Morgunblaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnuĺíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2020
www.flugger.is
Mött
Gæðamálning
í öllum litum
Auðvelt
að þrífa
PON er umboðsaðili
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður
Sími 580 0110 | pon.is
Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna!
GÆÐI OG ÞJÓNUSTA
heyrst hafa að undanförnu sem töldu
að rangt hefði verið að leggja sveiflu-
jöfnunaraukann á. Sagði hann að slík-
ur auki væri kynntur með árs fyr-
irvara svo fjármálafyrirtækin gætu
búið sig undir að geta risið undir
kröfum sem af honum leiddu. Sagði
hann að því hefði síðasta árið farið í
að byggja upp eigið fé sem nú mætti
nýta til þess að mæta hinu óvænta
áfalli.
Ákvörðunin um afnám sveiflujöfn-
unaraukans eykur laust fé bankanna
um 60 milljarða króna. Ítrekaði Ás-
geir að ákvörðunin væri tekin í
trausti þess að bankarnir myndu ekki
greiða arð til hluthafa í ástandinu
sem nú væri uppi. Sagði hann að afar
vel yrði fylgst með því og brugðist við
ef ekki yrði orðið við þeim tilmælum.
Veiking krónunnar eðlileg
Seðlabankastjóri benti einnig á
sem er óvanalegt á fundi sem þessum,
að bankinn hafi ekki gripið inn í á
gjaldeyrismarkaði í þessari viku.
Gengi krónunnar hefur gefið eftir um
10% það sem af er ári. Sagði hann að
það væri eðlileg þróun miðað við
stöðu mála og að þakka mætti fyrir að
við byggjum við sjálfstæða mynt sem
tæki mið af því sem væri að gerast í
hagkerfinu. Gæti enn brugðist við
Þrátt fyrir afgerandi inngrip síð-
ustu vikuna má ráða af orðum seðla-
bankastjóra að frekari aðgerða kunni
að vera þörf. Reynsla annarra seðla-
banka sýnir enda að tröllaukin inn-
grip hafa ekki náð að snúa stærstu
hagkerfum í rétta átt. Benti hann á
að ólíkt flestum örðum seðlabönkum
væru vextir hér á landi enn 1,75% og
að mögulegt væri að lækka þá. Einn-
ig benti hann á að gjaldeyrisforði
Seðlabankans væri um þessar mund-
ir 930 milljarðar króna og að einnig
mætti beita efnahagsreikningi bank-
ans ef til þess þyrfti að koma.
Seðlabanki Íslands hefur enn ekki
gripið til magnbundinnar íhlutunar,
(e. quantiative easing) sem felst í að
seðlabankar kaupi í miklum mæli
skuldabréf, einkum ríkisskuldabréf,
til að auka lausafé í umferð. Benti
hann ásamt aðalhagfræðingi á að
þeirri aðferð væri nú beitt af seðla-
bönkum sem ekki væru í aðstöðu til
að lækka vexti frekar.
Bankinn á enn vopn í búri sínu
Seðlabankinn lækkar vexti um hálfa prósentu Eykur laust fé bankanna um tugi milljarða
Bankinn getur enn lækkað vexti ef þörf krefur Mikill kostur að búa við sjálfstæða mynt
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Allur er varinn góður Áður en Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hóf kynningarfundinn hreinsaði hann hendurnar á sér.
Tveir metrar Langt var á milli manna á fundinum og míkrófónn gekk ekki á
milli fyrirspyrjenda eins og vanalega heldur réttur með löngu priki að fólki.
Markaðurinn
» Hlutabréfamarkaðurinn gekk
upp og niður í gær.
» Icelandair hafði hækkað um
10% í lok dags en á tímabili nam
hækkunin 20%.
» Arion banki lækkaði um 7,8%.
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Meginvextir Seðlabanka Íslands eru
nú 1,75% eftir að peningastefnunefnd
bankans ákvað á fundi sem haldinn
var fyrr í vikunni að lækka vexti um
0,5 prósentur. Á einni viku hefur
bankinn því lækkað stýrivexti um 1
prósentu sem viðbragð við hörðum
efnahagssamdrætti sem rakinn er til
áhrifa af útbreiðslu kórónuveirunnar.
Á kynningarfundi sem haldinn var í
gær brá Ásgeir Jónsson seðlabanka-
stjóri út frá þeirri venju að útlista ekki
afstöðu einstaka nefndarmanna til
ákvörðunarinnar fyrr en að tveimur
vikum liðnum. Ítrekaði hann að „al-
gjör samhljómur“ hefði verið með
nefndarmönnum um þá ákvörðun að
lækka vexti um fyrrnefnda prósentu-
tölu. Kynningarfundurinn var haldinn
í húsakynnum Seðlabankans við
Kalkofnsveg en þegar þangað var
komið var engu líkara en búið væri að
búa húsakynnin undir skriflega próf-
töku. Tveir metrar á milli stóla og allt
gert til að lágmarka hættuna á smiti
milli fólks.
Líkt og við próftöku
Það gerði samkomuna einnig frá-
brugðna fyrri fundum um sama efni
að aðstoðarseðlabankastjóri var
hvergi sjáanlegur. Þess í stað sátu
fundinn ásamt bankastjóra þeir Þór-
arinn G. Pétursson aðalhagfræðingur
og Haukur C. Benediktsson, fram-
kvæmdastjóri fjármálastöðugleika-
sviðs bankans. Á fundinum var einnig
farið yfir ákvörðun nýskipaðrar fjár-
málastöðugleikanefndar um að fella
niður sveiflujöfnunarauka sem lagð-
ur var á bankana í febrúar síðastliðn-
um. Fól hann í sér 2 prósenta hækk-
un á eiginfjárkröfur bankanna.
Nýtti seðlabankastjóri færið og
blés á þær gagnrýnisraddir sem
Stjórn Bankasýslu ríkisins hefur afturkallað tillögu um mögulegt söluferli
Íslandsbanka sem stofnunin hafði sent fjármála- og efnahagsráðherra 4.
mars síðastliðinn. Í tilkynningu frá stofnuninni kemur fram að mjög
breyttar aðstæður vegna aðgerða ríkja heims í baráttunni við kórónuveir-
una kalli á þessa ákvörðun.
Tillagan, ásamt skýrslu sem bar yfirskriftina Eignarhald og sala Íslands-
banka hf.: Stöðuskýrsla varðandi fyrirhugaða sölumeðferð, var aldrei birt
því í kjölfar afhendingar hennar 4. mars var ætlunin að undirbúa kynningu
á henni og ganga frá enskri þýðingu til birtingar.
Afturkalla skýrslu um Íslandsbanka