Morgunblaðið - 19.03.2020, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2020
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Stóru bankarnir þrír kanna nú hvort
þeir muni lækka vexti í kjölfar vaxta-
lækkunar Seðlabankans.
Meginvextir lækkuðu í gær um
hálft prósentustig í annað sinn á
einni viku og eru nú komnir í 1,75%.
Eins og sýnt er á grafinu hér til
hliðar hafa vextirnir lækkað nokkuð
stöðugt síðustu misseri. Meginvextir
voru 5,75% í ágúst 2016 en hafa síðan
lækkað um fjögur prósentustig.
Til að setja þessar tölur í sam-
hengi býður lífeyrissjóðurinn Birta
nú 1,69% breytilega vexti af verð-
tryggðum lánum. Samkvæmt upp-
lýsingavefnum Aurbjörg.is voru það
lægstu íbúðalánavextirnir sem voru í
boði um hádegisbilið í gær.
Þá bauð Birta 3,85% breytilega
vexti af óverðtryggðum íbúðalánum
sem einnig voru lægstu vextirnir.
Hjá Íslandsbanka fékkst það svar
að það liggi ekki fyrir hvort bankinn
lækki vexti í kjölfar vaxtalækkunar
Seðlabankans. Það sé í skoðun.
Svar Arion banka varðandi sama
atriði var að viðbrögð bankans ættu
að liggja fyrir á næstu dögum.
Hjá Landsbankanum fékkst það
svar að bankinn myndi „taka vaxta-
ákvörðun mjög fljótlega“.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður
VR, segir það hafa valdið vonbrigð-
um hversu seint og illa vaxtalækk-
anir Seðlabankans hafi skilað sér til
einstaklinga og fyrirtækja eftir að
lífskjarasamningarnir voru undirrit-
aðir í apríl í fyrra. Á því geti verið
skýringar. Til dæmis að Arion banki
hafi verið að skera niður efnahags-
reikninginn.
Lækki vextina meira
Ragnar Þór kveðst aðspurður hafa
væntingar um að bankarnir lækki
vexti af íbúðalánum, í kjölfar síðustu
vaxtalækkunar Seðlabankans, „tölu-
vert meira en undanfarið“. Það muni
svo aftur þrýsta á vaxtalækkanir hjá
lífeyrissjóðunum. Sjóðirnir hafi enda
fáa fjárfestingarkosti. „Þeir verða að
fylgja í kjölfarið með einhverju móti
til að koma sínum peningum í vinnu,“
segir Ragnar Þór.
Þá telur hann að vaxtalækkanir og
aðrar boðaðar aðgerðir, ekki síst
áform um hlutdeildarlán, sem eru
einnig nefnd eiginfjárlán, muni örva
fasteignamarkaðinn. Það vanti heila
kynslóð á fasteignamarkaðinn; ungt
fólk og þá sem hafa lent utan kerfis.
Með nýju lánunum komist þessir
hópar á fasteignamarkaðinn.
Meta svigrúmið til vaxtalækkana
Stóru bankarnir meta stöðuna eftir enn eina vaxtalækkun Seðlabanka Íslands Meginvextir Seðla-
bankans hafa lækkað um 4% frá ágúst 2016 Formaður VR kallar eftir vaxtalækkun lífeyrissjóða
Morgunblaðið/Golli
Á niðurleið Vextir íbúðalána á Íslandi hafa lækkað að undanförnu.
Vextir Seðlabankans
Frá ársbyrjun 2016
6%
5%
4%
3%
2%
1%
'16 '17 '18 '19 '20
5,75%
1,75%Heimild: Seðlabanki Íslands
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Þær leiðir sem boðaðar eru í stjórn-
arfrumvarpi um breytingu á lögum
um atvinnuleysistryggingar og
greiðslu hlutabóta á móti skertu
starfshlutfalli, sæta gagnrýni í um-
sögnum sem borist hafa til velferð-
arnefndar Alþingis í gær og fyrra-
dag. ,,Að óbreyttu mun
Alþýðusambandið ekki geta mælt
með því við félagsmenn aðildar-
félaga sinna að þeir taki á sig skerð-
ingu á starfshlutfalli með þeirri
tekjuskerðingu sem núverandi frum-
varp felur í sér,“ segir í umsögn ASÍ.
Þar er því haldið fram að frum-
varpið víki í veigamiklu atriði frá því
sem áður hafi verið kynnt. Er það
sérstaklega ákvæðið um að laun frá
atvinnurekanda og atvinnuleysis-
bætur geti aldrei numið hærri fjár-
hæð en 80% af meðaltali heildar-
launa launamanns og að
hámarksþakið verði 650 þúsund kr.
,,Fyrir einstakling á lægstu launum
þýðir þetta að heildartekjur fyrir
skatta fara úr 317.000 í tæplega
254.000 kr. á mánuði og fyrir ein-
stakling með 400.000 kr. laun á mán-
uði í 320.000. Þessir hópar geta ekki
tekið á sig slíka lækkun tekna,“ segir
í umsögn ASÍ.
