Morgunblaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2020 ER BROTIÐ Á ÞÉR? Slys valda heilsutjóni og þjáningum. En það er ekki síður sárt þegar starfsorkan skerðist og áætlanir um framtíðina bregðast. Því fylgir óvissa og áhyggjur. Ef þú hefur orðið fyrir slysi þá skaltu hafa samband við Bótarétt sem fyrst. Það kostar ekkert að kanna málið. Við metum stöðu þína og skoðum síðan málin ofan í kjölinn. Þú getur látið þér batna á meðan við sækjum rétt þinn. HRINGDU Í BÓTARÉTT Í SÍMA 520 5100 OG ÞÚ FÆRÐ ÞITT. botarettur.is Ferðalög á Jón Örn Guðbjartsson sjonorn@hi.is Helga Kristín lætur ekki bara hér við sitja í vísindamiðlun því hún mun halda með hópi göngufólks á vegum Ferðafélags barnanna og Háskóla Íslands á Helgafell við Hafnarfjörð innan skamms þar sem hún mun lýsa tilurð þess sem fyrir augu ber í jarð- fræðilegum skilningi. Gangan er liður í samstarfsverkefni HÍ og FÍ sem ber heitið Með fróðleik í fararnesti. Með fróðleik í fararnesti er sam- starfsverkefni Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands þar sem mörg þús- und manns, ungir og aldnir, hafa gengið í borgarlandinu og hlotið þrennt: góða útivist, fína hreyfingu og fróðleik í fararnesti frá vísinda- mönnum Háskólans. Helgafell er einstakur móbergshryggur Það er einstakt að ganga á Helga- fell enda aðgengilegt fjall í útjaðri borgarlandsins og mikið útsýni af há- bungunni yfir Reykjanes og Faxa- flóa. Það er ekki verra að fá leiðsögn um eldvirkni og allt sem ber fyrir augu úr frá jarðfræðilegum pæl- ingum. Á Íslandi eru fjölbreytt merki um eldvirkni, stórar eldstöðvar, fjall- garðar sem mynduðust í sprungu- gosum og hér er líka mikill jarðhiti sem tengist eldvirkninni. Jarð- hitasvæði eru víða á Reykjanesi og sjást reykirnir frá þeim af efstu þúf- um Helgafells. Það sem bætist ofan á eldvirknina hér eru allir jöklarnir okkar. Þar til fyrir tíu til ellefu þúsund árum var landið nánast alhulið ísaldarjökli, sem bráðnaði svo á örfáum árþúsundum. Þótt jöklar hopi núna höfum við nokkur stór jökulhvel uppi á hálend- inu. Jöklar eru auðvitað víða um heim en það eru ekki margir staðir þar sem samspil jökla og eldvirkni er jafnmikið og fjölbreytt og hér. Þess vegna er jarðfræði hér einstök og við höfum jarðfræðifyrirbæri eins og móbergshryggi sem myndast við sprungugos undir jökli. Helgafell er einmitt móbergshryggur. Það verður án vafa mjög gaman að ganga með Helgu Kristínu, sem er eins og al- fræðiorðabók um samspil jökla og eldfjalla. Vísindamiðlari á Instagram Það er gaman að fylgjast með Helgu Kristínu á Instagram, en þar heldur hún jafnvel uppi prófum sem eru notendum reyndar einungis til skemmtunar en sýna engu að síður hvar hver og einn er staddur í „sjálfsnáminu“ hjá doktorsnem- anum. „Framan af var þetta einungis mér sjálfri til skemmtunar,“ segir Helga Kristín um þetta sjálfsprottna verkefni sitt á samfélagsmiðlinum. „Hugmyndin að Instagram-síðunni kviknaði frekar snemma, þ.e. að deila myndum sem ég tek á ferðalögum mínum ásamt fróðleik um jarðfræði. Ég tek mikið af ljósmyndum, bæði á venjulega myndavél en líka á dróna.“ Viðbrögðin hafa verið mögnuð, en Helga Kristín hefur á ótrúlega skömmum tíma safnað hátt á sjötta þúsund fylgjendum og ekki er óal- gengt að hátt í þúsund manns setji „læk“ við hverja færslu hjá henni og bæti inn tugum athugasemda. „Fólki finnst þetta mjög áhugavert og ég fæ fullt af fallegum skila- boðum. Það er virkilega gaman þeg- ar fólk kann að meta efnið sem ég bý til og deilir með mér áhuga á jarð- fræði. Það fylgir þessu líka að maður fær stundum áhugaverð skilaboð, t.d. fólk sem vill að ég ráði það í vinnu eða geri heimavinnuna fyrir það,“ segir Helga Kristín og hlær. Með vísindin í blóðinu – prófaði geimbúning á Vatnajökli Helga Kristín segist alltaf verið „svaka nörd“ og haft mikinn áhuga á vísindum og náttúru, alveg frá því að hún var smábarn. „Ég tengi mikið við hvaða vísindagrein sem er og áð- ur en ég uppgötvaði ástríðu mína fyr- ir jarðfræði stefndi ég á læknisfræði. Ég hef líka mikinn áhuga á útivist, ævintýrum og ljósmyndun. Jarð- fræðin sameinar alla þessa þætti.