Morgunblaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2020 veiðarfæri sama hvort það eru þorskanet, dragnót, stóru vélabát- arnir sem róa með línu frá Rifi eða minni línubátar. Það eru allir að mokfiska og hvert metið af öðru hef- ur fallið. Tjaldurinn var með metróð- ur, 128 tonn á línuna eftir fjóra daga. Steinunn var með 84 tonna og 79 tonna róðra á dragnót, Bárður fór upp í 70 tonn í netin og hefur oft ver- ið með 40-50 tonn á dag, sömuleiðis Ólafur Bjarnason og Saxhamar frá Rifi fór einn daginn í 65 tonn. Smá- bátar sem róa með línu hafa farið upp í 17-18 tonn þessir stærri þegar þeir hafa komist á sjó, hjá þeim minni eru 6-10 tonn algeng. Það er mok í allt,“ segir Björn hafnarstjóri í Snæfellsbæ. Miklum afla hefur verið landað í Ólafsvík og á Rifi síðustu vikur, en mun minna á Arnarstapa heldur en í fyrra. Ástæðan er einkum sú að þeg- ar dýpkun lauk í höfninni þar í des- ember reyndist ekki hægt að koma pramma og öðrum tækjum í burtu vegna veðurs. Tækin eru því enn í höfninni og því erfiðara að athafna sig en ella. Gott í mars í Sandgerði Rúnar V. Arnarson, hafnarstjóri í Sandgerði, segir að upp á síðkastið hafi margir bátar landað í Sand- gerði, meðal annars bátar úr öðrum landsfjórðungum. Þeir hafi ýmist verið á línu, netum eða dragnót og upp á síðkastið hafi færabátum fjölgað. Aflabrögð hafi verið góð þegar gefið hafi. „Janúar var dapur með svaka- legu gæftaleysi,“ segir Rúnar. „Febrúar var rysjóttur, en það rættist úr og menn náðu vopnum sínum. Þegar upp var staðið var mánuðurinn nokkuð drjúgur og jafnvel á pari við það sem var í fyrra. Marsmánuður hefur verið góður, en í heildina er landaður afli í Sandgerði eitthvað minni en í fyrra vegna þess hve janúar var lé- legur.“ Reglur hafa verið hertar hjá Sandgerðishöfn, en þar vinna fjórir starfsmenn á tvískiptum vöktum. Vegna kórónuveirunnar hefur vaktakerfi verið breytt þannig að vaktirnar hittast ekki. Ljósmynd/Gísli Reynisson Vertíð Maron GK er einn elsti stálbáturinn sem gerður er út hérlendis, smíðaður 1955. Morgunblaðið/Alfons Ólafsvík Emir Dokara, skipverji á Bárði SH 81, við löndun fyrr í vetur. Tilboð voru opnuð nýlega um gatna- gerð í Breiðamýri á miðsvæði Álfta- ness. Tólf tilboð bárust og bauð Loft- orka ehf. lægst í verkefnið eða liðlega 204 milljónir króna. Bæjarráð Garða- bæjar samþykkti á þriðjudag að taka tilboði lægstbjóðanda með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar út- boðsins. Hæsta tilboð var upp á tæp- lega 275 milljónir, en kostnaðaráætlun var 235,4 milljónir. Fyrr í vetur samþykkti bæjarstjórn Garðabæjar deiliskipulagsáætlanir fyrir miðsvæði og suðursvæði Álfta- ness. Um er að ræða svæðin Breiða- mýri, Krók, Helguvík og Kumlamýri. Heildarsvæðið er um það bil 40 hekt- arar að stærð. Í Breiðamýri er gert ráð fyrir allt að 252 íbúðum í níu fjöl- býlishúsakjörnum. aij@mbl.is Loftorka bauð lægst í gatnagerð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.