Morgunblaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2020 refsa heldur biðja fólk að sýna ábyrgð sameiginlegan þegnskap. Til að kom- ast út úr kreppunni. Við viljum ekki sekta, en gerist þess þörf verður svo.“ Castaner sagði að fólk gæti áfram verið úti við, til dæmis farið út með hunda vegna þarfa þeirra. Bannað væri þó að fara saman í hópi. „Fólk getur fengið sér frískt loft með stuttri gönguferð í nágrenni heimilisins en ekki spilað fótbolta. Og ekki komið saman í hópum í hverfisgarðinum.“ Veirufaraldurinn færist enn í aukana í Frakklandi. Í gærmorgun höfðu 148 látist og 7.652 smitast frá 24. janúar. Á sjúkrahúsum liggja um 3.000. Breiðgötur og stræti Parísar voru eyðileg eftir hádegi í fyrradag er heimasetuskyldan tók gildi. Frá þeim tíma var fólki skylt að dveljast innan- dyra og aðeins fara út af lífsnauðsyn- legum ástæðum, svo sem til að kaupa matvæli. Lögregla var á ferðinni til að hafa afskipti af þeim sem óhlýðn- ast höfðu banninu. Ekki hefur verið gripið til alls- herjar útgöngubanns eins og kvisast hafi en Macron forseti varaði þjóðina við og sagði stöðu mála síbreytilega og það gæti átt eftir að leiða til nýrra ráðstafana. Bjargað frá falli Fyrirtækjum hefur verið gert að búa svo um hnúta að starfsmenn þeirra geti sinnt starfi sínu með fjar- vinnu af heimilinu, sé möguleiki á því. Þeir sem ekki geta skilað nauðsyn- legu verki sínu með fjarvinnu mega fara á vinnustað sinn. Framleiðslu- starfsemi hefur lamast að hluta vegna innilokunarinnar og segir fjár- málaráðherrann Bruno Le Maire að búast mætti við 1% samdrætti hag- kerfisins. Verkfæri hafa verið lögð til hliðar til bráðabirgða í flugvélaverk- smiðjum Airbus. Hið sama hefur gerst í bílsmiðjum Peugeot, Citroën og Renault, svo dæmi séu nefnd. Stjórnvöld hafa sagst munu bjarga atvinnulífinu. Le Maire segir ríkið tilbúið að þjóðnýta fyrirtæki til að bjarga þeim frá hruni. Boðaði hann aðgerðir í þágu atvinnulífsins sem metnar eru á 45 milljarða evra, nærri 7.000 milljarða króna. Vegna ráðstaf- ana stjórnarinnar þurfa smáfyrirtæki ekki að borga rafmagn né önnur not- endagjöld og skattgreiðslur meðan þau vinna sig út úr kreppunni. Öll svið atvinnu- og efnahagslífs hafa orðið fyrir barðinu á kórónuveirunni, ef svo mætti orða það. Harðast hefur ástandið þó bitnað á flugsamgöngum og ferðaþjónustu og tengdri starf- semi. Blasir jafnvel gjaldþrot við flugrekendum. Flýja París eins og í stríði Búist var við að samgöngur myndu meira og minna lamast. Í fyrradag höfðu lestarsamgöngur til að mynda skroppið saman og sýnt þykir að enn eigi eftir að draga úr lestarferðum og ferðum strætisvagna. Sá orðrómur komst á kreik að sett yrðu herlög og landherinn tæki sér stöðu á götum úti til að halda uppi röð og reglu. Það mun hafa verið orðum aukið og bendir allt til að herinn lið- sinni einungis við að flytja veika á sjúkrahús í Elsass, en þar mæðir meira á spítölum vegna veirunnar en annars staðar. Engin takmörk eru á því hvar fólk getur setið innivistina af sér. Par- ísarbúar gripu margir til þess ráðs um helgina og fram á þriðjudag að flýja borgina áður en innilokunin, hin formlega tilraun til að hægja á út- breiðslu kórónuveirunnar, tæki gildi. Fylltust lestarstöðvar af þessu fólki og straumur bíla liðaðist á hrað- brautum út frá París. Þetta þótti dreifbýlisfólki skelfilegt. Jók þetta ótta þeirra um að með aðkomumönn- um bærist kórónuveirusmit og út- breiðsla veirunnar myndi taka kipp upp á við. Fylgdust þeir með fullir tortryggni gagnvart aðstreymi borg- arbúa. „Parísarbúar eru að flýja borgina og munu smita sveitirnar. Þetta inn- streymi sem maður gat ekki gert sér í hugarlund er sjálfselska og tifandi tímasprengja,“ sagði óhress Frakki á Twitter-síðu. Í lestarstöðinni Gare du Nord störðu farþegar, margir með andlits- grímu, upp eftir brottfarartöflunni og biðu þess að komast burt. „Heldur vildum við vera í stærra og opnara rými, stærra húsi með garði, en í þröngri íbúð í París,“ sagði blaðamað- urinn Camille, sem var á leið til móð- ur sinnar í Norður-Frakklandi ásamt förunaut. Bæði ætluðu að sinna fjar- vinnu þaðan. Ferðalangurinn Stephane Le- grand, sem beið eftir lest í Gare du Nord var á öndverðum meiði. Sagði veiruna nú þegar hafa borist um heimsbyggðina alla. „Hún er orðin hnattræn,“ sagði hann og kvaðst ekk- ert óttast. „Ég er alla jafna við góða heilsu. Verð aldrei veikur og vona því að allt fari vel.