? Lokaatriði Það er viðtekin pólitísk rétthugs- unarskoðun að engin trúarbrögð verði fyrir meiri ofsóknum og andúð en íslam – hugmyndakerfi múslima. Þó greina mörg mannréttindasamtök frá því að fylgjendur engra trúar- bragða verði fyrir viðlíka ofsóknum og þeir sem fylgja hinum kristna boð- skap. Að minnsta kosti er það svo að í þeim heimshluta sem kristnin á upp- runa sinn í – í Mið-Austurlöndum – hefur þeim sem játa kristna trú fækk- að gífurlega á síðustu áratugum. Frá þessu er lítið greint í íslenskum fjöl- miðlum en þó er þetta staðreynd. Ef til vill er hin pólitíska rétthugsun hér enn að verki. Það virðist viðtekið að halda fram „ágæti“ íslams og því hve illa sé að fylgjendum þess búið. „Frið- artrúna“ má ekki styggja (sem væri efni í aðra grein). Að lokum: Það virðist nokkuð und- arlegt að ekki skuli vera valdir til komu hingað til lands sem kvóta- flóttamenn hinir kristnu, einkum í ljósi þeirra staðreynda sem hér hefur verið á drepið. Þeir ættu að eiga greiðari leið en múlimar inn í íslenskt samfélag. Það byggist þó á kristnum grunni en ekki alls óskyldri hug- myndafræði íslams. Eftir Hauk Ágústsson » Tvær íhugunarverð- ar greinar birtust í Morgunblaðinu 16. þ.m. Haukur Ágústsson Höfundur er fv. kennari. Tvær greinar Stuttu eftir að ég byrjaði í sjö ára bekk í Barnaskóla Austur- bæjar fyrir sjötíu ár- um var lagt fyrir mig myndapróf. Fyrsta myndin var teikning af stól með þrjá fætur og ég spurður hvort ég sæi eitthvað að myndinni. Síðan komu fleiri myndir í sama dúr. Seinasta myndin sem mér var sýnd var frá villta vestrinu og sýndi hvítan mann á hesti miða með riffli á indíána í töluverðri fjarlægð. Ann- ar indíáni á hesti með reidda exi var nær og stefndi beint á þann með riffilinn. Enn var ég spurður og nú svaraði ég með spurningu: „Sérð þú það ekki sjálfur?“ Þar með lauk þessum spurningaleik. Löngu seinna rann upp fyrir mér að ég hefði verið í gáfnaprófi. Seinasta myndin hefur oft komið upp í hugann þegar misvitrir stjórn- málamenn hafa tekið ákvarðanir án þess að sjá eða hugsa um seinni tíma afleiðingar. Það á við um t.d. innflutning á ófrosnu kjöti, sam- þykki orkupakka og nú vilja sumir fá brennivín í kjörbúðir. Ég horfði á fyrri hluta beinnar út- sendingar RÚV frá borgarafundi um loftslagsmál og þá kom myndin upp í hugann. Efst á baugi var minnkun kolefnismengunar með borgarlínu og með því að moka ofan í skurði. Ekkert var minnst á stækkun kolabrennslunnar á Húsa- vík um helming og að Arionbanki ætlar að endurreisa verksmiðjuna í Helguvík. Framleiðslan á Húsavík byggist á flutningi 100 þúsunda tonna af kolum frá Bólivíu til Húsavíkur. Skipin sem flytja kolin brenna olíu alla leiðina. Verksmiðjan á Bakka er sögð umhverf- isvænsta kísilmálm- bræðsla í heimi. Það segir ekkert um meng- unina. Samanburðurinn er við það versta en segir ekkert um kolefnissporið. Umhverfisstofnun ætti að reikna kolefnisspor flutn- ingsins til Húsavíkur og kola- brennslunnar á Húsavík. Niðurstöð- una ætti að birta svo sæist svart á hvítu; hvað kolefnissporið er mikið og hvað væri hægt að fyrirbyggja mikla kolefnislosun með því að stöðva stækkun Bakka á Húsavík og afturkalla framleiðsluleyfi í Helgu- vík. Þetta er allt hægt að gera strax og hefur lengi verið hægt. Umhverfisráðherra VG hefur lítið minnst á Helguvík og Bakka, sem eru á ábyrgð fyrrverandi formanns VG. Gáfnapróf Eftir Sigurður Oddsson Sigurður Oddsson » Seinasta myndin hef- ur oft komið upp í hugann þegar misvitrir stjórnmálamenn hafa tekið ákvarðanir án þess að hugsa um seinni tíma afleiðingar. Höfundur er verkfræðingur og eldri borgari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.