Morgunblaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 10
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2020
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 /www.bl.is
QASHQAI 4X4
SJÁLFSKIPTUR
NISSAN
Gríptu einn nýjan Nissan Qashqai með sjálfskiptingu og hinu fullkomna Nissan
Intelligent fjórhjóladrifi. Nissan Qashqai er einn best útbúni sportjeppinn á markaðnum.
Honum fylgir fullkomið leiðsögukerfi með Íslandskorti, 7" upplýsingaskjár með
samþættingu við snjallsíma, bakkmyndavél, 17" álfelgur og margt fleira.
NÝR QASHQAI ACENTA
VERÐ: 5.340.000 KR.
VERIÐ VELKOMIN Í REYNSLUAKSTUR
BL hefur gengið til samstarfs við samfélagssjóðinn Kolvið til að kolefnisbinda
notkun allra nýrra bíla sem seldir eru til einstaklinga.www.bl.is/kolefnisjofnun
BLkolefnisbindurnotkunnýrrabíla
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
9
8
1
0
5
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Hraðskákmót verður á chess.com í
kvöld og hefst það klukkan 19.30.
Þetta er fjórða skákmótið á netinu
síðan samskiptabann vegna kór-
ónuveirunnar var sett á um helgina.
Gunnar Björnsson, forseti Skák-
sambands Íslands, segir að skák-
hreyfingin hafi ákveðið að draga sig
ekki í hlé vegna ástandsins í sam-
félaginu heldur tefla til sóknar á net-
inu. Reynt verði að líkja eftir mótum
sem annars hefðu verið haldin og
nefnir hann í því sambandi að hrað-
skákmót KR, sem séu á mánudögum,
hafi verið haldið með sama fyrir-
komulagi á chess.com og tekist vel
með 44 þátttakendum. Þar á meðal
hafi verið tíu titilhafar og Helgi Áss
Grétarsson hafi fagnað sigri. Þriðju-
dagsmót TR hafi verið með sama
hætti, Arenamót hafi verið í gær-
kvöldi og annað verði í kvöld.
„Við ákváðum að leggjast í sókn
en ekki vörn,“ segir Gunnar. Hann
bætir við að skákmenn hafi góða
reynslu af því að tefla á netinu.
Skákskólinn hafi fært kennsluna yf-
ir á netið og sama eigi við um aðra
skákkennslu. „Sókn er besta vörnin
er okkar slagorð,“ segir hann.
Bridsmót á netinu
Fleiri hafa nýtt sér tæknina, þar á
meðal bridshreyfingin. Í fyrrakvöld
hófst fjögurra kvölda butler-
tvímenningur hjá Bridgefélagi
Reykjavíkur (bridgebase.com).
Spilað verður kl. 19-20.45 á
þriðjudagskvöldum, 2x14 spila tví-
menningur á kvöldi, alls átta mót, og
gilda fimm bestu til verðlauna.
Morgunblaðið/Ómar
Skák og mát Helgi Áss Grétarsson sigraði í fyrsta netskámóti vikunnar.
Teflt og spilað til
sóknar á netinu
Hraðmót í skák og brids í nýju ljósi
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við erum með ágæta bókunarstöðu
fyrir Grænland í sumar og væntum
þess að hægt verði að koma öllu í
gang á ný fyrir þann tíma,“ segir
Árni Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Air Iceland Connect.
Í gær var kynnt sú ákvörðun
grænlensku heimastjórnarinnar að
allt flug í landinu legðist af frá og
með miðnætti á föstudag. Er þetta
gert til að reyna að hefta útbreiðslu
kórónuveirunnar. Áður hafði verið
tilkynnt að landamærum landsins
væri lokað öllum öðrum en dönskum
ríkisborgurum. Ljóst er að flug Air
Iceland Connect til og frá Grænlandi
er komið í biðstöðu.
„Þessi ákvörðun á föstudag, að
landamærum Grænlands væri lokað
fyrir alla nema danska ríkisborgara,
hafði strax áhrif. Hún þýddi einfald-
lega að ekki væru forsendur fyrir
okkar flugi þangað. Því vorum við
búin að taka flug úr sölu og tilkynna
farþegum sem áttu bókað síðar að
þeir yrðu að nýta flug í þessari viku,“
segir Árni. „Okkar farþegar þangað
eru að uppistöðu erlendir ferða-
menn, um það bil 85-90%,“ segir
hann ennfremur.
Stór matarsending í gær
Air Iceland Connect hefur flogið
til þriggja áfangastaða á Grænlandi,
til Nuuk, Kulusuk og Ilulissat. Síð-
asta flugið var til Kulusuk í gær. Að-
eins einn farþegi flaug með til Græn-
lands en vélin var full af farþegum á
bakaleiðinni. Hins vegar voru tæp-
lega þrjú tonn af matvælum og hand-
sápu flutt til Kulusuk.
Árni viðurkennir að þessi ákvörð-
un sé bagaleg fyrir flugfélagið. „Þó
erum við ekki núna með háönnina í
Grænlandsfluginu en þetta eru þrír
áfangastaðir. Auðvitað er vont að
þurfa að hætta við það flug en það
má segja að eftirspurn eftir flugi í
heiminum fari minnkandi. Menn eru
meira og minna að loka landamær-
um. Eina leiðin til að bregðast við því
er að leggja flugið af tímabundið.“
Sóknarfæri í innanlandsflugi
Má ekki búast við því að fólk verði
ragara við utanlandsferðir í sumar
og reiði sig meira á innanlandsflug?
„Við getum mögulega séð fram á
að það verði aukin ferðalög innan-
lands. Að fólk velji frekar þann kost
að ferðast innanlands. Það gæti
komið að einhverju leyti á móti þeim
samdrætti sem er fyrir hendi í ferða-
þjónustunni.“
Binda vonir við að flog-
ið verði á ný í sumar
Grænlandi lokað Þrjú tonn af mat og sápu flutt í gær
Síðasta ferðin Vél Air Iceland Connect var hlaðin matvælum og sápu á leið
til Kulusuk í gær. Grænlandsflugið hefur verið lagt af næstu vikurnar.