“ Lífeyrisþegi sem hlóð bíl sinn af pinklum rétt hjá höfuðstöðvum UNESCO í París sagðist ætla að koma sér úr borginni og flýja í sveita- setur sitt 100 km vestur af borginni. „Þar er betra að vera en í þrengsl- unum hér,“ sagði hann og gaf aðeins upp fornafn sitt, Jean-Yves. Heilbrigðisráðherrann Olivier Ver- an sagði ríkisstjórnina engin áform hafa um að koma í veg fyrir ferðalög fólks til síns annars heimilis. Niður til stranda og upp til sveita. Hinar ströngu takmarkanir sem í borg- unum giltu ættu líka við í dreifbýli. Hann játti þó að aukin smithætta skapaðist þegar fólk hrúgaðist í lest- arnar. Lyfjatilraun gefur vonir Þar sem ekkert bóluefni er til við kórónuveirunni horfa menn – sér- staklega veikburða eldra fólk – von- araugum til tilrauna frægs fransks sóttvarnalæknis, Didier Raoult, við sóttvarnamiðstöðina IHU Méditerr- anée í Marseille. Hann hefur náð já- kvæðum árangri síðustu daga með nýrri lyfjameðferð gegn veirunni. Benda fyrstu niðurstöður rannsókna hans til þess að stöðva megi smitgetu hennar á aðeins sex dögum. Hann segir að bataferli fyrstu sjúklinganna hafi tekið kipp eftir að þeir fengu lyfið Chloroquine og ljóst væri að þeir yrðu mun fljótari að ná sér en aðrir. Lyf þetta er brúkað til að koma í veg fyrir og meðhöndla malaríu og var gefið með öðru lyfi, Plaquenil. Tóku það 24 sjúklingar sem voru meðal þeirra fyrstu sem smituðust af veir- unni og höfðu gefið sig fram við spít- ala. Hliðstæð rannsókn í Bandaríkj- unum í síðustu viku styður niður- stöður Raoult. Daginn eftir að ríkisstjórnin lokaði krám, veitingahúsum og annarri ónauðsynlegri þjónustustarfsemi streymdu Parísarbúar út í garða borgarinnar og opinber svæði til að njóta veðurblíðunnar. Þeir sýndu þess engin merki að hafa tekið eftir ákvörðunum Edouards Philippe for- sætisráðherra kvöldið áður, sem bað almenning að halda sig inni við. „Í fúl- ustu alvöru, saman verðum við öll að sýna meiri ögun gagnvart ráðstöf- unum. Við verðum að forðast sam- söfnun eins og frekast er kostur, hætta að hitta vini og fjölskyldu- meðlimi.“ Allt annað sagði hann geta hraðað smiti. Til að uppræta léttúðina greip stjórn Macrons svo til enn harð- ari aðgerða tveimur dögum seinna. Matvæli hömstruð Á mánudagsmorgun stefndu Frakkar stríðum straumum í stór- markaði og hömstruðu matvæli. Mynduðust langar biðraðir inn í búð- irnar og svo aftur við afgreiðslukass- ana á útleið. Búið var að líma rendur á gólf við afgreiðslukassanna til að halda a.m.k. metra bili milli manna í röðum að þeim. Örlaði á hræðslu al- mennings við yfirvofandi óvissu og enginn vildi verða uppiskroppa vik- urnar sem fólk á eftir að þurfa sitja heima. Stjórnvöld höfðu varað við hamstri og sögðu meira en nóg af matvælum í landinu. Það róaði ekki þá sem hrúguðu matvælum í óðagoti niður í innkaupakerrurnar. Óðar tæmdust hillur og skápar verslana um land allt. Til að draga úr smit- hættu var einungis tekið við greiðslu- kortum, ekki seðlum, mynt eða ávís- unum. Orrustan við kórónuveiruna teygir anga sína út í geim. Hefur franska geimferðamiðstöðin í Gvæjana í Suð- ur-Ameríku orðið að fresta geim- skotum vegna hennar. Af sömu ástæðu er skíðavertíðinni í Ölpunum og Pýreneafjöllum lokið, rúmum mánuði fyrr en venjulega. AFP Samgöngur Lestarstöðvar eru tómlegar í París, aðeins starfsfólk á ferli að hreinsa til. Stríðsástand ríkir í raun. KÓRÓNUVEIRUFARALDUR Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is LJÚFFENG TVENNA FYRIR HÚÐINA ÞÍNA* *Snyrtivara, ekki matvara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.