“ Að vissu leyti fékk Helga Kristín útrás fyrir þetta allt síðastliðið sum- ar, kannski ekki síst ævintýraþrána, þegar hún prófaði geimbúning sem áformað er að NASA noti við ferðir til reikistjörnunnar Mars. Hún próf- aði búninginn við Grímsvötn í Vatna- jökli, en áformað er að senda mannað geimfar til Mars eftir rétt tíu ár. Helga Kristín hefur auðvitað mik- inn áhuga á öllu sem viðkemur geimnum, enda fæst aukinn skiln- ingur á eðli alheimsins með rann- sóknum í jarðvísindum. Rannsakar Öræfajökul – og Beerenberg á Jan Mayen Núna vinnur Helga Kristín að rannsóknum á eldstöðinni í Öræfa- jökli ásamt eldfjallinu Beerenberg á Jan Mayen. „Þótt valið hafi verið erfitt valdi ég að fara í eldfjalla- og bergfræði í meistaranáminu,“ segir hún. „Í meistaranáminu vann ég rannsóknir tengdar Öræfajökli. Afrakstur þeirra rannsókna var mikið magn af gögn- um sem nýtist áfram í þeim rann- sóknum sem ég stunda nú í dokt- orsnáminu.“ Með því að rannsaka þessi tvö eld- fjöll vonast hún til að greina kviku- hólfin undir þessum tveimur eld- fjöllum. „Markmiðið er að sjá hvernig þau hafa þróast í tímans rás og hversu margir kvikupokar liggja undir þeim. Hugsanlega hefur þynn- ing jökulsins á Beerenberg getað hleypt eldgosum af stað. Við það að þessu fargi var lyft af jöklinum er mögulegt að þrýstingi hafi verið létt af kvikupokunum og það hafi komið gosum af stað. Það verður áhugavert hvort rannsóknir mínar geti leitt lík- ur að þessari kenningu. Þessar upp- lýsingar gætu verið mikilvægar á komandi árum í kjölfar hamfarahlýn- unar og áhrifa hennar á jökla, enda eru stærstu eldstöðvar Íslands undir jökli.“ Jarðskjálftahrina varð í Öræfajökli árið 2017 og mældust þá uppleyst efni í Kvíá sem rennur undan jökl- inum. Að sögn Helgu Kristínar gefur það vísbendingar um að kvikuinnskot hafi valdið þessu á fremur litlu dýpi í jarðskorpunni undir jöklinum. Askja jökulsins seig þá um rösklega tuttugu metra. Einnig urðu skjálftar í fjallinu árið 2018. Öræfajökull er gríðarleg eldkeila í syðsta hluta Vatnajökuls með myndalegri jökulhettu sem fyllir stóra öskju efst á fjallinu. „Það eru aðeins tvö þekkt eldgos í Öræfajökli frá landnámi sem við þó vitum að voru mannskæð. Með því að rannsaka eldstöðina frá sjónarhóli jarðfræðinnar getum við gert okkur í hugarlund hvernig þetta hættulega eldfjall hegðar sér. Það getur nýst okkur í undirbúningi fyrir hugsanleg eldsumbrot í framtíðinni. Ef eldfjöll eru mikið rannsökuð og við þekkjum þau vel, eins og t.d. Heklu, getum við nánast spáð fyrir um gos með nokk- urra mínútna fyrirvara í ákveðnum tilvikum.“ Áhuginn kemur manni langt Helga Kristín segir að dokt- orsverkefnið hafi eðlilega leitt sig til Jan Mayen en þangað fór hún í ágúst síðastliðnum og svaf þá í minnsta húsi í heimi að henni fannst en jarðvísindafólk er sjaldnast með lúxus þegar það vinnur að sínum mikilvægu rannsóknum. „Í þeirri ferð náði ég að safna sýn- um frá allavega sautján mismunandi eldgosum úr Beerenberg. Með grein- ingu á efnasamsetningu kristallanna úr þessum hraunsýnum reikna ég út á hvaða dýpi þeir mynduðust, sem gefur vísbendingar um tilurð kviku- poka þar undir. Aldursgreining á gíg- um fjallsins mun einnig gefa okkur vísbendingar um gossögu Bee- renberg og þar af leiðandi þróun kvikukerfis fjallsins.“ Helga Kristín er gríðarlega ánægð með námið í Háskóla Íslands og hversu samheldinn sá hópur varð sem hóf með henni nám í jarðfræð- inni. „Árgangurinn minn í grunn- náminu var mjög góður hópur og við tókum öll mikinn þátt í félagslífinu. Við hittumst enn reglulega. Mér fannst námið aldrei sérstaklega erf- itt, þótt það hafi verið krefjandi á köflum, enda kemur áhuginn manni langt!“ Leiðir fólk um fjöll Doktorsnemi í eldfjalla- og bergfræði Helga Kristín Torfadóttir stundar doktorsnám í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands en hún hefur vakið feiknaathygli fyrir vísindamiðlun á eigin Instagram-síðu undanfarin misseri. Þar deilir hún fróðleik á mannamáli um ótrúlegustu undur sem snerta jarð- og jöklafræði. Ljósmynd/Michael Lye Ævintýraþrá Helga Krístin prófaði geimfarabúning sem verður notaður til Marsferða en mönnuð geimför verða send þangað í nánustu framtíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.