Morgunblaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2020
veiðarfæri sama hvort það eru
þorskanet, dragnót, stóru vélabát-
arnir sem róa með línu frá Rifi eða
minni línubátar. Það eru allir að
mokfiska og hvert metið af öðru hef-
ur fallið. Tjaldurinn var með metróð-
ur, 128 tonn á línuna eftir fjóra daga.
Steinunn var með 84 tonna og 79
tonna róðra á dragnót, Bárður fór
upp í 70 tonn í netin og hefur oft ver-
ið með 40-50 tonn á dag, sömuleiðis
Ólafur Bjarnason og Saxhamar frá
Rifi fór einn daginn í 65 tonn. Smá-
bátar sem róa með línu hafa farið
upp í 17-18 tonn þessir stærri þegar
þeir hafa komist á sjó, hjá þeim
minni eru 6-10 tonn algeng. Það er
mok í allt,“ segir Björn hafnarstjóri í
Snæfellsbæ.
Miklum afla hefur verið landað í
Ólafsvík og á Rifi síðustu vikur, en
mun minna á Arnarstapa heldur en í
fyrra. Ástæðan er einkum sú að þeg-
ar dýpkun lauk í höfninni þar í des-
ember reyndist ekki hægt að koma
pramma og öðrum tækjum í burtu
vegna veðurs. Tækin eru því enn í
höfninni og því erfiðara að athafna
sig en ella.
Gott í mars í Sandgerði
Rúnar V. Arnarson, hafnarstjóri í
Sandgerði, segir að upp á síðkastið
hafi margir bátar landað í Sand-
gerði, meðal annars bátar úr öðrum
landsfjórðungum. Þeir hafi ýmist
verið á línu, netum eða dragnót og
upp á síðkastið hafi færabátum
fjölgað. Aflabrögð hafi verið góð
þegar gefið hafi.
„Janúar var dapur með svaka-
legu gæftaleysi,“ segir Rúnar.
„Febrúar var rysjóttur, en það
rættist úr og menn náðu vopnum
sínum. Þegar upp var staðið var
mánuðurinn nokkuð drjúgur og
jafnvel á pari við það sem var í
fyrra. Marsmánuður hefur verið
góður, en í heildina er landaður afli
í Sandgerði eitthvað minni en í
fyrra vegna þess hve janúar var lé-
legur.“
Reglur hafa verið hertar hjá
Sandgerðishöfn, en þar vinna fjórir
starfsmenn á tvískiptum vöktum.
Vegna kórónuveirunnar hefur
vaktakerfi verið breytt þannig að
vaktirnar hittast ekki.
Ljósmynd/Gísli Reynisson
Vertíð Maron GK er einn elsti stálbáturinn sem gerður er út hérlendis, smíðaður 1955.
Morgunblaðið/Alfons
Ólafsvík Emir Dokara, skipverji á Bárði SH 81, við löndun fyrr í vetur.
Tilboð voru opnuð nýlega um gatna-
gerð í Breiðamýri á miðsvæði Álfta-
ness. Tólf tilboð bárust og bauð Loft-
orka ehf. lægst í verkefnið eða liðlega
204 milljónir króna. Bæjarráð Garða-
bæjar samþykkti á þriðjudag að taka
tilboði lægstbjóðanda með fyrirvara
um að uppfylltir séu allir skilmálar út-
boðsins. Hæsta tilboð var upp á tæp-
lega 275 milljónir, en kostnaðaráætlun
var 235,4 milljónir.
Fyrr í vetur samþykkti bæjarstjórn
Garðabæjar deiliskipulagsáætlanir
fyrir miðsvæði og suðursvæði Álfta-
ness. Um er að ræða svæðin Breiða-
mýri, Krók, Helguvík og Kumlamýri.
Heildarsvæðið er um það bil 40 hekt-
arar að stærð. Í Breiðamýri er gert
ráð fyrir allt að 252 íbúðum í níu fjöl-
býlishúsakjörnum. aij@mbl.is
Loftorka
bauð lægst
í gatnagerð