Krefst ASÍ þess að fallið verði frá
80% ákvæðinu og vill líka að skilyrði
um starfshlutfall verði rýmkað og
það miðist að lágmarki við 25%
starfshlutfall í stað 50% eins og
frumvarpið gerir ráð fyrir. Þá sé 650
þúsund kr. hámarkið of lágt. ,,Mik-
ilvægt er að aðgerðin fangi fólk með
meðallaun á íslenskum vinnumark-
aði. Það þýðir að hámarki fari í
800.000 kr.“
BSRB tekur í sama steng og vill
að samanlagðar greiðslur launa-
greiðanda og bæturnar miðist við
100% meðaltal heildarlauna. Þá eigi
hámarksfjárhæðin að vera 800 þús-
und en ekki 650 þúsund.
Félag íslenskra atvinnuflugmanna
mótmælir einnig 650 þúsund kr. há-
markinu, sem mismuni stórum hópi
millitekjufólks. ,,Launafólk undir
800 þúsundum í heildarlaun fær full-
ar bætur. Ráðstöfunartekjur þess
fólks munu haldast óskertar. Sá hóp-
ur sem hefur yfir 800 þúsund í heild-
arlaun skerðist hratt og við 1.300
þúsund krónur og yfir nýtur fólk
engra bóta frá ríkinu,“ segir FÍA.
Stúdentaráð HÍ bendir á frum-
varpið grípi ekki þá stúdenta sem
missa starfshlutfall eða störf vegna
kórónuveirunnar. Margir náms-
menn vinni með námi en séu í litlu
starfshlufalli eða undir 40%.
BHM lýsir stuðningi við frum-
varpið en falla verði m.a. frá 650 þús-
und kr. hámarkinu á greiðslur launa
og bóta. Hanna þurfi líka sérsniðna
lausn fyrir sjálfstætt starfandi ein-
staklinga sem verði fyrir miklum
tekjumissi um þessar mundir.
Frumvarp um hlutabætur gagnrýnt
ASÍ mælir að óbreyttu ekki með að félagsmenn taki á sig skert starfshlutfall
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Störf Gagnrýnt er að 80% þak sé
sett á samanlögð laun og bætur.
Ferðaþjónustufyrirtækið GoNorth
er að verða fyrir gríðarlegu höggi
þessa dagana. Þetta segir Unnur
Svavarsdóttir, eigandi GoNorth, í
umsögn við stjórnarfrumvarp um
hlutabætur í atvinnuleysi. ,,Frá því
síðastliðinn sunnudag hafa okkur
eingöngu borist afbókanir, nú er
búið að afbóka allar ferðir með
ferðadagsetningum 15. mars til og
með 6. apríl og viðbúið að afbók-
anir ferða út apríl og jafnvel lengur
berist á næstu dögum. Þetta þýðir
að skrifstofan verður tekjulaus
þetta tímabil, […],“ segir hún.
Unnur segir í umsögninni gríðar-
lega mikilvægt að falla frá 80%
þakinu í frumvarpinu. Ferðaþjón-
ustan sé ekki hálaunastétt og regl-
an valdi 20% tekjuskerðingu launa-
manna. „Það má jafnvel leiða að því
líkum að skerðing launa við 80%
þakið valdi tregðu launamanna til
að fallast á þessa lausn, og þrýsti
vinnuveitanda þar með út í upp-
sagnir.“ omfr@mbl.is
Eingöngu afbókanir
á síðustu dögum
Jón Magnús Kristjánsson, yfirlækn-
ir á bráðamóttöku Landspítalans í
Fossvogi, spáir því að kórónu-
veirusmit hér á landi verði orðin
rúmlega 700 um næstu mánaðamót.
Þetta kemur fram í færslu sem hann
birti á Facebook í gær.
„Eftirfarandi er sett fram til fróð-
leiks með fyrirvara um að þar er ein-
göngu verið með stærðfræðilegum
aðferðum að reyna að rýna í mögu-
legan fjölda smita næstu tvær vikur
miðað við fjölda smita frá 28. febrúar
til 17. mars. Eingöngu er um stærð-
fræðilega spá að ræða. Vonandi nær
samkomubannið að draga úr aukn-
ingu smita,“ skrifar Jón Magnús þar
sem hann setur fram yfirlit um hvað
gæti gerst næstu tvær vikur ef okk-
ar tekst ekki að hemja smit. Sam-
kvæmt því verða smit orðin 701 hinn
1. apríl næstkomandi. „Ég hvet því
alla til að fara að öllu eftir tilmælum
sóttvarnalæknis. Við verðum í sam-
einingu að ná að stöðva þennan far-
aldur,“ skrifar Jón Magnús.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Veiruspá Yfirlæknirinn telur að smitum muni fjölga talsvert næstu daga.
Telur smit hér verða
um 700 hinn 1. apríl
Eingöngu stærðfræðileg spá
Mörkin 6 - 108 Rvk.
s:781-5100
FRÍ HEIMSENDING!
Opið: Mán-fös: 13-18
lau: 11-15
VOR
2020